Morgunblaðið - 19.09.1940, Blaðsíða 7
Fimtudagur 19. sept. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
7
NJjar krSíur Japana
í Indo-Kína
Japanar hafa gert nýjar kröf-
ur á hendur Frökkum í
Indo-Kína. í fregn frá höfuð-
borg Indo-Kína segir, að samn-
ingar Frakka og Japana sjeu
nú komnir á hættulegt stig.
Kröfurnar, sem Japanar
hafa gert eru sagðar vera á þá
leið, að þeir fái að setja meira
herlið, en þeir höfðu farið fram
á áður, á land í Indo-Kína og
að þeir fái umráð yfir öllum
járnbrautarsamgöngum í land-
inu. *
I Bandaríkjunum — og einn-
ig í Englandi — er fylgst af
nokkrum ugg með hinu nýja
viðhorfi í Austur-Asíu, sem
skapast hefir af þessum auknu
kröfum Japana.
í Yichy var því lýst yfir í gær,
að Frakkar myndu ekki ganga að
kröfum Japana.
Loftárásirnar
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Loftárásir Þjóðverja á Eng-
land í gær voru eins og áður
aðallega á borgir í S.A.-Eng-
landi.
Brutust þýsku flugvjelarnar
inn fyrir varnarlínu Breta við
ströndina og flugu í áttina til
London.
Var 8 sinnum gefin hættu-
merki í London í gær, en í op-,
inberum breskum fregnum seg-
ir, að þýsku flugvjelunum hafi
elcki tekist að varpa sprengjum
á sjálfa borgina í gær, heldur
aðeins á borgir við Thamesár-
mynni.
Allmiklar loftorustur voru háð-
ar yfir London í gær, en í svo
mikilli hæð, að borgarbúar sáu
ekki nje heyrðu í flugvjelunum.
Seint í gærkvöldi sögðust
Bretar hafa skotið niður 46
þýskar flugvjelar í gær, en mist
sjálfir 9, en flugmenn 5 þeirra
hefðu bjargast.
RÚSSAR UM INNRÁSINA.
Allmikla athygli hefir grein
í rússneska blaðinu Pravda í
gær vakið.
Er þar sagt, að Þjóðverj-
um hafi enn ekki tekist að
sigra breska loftflotann og
á meðan þeim tækist það
ekki, þýddi þeim ekki að
hugsa til innrásar í Eng-
land.
Að vísu, segir í grein í Pravda,
hefir Þjóðverjúm tekist að valda
allmiklum skemdum í Englandi.
en aðalatriðið fyrir Breta sje, að
loftfloti þeirra er ósigraður.
Greininni í Pravda lýkur með
því, að auk þess eigi Þjóðverjar
eftir að ryðja einni mikilli hindr-
un úr vegi, áður en þeim takist að
sigla skipum sínum yfir Ermar-
sund, en það sje hreski flotinn,
sem einnig sje ósigraður.
f gærkvöldi sáust frá ströndum
Englands miklir eldar á strönd-
inni binum megin við Ermarsund
og sprengjublossar. Yar talið víst,
að breski flugherinn væri þar að
verki. Einkum sáust miklir eldar
í áttinni frá Calais.
Egyptaland
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Italir segjast hafa skotið nið-
ur fyrir Bretum 5 flugvjelar af
6, sem þeir gerðu árás með á
þessum slóðum og viðurkenna
að hafa mist 4 sjálfir.
Á það er bent í London að
ítalir sjeu enn ekki komnir að
aðalvarnarstöðvum Breta í
Egyptalandi.
Árið 1935 var breska her-
stjórnin að hugsa um að setja
upp varnarvirki hjá landamær-
um Libyu og Egyptalands, en
hætti við þá fyrirætlun, þar
sem svo miklir örðugleikar voru
á flutningum. yfir stóra eyði-
mörk frá bygðum og til landa-
mæra Libyu.
ERFIÐLEIKAR Á INNRÁS
I EGYPTALAND.
í London er á það bent, að ef
Italir gera innrás í Egyptaland frá
Libyu, þá muni þeir finna aðeins fá
vatnsból — og þá aðeins djúpt nið-
ur í jörðu — fyrstu 250 kílómetrana.
En vatnsskorturinn er eins og kunn-
ugt er eitt örðugasta vandamálið, sem
herstjórnimar í Norður-Afríku eiga
við að glíma.
