Morgunblaðið - 02.11.1940, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.11.1940, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LaugaTdagrur 2. nóv. 1940. Sextug: Fiú Anna Ásmundsdóttir F' rú Anna Ásmundsdóttir er ein af- merkiskonum þessa bæjar. Hún er af góðu bergi brotin. Ásmundur Sveins- son faðir hennar var kominn í beinan karllegg af Eyjólfi Einarssyni í Dal, er átti Helgu Jónsdóttur,' biskups Arasonar, en Guðrún móðir frú Önnu var dóttir frú Önnu Norgaard syst urdóttur Helga biskups Thord- er. en. Frú Anna er fædd 1. nóv. 1880 á Auðshaugi í Earðastrandarsýslu, en þar var faðir hennar þá settur sýslu- im.ður. Hún fluttist hingað með foreldrum sínum árið 1886 og hefir átt hjer heima síðan. Hún varð snemma að vinna fyrir sjer sjálf og hefir jafnan reynst liðtæk, að hverju sem hún hefir gengið. Árið 1907 giftist hún Ásgeiri Torfasyni efnafræðingi og eign uðust þau þrjú börn, er öll lifa: Torfa hagfræðing, Ás- geir búfræðing og Ástlaugu, konu Höskuldar Ágústssonar vjelfræðings á Ljósafossi. Ás- geir Torfason andaðist 16. september 1916. Stóð frú Anna þá uppi efnalaus með börn sín þrjú, en enginn heyrði hana mæla æðruorð. Hún hófst þeg- ar handa, setti á stofn hatta- búð og hattagerðfyrir konur, er brátt varð kunnasta fyrirtæki hjer í þeirri grein. Rak hún þessa verslun með miklum dugnaði uns hún seldi hana árið 1933. Fór hún jafnan ut- an ár hvert sjálf til innkaupa og fylgdist vel með öllu, er gerðist í þeirri grein. Með þess- um hætti vann hún fyrir Jieim- ili sínu og kostaði börn sín til menta af miklu ástríki. Frú Anna var um skeið full- trúi í Iðnráði og sat á nokkrum iðnþingum. Hún hefir staðið fyrir happdrættisskrifstofu síð- an Happdrætti Háskólans hófst, og síðustu árin hefir hún unnið að því af miklu kappi að vekja áhuga á því að bæta og fegra ullarvinnuna og er aðalforstöðukona skrifstof- unnar „Islensk ull“. Frú Anna er kona vel gefin, listfeng og smekkvís, hög á hendur og starfsþrekið frá- bært. Hún er bjartsýn, góð- ;gjörn, hreinlynd og trygg- lynd, og munu margir hugsft hlýtt til hennar á sextugsaf- mælinu. G. F. Loftðrásin ð konungshðllina I London AUGAB hvílist með gleraugum frá THIELE i i.imiE—I Málverkasýning Jóns Þorleifssonar í Blátúni Gulróíur vmn Laugaveg 1. Fjölniiveg 2. £> =3 0 Einn stefnufastasti íslenski málarinn er án efa Jón Þor- leifsson. Þeir eiginleikar, er frá byrjun liafa verið einkenni listar hans, þroskast og skýrast með ári hverju. Hann málar nú sem fyr mest landsLög, en í augum hans eru það ekki aðeins fjöllin sem kallast geta því nafni. í myndinni „vor' nr. 23 sýnir hann, að nokk- ur hús, sem í grágulum og rauð- um litum sínum endurspegla kalt Ijós vorhiminsins, er ekki síður íslenskt náttúrufyrirbrigði en það, sem stórkostlegra virðist. Myndin nr. 7 sýnir hve ágætlega honum tekst með fjallalandslögin, hrevti- legar, sterkar línur eru látnar vinna sig upp að efra horni mál- verksins vinstra nTegin, og er ris þeirra og hreyfingar