Morgunblaðið - 15.10.1940, Side 6
6
Þriðjudagur 15. okt. 1940.
MORGUNBtAÐIÐ
I ÚR DAGLEGA
| LlFINU
■OOOOOO OOOOOCX
Húsmóöir hjer í bænum hefir skrifað
blaðinu alllangt mál um steinbítsrikl-
ing.
Aðalefni brjefs hennar er þetta:
Henni þykir góður steinbítsriklingur
og vill belst bafa bann að staðaldri á
borði slnu. Og því bljóp hún til og
aetlaði að kaupa mikið á markaði Kron
bjer um daginn. Hún haföi beyrt að
hann fengist þar fyrir bálfvirði, eða
ekki einu sinni fyrir það, á kr. 1,60
kg., þegar keypt væru 5 kg.
En þegar til átti að taka var stein-
þíturinn óbarbin með uggum og öllum
nrgangi og þá fór glansinn af verð-
inu.
Yissi bún ekki bétur en verðlækkun
haustmarkaðarins væri í því innifalin,
að steinbítbriklingur sem Harðfisksalan
hefir selt óbarinn í súmar fyrir kr. 1.50
kg., var kominn upp í kr. 1,60 á mark-
aði þessum.
Svo hún hafði hlaup en lítil kaup.
En máttur auglýsinganna lifir, segi
jeg; því ef bægt er að telja fólki trú
um að verðhækkun sje verðlækkun, þá
græðir sá sem auglýsir. Er ekki svo ?
★
Sunnan úr Hafnarfirð hefir blaðinu
borist kvörtun um það, að breska setu-
liðið befir þar tekið til afnota leikfim-
isbús bamaskólans. Eru þar iðulega
haldnar dansskemtanir, sem mörgum
Hafnfirðingum þykir, að því er brjef-
ritarinn iskrifar, lítill þrifnaður að, og
snögtum óhollari fyrir hina tmgu og
uppvaxandi Hafnfirðinga en fimleikar
og aðrar íþróttaiðkanir. Þykir því illa
farið margra hluta vegna, ef leikfimis-
búsið fæst ekki í haust til sinna fyfri
afnota.
Er ekki ástæða til að fjölyrða um
þetta frekar að sinni, þó hermanna-
dansleikamir muni vera mikið umræðu-
efni meðal Hafnfirðinga.
Ár
Þurfa bresku liðsforingjamir ekki að
framvísa áfengisbókum til að fá áfengi
á Hótel Borg?
-— Nei. Þeir drekka whiskyið utan-
bókar.
★
Jeg er að velta því fyrir mjer hvort
allir Eramsóknarmenn sjeu ekki Tíma-
bundnir!
Forðum j;
í Flosaporti
Nýja útgáfan af revýnnni var
leikin s. 1. féstudag fyrir
fullu húsi og við ágætar viðtök-
ur. Var það mál inanna alment,
að nú væri revýan ennþá skemti-
legri en í vor, enda er leikurinn
nú kominn í fult samræmi við
,,Ástandið“ og alt sem því fylgir.
Það var sjerstaklega eftirtekta-
vert, að söngvatextarnír, sem eru
nú flestir nýir og við ný lög, voru
miklu betri en í fyrra. Þá ber
ekki að gleyma leikurunum:
Emilíu Borg, Aifreð Andrjessyni
og Gunnari Stefánssyni, sem
munu sjaldan eða aldrei hafa
haft eins góð hlutverk og í þess-
um leik. Gunnar Bjarnason hefir
ekki sjest hjer á ieiksviði í nær-
felt tvo áratugi fyr en nú, en
með leik sínum í revýunni hefir
hann sest á bekk með bestu skop-
leikurum okkar.
Önnur sýning á revýunni var
í Iðnó í gærkveldi.
