Morgunblaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1940, Blaðsíða 3
M 0 R G U N B L A Ð I Ð l»ri8judagur 10. des. IMO. Flestir krabbameins- sjúklingar koma of seint til læknis Háskólafyrirlestur Guðmundar Thoroddsens prófessors ÞAÐ verður aldrei of oft brýnt fyrir almenn- ingi að gefa krabbameininu gætur og er mikils virði að fá það jafn vel gert og hjá Guðm. Thoroddsen s.l. sunnudag í hátíðasal Háskólans. Próf. Thoroddsen mintist á, að svo virtist, sem krabbamein hefði farið mjög í vöxt síðustu áratugina, en ekki væri víst að svo væri í raun og veru, þótt miklu fleiri dæju úr krabbameini en áður. Það er framförum læknisfr. að þakka, að barnadauðinn hjer er nú orðið aðeins lítið brot af því sem hann var áður, þegar aðeins komust upp tvö börn af þremur, en nú komast upp 96 af 100 börnum. Þannig eru framfarirnar á mörgum svið- um, svo að nú ná miklu fleiri fullorðins- og gamalsaldri en áður, en það þýðir, að miklu fleiri komast á krabbameins- aldurinn, heldur en áður, þeg- ar færri náðu gamals aldri. Nú er ellihrumleiki orðinn algeng- asta dánarorsökin og erum við á góðum vegi að vinna bug á ýmsum sjúkdómum ,sem áður kostuðu mörg mannslíf, eins og ýmsar farsóttir, sem nú heyrast varla nefndar. Krabbamejn er nú orðin al- gengasta dánarorsök hjer á landi, næst á eftir ellihrum- leika. Berklaveiki var skæðari, en svo mikið hefir áunnist í bar- áttunni við hana, að hun er greinilega í rjenun. Þótt varla sje við verulegum framförum að búast í viður- eigninni við krabbameinið *fyr en orsök þess er fundin, þá er samt unt að gera ýmislegt og oft hægt að lækna það, ef sjúk- lingarnir koma ekki of langt leiddir til læknisins. Hver sem kominn er yfir fertugsaldur, ætti að hyggja að sjer, ef hann fær sár á vör eða í munn, sem stendur vik- um saman, án þess að gróa. Sama gildir um konur, sem fara að fá þráláta blæðingu. Kona, sem fær þykkildi í brjóstið, ætti að leita læknis, þótt hún finni ekkert til, því að það er oft byrjandi krabbamein, þótt sakleysislegt sje. Venjulega leita menn sjer lækninga vegna óþæginda og verkja, en krabbameinið byrjar oft alveg verkjalaust og þess vegna draga menn svo alt of oft að leita læknis, fyr en alt er um seinan. Prófessor Thoroddsen skýrði frá því, að magakrabbi væri langalgengastur hjer á landi, álíka algengur og öll önnur krabbamein til samans. Því miður er það mjög al- gengt að sjúklingar með magakrabba leita læknis of seint, svo að ekki er unt að kom ast fyrir meinið. Fyrirlesarinn sýndi skýrslur um árangur er- lendra skurðlækna við aðgerðir á magakrabba, og voru það alt annað en glæsilegar tölur, hvort heldur var í Englandi eða Ameríku. Á báðum stöðunum var um helmingur sjúklinga þeirra sem til spítalanna komu, svo langt leiddir að ekki varð í neinar skurðaðgerðir ráðist. En af 200 sj'úklingum tókst að- eins og lækna 5—10 sjúklinga alls, þ. e. 2.5—5%. Til samanburðar sýndi pró- fessorinn yfirlit yfir þá maga^ krabbasjúklinga, sem komið höfðu á deild hans í Landspít- alanum. Af 67 sjúklingum höfðu allir dáið nema 10, sem von var um, en þó ekki víst enn að fengju varanlegan bata. Engin rannsókn er eins áríð- andi til að þekkja magakrabb- ann eins og röntgenskoðunin. En hún kostar peninga. Og þótt hjer sje sjúkrasamlag, þá hef- ir það tekið þá undarlegu stefnu að borga engar röntgenskoð- anir. Hinsvegar virðast engin takmörk vera fyrir meðala- austri í sjúklinga, sem enginn veit hvað gengur að. Sýndist hitt vera skynsamlegra að byrja á því að ganga úr skugga um sjúkdóminn og haga að- gerðum eftir því, heldur en að ausa meðulum út í blindni. Fyrirlestur þessi var prýði- lega fluttur og var honum mjög vel tekið af áheyrendum, Aukin götu- lýsing á aðalgötunum æjarráð samþykti á síðasta fundi sínum, að láta auka götulýsinguna á nokkrum aðal- gatnamótum í miðbænum. Gatnamótin eru þessi: Ingólfsstræti og Bankastræti, Lækjargata og Bankastræti, Póst- hússtræti og Austurstræti, Hverf- isgata óg |Lækjartorg, svo og á Lækjartorgi sjálfu. Hinsvegar vildi bæjarráð ekki að svo stöddu sinna beiðni um götuljós hjá Sogamýrarbletti LIV. og XXVI. og við vegarspotta frá Kaplaskjólsvegi og Austurkoti. 