fallega und- irstrikað af kvrlátum línum í hak- sýninni til hægri. Mynd þessi ber vott um að viðleitni málarans stefnit að þv{ að skapa varanleg listræn verðmæti, hann lætur sjer aldrei nægja að mála „útsýnið“. Þá er „Reykjahlíðarfjall‘‘ einnig óven.ju fögur mynd, litirnir mjúk- ir og stálhreinir í senn, alt kem- ur þar eins og af sjálfu sjer, ró- legt og. eðlilegt, í formi og litum. Vil jeg óhikað tel.ja hana til þess hesta er gert hefir verið í íslenskri landslagslist, þó að margt hafi þar verið vel unnið. — Hafnarmynd- irnar sýna næma tilfinningu Jóns Þorleifssonar fyrir mismunandi blæbrigðum Reykjavíkurhafnar, má þar nefna „Rautt skip“ nr. 12, „G'rjótpramma á Reykjavíkur- stilHnga" þeirra, sem eru á sýn- ingnnni, eru einnig eftirtektar- verð listaverk. „Drengur“ nr. 28, „Epli í skál“ nr. 22, „Epli og Túlipanar“ nr. 3, eru ágætar myndir, sem allar sýna litatil- finningu málarans. Það er vöxtur í öllu á þessari sýningu Jóns Þorleifssonar, sá vöxtur, sem er svo sjaldgæfnr í fábreyttri list okkar, en algjörlega nauðsynlegur framþrónn liennar. Þorvaldur Skúlason. Loftárás Þjóðverja á kon- ungshöllina, Buchingham- Palace í London mæltist af- ar illa fyrir meðal enskumæl- andi þjóða og í Englandi vakti loftárásin feikna gremju. Þjóðverjar hjeldu því fmm, að miðað hefði verið á olíubirgðastöð skamt frá höllinni, en Bretar sögðu f>ar enga olíustöð vera í grend. Sprengjan, sem lenti á konungshöllinni olli nokkru tjóni á höllinni, en mann- tjón varð ekki. Seinna var tekin mynd af bresku konungshjónunum, þar sem skemdirnar urðu og birtist myndin hjer að ofan. ÁKræð: Frtí Þórunn BfarnadóKir F rú Þórunn Bjarnadóttir er fædd á Núpi á Berufjarðar- strönd 2. nóv. 1860 og ólst þar upp. Ilún er af góðu bergi brotin austur þar. Móðir hennar var Málfríður Jónsdóttir frá Núpshjá- leigu, systir Lísibetar, konu Þór- arins Ríkarðssonar Long, hónda á Núpi, frú Ásdísar í Stakkagerði í Vestmannaeyjum og Jóns í Borg- argarði við D.júpavog. Þau Núpshjáleigusystkin skör- uðu að mörgu leyti mjög fram úr samtíð sinni, enda er hinn mesti fjöldi mætra manna frá þeim kominn. Frú Þórunn giftist 1891 Jóni Bjarnasyni á Fögrueyri í Fá- skrúðsfirði og b.juggu þau þar til ársins 1903, en þá fluttust þau til höfn“ nr. 14 og síðast, en ekki , Reykjavíkur og hafa dvalið þar síst „Kappsiglingabáta“, sú mynd | s'ðan. Þau eignuðust fjórar dæt- hefir einkennilega sterk áhrif, j sem koma af, að seglum bátanna h-Íer * bænnm. ur, allar hinar mætustu konur er komið þannig fyrir, að linur Þrátt fyrir dugnað og sparsemi þeirra gefa öllum flötum málverks var þeim hjónum oft þröngur ins líf og þýðingú; er^þetta eitt stakkur skorinn, hvað efnahaginn besta listaverk sýningarinnar. snerti. Þeir, sem þekkja afkomu Með:1) r’.cnnamynda og „wpp- sjómamia og verkamanna hjer í Reykjavík, vita live stopull sá atvinnuvegur hefir reynst. Samt hafa þap, ank harna sinna, alið upp dótturson sinn og dótturdótt- ur að nokkru leyti. Frú Þórunni kippir