Morgunblaðið - 15.10.1940, Side 5

Morgunblaðið - 15.10.1940, Side 5
í>riðjudagur 15. okt. 1940. 5 JptorjgimMafctd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjörar: Jön KJartanason, Valtýr Stefánaaon (ábyrgBarm.). Augtýsing-ar: Árnl óla. Rltatjöm, auglýaiiigar og afgreiflala: Austuxstræti 8. — Slntl 1800. Áakriftargjald: kr. 8,50 á mánutJl lnnanlands, kr. 4,00 utanlanda. 1 lausasölu: 2u aura eintaktB, 25 aura meB Lesbðk. Sjómannaskólinn M.JÖG væri' ánægjulegt, ef samkoniulag gæti orðið uin framkvæmd þeirrar hugmyndar, sem Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra varpaði fram hjer í hlað- inu á sunnudag, viðvíkjandi hygg ingu sjómannaskóla. En hví skyldi ekki vera hægt að framkvæma þessa hugmynd? Ekki þarf annað en að ríkis- stjórnin komi sjer saman um jþessa lausn málsins, því að hitt þarf ekki að efa, að útgerðar- anenn myndu fúsir til að gera sína ■skyldu í málinu. Þegar nú á það er litið, að fyr- ír óvænt happ hafa orðið mikil ■og snðgg umskifti á hag eg af- ■komii útgerðarinnar, sem öll þjóð in nýtur góðs af í nútíð og fram- ~tíð, er ekki nema sanngjarnt að •sú stjetf, sjómannastjettin, sem borið liefir gæfu til að færa hina miklu björg í þjóðarbúið, fái að njóta þess sjerstaklega á ein- hvern hátt. En sjómannastjett- inni kemur ekkert betur í því efni en einmitt það, að hún fái þau skólahús, sem Eana vanhagar svo mjög um. Það er orðið langt síðan, að sjó- mannastjettinni var lofað fullkom- ið skólahús, þar sem hennar sjer- ■skólar fengju aðsetur, en þeir werða, nú að kúldast sinn á hveri- um stað, í mjög ófullkomnum húsakynnum, þar sem vanta nál íili akilyrði til reksturs slíkra sjer- skóla. Þetta ástand er vitaskuld óvið- Tunaudi með öilu. Að ekki hefir ífyrir löngu verið hafist handa um 'framkvæmdir í þessu aðkallandi nauðsynjarnáli, hlýtur að stafa af ■því, að skort hefir fjármagn til 'þess að reisa slíkt skólahús, sem . samboðið er stjettinni. iEn riú er hægt að kljúfa fjár- "hagshliðina, ef einlægur vilji ec fyrir hendi. Ef ríkið vill, þrátt, ífyrir góða afkomu útgerðarinnar , á þessu ári, standa við gefið #lof- i orð um skattívilnun, gegn því skilyrði, að útgerðin leggi fram það fje, sem þarf til að reisa veg- legt skólahús handa sjerskólum sjómanna, þá er hægt að hefjasú handa um framkvæmdir þegar í stað. Hví skyldi ríkið ekki fyrir sit.t leyti vilja stíga þetta skref? Þjóðin í heild hefir svo mikinn ’ hag af bættri afkomu útgerðar- : innar, að tekjuskatturinn, sem ríkinu bæri af arði þessa árs, er ’ hverfandi móts við annan liagn- að, sem ríki og . þjóðinni í heild hefir fallið í skaut. Væri því ein- staklega vel við eigandi, að reisa nú sjómannastjettinni varanlegan minnisvarða, með veglegu skóla- húsi, og þákka henni á þann hátt í verki fyrir vel unnin störf í Jþágu alþjóðar. Árni i ': ■ • yrstu tíu árin eftir alda- ^ mótin 1900 auðgaðist ís- lensk tónlist mun meiri verð- mæti en á nokkítfröðru jafn- löngu tímabili. Á þessum ár- um birtist á prenti allmikill fjöldi þeirra tónsmíða eldri tónskáldanna, sem síðar hafa náð almennings hylli. Þá gefur Bjarni Þorsteinsson út sönglög þau, sem nú eru svo víð- kunn, þ. á. m. Systkinin, Taktu sorg