Morgunblaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL/VÐIÐ Fortfaldinu afl fnildarleiknum i baráttunnl um yfirrádin um Suez svift frá .... 1 hefja sókn Egyptalandi Sóknin á breiðri víglínu „gengur að óskum66 Þátttaka landhers, ffughers og flota Mussolini iieiir mist sex hers- höfðingja — á 4 dögum Italir hafa síðustu 4 dagana mist ekki færri en 6 reynda hers- höfðingja, þ. á. m. yfirmann ít- alska herforingjaráðsins, Badoglio, og yfirmann ítalska flotans, Cavigniari, en þeir hafa báðir lát- iiB af störfum „samkvæmt eigin ósk'V Yngri ménn hafa tekið við störf- um beggja, Cavallero af Bádoglio og Kicardi af Cavigniari. í Róma- borg var látið í veðri váka á sUnnudaginn, að mannaskiftin myndu hafa í för með sjer auknar hernaðaraðgerðir. Auk Badoglios og Cavigniaris, hefir de Yechhi, yfirmaður ít- slska hersins á Dodocaneseeyjum, beðist lausnar. Tveir hershöfðingj- ar fórust á sunnudaginn í flng- Slysi, en þeir voru háðir í ítölsku vopnahljesnefndinni og annar hafði tekið þátt í Abvssiníustríð- mu. Sjötti hershöfðinginn fjell í Egyptalandi í gær. Bretar ráBast ð kafbátahatnir Þjóðverja Um sama leyti og þýski flugherinn var yfir London gerðu breskar flugvjel- ar ákafar loftárásir á Diissel- dorf í Vestur-I>ýskalandi og á kafbátaha,fnir Þjóðverja í Lorient, Brest og Bordeaux. En auk þess voru gerðar árásir á innrásarborgimar Vlissingen, Dunkerque og Gravelines. í Bordeaux, sem Þjóðverjar eru nú farnir að nota sem aðal- kafbátahöfn sína við Atlants- haf, fjellu sprengjur meðal nokkurra kafbáta (segir breska flugmálaráðuneytið). Auk þegs vár hofnin hæfð. I DiisSeldorf komu upp gríð- armiklir eldar. BRETAR hafa tekið forustuna í Egyptalandi og hafið sókn. Fregn um þetta barst út um heiminn í gær, skömmu áður en tilkynt var opinberlega í Rómaborg, að vegagerðinni frá Libyu til framvarðastöðva ítalska hersins í Sidi el Barani í Egypta- landi væri Íokið, en ítalir sögðust í haust hafa stöðvað sókn sína í Egyptalandi í áttina til Alexandríu á meðan verið væri að fullgera þenna veg. Fortjaldinu er nú svift frá að hinum mikla hildarleik um yfirráðin yfir Suezskurðinum. Fyrstu fregniná um að Bretar hefðu tekið forustnna, og hafið sókn gaf Sir Archibald Weivell, yfirmaður breska hersins í Egypta- landi, í gærmorgun, fjórum klukkustundum eftir að hernaðaraðgerð- irnar hófust. Hann sagði: „Hersveitir okkar hyrjuðu hernaðaraðgerðir gegn itölskum hersveitum í véstur-eyðimörkinni nm dögun í morgun: Fyrir tveim klukkustundum hárust mjer fregnir um, að hersveitir okkar hefðu tekið ítalska hernaðarstöð". Síðar í gær gaf ítalska herstjórnin í Kairo út tvær hern- aðartilkynningar, en samkvæmt þeim hafa Bretar þegar fyrsta daginn tekið yfir 1000 ítalska fanga, ítalskur hershöfðingi hefir fallið og aðal-aðstoðarmaður hans verið tekinn til fanga. Yfirstjórn breska flughersins gaf einnig út tilkynningu í nótt, þar sem skýrt er frá því, að breskar flugvjelar hafi veitt öfluga að: stoð við „framsókn breska hersins". f fyrstu’S ’tílkýHningu bresku herstjórnarinnar í Kairo í g|er segir: „Framvarðasveitir okkar hafa átt viðureign við ítalska her- inn á breiðri víglínu suðnr af Sidi el Barani. 