Morgunblaðið - 02.11.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1940, Blaðsíða 5
Xaugardagur 2. nóv. 1940. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrlftargjald: kr. 3,50 á mánuSi innanlands, kr. 4,00 utanlands. í Jausasölu: 20 aura eintakið, 25 aura meS Lesbðk. Háskólabókasafnið Fyrsta fórnin ÞÁ er það skeð, sem íslenska þjóðin hefir óttast frá því að stríðið liófst: Eitt af skipum okkar hefir farist og 10 vaskir “sjómenn hafa látið lífið. Þetta er fyrsta fórnin, sem tekin er af okki i r í stríðinu. Hún er stór, uaiðað við okkar fámennu þjóð. !Og þegar við lítum yfir hópinn, sem hjer hefir látið lífið, og at- Tiugum allar ástæður á heimilun- um, kemur í ljós, að ekkjurnar -«ru skyndilega orðnar 9 fleiri í landinu og við hóp hinna föður- 'lausu bama, sem í ómegð eru, liafa hjer bæst yfir 20 börn. Frá því fvrsta að skipin okkar 'fóru að sigla um hættusvæðin, fiöfum við á hvaða augnabliki sem er gétáð búist við slíkri harm- fregn sem þéirri, er hingað barst .aðfaranótt fimtudags. Svo að segja flgglega hafa borist'hingað fregnir nm skipa- og manntjón á hættu- ‘svæðunum. Hvenær kom röðin að okkar skipum? f meira én ár Mfðu sjómennirnir okkar siglt nm hættusvæðin og sú blessun fyigt starfi þeirra, að ekkert hafði orðið að, hvorki á mönnum nje skipum. Þessi dásamlega hand- íleiðsla, sem hafði fylgt starfi sjó- mannanna okkar, var farin að vekja þá von í brjósti manna, að þjóðin ætti að fá að sleppa við stórar fórnir í þessu stríði. En svo kom reiðarslagið skyndilega. Þetta slys minnir okkur enu á ný á starf sjómannanna; livað iþeir leggja í sölurnar fyrir þjóð- fjelagið, þegar þeir sigla skipura okkar milli landa á þessum hættu- tímum. Við vitum hvernig þjóð- arbúskapur ökkar stæði nú, ef sjómennirnir sætu auðum höndum heiina. Við vitum um þá feikna björg, sem þeir hafa fært í þjóð- arbúið síðan stríðið braust út. Við eigum það okkar sjómönnum að þakka, að þjóðin hefir haft nóg að bíta og brenna það sem af er þessu stríði. Ef hinsvegar einhver skyldi ihafa verið farinn' að efast um, vegna þess hve giftusamlega hafði tekist fram til þessa, að sjómenn- irnir legðu ekki líf sitt í hættu i siglingunum milli landa, hefir Braga-slysið opnað augu manna á ný. Þetta slys sýnir, að hætt- urnar eru jafnvel fleiri, en við höfðum búist við. Tundurdufl verður ekki til þess að grarnla skipinu, ekki heldur ka-fbátur eða sprengjuflugvjel. Togarinn var kominn að áfangastaðnum, lá við akkeri og beið eftir að birti til þess að sigla í höfn. En hann mátti ekki hafa ljós uppi. Þá skeður ásiglingin og togarinn .sekkur á augnabliki. llún er hjört minning sjómann- anna tíu, sem Ijetu lífið við skyldu starfið. Ctofnun sú, sem nú er ^ opnuð í fyrsta sinni, á sjer langa sögu, eða for- sögu, sem rekja má, ekki að- eins til upphafsárs Háskól- ans, heldur til þeirra skóla, sem runnu saman í eina heild, hegar hann var stofn- aður. Prestaskólinn, sem settur var á stofn 1817, eignaðist smám sam- an merkilegt bókasafn, og mundi það nú vera orðið mikið, ef því hefði ekki verið fargað, en drjúg- ur hluti þess verið látinn í Lands- bókasafnið, eftir að því safni óx fiskur um hrygg og húsakostur þess fór að batna. Nokkru af bókasafni Prestaskólans var þó haldið eftir, og varð það