Morgunblaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1940, Blaðsíða 2
i. MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. nóv. 1940. Serrano Suner á leiO til Berlín: Þýskt herlið sagt ætia að Yfirhershöíðingjar Ifala og' Þfóðverja á ráðstefnu Amerískum frjettastófum bannað að flytja fregnir "■ frá Spáni ..—--- RÁÐSTEFNA æðstu hershöfðingja Þjóðverja og ftala, von Keitels og Badoglios marskálks, sem hófst í Innsbruck (Austurríki) í gær, er talin boða, að stjórnmálaviðræðunum, sem farið hafa fram undanfarið, sje nú lokið, og að undirbúningur sje nú hafinn undir hernaðarlega sókn á einhverjum víg- stöðvanna í Evrópu, í Grikklandi, Egyptalandi, Gibraltar, Englandi, eða ef til vill á öllum samtímis. SPÁNN Tveir atburðir, sem gerðust í gær, hafa alt í einu sett Spán fram á sjónarsviðið að nýju. Það var tilkynt í Berlín í gærkvöldi, að Serrano Suner, utanríkismálaráð- herra Spánverja, væri væntanlegur þangað í heimsókn innan skams, í boði von Ribbentrops. Fyr í gær tilkynti spanska stjórnin frjettariturum amerískra frjettastofa í Madrid. að frá og með n. k. mánudegi, yrði þeim ekki leyft að senda frjettir frá Spáni. Sú skýring var gefin á þessu að amerísk yfirvöld hefðu neitað fulltrúa spanskrar frjetta- stofu, aðalfrjettastofu Spánverja, að setjast að í Bandaríkjunum og senda þaðan frjettaskeyti til Spánar. Bannið var í fyrstu álitið ná aðeins til tveggja amerískra frjettastofa, „United Press“ og „Associated Press“, en fregnir *em bárust frá Madrid seint í gærkvöldi, bentu til þess, að allar amerískar frjettastofur og amerísk blöð yrðu sett undir þetta bann. GIBRALTAR í fregn frá Washington í gærkvöldi segir, að þar sje ekki kunnugt að nokkrum fulltrúa spönsku frjettastofunnar hafi verið bannað að setjast að í Bandaríkjunum, nje heldur að senda það- an frjettaskeyti. Hefir Bandaríkjastjórn falið sendiherra sínum, í Madrid að rannsaka þetta mál til hlítar. í Washington er talið, að erindi Serrano Suners til Berlín, sje að gera samning við þýsku stjórnina um leyfi fyrir þýska hermenn til að fara yfir Spán til þess að ráðast á Gibraltar. Suner kom í gær til San Sebastian við frönsku landamærin á leið til Berlínar. Fregnir hafa borist um að þýskt herlið sje þegar komið til Spánar, dulklætt sem ferðamenn. Spánn kann að vera einn þátturinn í viðrœðum von Keitels og Badoglios og herforingjaráða þeirra, sem einnig eru viðstödd í Imsbruck. En höfuðum- rœðuefnið er álitið vera Grikkland, og er talið að sókn Itala þar sje nú í aðsigi. Fregnir frá Júgóslafíu herma (skv. Associated Press) að sóknin sje þegar hafin á Florinavígstöðvunum. TILKYNNINGAR. í hernaðartilkynningu Grikkja í gærkvöldi er þó skýrt frá því, að Grikkir sjeu enn í sókn, en að hernaðarað- gerðirnar sjeu í stærri stíl en verið hefir undanfarið. 1 gær var aðallega barist um 6 þús. feta hátt fjall, Ivan-fjallið, sem gnæfir yfir aðalbækistöð Itala, Koritza. Segjast Grikkir hafa tekið hjer 400 ítalska fanga og mikið af hergögnum. Gfikkir segjast hafa skotið nið- ur 21 ítalska flugvjel í loftbar dögum í gær. í herstjórnartilkynningu ítala í gærmorgun segir, að eðlilegar framvarðaskærur og könnunarferð ir hafi átt sjer stað á Epirus-víg- stöðvunum, ítalir segjast hafa skotið niður 13 breskar og grískar flugvjelar, en mist sjálfir 1. Tyrkneski sendi- herrann gefur skýrslu Sendiherra Tyrkja í Berlín fór þaðan í gær áleiðis til Ankara til þess að ræða við tyrknesku stjórnina. Er talið að för hans standi í sambandi við heimsókn Molotoffs í Berlín, Bretar senda Rússum orð- sendingu, Rússar svara ekki að var upplýst í London í gær, að sendiherra Breta í Moskva, Sir Stafford Cripps, hefði þ. 21. okt. síðastliðinn af- hent Vishinsky, aðstoðar utan- ríkismálaráðherra Rússa orð- sendingu frá bresku stjórninni, þar sem hún gerir Rússum þau boð til samkomulags: 1) að viðurkenna de facto innlimun Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Lithau- en í Sovjet-Rússland. 