Morgunblaðið - 09.10.1940, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.1940, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. okt. 1940. Burmavegurlnn verður opnaðnr ískyggilegar horfur í Austur-Asíu Breski sendiherrann í Washington hættir við heimför Bretar og Bandaríkjamenn ræða við Rússa LOTHIAN LÁVARÐUR, sendiherra Breta í Bandaríkjunum, tilkynti í gærkvöldi, eftir aS hann hafði rætt við Roosevelt forseta, að hann hefði hætt við að fara til London, eins og hann hafði ráð- gert, þar sem búast mætti við því, að til alvarlegra tíð- índa drægi í Austur-Asíu. í London er látin í ljós sú skoðun, að með ákvörðun Breta að opna Burmaveginn, sje líklegt að Austur-Asíu- málin ,;komist á erfiðasta stigið“. Sendiherra Breta í To- káo, Sir Robert Craigie, tilkynti í gærmorgun japönsku stjórninni ákvörðun bresku stjórnarinnar. En seint í gærkvöldi hafði engin skoðun verið látin í ljós opinberlega í Tokio, á þessu spori, sem Bretar hafa hjer stigið. En í Washington var óvenjumikið um stjórnmálaaðgerðir í gær. Auk samtals þess, sem Roosevelt átti við Lothian lávarð, ræddi harin við yfirmann ameríska hersins. Cordell Hull, utanrikismálaráðherra Bandaríkjanna kallaði sendiherra Japana í Washington á sinn fund og ræddi við hann „hreinskilnislega“, að því er skýrt hefir verið frá opinberlega. En að öðru leyti er ekki vitað hvað þeim fór á milli. " Þáð hefir nú verið upplýst, í Washington, að sendiherra Baridaríkjantía í Moskva hafi í fyrradag rætt við Molotoff og iað erindi hans hafi verið að reyna „að útrýma lítilvægum ágreiriingi“, sem ríkjandi hefir verið milli Rússa og Banda- ríkjanna. I London hefir verið upplýst, að Sir Stafford Cripps háfi í lok síðustu viku rætt við Molotoff. Skipakostur til að flytja V2 milj. Þjóð- verjaáeinni nóttu Stríðsyfirlit Churchills ------r IRÆÐU, sem Mr. Churchili flutti í breska þing- inu í gær, þar sem hann skýrði m. a. frá því, að breska stjórnin hefði ákveðið að opna aftur Burmaveginn þegar samningurinn við Japana er útrunn- inn 17. þ. m., ræddi hann ýms mál, sem efst hafa verið á baugi í heiminum undanfarið, þ. á. m. 1) Loftárásimar á England, en í þeim hafa farisf frá því að stríðið hófst og þar til síðastl. laugardag 8500 manns og 13000 særst. 2) Innrásarfyrirætlun Þjóðverja og upplýsti hjann, að Þjöð- verjar hefðu nú skipakost, sem flutt gæti hálfa miljón manna til Englands á einni nóttu. 3) Leiðangurinn til Dakar, en leiðangur þessi, sagði Chur- chill, hefði aðeins aukið traust bresku þjóðarinnar til de Gaulles. 4) Horfurnar í Austur-Asíu og þríveldasáttmálinn, sem hann sagði, að stefnt væri’í fyrsta lagi gegn Bandaríkjunum, en í öðru lagði gegn Rússum. 5) Um afstöðuna til Spánverja, en þá sagði hann fyrst og fremst þurfa „frið, mat og möguleika til að reka viðskifti“. Það var tilkynt í Washing- ,, ton í gær, að ræðismönnum Bandaríkjanna hafi verið falið að ráðleggja amerísk- um þegnum í Austur-Asíu að taka fyrstu skipsferð heim til Bandaríkjanna. Ráðlegging þessi hefir fyrst og fremst verið gefin konum og börnum, og þeim karlmönnum, sem ekki hafa neinum mikil- vægum störfum að gegna í Austur-Asíú. Talið er að hjer sje um að ræeða um 11 þúsund manns, er dvelja í Manschukuo, Kína, Japan, Indo-Kína og Hong- Kong. n de Gaulle t í Afríku Larmina hershöfðingi, sem de Gaulle hefir skipað fram- kvæmdastjóra hinna frjálsu Frakka, er nú staddur í Belgisku Kongo. Hann hefir skýrt frá því, að haun hafi haft samband við de Gaulle, og að de Gaulle hefði á- kveðið að a'varpa innan skams alla frjálsa Prakka frá stað einhvers- staðar í londum hinna frjálsu Prakka í Afríku. Japanar taka breskar eyjar herskildi • . i _..... ðsm íslc » T apönsk herskip komu í gær '1 til eyjunnar Li-kiang, sem er ein af Wei-hai-wei eyjun- um við Kínastrendur (skamt frá Koreu).’ Eyjar þessar höfðu Kínve'rjar selt Bretum á leigu, eri þegar leigusáttmálinn var nýlega fram lengdur (segir í fregn frá Lon-. dón), var svo ákveðið, að Bret- ár mættu ekki hafa þar herskip, á meðan stríðið stæði yfir. Búetar höfðu dregið setulið sitt burtu af eyjunum, þegar japönsku herskipin komu þang- að í gær. .En Bretar segja, að þeir áskilji sjer þó öll rjettindi um eyjarnar og viðurkenni ekki yfirráð Japana þar. Japanar hafa lýst yfir því, að þeir hafi tekið eyjarnar á sitt vald. Þýska herliQiO i Rúmenfu: Sökn suð-aust- ur ö böginn? Bretar hafa falið sendiherra síntun í Rúmeníu að leggja fram mótmæli við rúmensku stjórnina út af því, að þýskt her- lið skuli vera komið til Rúmeníu, og krefjast skýringar á þessu. Seint í gærkvöldi bárust þær fregnir til London, að fulltrúi rúmenska utanríkismálaráðuneyt- isins hefði fullvissað hreski sendi- herraxm um, að engir þýskir her- menn væru komnir til Rúmeníu ennþá. f sama, mund barst Reuters- fregn frá Rúmeníu um að 4500 þýskir hermenn hefðu farið yfir landamærin til Rúmeníu í gær Hermenn þessir skýrðu svo frá, að þeir væru komnir til að vernda olíulindirnar og í öðru lagi til að kenna rúmenska, hern- um. Fregnir hafa borist um að ráð- gert sje að hafa, þýskt herlið á öllum hernaðarlega mikilvægum stöðum í Riimeníu. Sú skýring er m. a,. gefin á þessu, að þetta sje nauðsynlegt til þess að Þjóðverj- ar geti staðið við skuldbindingar sínar um ábyrgð á rúmensku landamærunum. Sú skoðun hefir komið fram, að þýska herliðið. í Rúmeníu boði npphafið að nýjum átökum á Balkariskaga, sérii að þessu sinni varði Grikki og Júgóslafa. GRIKKLAND. f Þýskalandi hefir Grikkland stundum undanfarið yerið kallað síðasta hreiður Breta á megiu- landinu. Með því áð leggja Grikk- land og Júgóslafra undir áhrifa- vald öxulsríkjanna, hækkar hag- ur þeirra í austanverðu Miðjarð- a.rháfi — og feiðin styttist ‘til Litlu-Asíu, þar sem Bretar eiga enn mikilvægt áhrifasvæði í Ir- aq, Iran, þar sem eru ritiklar olíulindir, og Tyrklandi. ítalir hafa einnig augastað á Sýrlandi. Margir eru því farnir að hall- ast að þéirri skoðun. áð það sem rætt hafi vefið um á Brenner- fundinum, hafi verið útfærsla á áhrifum öxulsríkjanna suðáustnr á bóginn. 15þús. smálesta skipi sökt Breska flotamálaráðuneytið hefir tilkynt, að 15 þús. smálesta flutningaskipinu „High- land Patriot“ hafi verið sökt. LOFTÁRÁSIRNAR Mr. Churchill hóf mál sitt með því, að ræða loftárásimar. iHann sagði, að eftir .15. ágúst, en þann dag hefðu Þjóðverjar mist 187 flugvjelar, hefðu þeir hætt að senda yfir til Englands steypi-sprengiflugvjelar, er geta flogið aðeins takmarkaða vega- iengd. en farið að senda í stað jþess stórar langferða-sprengju- jflugvjelar. Síðan hefðu þeir sent 4Ö0 langferða-sprengjuflugvjel- ar, að meðaltali á sólarhring yfir England. Hann kvaðst ætla að þeir gætu ekki afrekað miklu meiru en þessu, með því flug- vjelamagni, sem þeir hefðu nú. Hann sagði, að svo mikillar vinnu væri krafist af þýsku flug- mönnunum, að þeir hefðu ekki þyek lengur til annars en að varpa sprengjum niður þlint og af handahófi. Krafist væri síst minni vinhu af þeim en bresku flugmönnunum. Jeg vil ekki halda því fram, sagði Mr. Churchill, að við vit- um hve öflugir Þjóðverjar eru, en við erum miklu vonbetri en áður. MANNTJÓNIÐ Mr. Churchill sagði, að Þjóðverjar hefðu haldið því fram 23. september síðastliðinn að þeir hefðu varpað 22,000 smálestum af sprengjum á Eng- land frá því að stríðið hófst. — Einn daginn sögðust þeir hafa varpað niður 251 smál. þá, varð manntjónið 180 manns. Það hef- ir þannig komið í Ijós að hver sprengja drepur % af manni, en í síðustu styrjöld fórust 10 menn af völdum hverar hinna litlu sprengja, sem þá voru not- aðar. Manntjónið nú er því að eins 1/13 af því, sem þá var í síðustu styrjöld. Orsökin til þessa margfalt friiririá márintjóns sagði Chur- chill vera bætt loftvarnaskýli. Mr. Churchill sagði, að Bret- ar hefðu reiknað með að 3000 manns myndu farast og 12000 FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Harðar loftárásir í gær jóðverjar gerðu a. m. k. 5 loftárásir á England frá því snemma í gærmorgun og kvöld- árásin hófst um líkt leyti og Venjuléga. I tilkyningu breska flugmálaráðuneytisins segir, að aðeins fáeinum flugvjelum hafi tekist að brjótast í gegnum varnir Breta inn í landið, nema í fyrstu árásinni í gærmorgun. Kom þá fylking þýskra flug- vjela yfir London þegar margt fólk var á götunni og varð nokukð manntjón og eignatjón af völdum sprengjanna. Ein sprengja hæfði almennings- vagn og fórust farþegarnir, sem í honum vorn. Bretar segjast hafa skotið nið- ur 7 flugvjelar í gær og mist 4. Bretar gerðu í fyrrakvöld „mestu árásina, sem gerð hefir verið á Berlín frá því að stríðið hófst. Þeir segjast hafa hæft þrjú orkuver, járnbrautarstöðvar, Tem- pelfiofer-flugvöllinn og nokkrar verksmiðjur. Miklir eldar komu upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.