Morgunblaðið - 14.09.1940, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. sept. 1940-
Frú Kristín Pálsdóttir
Síldveiðarnar í sumar
Herferðin gegn
fyrirbænunum
Minning
í
I'
i
-
.
íí
Hinn 9. þ. m. andaðist á heim-
ili sínu, Sjafnargötu 11
hjer í. bænum, frú Kristín Páls-
dóttir, kona Theodórs .Jakobsson-
ar skipamiðlara. Hvin var fædd á
Vatneyri við Patreksfjörð 21
júlí 1898, dóttir Páls Einarsson-
ar þáverandi sýslumanns í Barða-
strandarsýslu, síðar hæstarjettar-
dóraara, og fyrri konu hans, Sig-
ríðar, dóttur Árna Thorsteinsson
landfógeta'. Hún giftist, eftirlif
andi manni sínum 4. september
1920 og átti þannig 20 ára hjú-
skaparafmæli örfáum dögum áður
en hún dó. Börn )>eirra ,eru: Sig-
ríður, Soffía, Iíelga, Björn, Þór-
unn, Páll og Steinunn.
Frú Kristín verður minnisstæð
öllum, sem henni kvntust. Þótt
hún væri ekki sterkbygð og ætti
við þunga vanheilsu að stríða öll
hin síðari ár, bjó hún yfir því
sálarþreki og þeim lífsvilja, að
sjaldgæft mun vera. Hún vissi að
líf hennar hjekk á veikum þræði
og gerði sjer engar gyllingar í þvi
efni. Oft veiktist hún svo, að
henni var alls ekki hugað líf. Hún
barðist við sjúkdóm sinn af frá-
bærum hetjnskap og bugaðist
aldrei fyr en yfir lauk. Þeir, sem
komu á heimili þeirra hjónanna
og áttu viðræður við hina glað-
væru og einarðlegu húsmóður,
hefðu ekki að óreyndu getað lár-
ið sjer til hugar koma, að þessi
kona stæði altaf öðrum fæti við
dauðans dyr. Hún reyndi að láta
bera sem allra minst á veikind-
um sínum. Hún notaði hverja sóí-
skinsstund sem gafst. Heimilið
var opið ungum og gömlum, og
ekki síður æskulýðnum, vinahóp
harnanna. Margt af þessu unga
fólki hefir vafalaust aldrei orðið
neins áskynja um heilsufar hús-
móðurinnar. Það var varast að
spilla gleði þeirra, sem að garði
har.
Kristín Pálsdóttir var börnum
sínum umhyggjusöm móðir og
manni sínum slík eiginkona og
fjelagi, að ekki verður á betra
kosið. Hún breiddi frá sjer yl og
birtu, hvar sem hún-fór. Hún var
svo lífsglöð og bjartsýn, að húa
gat altaf miðlaf öðrum. Allir, sem
kyntust henni, munu þakka sam-
verustundirnar, hvort sem þær
voru fleiri eða færri.
Hún verður borin til moldar •
dag. * Árni Jónsson.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Jtíg tel mikla nauðsyn, að flug-
vjelin sje við hendina til
síldarleitar í framtíðinni, þyí að
þegar svo ber undir, getur hún
á einum degi gert meira gagc,
en leit hennar kostar heilan
mannsaldúr.
— Var þátttakan mikil í síld-
veiðunum?
— Þátttakan af hálfu Islend-
inga var heldur minni en í
fyrra og skipin smærri. Flestir
togararnir fóru ekki á síldveið-
ar og aðeins skamman tíma
sumir.
í fyrra voru veiðar stundað-
ar með 190 herpinótum, þar af
180 frá ísl. skipum og 10 fær-
eyskum. I sumar voru ísl. næt-
urnar 171, 21 færeyskar og 7
norskar; alls 199.
Þátttaka erlendra skipa í
síldveiðinni fjell algerlega nið-
ur í sumar, nema þeirra fær-
eysku og norsku skipa, sem
bækistöðvar höfðu í landi.
Vegna þessa var vitanlega
miklu rýmra á miðunum og
munu að þessu sinni um helm-
ingi færri skip hafa stundað
■síldveiði með herpinót en pnd-
'anfarin ár. Geta má og þess í
þessu sambandi, að síldin var
yfirleitt djúpt á miðunum í
sumar, og því er það, að ef ó-
friðurinn hefði ekki hindrað er-
lendu skipin, þá hefðu íslensku
skipin mikinn hluta veiðitím-
ans orðið að glíma við hin er-
lendu, utan við landhelgislín-
una. Fjarvera erl. skipanna
hjálpaði vitanlega mjög ísl.
skipunum, en þó tel jeg vafa-
laust, að afli þeirra hefði orðið
mjög góður þótt erl. skipin
hefðu verið á miðunum.
— Heildaraflinn?
— Hann var nú tæp 1700
þús. mál, en í fyrra um 780
þús. mál. Saltsíldin er hinsvegar
miklu minni nú, eða um 90 þús.
tn. á móti 240 þús. í fyrra.
Síldarverksmiðjur ríkisins
tóku í fyrra á móti 333 þús.
málum, en rúml. 910 þús. nú.