500 fangar hafa verið teknir“. 50 KM. SUÐUR AF SIDI EL BARANI. HemaðaraðgerSimar virðast ‘éiga sjer stað um 50 km. suður af Sidi el Barani. Hafa Bretar hafið hjer sókn gegn hægra vængnum á her Graziani.s, en víglína hans hefir frá því í septem- ber legið frá stað nokkuð fyrir austan Sidi el Bar^ini og þaðan j suður inni í eyðimörkina. I gærkvöldi tilkynti breska herstjórn- in: „Hemaöaraðgerðir hafa gengið að óskuha. 500 fangar hafk enti verið teknir á einni vígstöðvanna og aðr- ir eiga ekki undánkomu anðið. Hers- höfðingi sem hafði yfirstjóm á þess- um 'hluta vígstöðvanna, hefir failið og I aðal-aðstoðarmaður hans verið handtekinn". I Reutersfregn frá Kairo segir, að breski herinn hafi byrjað sóknina þeg- ar á laugardag. Breskar hersveitir voru þá um nóttina sendar inn í 12 km. „aldeyðuna“ (no—ma,ns—land), sem verið hefir á milli bresku og ítölsku hersveitanna, til stöðva, sem áður höfðu verið afmarkaðar fyrir framan FRAMH. Á SJÖUNDU SÍBU Albanía: Viðnám Italaámið-og norðurvígstöövuflum Italska bakvarðaliðið, sem skilið var eftir í Argyrokastro, til þess að verja undanhald ellefta herfylkis ítala, sem haft hafði bækistöð í borginni, varðist vask- lega, áður en það var neytt til að gefast upp (segir í fregn frá London). Crikkir tóku borgina á sunniji- daginn, eftir að herlið þeirra hafði gert byssustingjaáhlaup á ítalskja liðið, sem varði ráðhús horgarinri ar. Áður hafði grískt stórskotalið orðið að brjóta á hak aftur ít- alska skriðdrekasveit, sem varðist í útjaðri horgarinnar. Taka Argyrokastro hefir vakið óhemju fögnuð í Grikklandi. Sigurganga gríska lierliðsins í Argyrokastro fór fraln í úrhellis- rigningu. En hermennirnir vora þó kátir og Vongóðir (segir í Reutersfrgen). FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hiller lalar i dag Þýska frjettastofan („D. N. B.“) skýrði frá því í gærkvöldi, að Hitler myndi flytja ræðu fyrir verkamenn í hergagnaiðnaðinum í Rínar- hjeruðunum á hádegi í dag (þýskur tími). Brcytíng á bresku her- stjórnínní Ný vjelaherdeild N ýjum manni hefir verið falin yfirherstjórnin í Suður-Eng- landi, eða þeim hluta landsins, þar sem búist er við að bardagamir verði harðastir ef Þjóðverjar gera innrásartilraun. Hann heitir Alex- ander, sem fengið hefir í hendur herstjórnina, en hann hafði yfir- stjórn breska hersins í Frakk- landi síðustu dagana, áður en und- anhaldinu frá Dunkerque var lok- ið, eða eftir að Gort lávarður var farinn til Englands. Álexander hershöfðingi er 49 ára. Þá hefir verið stofnuð ný deild í breska hernum, hin konungléga vjelaherdeild (royal armohrd eorps) og Martell hershöfðingja falin yfirstjórn hennar: Bendir þessi nýja herdeild til þess, hve ríka áherslu Bretar eru farnir að leggja á vjelahersveitir. Martell hefir mikla þekkingu í vjelahernaði. T fregn frá London segir að Bretar hafi stælt ýmsar vjelahern aðaraðferðir Þjóðverja og bætt þær. Politíski hernað- urinn á