Morgunblaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. nóv. 1940.
BÓKMENTIR
Ritsafn Jðns Trausta
-Tón Transti Ritsafn. II.
bincli. Bókaútgáfa Guðjóns
Ó. Guðjónssonar. Reykja-
vík 1940. 508 bls.
Ifyrra hóf Guðjón Ó. G'uðjóns-
son að gefa út rit Jóns
Trausta (Guðnmndar skálds
Magiiússonar). Var það mikið
nauðsynjaverk, því að rit hans
höfðu lengi verið ófáanleg. I I.
bindi birtust sögurnar Halla og
Heiðarbýlið I—II. En í II. bindi
ritsafnsins, sem nu er nýlega ú.t
komið, eru Heiðarbýlið HI—IV
:<þ. e. Pyl gsnið og Þorradægur) og
Samtíningur, sem er safn af smá-
sögum eftir hinn vinsæla höfund.
Frágangur á ritsafninu er prýði-
legur, brotið stórt og gerðarlegt,
pappír og prentun í besta lagi.
Framan á kápu er teikning eftir
[Atla Má Árnason af manni og
konu á ferð ríð&ndi á skuggaleg-
nm heiðarvegi.
Útgáfa þessi mun vafalaust
verða til þess að, skapa Jóni
Trausta nýjar vinsældir með þjóð
inni, enda á hann það fyllilega
skilið. Undantekningarlítið eru
sögur hans hráðskejntilegar og
rammíslenskar eru þær allar.
Guðni Jónsson.
Um íslenskar þjóðsögur
Einar Ól. Sveinsson: Um
íslenskar þjóðsögur. — Á
kostnað sjóðs Margrjetar
Lehmann-Filhés. Hið ís-
lenska bókmentafjelag. —
Reykjavík 1940. VI+312
bls.( —
Qóð tíðindi þóttu mjer það,
er jeg beyrði, að stjórn Hins
íslenska bókmentaf jelags hefði
hafist handa um útgáfu rits um
íslenskar þjóðsögur og fengið til
þess dr. Einar Ól. Sveinsson að
semja það. Dr. Einar er manna
lærðastur í þjóðsagnafræðum hjer-
lendis. Alt frá háskólaárum sín-
um hefir hann öðru hvoru feng-
ist við rannsóknir á æfintýrum og
þjóðsögum og ritað allmikið um
þau efni. Árið 1929 gaf hann út
merkisrit á þýsku um íslensk æfin-
týri (Verzeiehnis islándischer
Márchen varianten, þ. e. Skrá um
íslensk æfintýratilbrigði), er prent
að var í Helsinki í Finnlandi í
Hollywood heillar.. •
Ilorace Mc Coy: Hollywood
heillar. Saga um kvikmynda
lífið í Hollywood. Karl ís-
feld íslenskáði. Heimdallur-
bókaútgáfa. Rvík 1940.
T argvíslegar hugmyndir munu
menn gera sjer um kvik-
myndaborgina frægu, Hollywood.
•— það er að segja þeir, sem nokk-
nð hugsa um hana. Mun það flest-
um fyrst í hug koma, að þar sje
eitthvað líkt umhorfs og Diek
Wliittington hugði á sinni tíð, að
vera myndi í London. En veru-
leikinn reyndist Whittington kald-
ur, o g svo reyndist Hollywood
einnig hinum unga leikára, sem er
aðalpersóna ofannefndrar skákl-
sögu. Hann er að freísta þess að
brjóta sjer braut, til frægðar, en
ferðalag hans gengur grátlega
seint, eins og skáldið sagði. Hann
kynnist þar ýmis konar fólki, ver-
gjörnum ríkiskonum og kaldrifj-
uðum kvikmyndastjórum, en hefir
ekki af því nema ömun og angur.
Skilst höfundurinn svo við hann í
lok sögunnar, að alt er óvíst um
framtíð hans.
Höfundur sögunnar er sagður
íillfrægur rithöfundúr, og hefir
hann meðal annars samið marga
kvikmyndatexta. Hollýwood heill-
ar gefur allljósa hugmynd um
lífsbaráttuna í þessum heimskunna
kvikmyndabæ, þar sem kapphlaup
er látlaust þreytt um fje og frama.
