Morgunblaðið - 15.10.1940, Page 3

Morgunblaðið - 15.10.1940, Page 3
Þriðjudagur 15. okt. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Stórfetd spellvirki framin á Hita- veitunni Steypumót á 65 metra svæði rifin upp Kæra frá Höjgaard & Schultz MIKIL spellvirki hafa verið framin á Hitaveit- unni, á svæðinu milli Brúarlands og Reykja. Þar hafa verið rifin burtu steypumót á ná- lega 65 metra löngu svæði og þeim kastað út í mýri. Eru líkur til, að hervirki þessi hafi verið framin á sunnu- dagskvöld eða í fyrri nótt, því að engin vegsummerki sáust þar á hádegi á sunnudag, og þá alt í röð og reglu. En þegar verkamenn komu til vinnu í gærmorgun, var búið að rífa steypumótin upp úr skurðinum og kasta þeim til og frá út í mýri. Yfirverkfræðingur firmans Höjgaard & Schultz, hr. Kay Langvad, hefir sent sýslu- manni Gullbringu- og Kjósar- sýslu kæru út af þessu hervirki. Hefir firmað sent Morgun- blaðinu afrit af kærunni og birtist hún hjer í heilu lagi. Kæran, sem er dags. í gær er svohljóðandi: Með brjefi dags. 3. þ. m., til- kynnti Trjesmíðaf jelag Reykjavikur oss að það myndi hefja vinnustöðvun hjá oss frá og með 11. þ. mán. vegna ágreinings um flutning trésmiða til vinnustöðva utan Reykjavíkur. Við framkvæmd Hitaveitu Reykja- víkur unnu þá bjá oss nokkrir tré- smiðir á svæðinu frá þjóðveginum fyrir ofan brekkuna hjá Brúarlandi í Mosfellssveit, áleiðis upp að Reykj- um. Var verkið þar aðallega fólgið 'l því að setja upp steypumót við steinsteypurennu þá, þar sem Hita- veitupípumar eiga að liggja. Með því að mótin eru í flekum og raunveru- lega þarf enga trésmiðavinnu til þess að setja þau upp, þar sem þau eru fest saman með járnkrókum og að eins notaðir nokkrir fleygar til að herða á samskeytunum, en fleyga þessa má reka án trjesmíðaáhalda, þá kom það til tals milli stjómar Verka- mannafjelagsins Dagsbrún og vor hvort það í; raun og vem væri ekki verkamannavinna að setja upp mótin, eins og þau væru úr garði gerð og Dagsbrún gæti því tekið það v'erk að sjer, sem trjesmiðimir áður hefðu verið látnir gera. Stjóm Dagsbrúnar kom á vinnustaðinn og kynti sjer hvemig mótin vora úr garði gjörð og aðferðina við að koma þeim fyrir, og á fundi á skrifstofu vorri 8. þ. m. lýsti' formaður Dagsbrúnar, Sigurður Hall- dórsson, því yfir við oss, að eftir að stjórn Dagsbrúnar hefði kynt sjer alla afstöðu á vinnustaðnum, þá teldi hún að það væri verkamannavinna að koma mótunum fyrir, með því að til þess þyrfti ekki trjesmíðaáhöld. Verkfall trjesmiða hófst 11. þ. m. og trjesmiðir þeir, sem hjá oss höfðu unnið komu því ekki til vinnu. Verkfræðingur vor bað þá verka- mennina, sem hjá oss störfuðu að taka til við að setja upp framannefnd steypumót. Trúnaðarmenn verkamanna hringdu þá í síma til skrifstofu Verkamanna- fjelagsins Dagsbrún, og spurðu hvort þeim væri heimilt að vinna að upp- setningu steypumótanna, og var þeim tjáð þar að þeir mættu vinnu að henni. Hófu verkamennimir þá vinnu við að setja upp steypumótin. Kl. 3 e. h. daginn eftir (laugar- dag) komu á vinnustaðinn trúnaðar- menn Trjesmiðafjelagsins, þeir trje- smiðameistaramir, formaðnr fjelagsins Tómas Vigfússon, Einar Kristjánsson og Guðjón Vilhjálmsson og enn frem- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Ratmagnstaxt- arnir veröa hækkaðir FYRIR bæjarráðsfundi síðastl. föstudag var lagt fram frum varp að nýrri gjaldskrá fyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur og fylgdi henni ítarleg greinargerð frá raf- magnsstjóra. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi er lagt til, að tekið verði inn í gjaldskrána 5% hækkun sú, sem sett var á í októbermánuði f. á., vegna gengisbreytingarinnar. Enn fremur er lagt til, að ný hækkun komi á taxtana til þess að stand- ast kostnað vegna dýrtíðarupp- bótarinnar til starfsfólksins. Hækk un gjaldskrárinnar vegna þessa kostnaðarauka er um 3.5%. Samkvæmt hinni nýju gjald- skrá (frumvarpinu) hækkar alt rafmagnsverð um 1 eyri á kwst., nema ljóskwst., sem hækkar um 4 aura (úr 44 í 48 aura), raf- magn til smávjela hækkar um 3 aura og herbergjagjald hækkar úr kr. 13.20 og kr. 16.50 upp í kr. 14.96 og kr. 17.96 á ári. Af þessari hækkun er nál. helm ingurinn þegar kominn á, þ. e. 5% gengisviðaukinn, sem innheimt ur hefir verið síðan í okt. í fyrra. En nýja hækkunin, sem ráðgerð er, nemur frá 3.7% upp í 9.2% á ýmsum liðum. Frumvarp þetta verður lagt fyr- ir bæjarstjórn. Hjalti Jónsson. Tvær minningar- gjafir til skðgræktar Hjalti Jónsson gefur 1000 krónur Hjalti Jónsson, framkvæmda- stjóri kvaddi s. 1. sunnudag stjórn Skógræktarfjelags íslands, ásamt skógræktarstjóra, að Hjalta Stöðum, sem er sumarbústaður Hjalta í Mosfellsdal. Fyrst skoðuðu gestirnir skóg- ræktina á Hjaltastöðum, en hún er hin myndarlegasta, eins og alt annað, sem Hjalti leggur hönd á, en hann hefir lagt mikla alúð við að prýða landið þar efra, enda er þar nú hinn fegursti skrúð- garður. Síðan bauð Hjalti gestum í stofu. Þar tilkynti hann stjórn Skógræktarf jelagsins, að hann a£- henti henni tvær minngargjafir, hvora að upphæð 500 kr., Önnur gjöfin er til minningar um Guðmund Sigurðsson frá Ökrum á Mýrum, en hann var tengdafaðir Hjalta. Hin gjöfin er til minningar um Jón Mýrdal, bróður Hjalta, sem andaðist ungur norður á Sauðár- króki. Til viðbótar minningargjöfinni um Jón Mýrdal afhenti Hjalti einnig 100 kr., sem var gjöf frá Þorgrími Sigurðssyni skipstjóra, en Þorgrímur er kvæntur dóttur Jóns Mýrdal. Alls afhenti Hjalti þarna 1100 kr., sem stjórn Skógræktarfjelags- ins mun verja samkvæmt ósk og tilmælum gefanda, en hans ósk er, að árlega verði varið einhverju af vöxtunum til þess að hjálpa fólki til að eignast góðar trjá- plöntur. Maggi Júl. Magnús, læknir, þakkaði f. h. stjórnar Skógræktar- fjelagsins hina myndarlegu gjöf og árnaði gefanda heilla og bless- unar. Skógræktarstjóri, Ilákon Bjarnason, þakkaði einnig og minti um leið á fyrri gjöf Hjalta, 500 kr. til skógræktar í Mýrdal. Skýrðí skógræktarstjóri frá því, að nú væri verið að stækka trjá- gróðurreitinn í Deildárgili í Mýrdal og til þess varið gjöfinni frá Hjalta. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í dag í Baðstofu iðnaðarmanna kl. 2 e. h. hefst í Háskólantím í dag Sjö stódentar ínnrítaðír í deíldma VERKFRÆÐIKENSLA hefst í Háskólanum í dag og eru þetta merkileg tímamót í sögu okkar Háskóla. Verkfræðingafjelag íslands hefir unnið að þessu máli undan- farið í samvinnu og samráði við rektor Háskólans, prófessor Alexander Jóliannesson. v Hugsunin er sú, með hinni nýju Verkfræðideid Háskólans, að stúd entar taki hjer fyrrihluta verk- fræðipróf. Verður það tveggja ára nám og er þá miðað við kensluna í Kaupmannahafnarháskóla. Rektor Háskólans mun strax og tækifærist gefst, leita samvinnu við Kaupmannahafnarháskóla og aðra erlenda háskóla, að þeir taki gilt fyrrihluta próf í verkfræði við okkar Háskóla, þannig að stúd entar fái, án sjehstaks prófs, að stunda framhaldsnám og ljúka lokaprófi við erlenda háskóla. Kennarar við Verkfræðideildina verða: Brynjólfur Stefánsson forstjóri, Bolli Thoroddsen verkfræðingur, Sigurkarl Steindórsson stærðfræð- ingur, Steinþór Sigurðsson magist er, Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur og Trausti Ólafs- son efnafræðingur. Sjö stúdentar hafa innritast í Verkfræðideildina. * Sklðamenn koma sjer upp stökkbrautum Undanfarna daga hafa skíða- menn hjeðan úr bænmn unnið sjálfboðavinnu að byggingu stökkbrauta. í brekkunum hjá Skíðaskálan- um í Hveradölum hefir Skíðafje- lag Reykjavíkur bygt braut fyrir alt að 31 metra stökk. Braut þessi er á sama stað og stokkið var síð- astliðinn vetur á Thule-mótinu. Stökkpallurinn er þriggja metra hár, hlaðinn úr torfi og grjóti. Má vænta þess, að braut þessi komi að góðum notum við þjálf un reykvískra stökkmanna. íþróttafjelag Reykjavíkur hefir unnið að því að fullgera braut- ina hjá Búasteini. Voru áður 20 metrar frá pallinum fram á brekkubrúnina, en nú hefir verið gerð mikil uppfylling þarna, svo bilið er nú aðeins 10 metrar. Má því telja, að brautin sje fullgerð, því í henni kemur ekki til greina, að stokkið verði skemra en 20 metra. Brautin er fyrir alt að 49y2 metra stökk. íþróttafjelag Reykjavíkur hefir einnig unnið að endurbótum á brekkunni hjá dráttarbrautinni í Hellisskarði. Alls hafa verið unnin yfir 100 dagsverk í brautum þessum í haust. Ásbjörn Ólafsson. EkknasjóSur Akraness. 1000 króna • •• g\o Hinn góðkunni sæmdarmáður, Ásbjörn Ólafsson, afgreiðslu- maður í Völundi hefir nii á átt- ræðisafmæli sínu, minnst foreldra sinna þannig, að þess mun lengi minnst verða með þakklæti á þeim stað, er hann var fæddur og upp- alinn, Hann' hefir í dag stofnað sjóð, er ber nafnið, Ekknasjóður Akraness, til minningar um for- eldra hans, hjónin, Ólaf Magnús- son og Málfríði Ásbjörnsdóttir, Litlu Brekku á Akranesi. Er stofnfje sjóðsins kr. 1000.00, gjöf Ásbjarnar. Á sjóðurinn að varðveitast í Söfnunarsjóði ís- lands, en sá hluti vaxta, er ekki legst við höfuðstól, gengur til styrktar ekkjum í Akranesskaup- túni, og ér sjóðurinn vex, einnig til styrktar börnum þeirra, er þær sjálfar falla frá, meðan þau eru í æsku. Ber sjóðstofnun þessi ekki að eins ljósan vott höfðingslundar Ásbjarnar, heldur sýnir hún eigi síður mannást hans og ræktar- sami í garð foreldra og fæðing- arstaðar. Fyrir hönd Akranesinga, viljum við færa stofnandanum alúðar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Vjer óskum honum til ham- ,ingju á áttræðisafmæli hans, full- vissir þess, að á Akranesi munu nauðstaddar ekkjur og börn þeirra blessa þennan gamla Akranesing í aldir fram. Akranesi, 15. okt. 1940. Þorsteinn Briem, sóknarprestur. Þórhallur Sæmundsson, lögreglustjóri. Sigurður iSímonarson, oddviti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.