Morgunblaðið - 28.11.1940, Page 3

Morgunblaðið - 28.11.1940, Page 3
Fimtudagur 28. nóv. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 GLÆSILEGUR ÁRANGUR BERKLAVARNANNA Dánartalan lækkandi. Ðerklasjúklingum fækkar Berklavarnarslöðin i Reykfavík fær nýll húsnæði BERKLAVARNARSTÖÐIN I REYKJAVÍK hef- ir flutt í Kirkjustræti 12 (áður Rannsókna- stofa Háskólans) og hefir nú miklu betra húsnæði en hún hafði áður. Sigurður Sigurðssou berklayfirlæknir kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær, sýndi þeim.hið nýja húsnæði og gaf jafnframt ýmsar upp- lýsingar um starfsemi stöðvarinnar og berklavarnarinnar alment. Þar var og viðstödd frú Sigríður Eiríks, formaður „Líknar1'. Verður hjer í stórum dráttum skýrt frá því helsta, sem læknirinn sagði um þessi mál. 16 prestar í kförí í Reykfavík Umsóknarfrestur um hin nýju prestaköll 1 Reykjavík var útrunninn í gær, og höfðu þá alls sótt 16 prestar og kandidatar um embættin. Flestir éru umáækjendurnir uth Nesprestakall, eða 9, en þar á að- eins að kjósa einn prest. Þessir sækja um prestakallið.: Síra Áre- líus Níelsson, Ástráður Sigur- steindórsson cand. theol., síra Gunnar Árnason, síra Halldór Kolbeins, síra Jón Skagan, síra Jón Thorarensen, síra Magnvis Guðmundsson, Pjetur Ingjaldsson cand. theol. og síra Ragnar Bene- diktsson. Um Hallgrímsprestakall hafa 6 sótt, en þar á að kjósa 2 presta. Þeir sém sótt hafa eru: Síra Jakob Jónsson, síra Jón Auðuns, síra Sigurbjörn Einarsson, síra Sigm-- jón Árnason, Stefán Snævarr cand. theol. og síra Þorsteinn L. Jónsson. Um Laugarnesprestakall hefir aðeins einn Sótt, síra Garðar Svav- arsson. Ekki er enn ákveðið hvenær kosið verður, en sennilega verður það 8. des. Lfóslamparnlr Belnr má ef duga skal KRÓNUR söfnuðust hjá ^ * Morgunblaðinu í gær til Ijóslampa handa Ungbarnavernd Líknar. Gefendurnir voru: Baldur & Bragi 5 kr. Ónefndur 20 kr. Edda ísafold og Auður Ruth 10 kr. Ragnheiður Árnadttó- ir 5 kr. K. J. R. 10 kr. H. Á. 4 kr. Morgunblaðið þakkar þessa byrj un, en skorar um leið eindregið á bæjarbúa, að leggja eitthvað af mörkum nú þegar, svo hægt verði að kaupa lampana. Bæjarbúar verða að minnast þess, að hjer er einhver besta og öruggasta heilsuverndin, sem völ er á. Útrýmum beinkröminni! Söfn- um fje til lampakaupanna! Hjer í Reykjavík hefir starfað berklavaimarstöð síðan 1921 og alt af á vegum og undir forystú h j úk runarf j el agshis Líknar. Frá 1.936—’38 hafa starfað heilsuvernd arstöðvar í öllum stærstu kaup- sföðum landsins og hafa þær ein- göngu annast berklavarnir. Þá var og aukið mjög fjárframlag tii stöðvanna frá því opinbera. Það er ríki, þær og viðkomandi sjúkra- samlag, sem bera uppi stöðvarn- ar á öllum þessum stöðum. Berklarannsóknirnar. Heilsuverndarstöðvarnar, sem nú starfa og aðallega annast berklavarnir, eru á þessum stöð- um-, Reykjavík (og Hafnarfjörð- ur), Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Akureyri, Siglufirði og ísafirði. Á s.l. ári voru röntgenrann- sakaðir um 8 þús. manns á þess- um stöðvum. Röntgenrannsóknirn- ar voru þó miklu fleiri, eða yfir 1214 þús., því að margir komu oft til