Virðist lýsing bókarinnar á henni
með sannindablæ, enda mun höf-
undur vita gerla, hvað hanji seg-
ir um það efni. Sagan er notaleg
dægrastytting og þýðingin smekk-
leg. Guðni Jónsson.
tekið að rita upp þjóðsagnir. Höf-
undur rekur ýtarlega þjóðsagna-
efnið í kvæði síra Þorsteins
Björnssonar: Noctes Setbergenses,
í riti Ólafs gamla og ritum Jóns
lærða o. fl. Áf 18. aldar mönnum
ræðir ýtarlegast um Jón frá
Grunnavík og Eirík Laxdal,. Eirík-
ur Laxdal ritaði tvær bækur auð-
ugar af þjóðsögum, Ólandssögu
og Ólafs sögu Þórhallasonar. Rek-
ur höfundur ýtarlega þjóðsagna-
efni þeirra, og var það mikið
þarfaverk, því að það hefir áður
verið lítt kunnugt. Um þjóðsagna-
söfnun Jóns Árnasonar og sam-
verkamanna hans er langt mál ,og
getið nokkurra yngri safnenda.
Lýkur þessum stórfróðlega þætti
með skrá um íslensk þjóðsagna-
söfn, er prentuð hafa verið, og er
það álitlegur listi.
Þriðji þáttur (bls. 128—212)
fjallar um þ.jóðtn'i og þjóðsagnir,
hjátrúin kemur til íslands, ýmsar
Tvær
barnabækur
hinu víðkunna safnriti um þessi (vættir hjer og erlendis, landvætt-
fræði, FF Communications. Árið ^ ir, tröll, huldufólk, drauga, ó-
1931 kom út grein eftir hann um
íslensk æfintýri í ritsafninu Nor-
disk kultur, 9. bindi. Þá hefir
hann og samið rækilega efnisskrá
við Þjóðsögur Jóns Árnasonar, er
fylgdi 2. útgáfu þeirra hjá Sögu-
fjelaginu. Er hjer aðeins getið hins
helsta, sem eftir hann liggur
prentað í þessum fræðjim, og er
það nóg til þess að sýna, að hjer
er enginn viðvaningur á ferð. Hin
nýja bók hans: Um íslenskar
þjóðsögur, ber þess líka ljósan
vott, að höfundur hennar er lærð-
ur og reyndur vísindamaður í
þjóðsagnafræðujn. Ritið, serrf í
stuttu máli má auðkenna sem
bókmentasögu íslenskra þjóð-
sagna, 'er þrjjngið af lærdómi og
fróðleik víða vegu, glöggri yfir-
sýn um viðfangsefnið og nýjum
og sjálfstæðum athugunum.
Höfu-ndur skiftir ritinu í 5
þætti. f hinum fyrsta (bls. 1—62)
ræðir hanu nm þjóðsögur alment,,
skýrgreinir hugtakið þjóðsaga og
greinir frá flokkun þeirra. Þá lýs-
ir hann einkennum munnmæla-
freskisgáfur og galdra, þar á með-
al söguna af Galdra-Lofti, um
sannindi þjóðsagna og loks úti-
I egumannasögur.
Fjórði þáttur (bls. 213—258)
fjallar um íslensk æfintýri, og er
saga þeirra ýtarlega rakin. Þau
eru flest aðflutt, og ræðir höf-
undur um það, hvaðan þau sjen
komin og hvaða breytingum þau
hafi tekið hjer á landi, m. ö. o.
hvernig þau hafi íslenskast. Telur
hann stjúpuminni og álög valda
mestum breytingum í íslenskum
æfintýrum og lýsingar landa og
lýða oft sjerstaklega íslenskar.
Fimti þáttur (bls. 259—311)
nefnist mannheimar og huliðs-
heimar. Er þar rakið eftir föng-
um, hvernig þjóðsögur verða til.
Höfundur bendir á, að dularfull
fyrirbrigði sjeu kjarni margra
þjóðsagna, en fyrirbrigðin verði
oft fyrir margvíslegum áhrifum
og sögnin um þau fái annað inni-
hald. Sumar sögurnar sjeu skáld-
aðar, en aðrar orðnar til til skýr-
ingar á éínkennilegum, en náttúr-
sagna, segir frá æfintýrum meðal legum atburðum. Þá rekur höf
fornþjóða
og rekur kenningar j undur það, hvernig þjóðsögurnar
fræðimanna um uppruna þeirra,
ber saman trúarsögur og skrök-
sögur og bendir á leifar fornrar
trúar í þjóðsögum og æfintýrum.
