Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1940. Innrágar- veðnr f „Associated Press“-fregn í gærkvöldi var skýrt frá því, aS á Ermarsundi væri nú þoka og kyrt veSur „tilvalið innrásarveður' ‘. T iííögur Petaíns um samvínnu“ n Þfóðverfa Darlan míllí- göngumaðtir Darlan, virðist nú hafa tek- ið við af Laval, sem ntilligöngumaður milli stjóm- arinnar í Vichy og þýsku stjórn arinnar. Darlan fór um jóla- dagana til Parísar og gekk þar á fund þýska sendiherrans dr. Abetz. Fregnir hafa borist til New; York um að Darlan hafi lagt fyrir dr. Abetz gagntillögur frá Petain um samvinnu Þjóðverja og Frakka. Darlan kom aftur til Vichy í gær og fór þegar eftir komu sína þangað á fund Petains. Ekki er vitað hvort hann hafi haft með sjer svar frá dr. Abetz. Darlan ræddi einnig við dómsmálaráðherra og innan- ríkismálaráðherra Vichy-stjórn arinnar eftir komuna frá París. Ráðherrar þessir eru sagðir hafa átt mestan þátt í því að bola Laval á burtu, en fregnir hafa borist um að þýska stjórn in leggi áherslu á að Laval verði fengið sæti aftur í Vichy- stjórninni. 1 "Washington er nú beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir fyrstu skýrslunni frá hin- um nýja sendiherra Bandaríkj anna í Vichy, Lebe aðmírál. Hann er nú á leiðinni til Frakk lands um borð í ameríska beiti skipinu ,,Tusculusa“, og er bú- ist við að hann verði kominn til Vichy 3. janúar. Með tilliti til þess, á hve miklu það veltur hvað um franska flotann verður, þykir það athyglisvert, að Roosevelt hefir valið reyndan aðmírál til sendiherra í Vichy. í' fregn frá London er skýrt frá því, að hóp franskra sjó- Tiða hafi yerið veitt orlof — og þeir sendir til Algier. Er hent á það í London að tilætl- un Petains með því að senda þá til Algier kunni að vera að koma þeim undan, svo að Þjóð verjar nái ekki til þeirra. ÓLAFUR KRÓNPRINS í NOREGI Ólafur krónprins Norðmanna er nú staddur í New York (að því er fregnir frá London herma). Miklir liðsflutningar Þjóð- verja í Suð-austur-Evrópu? Bretar halda að verið sje að dreifa athyglinni frá innrásarfyrirætlununum Þrjú licrfylki send fil Italíu 1 Síðustu dagana hafa gengið raiklar sögur um Liðs- flutninga Þjóðverja í suð-austur-Evrópu. Fregn- ir hafa borist frá Budapest um gífurlega liðs- flutninga frá Þýskalandi yfír Ungverjaland til Rúmeníu og einnig er skýrt frá því, að þrju þýsk herfylki hafi farið um Brennerskarð til Ítalíu um jólin. í London er þessum fregnum tekið með varúð.. Þar er á það bent, af hálfu þess opinbera, að ekki sje ólíklegt að fregnirnar sjeu runnar undan rifjum þýsku og ítölsku út- breiðslumálaráðuneytanna, m. a. til þess að reyna að villa Bretum sýn og Iáta þá halda að Þjöðverjar hafi hætt við hernaðaraðgerðir gagnvart Englandi í bili og ætli í stað þess, að snúa sjer að Iöndunum í Suð-austur-Evrópu. Markmiðið er, segja Bretar, að láta okkur slaka á árvekni okkar. LIÐSFLUTNINGAR UM UNGVERJALAND Fregnimar um Iiðsflutninga Þjóðverja hafa aðallega ver- ið birtar í Bandaríkjablöðunum, og hafa stuðst við þá staðreynd, að jámbrautarlestir í Ungverjalandi hafa undanfarandi daga verið teknar í þjónustu þess opin- bera. / En jafnvel í Bandaríkjunum eru menn farnir að draga i efa að fregnirnar hafi við rök að styðjast, og þykir það eink- um grunsamlegt, að þær hafa allar komið frá Budapest, þar sem vitað er að áhrifa Þjóðverja gætir mjög. Fregnir þessar voru á þá leið, að Þjóðverjar hefðu yfir 100 þús. manna lið í Rúmeníu, og síðustu dagana hefði lið þetta verið stórum aukið og dregið saman bæði við landa- mæri Bessarabíu (þ. e. a. s. við landamæri Rúslands) og einnig við landamæri Búlgaríu. MARKMIÐIÐ í forustugreinum sumra á- hrifamestu blaðanna í Banda- ríkjunum er þess getið ,til að markmiðið með þessum liðsflutn ingum (éða orðrómnum um þessa liðsflutninga) sje: 1) að ógna Stalin, og fá hanri til þess að hætta að stappa stálmu í búlgörsku stjórnina í andstöðu hennar við áhrif Þjóðverja og 2) að hafa áhrif á baráttuþrek Grikkja, með því að ógna þeim með hjálp til handa ítölum um Búlgaríu. Um fyrra atriðið virðast am- erískir blaðamenn þó á eitt sátt ir, að ólíklegt sje að til alvar- legrar sundrungar dragi að svo stöddu milli Þjóðverja og Rússa. HJÁLP ÍTALA Hitt telja blöðin aftur á móti ekki ósennilegt að Þjóðverjum