mína, Sólsetursljóð o. s.» frv. Hann gefur einnig út hið mikla og merka safn sitt af íslenskum þjóðlögum. Þá birtast fyrstu söng lög Sigfúsar Einarssonar, Gígjan, Draumalandið o. fl. Þá kemur út Sólskríkja Jóns Laxdals og fleiri kunn sönglög eftir sama höfund. Og árið 1907 kemur út safn af sönglögum eftir mann, sfm þá var orðinn roskinn, en hafði aldrei látið birta neinar tónsmíðar eftir sig á prenti. Það voru 12 sönglög og höfundurinn var Árni Thor- steinsson. Með útgáfu þessa safns stillti höfundurinn sjer undir eins í fremstu röð hins fámenna íslenska tónskáldaflokks. Sá sem nú, rúmum þrjátíu ár- um síðar, athugar allar aðstæður til útgáfu þessa sönglagasafns, hlýtur að furða sig á þeim vin- sældum ,sem það hefir náð. Mjer vitanlega er það algert einsdæmi, að tónskáld skuli gefa lit fyrsta lagasafn sitt og svona mörg að tölu, og að af þeim skuli ná tveir þriðju hlutar á skömmum tíma verða meðal þeirra laga, sem hvert mannsbarn í landinu syng- ur. Af þessum tólf fyrstu söng- lögum Árna eru aðeins fjögur, sem eru almenningi tiltölulega lítt kunn: Sólskinsskúrir, Nafnið, Fögur sem forðum og Meðal, og þó heyrast þessi lög sungin opin- berlega við og við. En hin átta lögin eru enn á þessu herrans ári og verða sennilega um ókomna áratugi, sungin alstaðar hjer á landi, þar sem sungið er, það þekkir þau hvert mannsbarn, og þarf ekki nema að nefna þa.u: Fífilbrekka, Vona minna bjarmi, Já, láttu gamminn, Kirkjuhvoll, Rósin, Þess bera menn sár, Nú ríkir kyrð. Þetta er góð útkoma af byrj- andaverki, og ef höfundurinn hefði lifað í einhverju öðru landi en Islandi, þá mundi hann geta lifað óhófslífi á tekjunum af þess um verkum einum. En hjer á landi er það svo mikill gróða- vegur, að vera tónskáld, að sá, sem gefur út lög eftir sjálfan sig, spyr ekki: Hvað verður gróð inn hár, heldur: Hvað verður tap ið lægst? Ur því að hjer er farið að ræða um fjárhagsafkomu íslenskra tón- skálda, verður ekki hjá því kom- ist að minnast á það, einmitt í sambandi við Árna Thorsteinsson, að lög hans hafa nú verið sungin opinberlega á hljómleikum og í útvarp á fjórða tug ára, ef til vill meira en nokkurs annars ís- lenks tónskálds, en höfundalögin íslensku eru þannig úr garði gerð að höfundurinn sjálfur hefir aldrei borið ,eyrisvirði úr býtum, nema þann mjög svo vafasama Thorsíeinsson tonskálð sjötugur heiður, að margir og misjafnir söngvarar afbaki lögin eftir eigin geðþótta. Hér er blátt áfram um lögverndaðan þjófnað að ræða, sem hvergi viðgengst nema í þessu landi. ★ Árni Thorsteinsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fædd- ur 15. okt. 1870, og hefir alið hjer allan aldur sinn, að þeim árum undanskildum, sem hann hefir dvalist ytra. Ætt Árna er kunn- ari en svo, að hana þurfi að rekja. Faðir hans var Árni Thor- steinsson landfógeti, bróðir Stein gríms skálds, en móðir hans, Soffía, var sonardóttir Steingríms Jónssonar biskups. Árni ólst upp í heimahúsum og varð þeirrar mentunar aðnjótandi, sem títt var um heldri manna syni í Reykja- vík í þá daga. Hann gekk í Mentaskólann, varð stúdent 1890 og sigldi til Khafnar til lögfræði- náms. í rauninni hafði hugur hans helst hneigst til læknisfræði. en smávægilegt