mjög í kyn hvað snertir góðar gáfur og mannkosti, hún hefir unnið með hávaðalausri dygð í þágu heimil- is síns og þjóðar. Aldrei hefi jeg heyrt nokkurn mann geta þeirra hjóna Jóns og Þórunnar að öðru en góðu einu, enda eiga þau fjölda góðra vina hjer í bænum, þar sem þau hafa. dvalið um það bil helming æfi sinnar. Frú Þórunn er enn að öllu hin hressasta. í nafni hinna mörgu vina sendi jeg henni hugheilar blessmiaróskir. Vimir. Minning Hannesar Einarssonar Hannes Einarsson sjómaður andaðist á Landsspítalanum 18. f. m. eftir margra mánaða legu afar þunga og harða. Jarðar- för hans fer fram frá Dómkirkj- nnni kl. 11 árd. í dag. Hannes var fæddur 19. septem- ber 1896 að Höfðahólum á Skaga- strönd. Dvöldu foreklrar hans þá þar í húsmensku, en þau voru: Einar Jónsson, ætt-aður af Sel- strönd í Strandasýslu, -af römu dugnaðar- og þrekmannakyni, og Margrjet Björnsdóttir skálds og gáfumanns frá Kolþernumýri í Vesturhópi, en móðir hennar var Sigríður Ólafsdóttir og hinnar frægu skáldkonu, Vatnsenda-Rósu. Stóðu góð kyn að Hannesi, og voru þau vel sæmd af honum, og eru nú af minning hans. Hannes ólst upp með foreldrum sínum, og lengst af á Blöndu- bakka í Refasveit, en þar hjuggu þau mörg ár. Snemma mátti sjá góðar gáfur Hannesar, einbeittan vilja og ósjerhlífni. Rækti hann öll störf sín af mesta kappi og skyldurækni, var hann og hinn mesti þrekmaður. Hannes var gift- ur Guðbjörgu Brynjólfsdóttur bónda á Ytri-Ey, Lýðssonar bónda og hreppstjóra á Skriðnesenni í Strandasýslu, stóð þannig annað Strandamannakyn að lienni, er mjög var kunnugt að döðum og drenglyndi. •— Ilannes gerði sjó- mensku að lífsstarfi sínu, og rækti það af himii mestu snild, var hann og einn þeirra manna, er óx við hverja raun. Jeg set hjer litla frásögn um eitt atvik í lífi Hannesar. Fyrir all- mörgum árum auglýsti Kveldúlf- ur eftir duglegum mönmim nokkr- um, er vildu gefa kost á sjer til sjerstakrar veiðifarar, mig minnir ’ vestur að Newfoundland. Skyldi þessir menn mæta dag einn kl. 9 að morgni niður við Kveldúlfs- hús, gekk jeg þangað með Hann- esi, og mún hann hafa orðið fyrst- ur umsækjenda. Hittum við þar einn Thorsbræðra, mig minnir Kjartan, kynti jeg þá, en Hannes Ijet nppi erindi sitt. Mælti þá Thors til mín: Maður þarf ekki annað en sjá þenna mann. Er þetta gott dæmi þess hvernig Hannes har garpsskap sinn með sjer. — Hitt vitum við, er þekt- um Hannes best, að hann var ekki miður fullkominn að drenglyndi, vinfestu og ættrækni. Þau hjón áttu eina dóttur, og er hún innan fermingaraldurs. Faðir Hahnesar, Einar Jónsson, er enn á lífi nál. 79 ára. Hann er á Blönduósi og sækir sjó á trilln- bát sínum enn í dag á við hvern annan. — Kemur Einari nú vel þrek hans, er aldrei hefir brugS- ist lionmn, því raun hans er þung. Árni Árnaosn (frá Höfðahölum). Kaupl og sel allskonar verðfor|ef og fasleignir. Til viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir samkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.