Þá fer hann nokkuru nánar inn á
uppruna þeima í sambandi við á-
kveðna viðburði, bendir á ósjálf-
ráðar breytingar, sem á þeim
verða fyrir tilverknað sögumanna
og áheyranda. Kafli þessi er al-
menns eðlis og tekur jafnt tillit
til 'erlendra sem innlendra sagna.
í öðrum þætti (bls. 63—127)
ræðir höfundur um heimildir ís-
lenskra þjóðsagna frá fornöld
sjeú spegilmynd þjóðlífsins, hveru-
ig fram í þeim kemur ýmist á-
deila eða vörn einstakra stjetta,
afstaða til auðs og fátæktar, hvern
ig þær birta óskir alþýðunnar og
vonir annars vegar, en á hinn bóg-
inn ótta við hið óskiljanlega og
geigvænlega og ýmis konar var-
úðir, sem af því leiða. Þá ræðir
höfundur um táknmál þjóðsagn-
anna og svo aðferðir þeirra til
þess að ná sterkum áhrifum,
hvernig þær nota sterka liti og
andstæður til þess að gera lýsing-
arnar sem minnilegastar. Að lok-
bókar, og valdi jeg því þann kost-
inn að skýra í fáum orðum frá
aðalþáttum hennar, til þess að
gefa mönnum nokkura hugmynd
um viðfangsefnin, sem þar er uin
fjallað. Tel jeg engan efa á því,
að bókinni verðí hið besta tekið,
því að hún bætir úr brýnni þörf
í bókaheimi vorum. Að vísu er hún
nokkuð þung að lesa hana, enda
er húú efnismögnuð og brautryðj-
andí verk í þessari grein á ís-
.lenska tungu. í kaflanum um
heimildir þjóðsagna sakna jeg
þess, að ekki skuli getið örnefn-
anna sem heimildar. Að vísu vant-
ar mikið á, að aðgangur sje greið-
ur að þeirri heimild, en þó er svo
mikið kunnugt af örnefnum,«sem
benda til þjóðtrúarsagna bæði að
fornu og nýju, að mikið er á þeirn
að græða í þessu efni. Jeg nefni
aðeins nöfn, sem hafa Tröll- eð;i
Trölla- í fyrri lið. Þrjú slík nöfn
koma þegar fyrir í Landnámu, sitt
í hverri sýslu, en annars eru þau
til víðs vegar um land og æði
mörg. í Gullbringusýslu man jeg
eftir þremur örnefnum með
Drauga- í fyrri lið. GýgjarhólJ
heitir bær í Árnessýslu, og Álfa-
skeið heitir þar alþekt örnefni.
Væri það rannsóknarefni að rekja
þjóðtrú í íslenskum örnefnum, en
það er erfitt verk og ógerlegt, svo
að til hlítar sje, meðan örnefna-
söfnun er svo skamt á veg kom-
in hjer á landi, sem raun er á og
raun er til að vita.
I lok formálans fyrir bókinni
kemst dr. Einar svo að orði:
,,Bók þessari er lokið á einhverj-
um mestu hættutímum, sem yfir
þjóð vora hafa komið. Hún þarf
að halda á öllu því, sem styrkt
geti þjóðemismeðvitund hennar
og ást á menningu sinni og ment-
um. Þjóðskáldskapur sá, sem bólc
þessi fjallar um, er ekki það eina
nauðsynlega. En hann fyllir flokk
þess, sem horfir henni til hins
betra“.
Þessi hófsamlegu ummæli vil
jeg leyfa mjer að flytja áleiðis til
þeirra, sem þessar línur lesa. Hafi
svo höfundurinn þökk og verð-
ugan sóma fyrir vel unnið verk.
Guðni Jónsson.
fram á vora daga. Er fyrst um ^ um ræðir um nokkur sjerstaklega
þjóðsögur á íslandi í heiðni og á ísleusk einkenni þjóðsagnanna.