stofn- inn að safni Guðfræðideildar, sem aukist hefir smám saman eftir því sem tímar liðu. Það fjekk mikla gjöf, þar sem var bókasafn síra Friðriks Bergmanns. Á líkan hátt hafa bækur lagaskólans og lækna- skólans orðið kjarninn í deildar- söfnun lagadeildar og læknadeild- ar. Oll hafa þessi söfn orðið að gjalda algerlega ófullnægjandi húsakosts, svo að miklu minna gagn hefir orðið að þeiin en ella, og hafa þau þó orðið að ómetan- legu liði, eigi aðeins kennurum háskólans, sem er nauðsyn á að ráða yfir slíkum söfnum og hafa í hendi sinni kaup bóka, gamalla og nýrra, sem þeir þurfa við rann- sóknir sínar og kenslu. Bókasöfn þessi hafa óg lánað öðrum bækur, bæði nemendum og öðrum, svo að margir hafa notið þeirra, en því ber ekki að neita, að heimtur bókanna hafa ekki orð ið æfinléga sem bestar. Ekki var að ræða um lestrarsal, þar sem menn gætu haft bókanna not, — aðeins hefir verið haft einskonar laboratorium-snið á safni guð- fræðideildar, og hefir það komið nemendum að miklu liði. ★ Heimspekideild erfði ekki bóka- söfn frá eldri stofnunum eins og hinar deildirnar, heldur varð hún að bvrja með tvær hendur tóm- ar. En hún efldist að bókakaup- um og starfaði safn hennar með líku sniði og hinna lengi vel. En henni hafa orðið að miklu haldi bókagjafir, sem háskólanum hafa áskotnast. Fyrst skal nefna tvær, sem þó er minna um vert. Aunað eru bækur norska prestsins So- fusar Thormodsæters, er hann gaf háskólanum eftir sinn dag ásamt nieð öðrum eignum sínum. Vegna hinna óskaplegu þrengsla, sem háskólinn undanfarið hefir búið við, komu þessar bækur ekki að neinum notum og var nokkur hluti þeirra ekki tekinn upp úr kössúm fyr en þær voru nú flutt- ar í hin nýju húsakynni. Reynd- ust þessar bækur að vera 6142 bd. Má skipa ölhun þorra þeirra í tvo flokka, annars vegar guðfræði, og er það býsna mikið, liinsvegar norsk saga, persónusaga, stað- fræði og málfræði. Onnur bóka- gjöfin var frá próf. Arvid Jo- hanson í Manchester, hann var lærður málfræðingur, og fjalla bækur hans mest um samanburðar málfræði og erú mikils virði. Þá er að nefna enn miklar bókagjaf- 35 þúsund bindi komin í Árdegis í gær var Háskólabókasafnið opn- að í bókhlöðu Háskólans. Við það tækifæri flutti rektor Háskólans, prófessor Alexander Jóhann- esson, ræðu þá, sem hjer birtist. ir, sem háskólanum hafa bestar verið yefnar, en það eru bókasöfn dr. Ben. S. Þórarinssonar og próf. Finns Jónssonar. Bókasafn dr. Benedikts mun almenningi nokkuð kunnugt, af þeim greinum, sem um það hafa verið skrifaðar og er skemst frá að segja, að það verður varla of metið. Svo er til ætlast, að það verði flutt í sín nýju húsakynni síðar á þessum vetri. Þá er að minnast á safn Finns Jónssonar, sem hann hafði ánafn- að háskólanum eftir sinn dag og var flutt hingað til lands síðla árs 1933, síðan raðað og skráð og tekið til notkunar sumarið 1935. Því var komið fyrir í litlu her- bergi í Alþingishúsinu og var þá hver metri af veggfletinum not- aður frá gólfi til lofts. Fjóra morgna í viku fór þar kensla fram og sýnir þetta vel húsnæðis- vandræðin. Notkun bókasafnsins var með laboratorium-sniði. Gest- ir fengu lykil að safninu og af- greiddu sig sjálfir og varð af því mikill vinnusparnaður við bóka- vörslu. Að sjálfsögðu var ekki um aðra