Morgunblaðið - 02.11.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.11.1940, Qupperneq 3
Laugardagur 2. nóv. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 „Braga“ hvolfdi við áreksturinn og skipið sökk á svipstundu 400 króna sekt fyrlr að selja „dúndur" T T æstirjettur kvað í gær *--*■ upp dóm í málinu: Valdstjórnin gegn Ásgeiri Ingi mar Ásgeirssyni. Málsatvik eru þau, að hinn 9. júní s. 1. fór Loftur G. Jóns- son Lindargötu 8 heim til kærða, Ásgeirs I. Ásgeirsson- ar kaupmanns á LaugaVeg 55 og bað hann um brennivín. Ás- geir kvaðst ekkert hafa og spurði þá jLoftur hvort hann hefði ekki eitthvað annað. Kvaðst Ásgeir hafa „dúndur“, sem Loftur bað að láta sig hafa. Fór þá Ásgeir í sölubúð sína og ljet 100 gr. af brenslu- spritti á pela og fylti síðan pelann af „póló“. Þetta seldi hann Georg fyrir 3 krónur. Lögreglan náði í pelann og við rannsókn kom í Ijós, að blanda þessi hafði inni að halda 25% af alkohol. Var nú höfðað mál gegn Ásgeiri og dæmdi lögreglu- rjettur Rvíkur hann í 5 daga varðhald og 400 kr. sekt. Dómi þessum var áfrýjað. Hæstirjettur tók varðhalds- refsinguna út. í forsendum Hsastarjettar segir m. a.: . „Samkvæmt málavöxtum þeim, sem greindir em í hinum áfrýjaSa dómi, hefir kærði gerst sekur um brot á á- kvæðum 15. gr. áfengislaga nr. 33 frá 1935. Hann hefir einu sinni á'ður sætt refsingu fyrir ólöglega. áfengis- sölu, og varðar því brot hans nú við síðari málslið fyrri málsgreinar 33. gr. nefndra laga. Varðhaldsrefsing verður hinsvegar ekki dæmd, þar sem nefnda 33. gr. þykir verða að skýra með hliðsjón af tilorðningu 15. gr. laga nr. 91 frá 1917, sem hefir að þessu leyti samskonar ákvæði að geyma, á þá leið, að varðhaldsrefs- ingu beri ekki að beita fyr en við þriðja brot, >ef sajla hefir ekki farið fram í atvinnuskyni. Refsing kærða þykir hæfilega á- kveðin 400 króna sekt til menningar- sjóðs, og komi í stað sektarinnar 20 daga varðhald, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birtingj^ dóms þessa. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um greiðslu sakarkostnaðar í hjeraði eiga að vera, óröskuð. Kærða ber að greiða allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar meö talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarjetti, 50 krónur til hvors“. Sækjandi málsins var Jón Ásbjörnsson hrm. og verjandi Lárus Jóhannesson hrm. Togarinn lá við akkeri utan við Fleetwood' - Fyrsti vjelstjóri fórst. Lik skipstjórans náðist OQ verður flutt hingað SVARSKEYTI barst árdegis í gær við fyrirspurn þeirri, er Geir Thorsteinsson sendi viðvíkj- andi mönnunum er björguðust af Braga. Kom þá í ljós, að Guðmundur Einarsson 1. vjelstjóri hafði far- ist, en Stefán Einarsson kyndari bjargaðist. í þessu sama skeyti var einnig sagt frá því, að lík skipstjórans, Ingvars Ágústs Bjarnasonar, hefði náðst og yrði það sent lieini með togaranum Haukanesi, sem væri í þann veginn að leggja af stáð. Með sama togara koma einnig mennirnir þrír, sem björguðust. Síðar í gær- barst Geir Thor- steinsson annað skeyti, þar sem skýrt var nokkuð nánar frá slys- inu. Það var kl. 6 árdegis á mið- vikudag sem slysið varð. Bragi lá við akkeri, utan við Fleetwood. Var að bíða eftir að birti, til þess að komast inn í höfnina. Áreksturinn skeði þannig, að flutningaskipið „Duke of Yoií1í“ sigldi á Braga stjórnborðsmegin, nálægt framsiglu. Svo stórfeldur var áreksturinn, að Braga hvolfdi á svipstundu og sökk samstundis. Mennirnir þrír, sem björguðust, hafa þegar gefið skýrslu um slys- ið. Binnig hafa skipstjórar á tveim skipum, sem lágu nálægt Bragá, er slysið varð, gefið skýrslu. Þess er ekki getið, hvðrt hjer er um að ræða íslenska skipstjóra. Stúdentar þeir, sem hafa í hyggju að taka þátt í mötuneyti í Háskólanum í vetur, eru beðnir að koma á fund í Háskólanum, í kenslustofu I., í dag, laugardag, kl. iy2 e. hád. Guðmundur Einarsson, 1. vjel- stjóri, átti heima á Bergþórugötu 53. Hann var 37 ára; kvæntur og 3 börn í ómegð. Landvarnalán Svía 760 milj. kr. gær var lokið að safna í -*■ landvarnalán Svía. Höfðu þá alls safnast 760 jniljónir króna. Jafnmikið bættist við lánið síðustu vikuna og þá síðustu. Sænska stjórnin hefir ákveð- ið að hefjast handa um verk- legar framkvæmdir í stórum stíl. Einkum verða lagðir nýir vegir og gamlir vegir bættir. Þá hefir stjórnin veitt mikið fje til brúasmíði á næstunni. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leikritið „Loginn helgi“, eftir W. Somerset Mangham, annað kvöld. Mentaskólinn settur í gær Mentaskólinn var settur í gær í hátíðasal Háskól- ans. Þar flutti Pálmi Hannesson rektor ræðu, en karlakórinn Fóstbræður söng á undan; og þjóðsönginn á eftir ræðunni. Rektorinn lýsti þeim vandræð- um, sem skólinn væri í, við það að 'missa húsnæði sitt, en þakk- aði Háskólanráði fyrir að það vildi hýsa lærdómsdeild skól- ans. Gagnfræðadeildin verður í Alþingishúsinu, og sagði ræðu- maður að sjer væri ekki sjer- lega ógeðfelt að slíta skólan- um þannig í sundur, því eðlilegt væri að losa Mentaskólann í framtíðinni við gagnfræðadeild- ina. Er hann hafði lýst ýmsu því, er að daglegum störfum skól- ans lýtur, 'sneri hann sjer að þeim áhrifum, sem hernámið hefði á þjóðina og þjóðlífið og hvaða hættur æskulýðnum væri af því búnar. Kom hann víða við í því sambandi. Skíða-og Skautafjelag Hafnarfjarðar 5 ðra Skíða- og Skautafjelag Hafn- arfjarðar hjelt aðalfund sinn í fyrrakvöld, við fjölmenni að Hótel Birninum. Fundurinn var fjörugur og áhugamál fjelagsins rædd af kappi. Þessir menn voru kjörnir í stjórn fjelagsins: Krist- inn Gúðjónsson, formaður (endur- kosinn), og meðstjórnendur þeir Gnðmundur Guðmundsson og Ólafur Gíslason, báðir endurkosn- ir. Ennfremur voru kjörnir í stjórnina þeir Magnús Guðlaugs- son og Gúnnlaugur Guðmnndsson. S.l. laugardagskvöld hjelt fje- lagið hátíðlegt fimm ára afmæli sitt, Sigurjón Vilhjálmsson, for- maður skemtinefndar, setti skemt FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. — V ichy-sl jórniii Þetta er franska stjórnin í Yichv, eða „Vichy-mennirnir“ eins-og stjórnin er venjulega nefnd þegar minst er á hana í Englandi. Talið frá vinstri : M. Mireanx (fræðslu- og listamál), Jean Darlan flotafor- ingi (flotamál), Poul Baudoin, Albert (dómsmál), Pierre l.ava! (ut- anríkismál og forsætisráðherra), Adrien Marquet (innanríkfsmál), Y'ves Bouthillier (fjármálj, Petain marskálkur (forseti ríkisins), M. Caziot (bún'aðarmál),' Wevgand hershöfðingi (landvarnðmál), Jean Ybarnégaray (æsku- og fjölskyldumál), Leméry (nýlendumál), Pujo hershöfðingi (flngmál) og Colson hershöfðingi (hermál). Loftvarnabelgir á sveimi yfir landinu Valda spjöllu A símalínum UNDANFARNA DAGf^. hefir loftvarnabelgi rekið hjer inn yfir landið. Hafa þeir kom- ið frá norðri, að því er virðist. Loftvarna- belgir þessir eru notaðir til þess að halda uppi skjólgirð- ingum gegn flugárásum. En þegar þeir slitna af sínum stað rekur þá oft langar leiðir, eins og raun ber vitni um. Hefir blaðið alls frjett um að vart hafi orðið við sex þessara belgja, og hafa menn liandsamað þrjá þeirra, en þrír liafa farið leið sína á haf út. I fyrradag kom einn þessara belgja svífandi yfir Langanes, og virðist hafa, eftir þeim frjettum sem fjrnir liggja, sigið til jarðar hjá bænum Hóli á Langanési. Belgnr þessi var 20 m. á lengd og voru í honum margir kaðlar, sem síðan voru festir í vírtaug er hjekk niður úr belgnum. .Ekki er þess getið að belgur þessi hafi valdið neinum spjöllum. Símaslit. En á vestanverðu landinu hafa belgi-rnir, eða kaðaldræsurnar sem niður úr þeim lafa, slitið símalín- ur á mörgum stöðum. Á miðvikudaginn var sást loft- varnabelgur við ísafjarðardjúp> m. a. frá Arngerðareyri. Ekki er getið um að hann hafi gert þar nein spjöll. En það mun hafa ver- ið sami belgurinn er seinna sást nálægt Eyri í Gufudalssveit. Þar skemdi hann síma, sleit síma- þræði af staurunum á 200 metra svæði. Á fimtudag sást aftur belgur frá Arngerðareyri. Og hann' fór sömu leið suður yfir Gufudals- sveit og enn varð hans vart á Snæfellsnesi. Hann mnn hafa ver- ið valdur að símaslitum milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Hanu sást frá Kvíabryggju. Hann var ekki hátt á lofti og drógst kaðal- dræsan úr honum eftir jörðiuni langan veg. í Dölum. í gærmorgun sást loftvarna- belgur frá Guðlaugsvík á Strönd- um. Var reynt að handsama hann þar, en tókst ekki. Hann var á suðurleið. Um hádegi mun hann hafa verið kominn suður á Laxár- dalsheiði, því þá slitnaði símihn milli Borðeyrar og Búðardals. Skömmu seinna varð fólk vart við hann að Sauðafelli í Dölum. Þar rjeðst Finnbogi bóndi með menn sína í það að handsama belg- inn. Logn var á, og fór helgur- inn því hægt yfir. Þrír vírar hjengu úr honum. Náðist í þá. Og vegna þess hve lygnt var tókst að draga belginn niður, og rista á hann gat. Svo þungir vírar voru við hann festir, að hann sleit alt niður, sem varð á vegi hans með- an hann var á ferðinni. Frá Tjörn á Vatnsnesi sást einn FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.