Balkan- skaga Czaky greifi, utanríkismála- ráðherra Ungverja fer til Belgrad (í Júgóslafíu) í dag. Er búist við að hann dvelji þar í viku og undirskrifi m. a. vin- áttusáttmála milli Ungverja og Júgóslafa. Fregnir hafa borist um, að væntanlegur sje vináttusátt máli milli Tyrkja og Búlgara, þar sem m. a. verði ákvæði um að bæði löndin skuldbindi sig til þess að leyfa ekki erleridum herjum að fara yfir lönd þeirra. Þriðjudagur 10. des. 1940. MSrg hundruð þýskarflugvjelar „læðast" yflr London Mesta árásin siðan I september Mörg hundruð þýskar flug- vjelar gerðu í fyrrinótt í glaða tunglskini mestu loftárásina, sem gerð hefir verið á London síð- an í september, að því er skýrt er frá opinberlega í London. Þjóðverjar segja, að mörg hundruð þýskar flugvjelar hafi tekið sig upp í fyrrakvöld frá flugvöllum í Hollandi, Belgíu og Frakklandi og varpað 600 þúsnnd kílógrömnmm af tnndursprengjnm yfir horgina. Þeir segja að höfuð- árásin hafi verið gerð á aðeins tvo borgarhluta fyrir norðan og sunnan Thamesbogann. I Berlínl er talar um nýja bar- áttuaðferð þýska flugflotans, þar sem hann hafi einskorðað árásirn- ar við lítið svæði og þannig muni hann halda áfram að leggja iðn- aðar- og herstöðvar í London í rústir. En þýski fhigherinn beitti einnig nýrri bardagaaðferð að því leyti, að flugvjelamar stöðvuðn hreyfl- aotra. áðnr en þær komu til borg- aírinnar og svifu yíir hana án þess að þeirra hafi orðið vart (að þvf er fregnir frá Berlín herma). Engin loftvamamerki vom gefin og fyrsta aðvörunin til Lundúnabúa um loftárásina var, er Þjóðverjar vörp- nðu niður ljóssprengjnm sínum. í fyrstu var ekki skotið af neinum loftvatenabyssum. En þegar ljóskast- aramir hófu leitina að þýsku flug- vjelunum, uppi í himingeimnum and- artaki síðar, þá svifu flugvjelamar yf- ir í aðeins 30 metra hæð og gátu varpað sprengjum á Ijóskastara stöðv- amar' og loftvarnabyssustöðvamar. Þjóðverjar segja, að í fyrstu eftír að skothríðin hófst úr loftvarnabyss- unum hafi hún verið mjög hörð, en þegar leið á nóttina, hafi dregið úr henni. Tilkynning þýsku herstjórnarinnar í gær var á þessa leið: 1 hefndarskyni fyrir árásir Breta á borgir í vestur-Þýskalandi gerðu öflugar þýskar flugvjelasveitir loftárás á London í nótt og stóð hún yfir frá því að skyggja tók og þar til birta tók aftur. Hver hópurinn af öðmm af þýskum flugvjelum vörpuðu niður sprengjum, sumum af þyngstu tegund, á borgina, en hún var uppljómuð af Ijósblysum. Geysistórir eldar komu upp á mörgum stöðum, einkum í orkuver- um og öðrum almenningsfyrirtækjum. Þegar leið á nóttina urðu þeir á nokkr- um stöðum eitt eldhaf. Gasgeymar voru sprengdir í loft upp og kveíkt var í olíugeymum. Nokkrar breskar flugvjelar vörþuðu enn sprengjum á nokkra staði í Vest- ur-Þýskalandi í nótt. Sprengjum var varpað á íbúðarhús í Dússeldorf, Mún- chen-GIadbaeh og á margar aðíar og kveikt vag 1 í nökkram húsum- 9 6- breyttir borgarar vora drepnir og 41 særðist. Ekkert tjón varð á hemaðar- eða iðnaðarstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.