Morgunblaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1940, Blaðsíða 7
Fimtudagur 28. nóv. 1940. MOEGUin BLAjl/ÍÐ SHIP/IUTCERD RIKISINS tt M.b. Olaf hleður á morgun til Flateyrar, SuSureyrar og ísafjarðar. Flutningi óskast skilað sem fyrst. u 1 □ s * Kaupum Kanfinuskinn notaðar loðkápur og selskinn. MAGNI H.F. Sími 5677 og 2088. OE 3Q Kerrupobar margar gerðir fyrirliggjandi Minning Ágúsls Th. L. Blöndal MA6NI b.f. Sími 5677 og 2088. t I I 9 ? *? •• I GE YMSLA j Reiðhjól tekin til geymslu. | SÆKJUM. Í ÖRNINN, sími 4161 og 4661. | i* ♦♦♦ EF LOFTUR GETUR ÞAP EKKI — — ÞÁ HVER7 MiLAFLUTNlNGSSKElfSTOFi Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. IBKœ)! Gulrætur Rauðrófur Laukur. vasik Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Þúsnndir vita að ævilöng gæfa fylgir trúlofðnarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 A gúst TÍieodór Lárusson Blön- dáf'var fæddur 5. júlí 1871 í Fagradal í Dalasýslu, sonur sýslumannshjónanna Lárusar Blöndal og Kristínar Ásgeirsdótt- ur. Árið 1878 fjekk faðir hans Húnavatnssýslu. Fyrsta ár sitt þar bjó hann á Stóruborg, en síðan á Kornsá til æfiloka 1894. Þar ólst því Ágúst upp í glöð- um systkinahóp, á einu stærsta, glaðværasta og gestrisnasta heim- ili til sveita á þeirri tíð á land- inu. Laust eftir fermingu fór Ágúst í Latínuskólann • dvaldi hann þar í 4 ár, en fór þá úr skóla og gerð- ist fylgdarmaður föður síns og skrifari. Óhætt er að segja, að fá- ir voru honum röskari ferðamenn á þeim tíma. Því hann var ágæt- ur hestamaður og fær í flestum íþróttum þeirra tíma, snarráður, þróttngur og ljet ekki hugfallast þótt erfitt bljesi í ferðalögum.' Hann var mjög góður glímumað- ur og í öllu fráhært lipurmenni, og átti það meðal annars þátt í því, hvað öll hans ferðalög end- uðu vel. Einnig hin langa ferð hans, er lauk á heimili hans, Seyð- isfirði. Hann andaðist 2. þ. m.; eftir vel unnið dagsverk. Eftir andlát föður síns varð hann sýsluskrifari hjá Jóhannesi Jóhannessyni, sem síðar varð mágur hans, fyrst í Húnaþingi og síðar á Seyðisfirði, og hjá eft- irmanni Jóhannesar þar, þegar hann varð bæjarfógeti í Reykja- vík. Sumarið 1897 giftist Ágúst Ólafíu Sigríði Theodórsdóttur verslunarstjóra á Borðeyri, hinni ágætustn lconu, enda varð hjóna- hand þeirra farsælt. Þau eign- uðust 7 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þau eru talin eftir aldrei; Kristín, Arndís, Theodór, Guðmundur, Lára, Guðrún og Jósefína. Eftir missi konu sinnar fyrir nokkrum árum tók Ágúst að bila heilsan. Dvaldi hann þá einkum hjá syni sínum, Theodór banka- stjóra og konu hans, sem reynd- ist honum sem besta dóttir. Þó brá hann sjer tíma og tíma til annara harna sinna. Öll vildu þau hafa hann hjá sjer, því það var eins og honum fylgdi bjartsýni og lífsgleði og það fram á síðustu ár hans. Ágúst var einn af þeim bekkjarbræðrum mínum, sem jeg fjekk sjerstakar mætux^ á. Hann var eldfjörugnr, góðviljaður og var því ætíð í kringum hann lífs- gleði og ánægja, sem unglingum sæmir vel. Hann var því mjög vinsæll í hópi skólapilta