rannsókna. Auk þess vöru á, árinu framkvæmdar berklarann- sóknir í 20 læknishjeruðum, þar sem engar heilsuverndarstöðvar eru; þar voru röntgenrannsakaðir um 3000 manns. Voru þannig á s.l. ári alls röntgenrannsakaðir tæp 11 þús.. .manns í 27 læknis- hjeruðum. Einnig voru fram- kvæmd víðtæk berklapróf, eink- um á börnum og unglingum, í flestum læknishjeruðum landsins, og er tala þeirra milli 10 og 20 þúsund. í lok s.l. árs var ráðinn læknir við berklavarnir ríkisins, en starf- ar þó aðeins að hálfu leyti við þær, og að hálfu við manneldis- rannsóknir. Árangur. En hver er svo árangurinn 1 spurðu blaðamennirnir. Þeirri spurningu svaraði Sigurð- ur berklayfirlæknir með því að benda á, að síðustu heilbrigðis- skýrslnr (1938) sýndu, að berkla- dauðinn var þá lægri en nokkru sinni áðnr, síðan skýrslur hófust (1911). Er hann það ár (1938) .kominn í 6. röð banameina, eftir að hafa árum saman verið í efstu röð; var næstu árin á undan í annari og þríðju röð. Árið 1930 dóu 232 úr berklaveiki, en 1938 106; lækkunin 59%, miðað við mannfjölda. Annars fer berkla- dauðinn frá ári til árs nokkuð eftir farsóttum. Berklasjúklingum fer einnig fækkandi. Þrátt fyrir það, að sjúkrarúmum fækkaði nokkur á heilsuhælum á þessu ári (Kópa- vogshæli lagt niður), er auðveld- ara nú en nokkru sinni áður að sjá sjúklingum fyrir rúmum á hæli. Berklaprófin hafa og sýnt, að smitunin fer nú ört minkandi. Má af því ráða, að smitandi berkla- sjúklingar eru nú mun færri utan sjúkrahúsa og hæla en áður. Það sem vantar. En til þess að enn betri árang- ur náist, bætti Sigurður ,við, þarf margt að gera ennþá. Það, sem sem berklavarnirnar skortir nú til- finnanlegast, er: 1. Að völ sje á berklaspítala eða spítaladeild, sem sjerstaklega er miðuð við þarfir sjúklinga með útvortis berklaveiki, svo og þeirra sjúklinga með huignaberkla, er eigi hentar hælismeðferð. 2. Hæli fyrir berklaveik börn, svo og kirtlaveik og veiklúð börn, sem ætla má, að sjeu sjerstaklega næm. fyrir berklaveiki. ■ 3. Að settar verði á stofn vinnu- deildir við heilsuhælin, eins og getið var um fyrir 2 árum og rjettilega hefir verið bent á af öðrum aðilum nú fyrir skemátu. 4. Að unnið verði enn að auk- iirni stöðugri berklavarnarstarf- semi í sem flestum hjeruðum lands ins í náinni samvinnu við lækna á hverjum stað og þá einkum haldið uppi stöðugri og skipu- lagsbundinni leit að smitberum. PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. | SiQurvegarinn | Alexander Papagos, yfirmaður herforingjaráðs gríska hersins, sem skipaður var yfir- hershöfðingi gríska hersins í styrj- öldinni við Itali. Fyrsta fyrirskip- un hans til hermanna sinna var: „Við munum berjast til síðasta andardráttar“. Aðaifundi S. í. F. slitið Aðalfundi S. f. P. var lokið í gær. Allmörg mál voru rædd á fund- inum í gær. Tiliaga kom frá Jóni Árnasyni um, að S. í. F. seldi niðursuðu- verksmiðjuna, en hún var feld. Hinsvegar var kosin þriggja manna nefnd til þess að gera til- lögur um framtíðarrekstur verk- smiðjunnar. Kosnir voru í nefnd- ina: Erlendur Þorsteínsson, Run- ólfur Sigurðsson og Sveinn Bene- diktsson. Mestur tíminn fór í