Minningarorð un
Sæmund Níelsson
Sæmundur Níelsson var fædd-
ur 27. febr. 1892 að Hóls-
landi í Hnappadalssýslu, foreldr-
ar hans voru þau hjónin Níels
Ólafsson og Marsibil Sigurðardótt-
ir, er þar bjuggu. Með þeim flutt
ist hann að Tíöðum í Staðarsveit,
en þar misti hann móður sína, þá
10 ára að aldri. Fluttist þá til okk
ar hjóna að Rauðamel ytri og síð-
ar með ðkkur að Stórahrauni, en
frá okkur fór hann 17 ára garc-
all og fluttist þá á Suðurnes.
Rjeðst Sæm. heitinn fyrst til
Jóns Helgasonar vitavarðar á
Reykjanesi og var þar í sex ár;
fór þá til Grindavíkur, þar sem
hann dvaldi til æfiloka.
Brátt bar á því, er til Grinda-
víkur kom, að hjer var á ferðinni
dugnaðar og athafnamaður, er
vildi í öllu vera sjálfum sjer nóg-
ur og kaus heldur að vera veit-
andi en þiggjandi í öllu atvinnu-
lífi sínu.
Enda hafði hann eigi lengi þar
verið, er hann varð eigandi að
deinæring, er hann gerðist for
maður á og stjórnaði síðan. Sjó-
sóknari þótti Sæmundur með á-
gætum, enda var hann bæði sterk-
ur og þrekmikill, en þó munu
sumir hafa talið hann nokkuð um
of djarfsækinn, en svo var hanu
farsæll, að aldrei varð neitt slys
á mönnum hans, enda munu þeir
óvíða í skiprúmi hafa talið sig
eins óhulta og undir hans skip-
stjórn.
Að fáum árum liðnum frá því
hann byrjaði eigin útgerð mun
hann hafa verið talinn með sterk-
ustu stoðum sinnar sveitar fjár-
hagslega, svo blómgaðist efnahag-
ur hans, enda reisti hann sjer hið
vandaðasta íbúðarhús ásamt öðr-
um nauðsynlegum fisk og geymslu
húsum, er hann og eignaðist.
Sæmundur heitinn var fastlynd-
ur, dulur í skapi, kappgjarn og.
nokkuð ósveigjanlegur bæði við
sjálfan sig og aðra og hinn vin-
fastasti. Vand^ður var hann í orð
um og gjörðum og yfirleitt hinn
áreiðanlegasti í öllum viðskiftum.
Heimili Mjelt hann nokkur síð-
ustu árin með Kristínu Jónsdótt
ur, hinni ágætustu konu, ættaðri
iir Hnappadalssýslu og var sam-
búð þeirra hin ákjósanlegasta,
enda bæði mjög samtaka í að gera
bæði verkamönnum sínum og hin-
um mörgu gestum þeirra stund-
irnar glaðar og hinar ánægjuleg-
ustu, er munu allir minnast þeirra
með vinsemd og þakklæti fyrir
ágæta viðkynningu á heimili
þeirra.
Níels faðir Sæmundar heit. lif-
ir enn, 80 ára og býr nú í Kefla-
vík og gengur til e'rfiðisvinnu til
jafns við aðra menn, og telur sig
enn éigi finna til gigtar nje
þreytu. í bygðarlagi hans þótti.
hann á yngri árum allra manna
duglegastur og var af mörgum
nefndur 4 maki. Sæmundur heit.
þótti mjög líkjast honum að dugn
aði, sem og önnur börn Níelsar.
Einnig var kona Níelsar sístarf-
■andi dugnaðarkona, þó jafnan
væri veik.
Þó Sæmundur heitinn væri
jafnan hinn mesti fyrirhyggju-
Sæmundur Níelsson.
maður, þá má þó segja „að bregð-
ur hverjum á banadægri“.
Dauða hans bar að með þeim
hætti, að hann studdi einn skip
sitt öðru megin, er það var sett
á spili.; fjell það á hann og varo
það honum að bana. Hann var
fluttur á Hafnarfjarðarspítala,
þar sem hann andaðist 27. mars
eftir miklar þjáningar. Þjáningar
sínar bar hann með mestu karl-
mensku og trúfesti; var hann viss
í því að þær myndu enda með
hans dauða; kvaðst hann brátt
fá starfa að nýju, er hann mætti
úr því halda.
