Morgunblaðið - 19.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1940, Blaðsíða 5
'Fimtudagur 19. sept. 1940, S Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgrBarm.). Augtýsingar: Árni Óla. Rltstjörn, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskrlftargjald: kr. 3,60 á mánuOl innanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 lausasölu: 20 aura eintaktB, 25 aura meO Lesbök. Lýðræði eða einræði Óttinn við rjettlætið nmir stjórnmálamenn eru þannig gerðir, að þeir Jþurfa við öll tækifæri að láta í ljós hrifning sína á öllu, sem varðar frelsi, sjálfstæði og rjett læti einstaklinga og þjóðar, en þegar þeir eiga að fara að framkvæma þessar fögru hug- sjónir, verða jafnan ótal hindr- -Æinir á vegi. Þannig er þessu varið með marga okkar góðu Framsókn- .arflokksmenn. Þeir tala og rita mikið um frelsi, sjálfstæði og rjettlæti. En þegar á reynir og þeir eru beðnir að styðja að því, að þegnar okkar eigin lands fái að njóta þessara dýr- :mætu rjettinda, finna þeir altaf •eitthvað, sem er því til fyrir- stöðu að þetta megi verða. Ágætt dæmi þessa er grein Bergs Jónssonar alþm.: „Sjálf- •stæðismál lslendinga“, sem birt- ist í Tímanum s. 1. þriðjudag. Alt, sem B. J. segir um sam- bandslögin og hið breytta við- horf, sem skapaðist við það, ;að Þjóðverjar hertóku Dan- mörku, er í fullu samræmi við 'það, sem haldið hefir verið fram hjer í blaðinu. En af því leiðir, ■ að Alþingi getur hvenær sem er og algerlega upp á eigin spýtur, gengið til fulls frá sjálf- stæðismálum Islendinga. Þetta vill B. J. og að Alþingi geri næst er það kemur saman. Hann vill, að því er manni skilst, að Alþingi lýsi yfir stofnun lýð- veldis á Islandi, en þetta skuli •einungis g^rt með þingsályktun. Hinsvegar megi alls ekki fara að breyta stjórnarskránni, því að það geti orðið til þess að „önnur óskyld atriði“, sem eru vel fallin til að vekja „innan- landsófrið“, blandist í málið. Hvernig lýst ykkur á? Það á að stofna lýðveldi á Islandi, en I stjórnarskránni á stjórnarfarið að vera áfram þingbundin kon- ungsstjórn! Það er Ijóst hvað fyrir B. J. vakir. Hann er í eðli sínu frjáls- 'lyndur og fylgjandi því, að þjóðin stigi nú síðasta skrefið í ajálfstæðismálunum. En hann er líka bundinn flokksmaður í Pramsóknarflokknum, þeim flokki, sem heldur dauðahaldi í það regin misrjetti og ranglæti, sem ríkjandi kosningafyrir- komulag skapar og sem gild- andi stjórnarskrá verndar. Engan loddaraleik. Göngum hreint til verks. Ef við ætlum að vinna framvegis í anda lýð- ræðis og jafnrjettis, verður vit- anlega sjálf stjórnarskráin að varðveita þau rjettindi. En til þess þarf enga breyting á sjálfri kjördæmaskipuninni, að- eins aðra, rjettláta tilhögun á ~ kosningunni. Ekki hefir þrælavinna ís- raelsmanna í landi Fa- raóanna verið nein sældar- kjör. Þó fór svo, að þeir ósk- uðu sjer þangað aftur frá frelsi og flökkulífi eyðimerk urinnar, með öllum þess kost um og göllum. Svo dáðlaust getur hið frjálsa líf orðið, að menn kjósi heldur harðstjórn og afmarkaðan bás. Það hlýtur að vera hverjum manni heilbrigt og eðlilegt að forðast kúgun og harðstjórn. Eu eins og það er hverjum manni eðlilegt, ætti hitt að vera vitur- legt