— Það urðu tafir við lönd-
unina?
— Já, mjög miklar. — Stjórn
Síldarverksm. ríkisins hafði
unnið að því eftir getu árin
Í938 og ’39, að notuð væri
heimild Alþingis til að reisa
nýja verksmiðju á Raufarhöfn.
Árið 1938 lagði verksmiðju-
stjórnin til, að þar yrði reist
5000 mála verksmiðja í stað
2500, sem lögin ákváðu. Auk
þess lagði hún til að afköst
verksmiðjanna á Siglufirði yrðu
aukin um 5000 mál fyrir vertíð-
ina 1940.
Enginn skriður komst á þessi
mál fyr en Ólafur Thors varð
atvinnumálaráðherra vorið
1939.
lega, að hún gat tekið til starfa
í vertíðarbyrjun nú í sumar.
Sjest best hvaða þýðingu það
hafði á því, að verksmiðjan á
Raufarhöfn tók í fyrra alls á
móti tæpl. 60 þús. málum, en
260 þús. málum í sumar.
Viðbótin á Siglufirði var
langt komin er Noregur dróst
inn í stríðið, en ekki tókst að
fullgera hana, vegna þess að
einstaka vjelar vantaði. Var því
ekki unt að auka afköst verk-
'smiðjunnar meira en ca. 500
mál, í stað 2500, sem ráðgert
var.
í Úr stækkun Rauðku varð
binsvegár ekki, því éigendúm
tókst ekki að fá lán til bygg-
ingarinnar.
Sjálfvirk löndunartæki voru
!sett upp við verksmiðjuna á
Raufarhöfn og einnig við
Rauðku á Siglufirði. Hinsveg-
ar tókst ekki að koma upp
nýjum löndunartækjum og
flutningsböndum hjá verksmiðj-
uin ríkisins á Siglufirði, vegna
:þess að flutningar teptust á
jefni, sem búið var að kaupa í
þessu skyni.
Stjórn Síldarverksmiðja rík-
isihs ákvað í vetur að birgja
verksmiðjurnar upp af rekst-
'ursvörum, miðað við 60 daga
vinslu, enda þótt meðalvinslan
undanfarin ár væri 45—50
dagar (s. 1. ár aðeins 30 dagar).
En þrátt fyrir þessa aukningu
og margháttaðan undirbúning
urðu löndunartafir mjög mikl-
ar í sumar. Það jók og á af-
greiðsluörðugleikana að ekki
var saltað nema þriðjungur af
því, sem venja hafði verið.
— Hvað er hægt að geræ til
þess að bæta úr þessu ástandi?
— Mín skoðun er, að enn
þurfi að byggja margar nýjar
verksmiðjur og auka afköstin
stórkostlega. En þetta verður
að mestu að bíða betri tíma. Til
bráðabirgða tel jeg mikla bót
í því, að tekin yrði upp nánari
samvinna milli verksmiðjanna
og útgerðarmanna um hag-
kvæmari dreifingu flotans milli
verksmiðjanna. Þessi dreii'ing
yrði ákveðin í aðalatriðum
fyrirfram fyrir hverja vertíð. Þá
tel jeg, að meðan stríðið stend-
ur og ísfiskssala gengur vel,
þurfi að sporna við því, að
stærri skipin, sem hagkvæm eru
til ísfisksveiða, stundi síldveið-
ar og rýri afla- og afkomumögu
leika smærri skipanna. En
smærri skipin eru nægilega
mörg til þess að sjá fyrir þörf-
um verksmiðjanna, eins og
stendur. Með slíkri dreifingu
myndi hofuðástæðan fynr því,
að einstakar verksmiðjur sæk-
ist eftir viðskiftum við erl. skip,
hverfa úr sögunni og aflamögu-
leikar ísl. flotans aukast að
sama skapi í góðum síldarárum.
— Nýjar tilraunir'.’
— Já, reynt var nýtt veiðar-
færi, svonefnd djúpnót, sern
Svíar höfðu notað áður hjer
við land. Gafst hún vel. Þá var
við ríkisverksmiðjurnar á Siglu-
firði notað nýtt efni til blönd-
unar í síldina við suðuna. Efni
þetta hafði gefist vel í Ame-
ríku. Hjer tókst tilraun þessi
ágætlega og má búast við, að
hún hafi talsverða þýðingu fyr-
ir bræðsluna, einkum þegar
unnið er úr ljelegri og gamalli
síld..
— Nýjungar eða umbætur í
vændum?
— Ríkisverksmiðjurnar hafa
ákveðið að koma upp fullkom-
inni efnarannsóknarstofu á
Siglufirði fyrir næstu vertíð,
þar sem gerðar verða sjálfstæð-
ar rannsóknir, auk hins -dag-
lega eftirlits.
Ennfremur er ákveðið að
koma upp baðhúsi fyrir sjó-
menn og starfsfólk verksmiðj-
anna.
Loks er ákveðið, að fullgera
viðbótina viðSRP-verksmiðjuna.
kaupa varapressur og samræma
vinslu hinna einstöku vjela
verksmiðjanna. Er líklegt að
með þessu takist að auka af-
köstin að miklum mun.
