Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1940. Barnaskóli Hafnarfjarðar. Öll skólaskyld börn, sem eiga að sækja barnaskóla bæjarins þetta ár, skulu mæta í skólanum miðvikudag 30. okt. n.k., eins og hjer segir: Kl. 10 árd. Þau sem voru í 7., 6. og 5. bekkjum. Kl. 11 árd. Þau sem voru í 4., 3. og 2 .bekkjum. Kl. 1 síðd. Þau sem voru í 1. bekkjum og ennfremur öll 7 ára börn, sem byrja eiga skólagöngu þetta ár. Börn, sem ekki sóttu Barnaskóla Hafnarfjarðar s.l. \etur, mæti kl. 2 síðdegis og hafi prófskírteinþ sín með sjer. SKÓLASTJÓRINN. Tilkynolng frá Síúkrasamlagí Hafnarfíarðar. Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Hafnarf jarðar, sem ætla að skifta um heimilislækni við næstu áramót, skulu til- kvnna það í skrifstofu samlagsins í næstkomandi nóvem- bermánuði. Tilkynningum um læknaskifti, er síðar koma, verður eigi sint. SJÚKRASAMLAG HAFNARFJARÐAR. Bifreiðarstjóri getur fengið afvlnnu strax. Afgreiðsla blaðsins vísar á. Kaupi og sel allskonar verðbrfef og lasteignir. Til viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir samkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTETNSSON. Bollapör, 4 fegundir. Matardiskar, djúpir og grunnir — Mjólkurkönnur — Ávaxtaskálar, stólar og litlar — Borðhnífar, ryðfríir. NÝKOMIÐ. *w SPAÐKJOT K. Einarsson & Björnsson Ilerskipið, sem Ifalir söktu fyrir Grikkjum Beitiskipið „Hellas“, sem skotið var í kaf er það lá í höfn í einni af eyjunum í Grikklandshafi í ágúst síðastliðnum. Tund- urskeyti úr kafbát hæfði skipið, og þótt það hafi aldrei sann- ast, þá er talið að kafbáturinn hafi verið ítalskur. „Eindregið með Bretum" Bretar og Japanar Málaferli, sem orðið geta til þess að efla óvináttu Breta og Japana enn meir en orðið er, hófust í Singapore í gær. Ákærður er einn af sex Japönum, sem handteknir voru nýlega, grunaðir um njósnir. 1 rjettarhöldunum í gær kom fram að sannast hefði að Jap- ani þessi hefði safnað upplýs- inga um herstyrk Breta í Singa- pore. Flutningar um Burmaveginn fróu fram með eðlilegum hætti, að því er segir í opinberri fregn frá Tschungking. Japanar höfðu nýlega haldið því fram að flutningar hefðu stöðv ast vegna tjóns á veginum, sem orðið hefði í loftárás japanskra flugvjela. „Hlíf" segir upp kaupsamítingum TFerkamannafjel. „Illíf“ í Tlafn- * arfirði, hjelt fund s.l. föstud. og samþykti að segja upp kaup- samningum við atvinnurekendur, í því skyni að fá betri samninga. Einnig samþykti fundurinn ýms- ar tillögur í sambandi við at- vinnumál í Hafnarfirði. Kosin var þriggja manna nefnd til þess að vinna með stjórninni að lausn launamálsins. Viðskiftasanm- ingar Norðmanna Norðmenn hafa nú gert „clearing“-samninga við níu þjóðir, þ. e.: Svía, Dani, Finna, Þjóðverja, ítali, Grikki, Svisslendinga, Spánverja og Tyrki. Það er þúist við að ,,elearing“ samningar verði gerðir innan skamms við Frakka, Hollend- inga og Belgi. „AlþýSublaðið hefir, eitt allra dag- blaðanna hjer í Reykjavík, tekið eindregna afstöðu með Bretum og bandamönninu þeirra“. — „Frá þeirri afstöðu hefir Alþýðublaðið aldrei kvikað og sjer enga ástæðu til þess að gera það, þó að Bretar hafi sjeð sig nauðbeygða til að her- taka land okkar“. etta eru orð blaðs hins svo- kallaða utanríkismálaráð- herra, í forystugrein á laugardag- inn. ísland hefir lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu í ófriði annara ríkja, og þó að mönnum kunni nú að sýnast hlutleysið fánýtt, þá er það þó einasta vörn okkar litlu vopnlausu þjóðar. Á hinni hlut- lausu afstöðu byggist rjettur okk- ar til þess að krefjast viðurkenn- ingar á sjálfstæði ríkisins og á því byggjast loforð annara um að virða þann rjett. Minna má því gagn gera, en að málgagn þess manns, sem tel- ur sig fara með utanríkismál þjóð- arinnar, lýsi digurbarkalega yfir, að það hafi verið, sje og verði eindregið með öðrum stríðsaðila. Við íslendingar getum að sjálf- sögðu haft okkar eigin skoðanir, hver og einn, á stríðsafstöðu stór- veldanna. En einmitt þeir, sem innifyrir eru þess sinnis, að að- hyllast miklu fremur málstað Breta, verða að láta sjer skiljast, að eins og nú er ástatt, hlýtur það að brjóta algerlega í bág við okkar þjóðarmetnað og sjálfstæð- iskend að fara hátt með og sfáta af þeim tilfinningum. Og þegar sá, er stöðu sinnar vegna ætti öðrum fremur að kunna máli sínu hóf, gerist forsöngvari, verður al- menningsálitið af þjóðarnauðsyn að þagga niður í honum eða fela öðrum, er meirj hefir smekkvísi og manndóm, störf hans. Menn eiga líka erfitt með að skilja, að þegar fjelagsskapur æskumanna hjer í bænum óskar eftir því í fundarsamþykt, að dómsmálaráðherra láti ýtarlega rannsaka atferli manns, sem með ábyrgðarlausum skrifum í enska blaði hefir áskapað sjer vanvirðu samborgara sinna, — þá skuli ein- mitt sama blað líkja slíku viS „hálfgildings nazisma“ og drótta að þessum fjelagsskap sök á rúðu- broti og spellvirkjum. Mönnuin verður ósjálfrátt á aS líkja skrifum Alþýðublaðsins nú við framkomu sjálfs ráðherra AI- þýðuflokksins, þegar hann var staddur í návist flokksbræðra sinna í. Danmörku sumarið 1939. Blaðið „Soeialdemokraten“ áttí þá viðtal við Stefán Jóhann Stef- ánsson og spyr m. a.: „Hvað álíí- ur ráðherrann um sambandsmál- iÖ?“ Og ráðherrann svarar: „Jeg á erfitt með að svara því, sem flokkur minn hefir enn ekki tekiS afstöðu til. En eitt get jeg sagt, vjer viljum tel.ja oss til Norður- landa“.(!) Mundi maðnrinn, sem átti að fara með utanríkismálin, hvorki eftir yfirlýsingum og sam- þyktur Alþingis 1928 eða 1937? ístöðulaust rófudingl er altaf fyrirlitlegt. Á þeim tímum, sem við nú lifum, getur það auk þess leitt til þjóðarvoða. X. X. I Gulrófur I 1 VÍ5II) Laugaveg 1. Fjölniiveg 2 | Ð □ g p=—r=z—=n t==ip- .i u>>—- EF LOFTUR GETUR ÞAH EKKI-----ÞÁ HVER7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.