og sjálfsagt, að nema á brott þá ágalla fjelagslífsins, sem best. greiðir einræðinu braut, og einn- ig að sjá um þær framkvæmdir, sem helst fyrirbyggir harðstjórn og einræði. Vilji menn umflýja hina hörðu og agandi hönd, hví þá ekki að gera hana ónauðsynlega ? Hví þá ekki að gera ýmislegt það í tíma, sem hin harða hönd gerir, þegar komið er í ótíma ? Ef vanrækt er að framkvæma á heppilegan hátt það sem nauðsynlega þarf að gera, má altaf búast við, að smátt og smátt þróist sú óánægja, sem að síðustu kýs hina hörðu hönd, sem altaf eru reiðubiiin til þess að láta til skarar skríða. Getur nokkur afsannað það, að heimur- inn fái ekki í raun og veru það stjórnarsnið á hverjum tíma, sem hann á skilið og hefir ræktað efniviðinn í. Undanlátssemi í öllu nauðsynlegu umbótastarfi hefnir sín æfinlega. Jeg vil nú benda á tvö eða þrjú atriði hjer hjá oss, tekin af handahófi, til þess að skýra betur, hvað það er, sem jeg á við: Eftir Pjetur Sigurðsson 1. Allir þeir menn, sem jeg héfi fyrirhitt síðasta áratuginn, og sem eitthvað hugsa um uppeldi og afkomu þjóðarinnar, eru á einu máli um það, að skólakerfi þjóðarinnar sje ekki þannig skipulagt og notfært, sem vera bæri. Æskulýðurinn þurfi að fá hagnýtari mentun að mörgu leyti, sjá þurfi betur fyrir kvennament- un, ungar stúlkur þurfi að fá þá skólamentun, sem verði bæði þeim sjálfum og þjóðinni til farsældar, og piltar þurfi einnig að fá hag- nýtari mentun að ýmsu leyti, en hingað til hefir tíðkast. Um þetta tala jafnt skólastjórar, kennarar og nemendur. Þetta er viðurkent af ungum mönnum, sem skólana sækja, engu síður en hinum, sem yrir ataa sta»ia. Brevtingin þarf að koma, hún er sjálfsögð, hún er framkvæmanleg, og það jafnvel strax, en þetta er ekki gert. 2. Öll þjóðin er þegar sann- færð um, að áfengisneysla og á- fengissala sje einn hinn skæðasti bölvaldur þjóðarinnar, og geti ekki samrýmst hinum æðri hug- sjónum manna eða neinu því, er menning getur kallast. Öll hin jákvæða þróun mannlífsins frá fvrstu tíð hefir legið frá skepnu- lífi til manndóms, frá óvitrænni að vitrænni tilveru, frá óviti til vitsmunalífs. Öll menningarleg þjálfun, andleg og líkamleg, bæði íþróttir, listir, skólamentun og bóklegt nám örfar þessa jákvæðu þróun, sem liggur frá dýrinu til hins fullþroskaða manns, frá ó- viti til vits, en áfengisneyslan leiðir í öfuga átt, eins og allir vita, leiðir frá viti til óvits, frá manndómi til skepnulífs. Þess vegna getur áfengi og menning ekki átt samleið á neinum vett- vangi. — Hvað segja háskólar um þessi rök? Nú er svo komið hjer á landi fyrir þrotlaust bindindisstarf góðra manna og fjelaga um nokkra áratugi, að í sveitum landsins og öllum hinum minni kauptúnum, og ef til vill hinum stærri líka, vill almenningur ekk- ert hafa með áfengi að gera, og heimtar jafnvel: „Burt með á- fengið“. Nýlega höfðum við bind- indismálaviku í Reykjavík, er sýndi glögt hug hinna mörgu fje- laga og fjelagasambanda, er þátt tóku í henni. Þar var kjörorðið einróma: „Burt með áfengið“.