þjóðveldistímanum eftir kristni-
í þessari stuttu bókarfregn verð
tökuna og síðan á hverri öld af ur hvergi að því komist að ræða
annari. Á 17. öld er fyrst að marki einstök atriði þessarar efnismiklu
Lelðrjetfltng
T ritfregn um bókina „Sumar á
fjöllum", er birtist í Morgun-
blaðinu 14. þ. m., hafði síðasta
málsgrein fallið niður, en hiln var
svohljóðandi:
„Því miður er prófarkalestri og
stafsetningu^ á bókinni all mjög
áfátt. Er full þörf á Jjví, að hin
þektu bákaútgáfufjelög hafi vana
og vel mentaða prófarkalesara i'
þjónustu sinni. Stafsetningarvillur
og prentvillur lýta mjög bækur og
eiga varla að sjást í ritum, sem
þekt útgáfufjelög standa að“.
Símon Jóh. Ágústsson.
I.
Jonathan Swift: Ferðir
Gullivers II. (Gulliver í
Risalandi). Heimdallur —-
bókaútgáfa. Rvík. 1940.
Ioktóbermánuði árið 1726 kom
út í Englandi bók eftir ó-
nafngreindan höfund, er bar, a'5
þeirrar tíðar hætti, langan titil, er
svo hljóðaði: Ferðir til ýmissa
f jarlægra þjóðflokka heimsins, eft-
ir Lemnel Gnlliver, fyrst lækni,
en síðan skipstjóra 4 ýmsum skip-
nm. Það varð brátt almenningi
kunnugt, að höfundur bókarinnar
var rithöfundurinn og skáldið
Jonathan Swift. Er þetta hans
Íangfrægasta bók og kunn um
víða veröld undir nafninu: Ferðir
Gullivers. Skiftist bókin í þrjá
hluta, og eru fyrri hlutárnir tveir
víðkunnastír, þ. e. Gulliver í Puta-
landi og Gulliver í Risaiandi, er
hafa verið margþýddir og lesnir
af börnum og unglingum með
jafnmikilli ánægju, hvar sem er í
heiminum
Bókaútgáfan Heimdallur — hún
á ekkert skylt við stjórnmálafje-
lagið Ileimdall —- gaf í fyrra út
nýja íslenska útgáfu af Gulliver
í Putalandi, og nú er Gulliver í
Risalandi nýlega út kominn í sams
konar gerð. Bækurnar eru vel
prentaðar með sieýru og fallegu
letri á góðan pappír. Margar á-
gætar teikningar fyigja textanum,
og eru þær gerðar af Tryggva
Magnússyni málara. Eru þær bók-
arbót og bókarprýði. Það væri a5
bera í bakkafullan lækinn að
skrifa lof um Ferðir Gullivers.
Betri eða skemtilegri unglinga-
bækur getur varla en þær. Heims-
frægð þeirra í meira en tvær ald-
ir er nóg meðmæli með þeim.
II.
Sagan af Litla svarta
Sambó. Teiknuð og sam-
in af Helen Bannerman.
Heimdallur - bókaútgáfa.
Reykjavík 1940.
Pessi bók er ætluð börnum,
sem eru að læra að lesa eð*
um það bil orðin læs. Hún er
prentuð með stóru letri og lit-
myndir á annari hvorri blaðsíðu,
þar sem efnið er gert lifandi og
sýnilegt hinum ungu lesöndum.
Efnið er ósköp barnalegt og per-
sónurnar eru negrar. Er svo sagt,-
að þetta sje ein með allra vin-
sælustu mynda- og lestrarbókum
handa ungum börnum í Englandi .
og Ameríku. Má þá sennilega bú-
ast við, að hixn verið einnig vin-
sæl hjer, enda þótt hugmynda-
heirnur íslenskra barna sje nokk-
ur annar. Frágangur bókarinnar
er prýðilegur. Guðni Jónsson.
Hin heimsfræga stelpusaga eftir Louisa
M. Alcott: „YNGISMEYJAR", kemur
út næstu daga hjá Heimdalli.
BESTU og ÓDÝRUSTU
bamahæhurnar eru frá Heindalli.
IVAR HLITJARN
með 204 myndam,
er skemtilegasta bók ársflns