Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1940, Tilkynoing frá ioftvarnanefnd. Loftvarnanefnd Reykjavíkur hefir vegna framkom- ánna tilmæla frá stjórn breska setuliðsins, ákveðið að merki um yfirvofandi loftárásarhættu skuli framvegis standa yfir í aðeins 3 mínútur. Rafflautur munu þvínæst þagna þar til merki um að hætta sje liðin hjá verður gefið. LOFTVARNANEFND. Af sjerstðkum ástæðum fer hraðfrystihús í einni aðal veiðistöð landsins til sölu. Upplýsingar gefur LÁRUS JÓHANNESSON hæstarjettarmálaflutningsmaður, Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294. Rafmagnshreyfill 3—5 hestafla óskast (rið- straums — 220 volt). A. v. á. ÞnrkaOir Ávextir: Epli Sveskjur Vííllt Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. □ =JQ AUGLÝSING er gulls ígildi. O Hollendingarnir í jólaleikritinu „Hái-Þó“. í fremri röð Brynjólfur Jóhannesson, í miðjunni Alda Möller og Valur Gíslason, (lengst til vinstri). ___________________ Úr Jláa Þór“ Tilkynning frá ríkisstjórninni. í Til viðbótar við áður auglýstar tálmanir á siglingaleiðum hjer við land, vegna hernað- araðgerða breska setuliðsins, hefir herstjórnin tilkynt, að bannað sje að varpa akkerum eða * stunda hverskonar fiskveiðar á eftirtöldum stöðum: a) í Hvalfirði á belti yfir fjörðinn, sem takmarkast af eftirfarandi stöðum: 64° 21'40" n. br. 21° 45'24" V. lgd. 64° 20'40" n. br. 21° 41'18" V. lgd. 64° 23'02" n. br. 21° 42'20" V. lgd. 64° 21'36" n. br. 21° 39'10" V. Igd. b) 1 Seyðisfirði á belti, sem takmarkast af línu, sem hugsast dregin þvert yfir fjörðinn í 144° stefnu frá stað, sem liggur 0,2 sjómílur í 258° stefnu frá flaggstönginni á verslunar- húsunum á Vestdalseyri, og annari línu, sem hugsast dregin þvert yfir fjörðinn í 134° stefnu frá stað, sem liggur 0,2 sjómílur í 043° stefnu frá áðurnefndri flaggstöng. c) I Eyjafirði á belti þvert yfir fjörðinn, sem að norðan takmarkast af línu, sem hugs- ast dregin milli Arnarnesnafa og Laufáskirkju, og að sunnan af línu, sem hugsast dregin milli Hjalteyrarvita og bryggju framundan bænum Nolli. d) I Hrútafirði á belti þvert yfir fjörðinn, sem takmarkast að norðan af línu, sem hugs- ast dregin í rjett austur og vestur frá norðurenda Hrúteyjar, og að sunnan af línu, sem hugsast dregin í rjett austur frá Kjörseyrartanga. Ennfremur tilkynnir herstjórnin að hindrun hafi verið lögð þvert yfir Hvalfjörð, hjer um bil í 317° stefnu frá suðurenda Hvaleyrar í Hvalfirði. Hindrunin er merkt með duflum, og ér hættuleg skipum. Sem stendur má þó sigla yfir hindrunina milli dufla, en skip, sem sigla yfir línuna, ættu að gera það á stefnunum ANA—VSV, eftir seguláttum. Skip verða að hlýða sjerhverri bendingu, sem þau kunna að fá frá nálægum gæslu- skipum. Reykjavík, 23. desember 1940. Umsðtrin um Bardia hafa stað' ið i 10 daga Síðustu 10 dagana hefir engin breyting orðið á vígstöðv- unum í Egyptalandi . Frejttastofufregnir herma þó, að breska umsátursliðinu hjá Rardia berist stöðugt liðsauki, og að látlausri fallbyssuskothríð sje haldið uppi á hin tvö ítölsku herfylki, sem halda uppi vörn- um í borginni. f tilkynningu ítölsku herstjórn- arinnar í gær er skýrt frá áköfu fallbyssueinvígi hjá Bardia. Bretar segja, að engin merki sjáist þess að Graziani ætli að senda herlið, til þess að bjarga setuliðinu í Bardia. Setuliðið sje algerlega einangrað, og engin leið sje fyrir það að fá nýjar skot- færabirgðir í stað þeirra sem not- aðar eru. Þess vegna hljóti setu- liðið ,sem er undir stjórn Berta hershöfðingjg, fyr eða síðar að gefast upp. Graziani er aftur á móti sagður láta vinna af kappi að víggirðing- um við Tobruk. í ræðu, sem Churehill flutti um jólin ,skýrði hann frá því, að Bret- ar myndu ekki láta staðar numið við Bardia og ekki við Tobruk, þeir myndu halda áfram til Ben gahsi og ekki hætta fyr en Libya og aðrar nýlendur ítala í Afríku væru lausar orðnar undan yfir- ráðum þeirra. Churehill ræddi einnig um þann möguleika, að Bretar gerðu innrás í Ítalíu. Grikkland. Fregnir. frá Grikklandi herma, að gríski herinn sæki fram norð- ur af Kimara í áttina til Vallona. Á miðvígstöðvunum, hjá Klisura, hafa ítalir fengið liðsauka og er barist þar um mikilvæga hæð fyr- ir sunnan borgina. Nyrst á vígstöðvunum hafa Grikkir hafið sókn að nýju og stefna nú í áttina til Elbasar. 500 flugvjelar á dag FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. það vjelaafl ,sem umráð væru yf- ir, og einnig gengu margir lærðir vjelaiðnaðarmenn atvinnulausir. Talið er, að bifreiðaverksmiðj- urnar í Bandaríkjunum geti fram- leitt allar orustuflugvjelar, sem þörf er fyrir, og geta flugvjela- verksmiðjurnar þá lagt höfuðá- hersluna á framleiðslu hinna full- komnari sprengjuflugvjela. » Samkvæmt opinberum skýrslum, sem birtar hafa verið í New York nam flugvjelaútflutningur Banda- ríkjanna til Stóra-Bretlands og Kanada í nóvembermánuði 240 flugvjelum ,en 279 flugvjelum í október. Sir Walter Layton, .hinn breski hagfræðingur, sem dvalið hefir undanfarið í Bandaríkjunum í er- indum breska flugvjelaframleiðslu- ráðuneytisins, sagði við blaðamenn, er hann kom til London í fyrra- dag, en menn mættu ekki búast við að hjálpin frá Bandaríkjunum gæti komið alveg án tafar. Sir Walter benti á, að í heimsstyrj- öldinni hefðu liðið 18 mánuðir frá ■ því að Bandaríkin fóru í stríðið og þar til hjálpin frá þeim komst á hámark. Bandaríkin væru nú komin vel á veg með framleiðsluáætlun sína, þau hefðu sigrast á ýmsum byrj- unarörðugleikum svo að í sumar mættr vænta þess, að framleiðsla þeirra væri orðin mjög álitleg, en að ári liðnu myndi hún verða orð- in „stórfeld skriða“. Loftárásirnar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. breskar flugvjelar hafi varpað sprengjum á nokkra staði í Frakklandi og að nokkrir Frakkar hafi særst eða farist, ekkert hernaðarlegt tjón hafi orðið. Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í gærkvöldi, að bresk- ar flugvjelar hefðu í gær, ann an daginn í röð, gert loftárás í dagsbirtu á flugvelli á Bret- agneskaga og á hafnarborg- ina Lorient.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.