takist að hafa áhrif á baráttu- þrek Grikkja og hjálpa þannig Itölum. Fregnir um liðsflutninga Þjóðverja um Brenner skarð er mjög ítarleg og þess vegna talin kunna að vera sönn. Er skýrt frá því að farið hafi um skarðið tvaer þýskar Alpahersveit- ir (divisionir) og ein vjela hersveit. Sumir frjettaritarar telja, að herfylki þessi muni þegap í stað verða send yfir Adríahaf til hjálpar ítölskum hersveitum i Vopnað skip í Kyrrahafi Vopnað skip, sem sigldi undir japönskum fána og með japönsku nafni hóf skot- hríð á eyna „Nauru“ í Kyrra- hafi um dögun í gærmorgun. Eyjan er 8y2 fermíla að stærð, og undir sameiginlegri umboðs- stjórn Breta, Ástralíumanna og Nýja-Sjálendinga. Þjóðverjar lögðu eyna undir sig árið 1878, en urðu að láta hana af hendi við Breta í nóv- ember 1914. Samkvæmt fregnum frá Tokio, sem birtar hafa verið í London, kannast japönsk yfir völd ekki við að hjer hafi verið um japanskt skip að ræða. Talsvert tjón varð af völd- um skothríðarinnar. Bretar segja að eyjan sje al- gerlega óvíggirt; en á eynni eru iðnverksmiðjur, sem unnu ,,kemisk“ efni. Ný aövðrnn Þjóðverja Ef amerísk skip sigla til Irlands — Þýska blaðið „Bertiner Börsen Zeitung“ gerði í gær að umræðuefni hjálp Bandaríkjanna til Bretanna, einkum það sem hlaðið kallar fyrirætlanir um að breyta hættusvæðum við England, sem amerískum skipum er bannað að fara inn á,þannig að skipin siglt til hafna l Irlandi. Blaðið segir að Þjóðverjar hafi lýst yfir hafnbanni á. Eng- land og markað nákvæmlega svæðið, serrr hættulegt er sigl- ingum, en hvert það sMp, sem hætti sjer inn á þetta svæði, hljóti að gera það á eigin á- byrgð. Grein þessi vekur nokkra at- hygli vegna þess að „Börsen- Zeitung“ hefir jafrtan verið látið túlika skoðanir þýska ut- anríkismáláráðuneytisins. Þrlggja daga jólahlje á loft- árásum roflð I gær 500 flugvjelar framleiddar á dag f U. S. A. ,Áætlun“ sem er til athugunar Blöðin í Bandaríkjunum birtu í gær á forsíðu svokallaða „Reuters-áætlun" um stórfelda aukning á flugvjelaframleiðslu Bandaríkjanna, þannig, að hún geti orðið innan hálfs árs 500 flugvjelar á dag. íioosevelt íorséti sagði á fundi sínum með blaðamnönum í gær, að stjórnin í Washington hefði þessa áætlun til rækilegrar yfir- vegunar. Reuter sá ,er áæthmin er kend við, lagði til á þingi iðn- aðarverkamanna í Bandaríkjunum, að allar bifreiðaverksmiðjur í Bandaríkjunum yrðtt settar undir einn hatt og látnar framleiða flugvjelahreyfla. Hann sagði, að þetta yrði að gera jafnvel þótt heita þjrrfti til þess þvingun. Reuter upplýsti að í sumum verksmiðjum væri ekki notað alt Eftir þriggja daga jólakyrS í lofthernaðinum, hófu Þjóðverjar loftárásir sínar á England að nýju með fullum. krafti í gær (að því er fregn- ir frá New York herma). I gærkvöldi voru þýsku flugvjel- arnar aðallega yfir London. Lundúnabúar, sem notið hafðti al^gerrar hvíldar frá því fyrir jól, heyrðu nú aftur t gærkvöldi drunurnar úr loft- varnabyssunum sem blandaðist hávaðanum í þýsku næturflug- vjelunum. Sjálfir hófu Bretar loftá- rásirnar þegar á annan í jólum. Vörpuðu breskar flugvjelar þá sprengjum á flughafnir og hafn’ar- arborgir í Frakklandi, þ. á. m. á Bordeaux; og Lo- rient. Þjóðverjar segja, að Bretar hafi með því að hefja loftárás- irnar á annan í jólum, rofið þegjandi samkomulag nm að láta lofthernaðinn liggja niðri yfir jóladagana. Tilkynningar beggja ófriðar- aðila um hernaðaraðgerðir á aðfangadag og jóladag voru á sömu lund: Engar flugferðir hafa verið farnar yfir land ó- vinanna. í hernaðartilkynningu Þjóð- verja um hernaðaraðgerðir á annan í jólum (sem birt var í gær), er skýrt frá því að engar þýskar flugvjelar hafi farið yfir England, en að PRAMH. Á SJÖTTU SÉÐTJ. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Nýtt breskt ríkíslán T£ ingsley 'Wood, fjármála- ráðherra Breta, boðaði í gær, að gefin myndu verða út eftir nýárið ný ríkisskulda- brjef. „Við þurfum meira fje“, sagði ráðherrann. Ráðherrann fór mjög lofsam legum ummælum um sparnaðar viðleitni bresk’i þiócarinnar ár- ið sem leið. Frá því að stríðið hófst hefði þjóðin lánað á ann- an miljarð sterlingspunda af sparifje sínu til hernaðarþarfa ríkisins. En ráðherrann sagði, að þjóð in yrði að gtra jafnvel betur á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.