atvik varð til þess, að bann hætti við þá fyrir- ætlun. Schierbeck landlæknir var daglegur gestur á heimili foreklra hans. Hann mældi ■ alt á mæli- kvarða kírúrgíunnar, og þegar hann heyrði um þessa fyriræthm Árna, lagðist hann eindregið á móti henni, taldi það fásinnu fyr ir mann ,sem væri örfhentur. Varð þetta til þess, að Árni hætti við að gefa sig að læknisfræði, en sá þó -eftir því síðar. Því að fimm að bekkjarbræðrum hans urðu lækriar, og voru þrír þeirra örfhendir, þeir Sæmundur Bjarn- hjeðinsson, Skúli Árnason og Sig. Pálsson frá Gaulverjabæ. Enn rakaminni þóttu Árna ástæður Schierbecks, þegar hann kom heim eftir Hafnarvistina, en þá var Guðmundur Magnússon á sínu besta skeiði, og skar alla meist- araskurði sína með vinstri hendi. Árni lauk Philosophicum í Khöfn en hætti síðan námi og kom heim aftur 1894. Dvaldist hjer einn vetur, en hvarf svo aftur utau til þess að nema Ijósmyndasmíði, og er hann kom heim aftur, setti hann upp ljósmyndastofu, er hanu starfrækti um 20 ár. eða til árs- ins 1917, en þá lagði hann hana niður, mestmegnis ýegna hráefna skorts í heimstyrjöldiúni. Hann hafði þegar áður gefið sig nokkuð að vátryggingastarfsemi, og gerði ist hann nú umboðsmaður erlends vátryggingarfjelags. En þegar Sjóvátryggingarfjelag fslands var stofnað, gerðist hann bókari þess, og hjelt þeim starfa til ársins 1929, en þá tók hann við starfi í Landsbanka íslands og gegnir því starfi enn. Árni Thorsteinsson átti að því leyti meira láni að fagna, en flest önnur íslensk tónskáld, að hann óx upp með tónlistinni frá barn- æsku, og var heimili foreldra hans eitt af þeim fáu hjer á landi, þar sem tónlist var daglega höfð um hörid. Hann var ungur Árni Thorstejnsson. settur til náms í pianoleik, og þó að námið væri ekki langt, varð það til þess, að hann gat farið áð kynna sjer tónlist upp á eigin spýtur. f skóla tók liann og allmikinn þátt í söngiðkunum pilta. Steingrímur söngkennari Johnsen veitti skólapiltum greið- an aðgang að nótnasafni sínu, sem var mikið að vöxtum, og lágu þeir löngum yfir því listhneigðustu skólabræðurnir, hann og Kristján Kristjánsson, síðar læknir. Árni Thorsteinsson hafði fallega bar- inton-rödd og var meðlimur í mörg um kórum hjer, fyr og síðar — síðast í karlakór Sigfúsar Einars- sonar, „17. júní“, en hefir ekki tekið þátt í kórsöng síðan. Um það leyti, sem Árni* varð stúdent, var það heitasta leyni- leg ósk, að fá að gefa sig að tónlist, en hann mun aldrei hafa haft hátt um það, nje leitað á- kveðið á foreldra sína um leyfi til þess, enda hefði slík ósk þótt eintóm fjarstæða á þeim tímum, og fásinna að fitja upp á slíku. Þannig varð eitt hið uppruna- legasta „talent“, sem við höfum átt, að vera án þeirrar tónlisU armentunar, sem þó hefði verið hægur nærri að veita, og íslenska þjóðin áreiðanlega mörgum verð- mætum tónverkum fátækari. Því að undir þeim kringumstæðum, kem Árni Thorsteinsson hefir lif - að, hefir harin ekki getað stund- að tónsmíðar nema rjejt með höppum og glöppum, og það sem hann hefir sent frá sjer, er ekki mikið að vöxtum, enda^ þótt hon- um sje sýnilega ljett um að skapa. Árni Thorsteinsson er algjör- lega maður sjálfmentaður á sviði