Þú ert þá að lokum kvaddur
fyrst frá ástvini þínum, er þjer
leið best með, svo föður og syst-
kinum og öðrum vandamönnum,
svo og frá þínum duglegu starfs-
bræðrum, er ásamt þjer börðust
hinni hættulegu en gifturíku bar-
áttu við öldnr hafsins og færðu
með þjer björg og blessun að
landi. —
Loks kveðjum við hjónin þig
ásamt bömum okkar, þakkandi
þjer góða samveru og dugnað,
glöð þess að þú nýtur nú ávaxt-
anna bestu fyrir dugnaðarstarf
þitt, kærleika og staðfasta trú.
Árni Þórarinsson.
Breskí sendiherrane á
Spáni íer til Gibraltar
O ir Samuel Hoare, sendiherra
^ Breta í Madrid fer nú um
helgina í stutta heiþisókn til
Gibraltar, að því er segir í fregn
frá London.
För hans vekur athygli vegna
þess, að Suner utanríkismála-
ráðherra Spánverja er nýlega
kominn til Madrid úr för sinni
til Berlínar og Rómaborgar, og
hefir nú gefið Franco skýrslu
um viðræður sínar.
I fregn frá Berlín segir, að
Franco hafi í gær tekið á móti
ítalska marskálknum de Bono,
og rætt við hann lartga stund.
Blöðin í Madrid skrifa langar
greinar um hina hefðbundnu
vináttu Spánverja og Itala, í
sambandi við heimsókn de Bon-
os.
Hjónaefpi. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína, frk. Inga
Sigmunds, Grundarstíg 15 B og,
Hermann Eiríksson kennaranemi,
Oðinsgötu 4.
Þegar Duff-Cooper
og Gort lávarður
fóru til Marokko
Málaferlin í Frakklandi
Málaferlin í Riom gegn
Daladier, Gamelin,
Reynaud, Mandel o. fl. hafa
nú staðið yfir um nokkurt
skeið, þótt íitlar frepiir hafi
borist af þeim. Dómsmála-
ráðherra Frakka er sagðúr
hafa látið svo um mælt, að
sönnuð sök á sakborninga
muni hafa í för með sjer
líflátsdóm.
í málaferlunum hefir ferðalag
breska _ upplýsingamálaráðherrans
Duff-Coopers og hershöfðingjans
Gorts lávarðar til Marokko, um
líkt leyti og Petain gafst upp, oft
borið á góma, þar sem það er
talið vera sönnunargagn gegn
Mandel o. fl. um að þeir hafi
haft landráð í huga. Breska upp-
lýsingamálaráðuneytið hefir því
að gefnu tilefni birt ítarlegar
upplýsingar um þetta ferðalag,
sem á allan hátt varð hið æfin-
týralegasta.
Það, sem gerðist, segir upplýs-
ingamálaráðimeytið, var þetta:
Skömmu eftir að Petainstjórnin
gafst upp, fól breska stjórnin
Duff-Cooper og Gort lávarði að
fara til Marokko, þar sem nokkr-
ir franskir stjórnmálamenn, per-
sónulegir vinir Duff-Coopers, voru
sagðir komnir, til þess að ræða
við þá um hið nýja viðhorf og til
þess að ráðgast við fulltrúa
bresku stjórnarinnar á staðnum,
og til þess að kynna sjer, hvert
útlit væri fyrir að áframhaldandi
viðnám yrði Veitt í Norður-
Afríku.