gesti að ræða en kennara, íslenskunemendur og nokkra fræði menn, sem þá var sýnt fult traust. Þetta fyrirkomulag hepnaðist á- gæta vel, menn brugðust ekki því trausti, sem þeim var sýnt og má heita, að bókahvörf hafi engin orðið. Hjer drotnaði góður aiidi, menn ljetu sjer ant um safnið, gengu vel um það og hjeldu vel allar reglur. Það var einkenni- legt um þetta safn, að lengst af voru reglur þess óskráðar og námu hinir yngri þar af hinurn eldri, svo og háttu alla. Allir, sem til þekkja, mundu óska þess, að hinn sami andi mætti ríkja hjer í þessum nýju sölum. Frá sjónarmiði vísinda og fræðslu kom safn Finns (eða Finn- mörk, eins og það var kallað), að miklu liði. Það er mjög auðugt í vissum greinum, fornum fræðum íslenskum og Norðurlandamálum. Yið og við reyndist það eiga rit eða greinar um þessi efni, sem ekki voru til á Landsbókasafn- inu, og var það þá stundum at- hvarf manna þess vegna. En þeir leituðu líka þangað oft af annan ástæðu. Landsbókasafnið lánar út fræðibækur um íslenska tungu, sögu og bókmentir og vinnur það að sjálfsögðu með því þarft verk Eu af þessu leiðir vitanlega, að aðra, sem stunda þessi fræði, vantar þessar sömu bækur þegar þeir vinna þar og geta þeir þá oft komist í standandi vandræði. Að þessu kveður því meira, sein lengra líður og fleiri menn leggja stund á þessi vísindi. En þá leit- uðu þeir oft á bókasafn Finns Jónssonar, sem ekki lánaði út nokkra bók og hafði þær altaf tiltækar. Kom þannig af sjálfu sjer heilbrigð verkaskifting milli þeirra, og vann Finns-safn ómet- anlegt gagn. Ekki eru til tölur um notkun bóka í safni Finns, en síst er of í lagt, að gestir hafi veriö þar 5 á dag til jafnaðar, — oft voru þeir miklu fleiri, stundum færri, og notaði allur þorri þeirra fjölda bóka, er því fljótt, að fyll- ast hvert þúsundið og ætla jeg bindatölu notaðra bóka yfir ár- ið skifta tugum þúsunda. Verður því ekki annað sagt en að þessi stofnun hafi komið að miklu liði og ætla jeg-, að hún liafi sparað Landsbókasafni töluverða vinnu. ★ Eins og þegar var sagt, er safu dr. Ben. S. Þórarinssonar enn ekki flutt hingað, en annars eru allar þær bækur, sem háskólinn átti og geymdar voru innan veggja lians eða á annan liátt í hans vörslu, komnar hingað í hin nýju sala- kynni. Mun láta nærri, að það sjeu alls í kring um 35.000 hindi. Auk þess hefir háskólinn keypt töluvert af tímaritum, einkum í læknisfræði, sem geymd hafa verið á Landsbókasafni. Flutning- ur bókanna fór fram 23. ág.— 18. sept. og var þeim raðað upp samstundis. Aðeins nokkur hluti safnsins er skráður á viðunandi hátt og sumt alveg óskráð. Pjet- ur .Sigurðsson háskólaritari liafði skráð heimspeki og töluvert mikið úr öðrum greinum. Dr. Karl Kro- ner hafði skráð læknisfræðina, en dr. Einar 01. Sveinsson hefir skráð bókasafn Finns Jónssonar og nokkuð af öðrum bókum heim- spekideildar og hafði hann bóka- vörslu á Finns-safni. Hefir há- skólaráð fengið hann til að veita þessu safni forstöðu. Eins og gefur að skilja var mikið að gera áður en unt væri að opna safnið, þó eltki sje litið nema á það nauðsynlegasta, og má raunar segja, að það sje varla til þess búið, en ekki þótti fært að geyma það lengur vegna nauð- synjar stúdenta. En vitanlega er þess langt að bíða, að safnið sje komið í það