„Faldi fjársjóðurinn“ heitir
gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir
um þessar mundir. Er myndin
sprenghlægileg frá upphafi til
enda og raunar bráðfyndin, en
efnið er hinsvegar ekki stórmerki
legt frekar en í öðrum gaman-
myndum. í myndinni leikur einn
frægasti gamanvísnasöngvari
Breta og banjóleikari, George
Formby. Einnig leikur hin vin-
sæla enska gleðileikkona Florence
Desmond. Það er óhætt að ráð-
leggja þeim, sem vilja fá sjer
hressilegan hlátur, að sjá þessa
! mynd. Aukamynd er ný frjetta-
kvikmynd frá Englandi.
Byogingariðnaðarmenn.
Byggingarmeistara vantar til þess að hlaða torf og grjót-
veggi í útihús við herbúðir breska setuliðsins á eftirtöld-
um stöðum:
I fyrrasumar var hafist
handa um byggingu 5000 mála
verksmiðju á Raufarhöfn og
2500 mála aukningu á SRP á
Siglufirði. Ennfremur heiroil-
aði atvinnumálaráðherra að
REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI,
ÁLAFOSSI, BALDURSHAGA,
SAURBÆ Á KJALARNESI.
Hver verktaki skal vera reiðubúinn að hlaða a. m. k. 2000
ten.m. vegg fyrir 15. október n.k.
auka afköst Rauðku um 2500
mál.
Þrátt fyrir ýmsa örðugleika
tókst að koma upp verksmiðj-
unni á Raufarhöfn það tírnan-
Borgun miðast við ten.m. tölu í hlöðnum vegg og fer fram
vikulega. Byggingarmeistarar, sem vilja taka þetta að
sjer, skulu sækja um það, persónulega, til Lieutenant
Russel, Sænsk-íslenska Frystihúsinu.
FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU.
stríði þeirra“ og hjálpuðu þeim á
ýmsa lund.
Er hr. Ó. Ó. ekki læs, þegar,
hann hefir Nýjatestamentið milli
handanna? Aðrir menn eru sjálf-
ráðir að því hvernig þeir skýra
þessar sögur og skilja, en það er
sorglegt, að maður, sem er að
boða kristna trú, skuli leyfa sjer
að bera fram þær fullyrðingar,
sem ganga í berhögg við sjálfar
staðreyndir Nýjatestamentisins.
Hjer skal staðar numið þótt
margt beri á milli mín og hr. Ó.-
Ó. og skoðanabræðra hans, sem
mjer er því miður sagt að sumir
sjeu ungir guðfræðingar og jafn-
vel prestar. Jeg gerði mjer í byrj-
un þessarar deilu von um að fá
tækifæri til að rökræða mál, sem
mjer þykir mikils virði, því að
jeg er sammála skáldinu, sem vit-
urlega kvað um kirkjuna:
„S.je rekin úr kirkjunni rannsókn
frjáls
á röksemdum trúarinnar,
er Guði með ofbeldi meinað máls
í musteri dýrðar sinnar“.
Jón Auðnns.
Petsamoferðin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
ríkisstjórnarinnar og hlutaðeig-
andi erlendra yfirvaldaumheim
flutning Islendinga þeirra, er
nú eru á Norðurlöndum, sem
staðið hafa yfir óslitið núna síð-
ustu 4 mánuðina, er nú svo kom
ið, að samþykki allra aðilja er
fengið til heimflutnings h. u. b.
220 Islendinga um Petsamo.
Verður „Esja“ send til Petsamo
þegar er hún kemur úr strand '
ferð um næstu helgi. Mun hún
taka alla þá Islendinga, sem
óskað hafa heimferðar við sendi
ráðin íslensku í Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi, en þau
hafa staðið í sambandi við þá
íslendinga, sem nú eru á Norð-
urlöndum sem hafa hug á, að
komast heim.
Ekki verður hjá því komist
að skipið verði háð eftirliti
Breta. Verður því að gera ráð
fyrir viðkomu í breskri höfn á
heimleiðinni. En alt mun gert
til þess að töf af því verði sem
minst að unt er.
Lögregluþjónaefnin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
þjer hafið fengið verðlaun eða
sett met, sem og annað, er máli
skiftir).
13. spurning: „Hæð á sokka-
leistum .. cm. — Þ.yngd nakinu.
.. kg.“
14. spurning: „Hefir nokkurn-
tíma verið hafin rannsókn gegn
yður út af lagabroti? (Plf svo er,
þá tilgreinið hverju og hver var
niðurstaða rannsóknarinnar, svo
og hvort mál hafi verið höfðað
gegn yður, og hver niðurstaða
þess hafi orðið).“
19. spurning: „Lýsið fjárhag
yðar. Eruð þjer skuldugur? (Ef
svo er, hverjum skuldið þjer og
hve mikið?). Eruð þjer í ábyrgð-
um fyrir aðra? (Ef svo er, þá
tilgreinið fyrir hvað miklum upp-
hæðum og fyrir hverja)".
I