Morgunblaðið - 08.10.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.10.1940, Qupperneq 3
Þriðjudagur 8. október 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 i Hæstirfettiir: Slysið heyrði ekki undir bifreiðalögin Eigandi bílsins því sýkn- aður af skaðabótakröfunni HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í mál- inu: Kristján Steingrímsson gegn Guðfinnu Einarsdóttur f. h. Sigursteins Heiðars Jónssonar. Tildrög málsins eru þau, að hinn 5. júlí 1939 var Sigursteinn Heiðar Jónsson, sjö ára, sonur öuðfinnu Einarsdóttur, Öldugötu 4, Hafnarfirði, að leika sjer fyrir utan húsið, sem hann átti heima í. Fór þá vörubíllinn G. 83, eign Kristjáns Steingrímssonar, Norð- urbraut 3, Hf., upp götuna með heyhlass og staðnæmdist við hús- ið nr. 5 við Öldugötu. Gekk dreng urinn yfir götuna að bílnum og fór að sópa saman lausu heyi, sern slæðst hafði á götuna af bílnum. Er drengurinn var að þessu, datt heysáta af bílnum og f jell á dreng inn. Var drengurinn strax horinn inn til sín og skömmu síðar var hann að fyrirlagi læknis fluttur á sjúkrahús. Við Röntgenskoðuh kom í ljós, að drengurinn hafði lærhrotnað. Þegar drengurinn kom aftur á fætur kom í ljós, að fót- urinn hafði styst um 4 cm. og var hann því haltur. Móðir drengsjns, Guðfinna Ein- arsdóttir, krafði eiganda hílsins, Kristján Steingrímsson, skaða- bóta fyrir orkutap, þjáningar, líkamslýti og vinnutap, samtals kr. 2480.00, ásamt vöxtum, Eigandi bílsins mótmælti kröf- unni, taldi að slys þetta heyrði ekki undir 15. gr. bifreiðalaganna. Var svo mál þetta höfðað fyrir bæjarþingi Hafnarfjarðar. Með dómi upp kveðnum í bæj- arþingi Hafnarfjarðar 3. maí þ. á. var Kristján Steingrímsson dæmdur til að greiða alla kröf- una, kr. 2480.00 og kr. 258.70 í málskostnað. Kartöflur Þessum dómi áfrýjaði Kristján Guirófur málskostnaður fyrir báðum dóm um falli niður“. Theodór Líndal hrm. flutti mál- ið f. h. Kristjáns, en Pjetur Magn- ússon hrm. f. h. Guðfinnu, móð- ur drengsins. Smásöluverð matvæla I Reykjavfk síðasta tölubl. „Freys“ birt- ist yfirlit um smásöluverð á ýmsum matvörum í Reykjavík 1. sept. þ. á., með samanburði á verðlaginu 1. sept. 1939. Segir blaðið, að upplýsing- arnar um verðlagið sjeu fengnar hjá Verðlagsnefnd. Vegna þess. að hjer er mikinn fróðleik að finna lum verðlag ýmissa nauð- synjavara, birtum vjer yfirlitið í heild. Það lítur þannig út: I kg. til Hæstarjettar, sem sýknaði hann að öllu leyti, en ljet máls- kostnað falla niður. í forsendum dóms Hæstarjettar segir: „Slys það, sem bóta er krafist fyrir, varð við affermingu bif- reiðar, eftir að hún hafði numið’ staðar. Það stóð ekki í neinu sam- bandi við akstur bifreiðarinnar nje útbúnað, og staðurinn, sem hún staðnæmdist á, virðist hafa verið hættulaus. Slysið varð þess vegna ekki af ástæðum, sem tengd ar eru við notkun bifreiðar frekar öðrum ökutækjum, og eiga því sjónarmið þau, erliggjatil grund vallar ákvæðum 15. gr. bifreiða- laga nr. 70, 1931, ekki við hjer. Bótakröfur í máli þessu eru ein- göngu reistar á ákvæðum nefndr- ar 15. gr., og kemur því skaða- bótaskylda vegna annara ástæðna ■ekki til álita í þessu máli. Það þykir því verða að sýkna áfrýj- anda af kröfum stefnda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rjett að Smjör Smjörlík Tólg Mysuostur Mjólkurostur, 46% Egg Nautakjöt, steik — súpukjöt Kálfskjöt (af uflgte&lfi Kindakjöt, nýtt — saltað — reykt Kæfa Flesk, saltað Flesk, reykt Fiskur, nýr, ýsa (slægð) Fiskur, nýr, þorskur (sl.) Saltfiskur, þorskur, þurk, Rúgbrauð (3 kg.) Rúgmjöl Flórmjöl (hveiti nr. 1) — Hafragrjón (vals. hafr.) — Hrísgrjón — Baunir, heilar — — hálfar — Kandís (steinsykur) — Hvítasykur (höggvinn) — Strásykur — Kaffi, óbrent — — brent og malað — Kaffibætir 1940 1939 1/9 1/9 aur. aur. 63 32 76 500 270 28 388 152 342 189 182 140 394 286 561 353 350 250 208 280 213 251 179 140 210 160 Dýskum flugmanni bjargað í Englandi. Hagur bank- anna út á við 19.4 milj. hag- stæðari en I fyrra Myndin er af þýskum flugmanni, sem bjargað var, er flugvjel hans var skotin niður við strendur Englands. Hjer sjást breskir björgunarliðsmenn vera að styðja