og álit- inn hesti drengur, eins og hann var. Eftir að við skildnm í skóia hittumst við aðeins einu sinni 1928. Kom jeg þá á heimili hans síðla dags. Naut jeg þar yndis- legra ánægjustunda. Fanst mjer hann í engu breyttur, nema liann hafði alskegg. Lífsfjörið virtist hið sama, Yið vöktum alla nótt- ina til kl. 3. Fyigdi hann mjer þá um borð í skipið, sem jeg var með. Margs var að minnast og yngri var jeg í huga þegar jeg kvaddi hann, en þegar jeg kom. Guð fylgi þjer vinur. Hjartans Ágúst Th. L. Blöndal. þökk fyrir allar stundir, sem við vorum saman. Gúð gefi öllum ást- vinum þínum góða framtíð. Reykjavík 12. nóv. 1940. Helgi Hjálmarsson. Líknarsjóður r Islands F _ rá stjórn Líknarsjóðs Is lands ‘ hefir blaðinu borist eftirfarandi yfirlit um starfsemi sjóðsins; Líknarsjóður, fslands var stofn- aður árið 1935 og er stofnfje hans yfirverð seldra frímerkja, er út voru gefin árið 1933. Eru þan enn í gildi og ætluð sjóðnum til tekiia. Má samkvæmt skipulags- skrá, er út var gefin 23. mars 1933 verja alt að 80% af árs- tekjum hans og auk þess helm- ingi sjóðsins sjálfs eins og hann er 6. hvert ár til styrktar slysa- vörnum, elliheimilum og barna- heimilum. Frmnkvæði að sjóðsstofnnn þess ari átti Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri. Fjekk hann nokkra menn í lið með sjer, er áhuga höfðu fyrir þessum málum, og komu frímerkin fyrst í notkun vorið 1934. Stjórn sjóðsins hafa skipað frá öndverðu þeir Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson í Þórshamri af hálfu Slysavarnafjelags fslands, for- maðnr, ^Ásmundnr prófessor Gúð- mundsson ritari og Jón Pálsson, fyrv. aðalfjehirðir Landsbankans, gjaldkeri. — Eru þeir allir skip- aðir af ríkisstjórninni. Síðan sjóðurinn tók til starfa hafa alls 10.700 krónum verið varið til styrktar og starfrækslu stofnana þeirra, er reglngerðin nær til. Af þessn fje hafa samtals 3600 krónur runnið til Slysa- varnafjelags íslands, 1400 krónnr til Elliheimilisins Grund, 1900 kr. til harnaheimilisins á Sólheimnm, 1000 krónur til barnaheimilisins Sumargjöf í Reykjavík og sam- tals 2800 krónurn verið varið til starfrækslu ýmsra sumarbarna- heimila víðsvegar um land. Þetta er að vísn ekki mikið fje, enda er sjóðsstofnnn þessi nng og þess því eigi að vænta, að hún get.i fyrst um sinn látið mikið fje af hendi rakna. Fjeð er fyrst og fremst ætlað til uppörfunar og hvatningar þeirn líknarstofnnnum, er þess hafa notið. Dagbók I. O. O. F,5 = 122112881/® = Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast í nótt Bæj- ai-bílastöðin. Sími 1395. Síra Jón Skagan messar 4 eftir- töldum stöðum: í Skildinganes- skóla í kvöld kl. 8.45, í skóla- húsinu á Grímsstaðaholti annað kvöld (föstudag) kl. 8.15. Sjötugsafmæli á í dag frú Níelsína Ólafsdóttir, nú til heimil- is á Gimli hjer í bænnm. 55 ára er í dag Þórunn Gunn- arsdóttir, Njálsgötu 43. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað 26. þ. mán. ungfrú Hulda Ágústsdóttir hárgreiðslu- stúlka og Steinar Þorsteinsson verslm., Njálsgötu 29. Dr. Þorkell Jóhannesson heldur fyrirlestur kl. 8.15 í kvöld í 1. kenslustofu Háskólans. Efni: Rauðablástur á íslandi. Öllum er heimill aðgangur. Háskólafyrirlestur dr. Símonar Jóh. Ágústssonar í dag fellur nið- ur. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leikritið „Öldur“, eftir síra Jakob Jónsson, í kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 1 í dag. Fjelag Skaftfellinga hjelt skemti fund í Oddfellowhúsinu á þriðju- dagskvöld. Var fundurinn mjög fjölmennur. Hjalti Jónsson skýrði frá ferð, er hann fór s.l. snmar austur í A.-Skaftafellssýslu; það var Menningar- og framfarafjelag Austur-Skaftfellinga sem hauð Hjalta í ferð þessa. Helgi Bergs skýrði frá framkvæmdum fjelags- stjórnar til varðveislu legstaðs Jóns prófasts Steingrímssonar, en það mál er vel á veg komið. Kjartan Sigurjónsson skemti með einsöng, en loks var dans stiginn til kl. 1. Samkoman fór hið besta fram. Jólamerki Thorvaldsensfjelags- ins eru nú nýlega komin út. Þau eru teiknuð af Guðmundi Einars- syni frá Miðdal, í hvítum og græn- um lit og sýna litla stúlku vera að gefa smáfuglum fyrir framan íslenskan bóndabæ. Jólamei-kin fást á pósthúsinn, hjá bóksölum og á Thorvaldsensbazarnum og kosta 10 aura. Ágóðinn af merkja- sölunni rennur í Barnauppeldis- sjóð Thorvaldsensfjelagsins. Spegillinn kemur út á morgun. Nemendasamband Kvennaskól- ans ætlar að halda bazar í skól- anum sunnudaginn 8. des. n.k. Ævisaga Beethovens er nýlega komin út á vegum Menningar- og fræðslusamhands Alþýðu. Bókin er eftir Romain Rolland, íslenskuð af Símoni Jóh. Ágústssyni. Skinfaxi, tímarit U. M. F. í., nóvemherhefti, er nýlega kominu út og flytur margar greinar eftir ýmsa höfunda. Áðalsteinn Sig- mnndsson, sem verið hefir rit- stjóri ritsins um 11 ára skeið, lætur af ritstjórn með útgáfu þessa heftis, en ráðgert er, að síra Eiríkur J. Eiríksson, sam-,i handsstjóri U. M. F. í., taki við ritstjórninni frá næstu áramótum. J Útvarpið í dag: 12.00, Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.30 Erindi: Mál og málleysxxr, II , (Sveinbjörn Sigurjónsson mag.) / 20.55 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Mozart. — Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): „Minning“ og „Stefjahrcimur" eftir Sigfús Einarsson. 21.15 Minnisverð tíðindi (Thoroíf Smith). 21.35 Hljómplötur; Kirkjutónlist.. 0 Tilkvnning. i Þar sem stórum viðtækjasendingum, frá Philipps og Marconiphone-verksmiðjunum í Englandi, hefir seinkað, viljum vjer tjá hinum mörgu viðskiftavinum, sem bíða eftir viðtækjum, að tækjasendingar þessar geta eigi kom- ið til Reykjavíkur fyr en um miðjan desembermánuð. VIÐTÆKJAYERSLUN RÍKISINS. Kanpl og sel allskonar verðbrfef og lasteflgnlr. Til viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir aamkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. B. S Símar 1540, þrjár línur. L M • Góðir bflar. Fljót afgreáðda. . A',%,• tíS& ^ Móðir mín VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist 26. þ. mán. að heimili nxínu Grettisgötu 49. Ágústa Árnadóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.