að ræða um reglur fyrir verðjöfnunina, en að lokum var málinu vísað til stjórn- arinnar. Samþykt var áskorun til ríkis- stjórnarinnar, að hlutast til um að Fiskimálanefnd veiti leiðbein- ingar um byggíngu fiskþurk- húsa, láti mönnum í tje teikning- ar á þeim 0. fl. Oll stjórnin var endurkosin; sömuleíðis endurskoðendur. f gærkvöldi sátu fundarmenn hóf að Hótel Borg, að boði stjórn- ar S. í. F. Lausafregnír um óeirðir í Búlgaríu London í gær —: Útvarpið í Sofia bar til baka í kvöld lausa- fregnir, er borist höfðu út í gær, um að til óeirða hefði komið í Búl- garíu, og að búlgarska stjórnin ætlaði að segja af sjer. Lausafregnir þessar áttu upp- tök sín (segir í fregninni frá London) í Berlín. Starfsreplur Knattspyrnu- þingslns , Tilhögun knattspyrnu-j móta næsta ár ! ______ j Seinni fundur þingsins fó'r! fram s. 1. sunnudag í Odd-' fellowhúsinu. Gengið var frá starfsreglum knattspyrnúráðs-, ins og knattspyrnuþingsíns. t Með þessum reglum er kom- in ný skipun á knattspyrijpj^ál- unum í Reyltjavík. , K^natt- spyrnuráðið er framkv^p^a.’v; stj órn knattspyrnufjelaganna í< Reykjavík af hálfu starfandi knattspyrnufjelaga og í. í.,; KnattspymuráðiS er æðsta valdið á- samt f. S. í. 5 fuiitrúar sitja þingið frá hverju fjelagi. Auk þeirra sitja þingið stjómir í. S. í., K. R. R. og 2 fulltrúar frá Dómarafjelagimi. Uofa þessir aðilar málfrplsi og tillögurjett eu ekki atkvæðisrjett. v . > ' ú 11 \ FI Mikið var rætt Um tilhögun knáttr* spvmumótanna á hæstá sumri. ’VitJa nokkrir háfa Sem mest af tvöfaldrS umferð, iaðrif vildu eingönga hafa einfalda vimferð og enn aðrir bæði eift* falda, og; tvöfalda mnferð. LyktaáSi , mótinu þannig, að því var vísað;; til.f Knattspyrnuráðsins og því falið að ákveða og raða niður mótunum í sain-..| ráði við þau 2 fjelög er sjá eiga um 1 mótin næsta snmar, en þó með nokkr- um takmörkunum. . ^ I í Samþyktar vom nokkrar þingsálykU anir, þar á meðal: Skorað á stjóm I. S. í. að láta endurprenta og enjur- bæta á næsta ári Almennar reglur 4. S.( í. mn knattspymumót. Skorað á stjóm íþróttavaHarins að hækka knatt- 1 spyrauvöllinn á komandi vori. Skórað ‘ á ráðið að endurskoða allar reglhí • um verðlaunagripi knattspymu. Skor- að á ráðið að láta gera teikningar fyr- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐUvh , t ., ,{• | .. I Egypski varnarráðheiT-í ann látinn Landvarnamálaráðherra Egypta andaðist í g^' er hann var á ferð í bifreið á . götu í Kairo (segir í fregn frá , London). Banamein hans var ! hjartabilun. Haim hafði tekið við embættiÁínú fyrir aðeins hálfum mánnði, er for- sætisráðherra Egypta, Sebrim Pasha andaðist. Sebrim Pasha hneig niðnr I örendur, er hann var að lesa upp háJ 11 sætisræðu konungs, að konnngi við-. stöddum, í egypska þinginu. Banamein hans var einnig álitið vera hjartabil- un. Er forsætisráðherrann andaðiat, var dreift út fregnum frá Ítalíu og Þýska- landi um að breska leyniþjónustan (Seeret Serviee) hefði myrt hann, vegna þess að hann hefði haldið fajj; við þá stefnu, að reyna að forðast, ífö Egyptar drægjust inn í styrjöldina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.