------ Næst fór svo fram undirskrifta- söfnun um lokun áfengisverslun- arinnar, og einnig þar kom vilji almennings glögt í ljós. Þjóðin vill losna við áfengið. Leiðtogarn- ir vilja það sjálfsagt líka. Alt strandar á einu, og aðeins einu, en það eina er ekki rjettlætan- leg afsökun. Hjer fer því eins og með fyrra atriðið: Það sem þarf að gera og er sjálfsagt að gera, er ekki gert. 3. Löggæsla og eftirlit á ýms- um sviðum er ófullnægjandi, svo ekki sje meira sagt. Má til dæm- is benda á lögreglusamþykt Reykjavíkur og margvísleg brot á henni. Ymsan óþrifnað í bæn- um, opnu skarntunuurnar og margt fleira. Allir sjá barna ým- islegt, sem nauðsynlega þyrfti að lagfæra, en litlu verðnr þó um- þokað. Þegar menn standa svo andspænis vanrækslum og hirðu- leysi alstaðar og á ölluni sviðum, þar sem alt verður þó að sitja við sama, mæðast þeir yfir meinsemd unum, sem oft rista miklu dýpra og eru víðtækari en þetta, sem hjer liefir verið bent á, verða þreyttir og ergilegir. Og hvað heyrir maður svo? Jú, menn fara að óska cftir jafnvel einhverri harðri höud. Jeg hefi mætt ágæt- is mönnum á götum Beykjavík- ur, sem jeg hefi enga ástæðu til að ætla nazista, er hafa sagt við mig, er þeir hafa bent á hirðu- leysið, drabbaraháttinn og festu- leysið í einu og öðru — mætti til dæmis ntfna vimribrögð í ýmsum greinum og ýmislegt líka í viðskiftairfinu: „Já, jeg hugsa stundum, að það væri jafngott þótt við fengjum hingað eitthvað af anda Ilitlers“. Þannig bróast meins'nndin. Frá sundurlyndi. flokkadrætti, losara- hætti, hirðuleysi og allskonar sýk- ingu, sem fylgir því stjórnmála- lífi, er geíur öllum nokkurt vald, en enarun’ kannske nógu mikið framkvæmda, þar sem geta og getuleysi andstæðra flokka vega salt, — já, þessa leið fer þróun- in uns nokkuð almenn óánægja skapast yfir allri linkind þeirri, sem slíku lífi fylgir, og ioks brýst út óskin um hina hörðu hönd og hin föstu tök. En í svipinn gleym ist auðvitað, hvað slíkum tökum fylgir. Jeg hirði ekki um að telja fleira fram að þessu sinni, af því, sem þarf að gera, sem hægt er að gera og flestir sjá, að sjálfsagt er að gera, en ekki er gert. Hvers vegna er það ekki gert? Eftir hverju er beðið? Það er vegna þess, að enginn hefir bæði vald, vilja og þor til bess að gera það. í okkar blessaða lýðræði hlýtur hver stjórn að óttast stöðugt kjós endur sína, og vera liálf smeik við að móðga, þótt ekki sje nema einn þeirra, því að einn getur líka haft mikið að segja við kosn- ingaborðið. Þá er hver flokkur altaf hræddur við andstöðuflokk- ana. Ef hann ræðst í einhverjar róttækar framkvæmdir, á hvaða sviði sem er, má hann altaf bú- ast við, að það skapi einhverj- um óþægindi, að minsta kosti í bráð, og að einhverjir ilskist yf- ir þessum framkvæmdum. En þá er ljka tækifæri andstöðuflokks • ins komið til þess að bjóða hin- um móðguðu og óánægðu liö- veislu sína og auka þannig fylgi sitt. Þetta er ógurlegt böl og sannkölluð pest í stjórnmálalífi hverrar þjóðar. Það er lömunar- veiki, sem öllu öðru fremur greið- ir braut hinni hörðu hönd. Yönd- urinn er altaf afleiðing óþægðar og dáðleysis. Þessi vöntun á sjálfsögðum að- gerðum og framkvæmdum hefir hinar skaðlegustu afleiðingar í för með sjer. Þeir menn, sem á- huga hafa fyrir úrbótum á ýms- um sviðum, standa seinast ráð- þrota með „máttvana hendur og magnþrota knje“. Til hvers