3 Innrásarhættan er ekki liðin hjá.... Slökkviliðsmenn íð kaupuppbót ¥jl yrir síðasta bæjarráðsfundi lá beiðni frá slökkvi- liðsmönnum um breytt Iauna- kjör. Var farið fram á, að slökkviliðsmenn fái fasta mán- aðarþóknun, eða að greiðsla fyrir fyrstu klukkustund hækki úr. kr. 6.00 í kr. 10.00 um tímann og síðan úr kr. 3.00 í kr. 5.00 um tímann. Bæjarráð lagði á móti því að þessi breyting yrði gerð, en samþykti hinsvegar að leggja til að slökkviliðsmönnum verði greidd verðlagsuppbót á kaup þeirra frá 1. janúar 1940. ★ Á sama fundi bæjarráðs lá frammi skýrsla um lögreglu- rannsókn út af íkviknun í her- mannaskála við Stúdentagarð- inn 16. nóvember s. 1. Var borgarstjóra falið, að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að komið verði á samvinrni milli slökkviliðs breska setuliðs- ins og varðliðs Slökkvistöðvar- innar. Hermenn frá Nýja Sjá- landi, Kanada og Ástralíu kynna sjer innrásarvarnir, undir stjórn enskra liðsfor- ingja, á hernaðarskóla einum í Englandi. Námið er meðal annars fólgið í því að kynna sjer meðferð vjelknúinna her- gagna, undir erfiðum kring- umstæðum. Myndin er tekin á æfingu í Englandi nýlega, þar sem hermennirnir eru að æfa sig í að fara með fallbyssur yfir á, án þess að fara yfir brúna á ánni. Vestmannasyjastúib- urnar unnu íslands- meistaraua Handknattleikskepni fór fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins sonar í gærkvöldi. Keptu Vest- mannaeyjastúlkurnar við kvenna- flokk Ármanns (fslandsmeistar- ana), og fóru leikar svo að Vest- mannaeyjastúlkurnar unnu með 7 mörkum gegn 4. Á undan kappleik stúlknanna keptu piitar úr II. fl. Ármanns og Hauka frá Hafnarfirði. Fóru leik- ar svo, að Ármenningarnir unnu með ] 8 möi-kum gegn 6. Skátarnir fara f stfnunarferðir um bæinn fyrir Vatrarbjálpina Annaðkvöld og á fimtudags- kvöld fara sltátar um bæinn í erindum Vetrarhjálparinnar til áð safna gjöfum til fátækra, eins og undanfarin ár. Á morgun heimsækja skátarnir Vestúrbæínn, Miðbæinh og Skerja- fjörð. Á fimtudagskvöld Austur- bæinn og Laugarneshýetfií' Réykvíkingar hafa' tékið skát- unum vel undanfarin ár og hefir söfnunin aukist með hverjú ári. Til hægðarauka er það fólk, sem hugsar sjer að láta eitthyað af hendi rakna,- beðið að hafa gjafir sínar tilbúnar er' skátarnii' koma. Alt er jafnvel þegið, hvort sem það er stórt eða smátt. Gömul flík, eða nokkrir aurar geta glatt fá- tæka konu, mann eða harn fyrir jólin. Safnást þegar saman kbmur. Skátarnir munu koma í húsin milli kl. 8 og, 11 bæði kvöldin. Reykvíkingar! Takið vel á móti skátunum, nij sem endranær. Næturvörður er í Reykjavíku- Apóteki og Lyfjabúðinni Iðnnni. Kveðjatil Islands — frá Þýskalandi DÝSKA stuttbylgjustöðin flutti í gærkvöldi kveðju til íslands og íslendinga, með því að Stefano Islandi, sem staddur er í Berlín, söng nokk- ur íslensk lög. Það kom mönnum, sem hlusta á stuttbylgjuútvarp á ó- vart, er þeir heyrðu alt í einu talað á íslensku frá Berlín á þessa leið: „Þetta er þýska stuttbylgjustöðin. Þýska stutt- bylgjustöðin sendir íslandi, ein- búanum í Atlantshafi og ís- lenskum og norrænum mönnurn í Skandinaviu og í Ameríku, kveðju sína“. Þýski útvarps- þulurinn hafði áður flutt þessa kveðju á þýsku, og getið þess um leið, að Kristján Alberts- son væri nærstaddur og það var hann, sem flutti kveðjuna á íslensku. Útvarpsþulurinn tilkynti síð- an, að Stefano Islandi myndi syngja nokkur lög. Lögin spm Stefano söng voru: „Jeg ,lít í anda liðna tíð“, „Sáuð þið hana systur mína“, „Bí, bí og blaka“ og „Gígjan“.. Þetta var í gærkvöldi kl. 9.15—9.30 (ísl. tími). "* í t Island í Lundúna- útvarpinu I útvarpi á norsku frá London í gærkvöldi var skýrt frá. fullveld- ishátíðahöldnnum hjer 1. des. og skýrt frá því, að „upplitsdjörf bjartsýni“ hafi sett svip sinn á daginn. M. a. var vitnað í ummæli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar um loforð Breta um að hverfa hjeðan af landi hnrtu, strax og stríðið væri búið. Einnig var vitnað í grein J. J. í Tímanum (5. des.) nm „tvíbýlið“ á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.