hann á land. 342 248 417 283 — 400 — 717 — 50 — 40 — 125 stk. 180 kg. 67 — 73 100 108 157 246 125 110 271 414 300 500 37 28 62 100 34 45 52 44j 84 85 113 77 67 228 360 DýrtíQin Matvðruvfsitala Hagstnfunnar hækkaði um 27 stig I ágúst Samkvæmt mánaðaryf irliti Hagstofunnar um smásölu- verð í Reykjavík, var aðalvísi- tala matvörunnar hinn 1. sept. 301, en var 197 1. sept. í fyrra. Frá 1. ágúst til 1. september hækkuðu 7 matvöruflokkar, en 2 stóðu í stað. Mest var verð- hækkunin á garðávöxtum (75%), vegna hækkunar á kartöflum og rófum, og á fiski (22%), vegna hækkuharinn- ar á saltfiski. Aðalvísitala matvara hækk- aði um 27 stig, eða um 10%, í ágústmánuði. Var hún 104 stig- um (eða 53%) hærri í byrjun sept. í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Eldsneytis- og ljósmetisflokk- urinn lækkaði í ágústmánuði, vegna verðlækkunar á kolum. Var hann 137 stigum (73%) hærri ll. sept. í ár en á sama tíma í fyrra. Fatnaðarflokkurinn hækkaði um 21 stig í ágúst og var 1. sept. s.l. 97 st. (34%) hærri en á sama tíma í fyrra. Sundmeistaramót íslands. Þorbjðrg Buð- jðnsdóttir bstir met sitt 1200 m. bringusundi Leikfjelag Reykjavíkur hefir frumsýningu annað kvöld á sjón- leiknnm Loginn helgi eftir ~W. — 320 279 Sommerset Maugham. Sundmeistaramót íslands hófst í Sundhöllinni í gærkvöldi og var þar sett eitt nýtt íslenskt sundmet. Metið setti Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ) á 200 metra bringusundi. Synti hún 200 metr- ana á 3 mín. 26.4 sek. Eldra met- ið átti hún sjálf, 3:31. Þrjár stúlkur höfðu tilkynt þátttökn . sína í þessu sundi. Ein mætti ekki til leiks. Steinunn Jó- hannsdóttir frá Þór á Akureyri var svo óheppin að fá sinadrátt og varð hún að hætta sundinu í miðju kafi. Önnur úrslit í gærkvöldi voru þessi: 100 m. frjáls aðferð, karlar. 1, Logi Einarsson (Æ) á 1:6.5. 2. Stefán Jónsson (Á) á 1:7.7 og 3. Rafn Sigurvinsson (KR) á 1:10.5. 100 m. baksund, karlar. 1. Her- mann Gtiðjónsson (Á) á 1:31.0. 2. Pjetur Jónsson (KR) á 1:31.6 og 3. Guðmundur Þórarinsson- (Á) á 1:33.0. 100 m. frjáls aðferð drengja innan 16 áj"a. 1. Lárus Þórarins- son (Á) á 1 mín. 10.5 sek. 2. Sig- urgeir Guðjónsson (KR) á 1:10.6 og 3. Benny Magnússon (KR) á 1:25.5. Hagtíðindin, sem eru nýkomin út, birta ýmsar fróðlegar tölur úr reikningum þriggja bank- anna (með útibúum), Landsbank- ans, Útvegsbankans og Búnaðar- bankans. í ágústlok s.l. námu sþarisjóðs- og hlaupareikningsinnlög 103.4 'milj. kr., en voru 73.0 milj. kr. á sama tíma í fyrra. Þessi miklí vöxtur innstæðufjárins ef að því leyti óeðlilegur, að hjer er inni- falið fje það, sem breska sétulið- ið hefir flutt hingað til sinna þarfa, sem vitanlega er mikil fúlka. Innlög þessi hækkuðu um llr3 milj. kr, í ágústmánuði s.l. Utlán, þ. e. víxillán, veð- og ábyrgðarlán, reikningslán og lán í hlaupareikning námu í ágúst- lok s.l. 116.3 milj. kr., en voru 104.1 milj. á sama tíma í fyrra, Lán þessi bækkuðu um 6 milj. í ágústmánuði. Seðlar í umferð voru 18.1 milj. í ágústlok s.l., en 12.6 milj. á sama tíma í fyrra; hækkun 5-5 milj. kr. í ágústmánuði óx seðla- veltan um 1.6 milj. kr. Aðstaða bankanna gagnvart út- löndum var 19.4 milj. kr. hag- stæðari í ágústlok í ár en á sama tíma í fyrra. Bankarnir áttu 3.3 milj. inni erlendis í ágústlok í ár, en skulduðu 16.1 milj. kr. á sama tíma í fyrra. í ágústmánuði batn- aði hagur bankanna út á við um 2.7 milj. kr. FRAMH. Á SJÖTTH SÍÐU. Fyrirlestrar á Akureyri Akureyri í gær. Kcynningarerindum námsfl. Akureyrar er nú lokið. — Hófust þau 2. okt. og var lokið 6. okt. Eftirtöld erindi voru flutt: „Þýðing námsflokka fyrir æskuna“, Ágúst Sigurðsson, cand. mag. „Insta eðlið“, Jakob Kristins- son, fræðslumálastjóri. „Auðlindir sævar“ og „óbrot- in mörk“. (Tvö erindi) Árni Friðriksson, mag. scient. „Förnsögurnar og nútíminn“ og annað erindi, „Islenskir gáfu menn“, Sigurður Nordal, próf. „Námsflokkar og bókmenta- lestur“, Steingrímur J. Þor- steinsson. Tilheyrendur tóku erindunum hið besta. Á sunnudagskvöld var haldið kaffisamsæti fyrir fyrirlesarana og tóku margir þátt í því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.