er að hlaupa? Litlu eða engu verður umþokað, og fer þá’ svo, að heit- ur verður hálfvolgur, viljugur latur, áhugasamur áhugalaus, og athafnamaðurinn þróttlítill, og lætur hendur síga. Seinast neyð- ast þessir menn til að segja við sig sjálfa: Hjer er ekkert að gera nema dansa með, láta sjer standa á sama um alt eins og hin- ir, fara seint að hátta og seint á fætur eins og hinir, þegja yfir öllu eins og hinir, reyna að ná í þau gæði, sem unt er og láta svo slag standa, því að alt annað en hringsólið utan uiti bitann sje þýðingarlaust. En þetta þykir mörgum manninum dáðlaust líf og leiðinlegt líf þegar til lengdar lætur, og kjósa þá heldur hin föstu tök og harða hönd. Hjer er því stöðugt hætta á ferð. Vilji menn búa við frelsi, verða þeir frjálsu menn að koma og sjálfsögðu framkvæmdir á hverjum tíma, og hafa bæði vilja og þor til þess að gera það, sem gera þarf, svo að allur almenn- ingur þurfi ekki að standa á hverju götuhorni og benda á mein semdirnar, hirðuleysið, losarahátt- inn, festuleysið og aðgerðaleysið á ýmsum sviðum. Ekki er nema um tvent að ræða. Annaðhvort verður barnið að standa í stað og stækka ekki, eða það verður að fá ný föt eftir því, sem það stækkar. Hið sama er að segja um alt mannkyn á öllum tímum. Annaðhvort er þar menn- ingarleg kyrstaða, eða fötin verða að sníðast upp og stækka. Þess vegna eru breytingar nauðsynleg- ar á öllum tímum, í löggjöf og löggæslu, skólamálum og upp- eldi, kirkjumálum og stjórnmál- um. Engin storknuð og stirfin kerfi geta hæft vaxandi lífi til lengdar, og svo best verður kom- ið í veg fyrir „abnormalitet" og „subnormalitet“ í þróun þjóðlífs- ins, að kröfum þess sje gaumur gefinn og rjettlátum þörfum þess fullnægt. Ef ekki hinn rjetti að- ilji gerir hlutinn á rjettum tíma og á heppilegan hátt, eru oftast nógir til, sem vilja gera hann eftir sínu höfði, sem oftast verð- ur ekki á hinn heppilegasta hátt. Athafnafrelsi einstaklingsins, en framkvæmdarsemi og festa í hin- um almennu og opinberu rr.ábjm þjóðarinnar, er sú pðíitíska þrð- un, sem til farsældar leiðir og best stýrir framhjá blindskerj- um einræðis og kúgunar. Horfum því ekki aðeins á það, sem gera þarf, og fárumst um það hver við annan, en göngum að verki og gerum það. Pjetur Sigurðsson. til heppilegra og nauðsynlegra sjer saman um hinar nauðsynlegu Ártúnsbrekkan eyði- lögð fyrir skíðafólk? Breska setuliðið er nú að gera ráðstafanir í Ár- túnsbrekkunni, sem ef þeim verður haldið áfram eyðileggja með öllu brekkuna fyrir skíða- fólki í vetur. Yfirvöld bæjarins og Skíða- ráð Reykjavíkur mun hafa reynt að fá Breta ofan af þeim framkvæmdum, sem þeir hafa þarna í hyggju, en ekki virðist hafa orðið mikill árang- ur af þeim viðtölum. Skíðafólki mun finnast sárt áð missa Ártúnsbrekkuna, því áegja má að það sje eina skíða- brekkan innan 10 km. fjar- lægðar frá bænum, sem hægt er að vera í á skíðum og er hún sem kunnugt er mikið notuð á vetrum, einkanlega á kvöldin á rúmhelgum dögum. Framkvæmdir bresku her- stjórnarinnar þarna virðast ekki vera svo merkilegar, að ekki sje hægt að hætta við þær og myndi skíðafólk fagna því ef svo færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.