tónlistarinnar, og hefir engrar tilsagnar notið í tónfræði, hvorki fyr nje síðar. En það því furðu- legra, sem. verk h'ans bera öll á sjer mikinn menningarbrag, og eru auðugri að hormóniskum til- brigðum, en margra þeirra tón- skálda, er meiri mentunar hafa notið. Þessu ræður að nokkru leyti hin mikla meðfædda tónlist- argáfa og ótvíræður smekkur, og að hinu leytinu það, að hann hefir vanist á að hlusta á góða músik frá blautu barnsbeini, og hefir því hlotið ótviræða tilfinningu fyrir því, hver hljómbrigðin sjeu rjett og hver röng. Árni segir sjálfur svo frá, a5 það hafi verið hreinasta tilviljun, sem rjeði því, að hann fór nokk- urntíma að gefa sig að tónsmíðum, og ávalt fyrir atbeina annara, eða áskorun, ef hann tókst fyrir hend ur að semja lag. Þessar tilvilj- anir hafa þó, er árin liðu, orðið svo margar, að þjóðin hefir nú eignað sjer allmörg lög eftir Árna Thorsteinsson. Auk sönglaganna 12, sem komu út 1907, gaf hann síðar út 5 hefti af lögum á forlag Guðm. Gamalíelssonar, og auk þess liggur nokkuð fyrir sjerprentað (Lög úr Ljenharði fógeta, Friður á jörðu o. fl.) og tímaritum og heftum. Um 15—16 ára skeið var Árni tónlistardómari fyrst við blað Þorst. Gíslasonar „ísland“ og síðar við Morgunblaðið, og munu þetta vera nærri því einu opinberu af- skifti, sem hann hefir haft af tónlistarmálum. Árni Thorsteinsson er kvæntur Helgu Einarsdóttur Guðmundsson ar frá H-rauni í Fljótum. Þau hjón eiga 4 börn á lífi, uppkomin, dæturnar Soffíu, Jóhönnu og Sig- ríði og soninn Árna, sem er stú- dent. Árni Thorsteinsson hefir gefið íslensku þjóðiwii gjafir, sem eru henni dýrmætar. Á þessum heið- ursdegi hans hefðum vjer viljað óska þess, að maður með hinum sterku og upprunalegu tónlistar- gáfum hans hefði getað haft tæki- færi til þess að gefa sig tónlist- inni allan og óskiftan á vald, og hefði ekki þurft að vinna alla æfina að ljósmyndasmíði og skrif stofusterfum. Ef hægt hefði verið að ósk Árna Thorsteinsson til hamingju með því á sjötugsafmæl- inu, að slíkt gæti ekki komið fyrir nú á okkur upplýstu tímum, væri það gleðilegt. En því miður er því enn ekki að heilsa, að tónlistar- menningin sje komin svo langt hjer á landi, og verðum við að láta okkur nægja, að vor^a, að hægt verði að óska honum til hamingju með því, er hann fyllir áttunda tuginn. Emil Thoroddsen. Tímaritið „Jörð“, 3. hefti fyrsta árgangs er komið út. Flytur það fjölda greina til fróðleiks og skemtunar. í ritinu eru um 60 myndir og uppdrættir. Yirðist sem fyr prýðilega gengið frá ritinu, bæði að efnisvali og ytra frágangi, enda leggur ritstjórinn, síra Björn O. Björnsson mikla rækt við ritið. Margir þjóðkunnir mentamenn rita greinar í Jörð. Tímarit Fiskifjelagsins, „Ægir“, er komið út. í þessu hefti er m. a. samtal við Inga Bjarnason efna- fræðing, sem nýlega er kominn heim eftir nám í Bandaríkjunum. Þá er grein, sem nefnist „Rán- yrkjan hefnir sín“ og er um drag- nótaveiðar í Faxaflóa. „Afkasta- aukning eða kæliþrær“ nefnist grein eftir Gísla Halldórsson verk- fræðing. Sveinn Árnason fiski- matsstjóri ritar um saltfiskfram- leiðsluna og auk þess er fjöldi smágreina í ritinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.