Morgunblaðið - 08.10.1940, Síða 4

Morgunblaðið - 08.10.1940, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. október 1940. Tilkyiming írá loftvarnanefnd Skrifstofa loftvarnanefndar er flutt í Slökkvistöðina Tjarnargötu 12. Skrifstofan er opin daglega kl. 2—4 síðd. hvern virkan dag. Sími 1100. LOFTVARNANEFND. Austurbæjarskólinn. Börn, sem ætlað er að sækja Austurbæjarskólann í vetur, komi til viðtals í skólann sem hjer segir. Miðvikudaginn 9. október: KI. 8: Börn úr 12 ára bekkjum í fyrra og önnur 13 ára börn (fædd 1927) KI. 9: Börn úr 11 ára bekkjum í fyrra og önnur 12 ára börn (fædd 1928). KI. 10: Börn úr 10 ára bekkjum í fyrra og önnur 11 ára börn (fædd 1929). KI. 13: Börn úr 9 ára bekkjum í fyrra og önnur 10 ára börn (fædd 1930). Kl. 14: Börn úr 8 ára bekkjum í fyrra og önnur 9 ára börn (fædd 1931). Fimtudaginn 10. október: KI. 9: Börn úr 7 ára bekkjum í fyrra og önnur 8 ára börn (fædd 1932). Kl. 10: Börn, sem eru eða verða 7 ára á þessu ári (fædd 1933). Kennarafundur verður þriðjudaginn 15. okt og hefst kl. 15 SKÓLASTJÓRINN. Bíll Lítill bíll, 4 manna „Austin“ í prýðilegu standi til sölu. Upplýs- ingar í síma 2484, eftir kl. 6 e. h. Cerebos BORÐSALT er þekt heimsend- anna á milli. Alstað- ar reynist það jafn- gott og altaf fer notk- un þess vaxandi. Fæst í öllum búðum. A U G A Ð hvílist meC gleraugum frá THIELE JOÍ rLjúití E=iaffiá' meá" RITB þiajfibEEtisdu^i Auglýsingaskríft og teikning Námskeið fyrir verslunar- og skrifstofufólk hefst annað kvöld. Kennari: Atli Már Árnason, auglýsinga- teiknari. Þátttaka tilkynnist í síma 5307 eða 5780 (kl. 3—6 síðd.). Handíðaskólinn. Stjómmálaskóli SjálfstæðisflokkMns verður settur mánudaginn 11. nóvember. Umsóknir sendist til Jóhanns Hafstein, Smáragötu 5, Reykjavík, fyrir 1. nóvember. Skólanefndin. Tilkynning. Undirritaðir bóksalar í Reykjavík tilkynna, að þeir sjeu framvegis eins og hingað til fúsir til þess að safna áskrifendum að bókum og ritverkum, sem ráðgert er að prenta, en með því ófrávíkjanlega skilyrði, að bækurnar verði þegar eftir útkomu seldar í bókaverslunum með sömu skilmálum og aðrar bækur, og að áskrifendur verði taldir kaupendur bókanna í þeirri bókaverslun, þar sem þeir hafa gerst áskrifendur og vitji eintaka sinna þangað, enda sje áskriftarverð sama og alment söluverð. FINNUR EINARSSON. BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. BÓKAVERSLUN ÞÓR. B. ÞORLÁKSSONAR. BÓKAVERSLUN ISAFOLDARPRENTSMIÐJU. BÓKASTÖÐ EIMREIÐARINNAR. SNÆBJÖRN JÓNSSON. GUÐM. GAMALÍELSSON. BÓKAVERSLUN SIG. KRISTJÁNSSONAR. Tilkynning frá rfikissifóminiii. Bresku hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt til varúðar að í,etja reglur því til varnar, að íslensk skip, er stödd eru úti fyrir ströndum íslands eða í íslenskum höfnum, yrðu fyrir árásum ef til hernaðaraðgerða kæmi milli ófriðaraðila á sjó í námunda við strend- ur landsins. Öll skip, þar á meðal litlir mótorbátar, sem ganga til fiskiveiða, «ru aðvöruð um, ef þau verða vör við hernaðaraðgerðir í nálægð sinni, hvort heldur skipsmenn sjá þessar aðgerðir eða verða þeirra •áskynja með loftskeytatækjum sínum eða á annan hátt, þá verða þau að hegða sjer eins og hjer segir: Skip í höfnum skulu halda kyrru fyrii og bíða fyrirskipana frá breskum sjóliðsforingja. Skip, sem eru á sjó, verða að gera eitt af þrennu: a) sigla á haf út svo að þau sjeu úr augsýn úr landi. b) kasta akkerum. c) nema staðar og stefna skipinu frá landi. Aðvörun mun verða tilkynt ef hægt er með fyrirskipuninni „STAND STILL“ (VERH) KYRRTR). Sjerhvert skip, sem nálgast land, eftir slíka aðvörun, mun verða «koðað sem óvinaskip og verður ráðist á það. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 7. október 1940. Ýmislegt ódýrt MjólkurkönnUr, 1 líter, 2.75 Ávaxtaskálar, stórar, 3.50 Ávaxtaskálar, litlar, 1.00 Ávaxtadiskar 0.75 Ávaxtasett 6. m. 9.50 Kartöfluföt með loki 2.75 Handsápa „Favori“ 0.60 Þvottaduft „Fix“ 0.60 Sjálfblekungar 1.75 Pennastokkar 0.75 Kýkomið M:atardiskar. Þvottabal- ar. Fötur. Vekjaraklukkur. K. Einarsson fr Björnsson Bankastræti 11. Starfskrá Morgunblaðsíns er fyrlr alla faýjmenn. Miðbæjarskólinn. Börn, sem stunda eiga nám í Miðbæjarskólanum yfirstandandi skólaár, komi í skólann eins og neðan greinir: Dagana 10., 11. og 12. október skoðar hjeraðslæknir skólabörn, sem heima eiga í Miðbæjarskólahverfi. Þrettán ára börn, fædd 1927, komi í skólahúsið fimtudaginn 10. október, piltar klukkan 8 árdegis, en stúlkur klukkan 9x/2. Tólf ára börn, fædd 1928, komi sama dag, stúlkur klukkan 11, en piltar klukkan 4. Ellefu ára börn, fædd 1929, komi í skólahúsið föstudaginn 11. október, drengir klukkan 8 árdegis, en telpur klukkan 9y2. Tíu ára börn, fædd 1930, komi þenna sama dag, telpur klukkan 11 en drengir klukkan 2 og níu ára drengir klukkan 3y2, f. 1931. Laugardag 12. október komi níu ára telpur klukkan 8 að morgni, f. 1931, átta ára börn, fædd 1932, drengir klukkan 9y2, en telpnr klukkan 11. Sjö ára börn, fædd 1933, komi þenna sama dag, telpnr klukkan 2 og drengir klukkan 4. Tíu, ellefu, tólf og þrettán ára börnin mæti svo í skólanum, mánudag 14. október, 13 ára börnin klulckan 8 árdegis, 12 ára börn- ir klukkan 10, 11 ára börnin kl. 1 og 10 ára börnin klukkan 3. Sjö, átta og níu ára börnin mæti í skólanum, þriðjudag 15. októ- ber, 9 ára börnin klukkan 8 árdegis, 8 ára börnin klukkan 10 og 7 ára börnin klukkan 1 síðdegis. A T H.: Læknisskoðun er 50 aurar fyrir barnið. Öll börn eru skólaskyld á aldrinum 7 til 14 ára. Birtist ð sunnuúögum HALLGRlMUR JÓNSSON skólastjóri. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.