Samkvæmt þessu fóru Duff-
Cooper, Gort lávarður ög ritari
Duff-Coopers þ. 25. júní með
Sunderlandflugbáti til Rabat í
Marokko og lentu þar á fljótinu,
en það var ekki hættulaust. Eng-
inn kom til þess að taka á móti
þeim, en skömmu síðar kom þar
að róðrarbátur með frönskum
liðsforingjum og tóku þeir þá í
land. Svo bar til, að þeir hittu
Dillon lávarð (sendiherra Breta í
Algier), sem ferðast hafði frá Al-
gier, og hann skýrði þeim svo frá,
að frönsku yfirvöldin sýndu mót-
þróa. Gort lávarður og Duff-
Cooper fóru þá í breska sendiráð-
ið og þar var þeim skýrt frá því,
að stjórnmálamennirnir frönsku
væru í Casablanca og að ómögu-
legt væri að komast í samband
við þá.
Á meðan þessu fór fram, eða
skömmu -eftir að bresku fulltrú-
arnir voru komnir í land, hafði
franski hafnarstjórinn farið út í
ílugbátinn, sem lá fyrir akkeri í
fljótsðsunum, og krafðist þess að
flugbáturinn yrði fluttur lengra
niður eftir fljótinu, því að hann
væri í vegi fyrir stórum skipum,
sem væntanleg voru. ’En ekkert
skip kom þó, á meðan breska
flugvjelin hafði viðstöðu, en það
er ekki ósennilegt, að eitt af
skipunum, sem von var á, hafi
verið skipið Marsilia, sem, eins og-
síðar hefir komið fram, lá þá í
Casablanca með frönsku stjórn-
málamennina um borð.
Flugstjórinn á breska flugbátn-
um vildi gera Gort lávarði orð,
og kallaði í land til þess að fá bát,
en beiðni hans var ekki sint og
lagði hann þá af stað í land í
gúmmíbát, sem var um borð í flug-
bátnum. En þá kom vopnuð skips-
höfn á móti honum og neyddi
hann til að snúa við. Síðar bað
flugstjórinn, sem var Ástralíumað-
ur, aftur um leyfi til þess að
koma skilaboðum til Gorts lávarð-
ar, og þegar honum var neitað,
tók hann upp skammbyssu sínar
og var þá honum og aðstoðar-
flugstjóranum, leyft að fara í
land.
Þegar í land var komið, hittu
flugmennirnir fulltrúa frá bresku
ræðismannsskrifstofunni, en þeir
fengu ekki að tala við hann, held-
ur var þeim skipað að fara aftur
um borð í flugbátinn, að öðrum
kosti myndi vopnaður franskur
hervörður verða settur um borð.
Svo fór þó að lokum, eftir mikla
örðugleika, að flugstjórinn komst
til gistihúss Gorts lávarðar, en
þegar þeir ætluðu allir saman að
fara þaðan, voru þeir stöðvaðir
og hafðir í haldi, þar til lögreglu-
stjórinn veitti þeim leyfi til þess
að fara leiðar sinna.
Snemma næsta morgun fóru þeir
aftur um borð í flugbátinn, en
franskur hervörður var stöðugt á
sveimi umhverfis þá, þar til flug-
vjelin hóf sig til flugs og fór til
Gibraltar.
Þetta var það, sem geiðist er
Duff-Cooper og Gort lávarður fóru
til Marokko, segir breska upp-
lýsingamálaráðuneytið.
í sambandi við málaferlin í
Riom má geta þess, að Guy la
Chambre, fyrverandi flotamálaráð-
herra, sem kominn var til New
York, ákvað að snúa við til þess
að mæta fyrir rjetti í Riom og
þangað er hann nú kominn.
TT"nattpyrnusambandið sænska
tilkynti í gær;
Á þessu hausti getur ekki
orðið neitt úr hinni árlegu milli-
ríkjakepni í knattspyrnu milli
Svíþjóðar og Noregs.
KEPNI
DANA OG SVÍA
Milliríkjakeppni í knatt-
spyrnu milli Svíþjóðar og Dan-
merkur fer fram í Kaupmanna-
höfn n. k. sunnudag. Var í
gær ákveðið um skipun sænska
liðsins.
Engin milliríkjakepni
við Noreg