lag, sem bókavörður ætlast til, en alt kapp verður á það lagt samhliða daglegri af- greiðslu. Þess skal með þakklæti minst, að stúdentar hafa sýnt skilning sinn á þessu máli og hafa úr þeirra hópi boðist fram menn til sjálfboðaliðsvinnu. Fyrstur varð til þess Jens Benediktsson úr liópi guðfræðinga, þá frú Lea Eggerts- dóttir, sem sýnt hefir í þessu máli mikinn skörungsskap. Hún er úr hópi íslenskumanna. Þá er enn að nefna lögfræðingana Benedikt Bjarklind og Loga Einarsson. ★ Þessu næst skal vikið að fyrir- ætlunum um starfsemi þessa safns og reglur. Reynsla sú, er fjekst af safni Finns Jónssonar, hefir opnað bókhlöðuna sýnt og sannað, að háskólabóka- safnið vinnur þarfast verk í ís- lenskum fræðum, ef tekið er fyrir útlán bóka í þeirri grein og lögð áhersla á, að bækurnar sjeu jafnan tiltækar á lestrarsal. Á hinn bóginn þarf þó að greiða götu kennara til að hafa nytjar bókanna við rannsóknir sínar og er það þá gert með því að lána þeim bækur upp á herbergi beirra innan veggja liáskólans. Virðist með því móti best sjeð fyrir allra hag. Þá er talið, að þetta fyrir komulag geti líka hentað laga- deild og guðfræðideild, en á lækn- isfræðinni verður höfð sú skipun að hinar ýmsu stofnanir, sem tengdar eru háskólanum í þeirri grein, fái bækur lánaðar eftir þörfum. Ut frá þessu meginsjðn- armiði hafa verið samdar bráða birgðareglur fyrir safnið. Bókasafn þetta er bókasafn Há- skólans, og er því, fyrst og fremst ætlað að sinna þörfiun hans. En eins og ráða má af reglunum, er þó ekki látið þar við sitja, heldur á það líka að koma að liSi öðr- um, sem auka vilja þekking sína í þeim vísindum, sem við hann eru kend. Því er ekki ætlað að fara í kapphlaup við Landabókasafniðj miklu frekar er ætlast til, að með þeim geti orðið heilbrigð verka- skifting. Þess er vænst, að al- menningur leiti ekki á náðir há- skólabókasafnsins þegar hægt. er að fá fulla lausn sinna mála á Landsbókasafni, ekki síst meðan starfslið Háskólabókasafnsiris er ekki meira en nú. Þjer stúdentar og aðrir háskól- ans menn, sem munuð verða þorri og kjarni lestrarsalsgesta, yður fyrst og fremst treysti jeg til að búa vel að safninú, virða vel sett- ar reglur og sýna háttprýði í hví- vetna. Reglur safnsins eru nauð- synlegar svo að gott skipulag haldist og án skipúlags getur slik stofnun ekki int af hendi starf sitt. Bókasafnið er sameiginleg eign vor, og ekki aðeins vor, held ur og margra annara, það er ekki þitt nje mitt, og kemur ekki að notum nema litið sje á allra hag og allra rjett. Virðum þenna stað, látum verða hjer góðan híbýla- brag. Úti í anddyri liáskólans er mynd Jóns Sigurðssonar. Meðal hinna mörgu og miklu kosta þess stórmennis var ást á mentun, frá- bær bókelska og hirðusemi á bæk- ur og hverskyns skrifað orð. Hjá honum fór saman djúpur og íull- kominn skilningur á því, að þekk- ing er vald, og annars vegar hlýja og ást á lindum þekkingarinnar, bókunum. Yfir dyrum þessa sals er mynd Finns Jónssonar. Sá mað- ur hafði óbilandi trú á vísindum, óslökkvandi ást á þeim, lifði í þeim og hrærðist. Hjer inni í safn- inu er þriðja myndin af Benedikt Þórarinssyni. Hann hafði óslökkv- andi mentaþrá íslenskrar alþýð’i og sú þrá var honum vindur í segi- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.