Einnig munu ítölsku herfylking-
arnar stöðugt hafa yfir höfði sjer
flugvjelar breska flugflotans. En þessi
flugfloti á þó við meiri örðugleika að
stríða en flugherinn í Evrópu. Þegar
sandfok gerir á eyðimörkunum getur
það náð upp í alt að því 10 þús. feta
hæð og tekið fyrir skygni, svo að
flugmennimir, sem era á heiðleið úr
leiðangri eru stundum í vafa um hvort
þeri komist leiðar sinnar áður en flug-
völlur þeirra er hulinn í sandmóðu.
En örðugleikar flugvjelaeftirlits-
mannnana eru þó enn meiri, því að þeg-
ar olfan blandast sandfokinú, myndást
skán, sem sest á yfirborð flugvjela-
bolanna og hreyflanna. Hjer við bæt-
ist hinn gífurlegi hiti, sem gerir það
að verkum, að ekki er hægt að snerta
á neinum málmhlut í flugvjelum sem
staðið hafa úti í sólinni.
VEGALENGDIR.
Bretar benda á að mikils starfs sje
krafist af flugher þeirra í Austur-
löndum, ekki síst vegna þess hve allar
vegalengdir sjeu miklar. Þannig er
vegalengdin frá Kairo í Egyptalandi til
Nairobi 2500 enskar mílur, frá Gibralt-
ar til Malta 1000 mílur. og aðrar 1000
mflur frá Malta til Kairo. Miðjarðar-
hafið er 300 mílna breytt, þvert yfir
frá Alexandriu; Rauðahafið er næstum
1500 mlína langt og sumstaðar 200
mílna breitt; frá Alexandriu til landa-
mæra, Libyu eru 300 mílur.
Það er talið, að ítalir liafi 530 flug-
vjelar í Libyu, þ. á m. 190 nýtísku
sprengjuflugvjelar og 110 nýtísku or-
ustuflugvjelar. 1 Dodocanesevjum hafa
þeir um 30 sprengjuflugvjelar og 20
orastuflugvjelar og auk þess nokkrar
sjóflugvjelar. f Abyssiniu hafa þeir
170 flugvjelar og er fjórðungur þeiraa
orustufhigv j elar
Herlið ítala í Abyssiniu er skipað
um 200 þús. mönnum að öllu saman-
lögðu.
Trúlofun sína. opinberuðu í gær
ungfrú Guðfinna Eyvindsdóttir,
Vestmannaeyjum, og Þorsteinn
Þórðarson.
Hlutavelta Vals. Þessi númer
komu uppi í liappdraétti Valsbelt-
unar: 2423 kamíná, 118 2 d'júþ-
ir stólar og 3763 málverk. í gær
vöru stólarnir sóttir, þá hlaut
Margrjet Ólafsdóttir, Laugaveg
134. Hinna munanna sje vitjað
til Sveins Zoega c/ö Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis fyrir
25. þ. m.
Skipatjón
Breta
Skipatjónið vikuna sem lauk
8. september, varð (að
því er breska flotamálaráðu-
neytið tilkynnir) ;
10 bresk skip, samtals 28000 smál.
4 skip Bandamanna —- 18500 — "
2 skip hlutl. þjóða — 7500 —
Samtals 54000 smál.
Hjer eru ekki talin þau skip, sem
fórast í loftárásum dagana 7.-9. sept..
þar sem fullnægjandi skýrslur um
tjónið þessa daga ligg.ja ekki fyrir.
Tjónið er heldur yfir hinu vikulega
meðaltalstjóni ,frá því að stríðið hófst.
Loftvarnabelgirnir
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
slev, þar sem drengur nokkur
kom við háspennulínu, sem
fallið hafði niður eftir að stál-
vír úr loftvarnabelg hafði rek-
ist á línuna.
Víða hefir farið svo, að þeg-
ar búið var að gera við skemd-
irnar, komu nýir loftvarnabelg-
ir og eyðilögðu leiðslurnar á ný.
í ÞÝSKALANDI.
Fregnir frá Berlín herma, að
mörg hundruð loftvarnabelgi
hafi rekið inn á meginland Ev-
rópu.
Segja Þjóðverjar, að orustu-
flugvjelar þeirra hafi skotið
niður um 120 loftvarnabelgi í
gær.
Dagbók
I. O. O. F.5 = 1229198l/*s
Næturlæknir er í nótt Kristján
Hannesson, Miðstræti 3. Sími 5876.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjahúðinni Iðunn.
Næturakstur næstu nótt annast
Litla bílstöðin. Sími 1380.