2) að leyfa Rússum þátttöku fríðarráðstefnunni sem haldin verður eftir stríðið og 3) að taka ekki þátt í neinum samtökum gegn Rússum. Bresku stjórninni hefir ekk- ert svar borist við þessari orð- sendingu. Hinsvegar frjettist ekkert hvað Molotoff og Hitler fór á milli, meðan Molotoff var í Ber- lín. Tassfrjettastofan rússneska bar í gær til baka, fregnir sem birtar hefðu verið um 1) að Rússar hefðu fallist á (til sam- komulags við Japana) að hætta að veita Kínverjum stuðning, og 2) að Japanar hefðu (til sam- komulags við Rússa) fallist á að Rússar fengju Indland í sinn hlut. En annað en þessar neikvæðu yfirlýsingar, heyrist ekkert um sambúð Rússa og öxulríkjanna. Þýsk blöð birtu í gær langar greinar um þessa sambúð og tala um eins og t. d. „Völkischer Beobachter“, að sú staðreynd, að vinátta Rússa og Þjóðverja hefði náð að festa rætur á styrjaldartímum, sýndi að þess- ar þjóðir væru staðráðnar í að ganga braut sína, án tillits til auðvaldsríkjanna. Þjóðverjar vitna í blað rúss- neska flotans, sem segir, að Berlínarfundurinn sje söguleg- ur viðburður. Molotoff kom í fyrrinótt til þýsk-rússnesku landamæranna á heimleið og sendi Hitler það- an svohljóðandi skeyti: „Þar sem jeg er nú að hverfa burtu af þýskri grund, færi jeg yður þakkir mínar fyrir hinar vinsamlegu móttökur, sem jeg hefi hlotið í Þýskalandi“. FRAMH. Á 8JÖUNDU SÍÐU. ráðast á Gibraltar Sprengjuregn frá dagsetri til dög- unar úr 500 þýsk- um flugvjelum - - ♦ FREGNIR frá London seint í gærkvöldi hermdu., að tjónið af völdum loftárásar, sem þýskar flugvjelar gerðu á Coventry í Mið-Englandi í fyrrinótt, hafi verið svo ægilegt, að varla sje hægt að ganga um nokkra götu borgarinnar án þess að verða á einhvern hátt var við eyðileggingarnar. íbúar í Coventry eru tæplega 200 þúsund. Fólkið í borginni segir, að varla hafi orðið hlje í tvær mínútur samfleytt á loftárásunum frá því um dagsetur þar til í dögun. Hefir verið giskað á, að 500 flugvjelar hafi tekið þátt í árásunum, og kemur það heim við það, sem haldið er fram í Þýskalandi. Þjóðverjar segja, að 500 flugvjelar hafi hver varpað nið- ur 1000 kg. af sprengjum og auk þess hafi þær varpað niður 30 þús. smálestum af eldsprengjum. Sjónarvottar á Coventry segja, að flugvjelarnar hafi komið smáhópum, 25 saman og slept sprengjufarmi sínum og skundað síðan í burtu. 1 fyrstu vörpuðu þær aðallega eldsprengjum yfir borgina, sem kveiktu þegar í stað ótal elda. ll fregn frá London í gær var skýrt frá því, að eldarnir hefðu verið svo miklir, að tunglið hvarf í bjarma þeirra. Þjettur reykjarmökkur lá yfir borginni. Flugvjelarnar flugu mjög hátt og segja Bretar, að þær hafi því ekki getað tekið mið á iðnaðarstöðvarnar í borginni. Tjónið hefir ekki síst orðið í miðhluta borgarinnar fjarri iðn- aðarstöðvunum. M. a. var hæfð gömul kirkja í borginni, frá 14. öld. Onnur borg í nótt? Bretar segjast hafa skotið nið- ur 20 þýska flugvjelar í gær og í fyrrinótt, þar af 18 í gær og 2 yfir Coventry í fyrrinótt. Þýskar flugvjelar reyndu hvað eftir annað að nálgast London í gær, og nokkrum sprengjum var varpað yfir borgina. í gærkvöldi hófst næturárásin á svipuðum tíma og venjulega og stóð fram eftir nóttu. Sást til margra þýskra flugvjela og flugu sumar þeirra þvert yfir borgina ,eins og þær væru á leið- inni til einhverrar annarar horg- ar lengra inni í landi. ÁRÁSIN á taranto Myndir, sem teknar voru at’ höfninni Taranto í fyrri-. nótt, leiða í ljós, að ítalir virðast telja eitt orustuskipanna (af Cavour-gerð, 23.500 smál.) gjör- tapað, en verið er að reyna að gera við hin tvö, sem urðu fyrir sprengjum breska flughersins. Einn breskur flugmaður skýrir svo frá, að hann hafi sjeð fjóra skipaskrokka á kafi í höfninni, og er talið að það sjeu beitiskip- Manntjón í borginni er álitið hafa orðið um 1000. En engar endanlegar skýrslur hafa þó verið birtar um það. Ýmsar sögur eru birtar i London frá hörmungum fólksins i Coventry. M. a. er skýrt frá því, að 5 lögreglu- þjónar og 2 hermenn hafi verið á leið niður eina götu borgarinnar, þegar flugvjelar birtust yfir þeim. Þeir vörp- uðu sjer í götuna, og lögðust her- mennirnir yfir lögregluþjónana til að hlífa þeim. En ein sprengjan kom beint niður á þá og fórust þeir allir. Þjóðverjar segja að árásin hafi ver- ið gerð í hefndarskyni við árásina á Miinchen á dögunum, þegar Hitler flutti þar ræðu sína. í Coventry eru miklar flugvjelaverk- smðijur, þ. á m. Vickers- Armstrong- verksmiðja, Standard Work, Daimler o. fl. ÁRÁS Á BERLÍN. Bretar gerðu í fyrrinótt loftárás á Berlín og segjast Kafa hæft nokkrar járnbrautarstöðvar, Stett- inerstöðina, Schesischerstöðina, Anhalter- og LehrterstöSvarnar, Pulitzerstöðina og ennfremur Tempelhofer járnbrautarstöðina og orkuverk í Charlottenburg og Wilmersdorff. Loftárásin á Berlín var aðeins ein af mörgum, þvj að árásir voru gerðar á 26 staði frá Stavanger í Noregi til Lorient í Frakklandi. í öllum þessum árásum segjast Bret ar hafa mist 10 flugvjelar. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU FRAMH. Á SJÖTTU SÉÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.