Spegillinn kemur út á morgun,
Hjónaefni., Mánudaginn 16. sept.
opinberuðu trúlofun sína imgfrú
Helga Júlíusdóttir, Rútsstöðum í
Flóa, og Þórir Jónssyn vjelamaður,
Vesturveg 13, Seyðisfirði.
Jónas Ragnar, yfirlæknir á
Kristneshæli hefir legið rúmfastur
á Sjúkrahúsi Akureyrar síðan um
mánaðamótin ágúst og september,
sökum nýrnasjúkdóms. Var gerð-
ur á honum holskurður fyrir viku
síðan. Virðist aðgerðin hafa geng-
ið að óskum og læknirinn nú 4
batavegi.
Hallbjörg Bjarnadóttir söng-
kona hjelt söngskemtun í Gamla
Bíó í gærkvöldi fyrir fúllu húsi.
Var söngkonunm vel tekið og
Aarð hún að syngja aukalög. —
Hljómsveit Jacks Quinets ljek
undir.
Strandarkirkja. N. N. 1 kr. M.
J. 4 kr. Jóhannes Sveinbjörnsson
10 kr. N. N. 5 ki\ N. N. 5 kr. A.
B. 5 kr. N. N. 3 kr. N. N- T. 5 kr.
Gamalt áheit 1 kr. N. N. 10 kr.
Jósep 2 kr. X. 6 kr.
IJtvarpið í dag:
19.30 Hljómplötur: Tónverk eftir
Bax.
19.45 Lesin dagskrá næstu viku.
20.30 Samleikur á harmoníum
(Eggert Gilfer) og píanó (Fritz
Weisshappel) : „Huggun“, tón-
verk eftir Dussek.
20.50 Frá útlÖndunl.
21.10 Útvarpshljómsveitin: Lög úr
óperettunni „Eva“, eftir Lehár.
Jóhanna Sígurðsson míðíll
flýtur fyrirlestur í Iðnó föstudaginn 20. sept. kl. 9 e. h. Húsið
opnað kl. 8%.
EFNI: Ljósin yfir eyjuna hvítu.
Stríðsspárnar frá 17. ágúst og 15. okt. 1939 lesnar upp.
Áframhald: Hvemig fer stríðið?
Svar miðlanna til prestanna og trúboðanna.
Söngur og músík.
Aðgöngumiðar á kr. 2.00, 1.50 og 1.00 (stæði) seldir í Hljóð-
færaverslun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2.
Aðgöngumiðasalan takmörkuð. Lúðrasveitin Svanur leikur.
Hvöt
Sjálfstæðiskvennafjelagið fer skemtiför föstudaginn 20.
þ. m. að Geysi.
Meðal annars verður skoðuð hin nývígða kirkja í
Haukadal. Konur taki með sjer nesti og gesti. Kaffi fæst
keypt á staðnum. Lagt verður á stað frá Bifreiðastöð
Steindórs kl. 10 f. hád. stundvíslega. Aðrar upplýsingar
gefur María Maack, Þingholtsstræti 25, sími 4015, og
Guðlaug Jónsdóttir, Fjölnisveg 13, sími 2844.
FERÐANEFNDIN.
BIFREIÐAEIGENDUR — BIFREIÐASTJÓRAR
Munið, í tæka tíð, að láta á bifreið yðar
Hino Tiðurkenda frostlðg
frá
VACUUM OIL COMPANY A.S.
er fæst á eftirtöldum stöðum:
Bensínafgreiðsla H. I. S., Hafnarstræti 23.
Bifreiðaverkstæði Sveins & Geira, Hverfisgtöu 76.
BifreiðaverkstæSi Páls Stefánssonar, Hverfisgötu 103.
Bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar, Laugaveg 105.
Heildsölubirgðir:
H. BENEDIKTSSON & CO.
Sími 1228.
Nokkrar tunnur
af góðu spaðiölfuðu dilkakföfi
frá’.í fyrra til sölu.
Jón Sigurðsson, AHlanee.
dUHMHUSSUUUUSaSSHSaaMUUMSaUUUUUUUUHUaUSUaHMUUUUUSUHHBBHBÍ
Lærið að saunia.
1. námskeiðið í allskonar kven- og barnafatasaum byrjar þriðjudag-
inn 1. október.
Saumastofa Guðrúnar Arngrímsdóttur,
Bíinkíl Ht.rsn+.i 11 ____Smíi OTOR
Innilega þökkum við öllum þeim mörgu er sýndu okknr
svo mikla hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðarför
mannsins míns og föður okkar,
JÓNS HELGASONAR,
úrsmiðs í Borgarnesi. — Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Ólafsdóttir og börn..