Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 8
8 HHorðttttMitftsft Laugardagur 28. des. 1940- I 'fjelagslíf AÐGÖNGUMIÐAR að jólatrjesskemtun fje- lagsins í dag verða seldir til hádegis í dag hjá Er- lendi Pjeturssyni á afgreiðslu Sameinaða. Stjórn K.R v/* 3 STÚLKUR óskast til veitinga nú þegar. Gott kaup. Upplýsingar í síma 2313, kl. 12—1 í dag. VJELSTJÓRI með 150 hestafla rjettindi ósk- ar eftir góðu plássi nú þegar. Upplýsingar í síma 9257. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar stræti 19. Sími 2799. Uppsetn fag og viðgerðir á útvarpstækj' um og loftnetum. BLANKO fægir alt. — Sjálfsagt ó hvert heimili Hin vandláta húsmóðir notar BLITS í stórþvottum. NÝ FÖT á meðalmann til sölu hjá Hannesi Erlendssyni, Lauga- vegi 21. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið síma 1616. Við sækjum. Lauga vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela jlös og bóndósir. Flöskubúðin 3ergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. KÁPUR og FRAKKAR fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, dömuklæðskeri - Kirkjuhvoli. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR blússur og pils altaf fyrirliggj andi. Saumastofan Uppsölum Sími 2744. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra borgarstíg 1. Sími 4256. TUSKUR Kaupum hreinar tuskur gegn staðgreiðslu. Húsgagnavinnu stofan Baldursgötu 30. KAUPUM ómar liósir og glös undan ramleiðsluvörum vorum, á 20 ura stykkið. Snyrtivöruverk- miðjan Vera Simillon, Þing- oltsstræti 34. HAMINGJUHJÓ IÐ 23. diagur Eleanor, dóttir Fred Upjohn, yfir- verkfræðings, er gift Kester Larne, óðalseiganda að Ardeith óðali. Þau eru ólík að upplagi og uppruna, og foreldrar beggja hafa verið á móti giftingu þeirra. Þau eru þó enn mjög hamingjusöm og Eleanor er nýlega búin að eignast dóttur---— „Nei, jeg hljóp oft og mörgum sinnum út að brjefakassanum, til þess að sjá, hvort ekki væri kom- ið brjef frá þjer“, svaraði Kester. Og jeg hafði brjefin þín ávalt meðferðis, svo að jeg gæti litið í þau úti á bómullarekrunum“. Hann leit á brjefin og fór að opna umslögin. „Hjer er eitt frá Alice systur minni. Hún er eng- inn rithöfundur, en telur það skyldu sína, að skrifa mjer einu sinni á mánuði. Nei, hvað e þetta? Það er búið að opna þetta brjef!“ „Það er skrifað utan á það tii hr. Larne og konu hans“, svaraði Eleanor. „Það er frá frú Sheramy. Hún skrifaði okkur, til þess að minna okkur á að koma og borða miðdegisverð hjá þeim á morgun*1. „Það er alveg rjett! Og eftn* miðdegisverðinn ætía jeg til bæj- arins og hjálpa Neal að velja bíl. Oll hin brjefin eru reikningar og K. F. U. M. Almenn samkoma annað kvöld kl. 8,30. R. B. Prip talar. Allir velkomnir. Eftir GWEN BKI lOW -------------—..... HVERNIG ER ÞAÐ eru heildsalar ekki orðnir fær- ir að ráða sínu? Hjer var sett á stofn eplanefnd til að skipta þessum náðareplum, er komu fyrir jólin, en nefndin mundi best eftir sjálfri sjer, en mið- ur eftir öðrum. En af því mjer hefir altaf virst heildsalar bæj- arins prýðilegir menn, vildi jeg óska, að þeir fengju úthlutun- arrjett áður en næstu epli koma. Manni þykir ekki nóg að finna lyktina. — Eggert Jónsson, Óðinsgötu 30. Sapuð-furulið KARLMANNSHANSKI brúnn, vinstri handar, tapaðist í Bankastræti. Finnandi til- kynni í síma 4833. loks er eitt brjef frá bankanum í New Orleans. — Viltu sjá, hvað Alice hefir að segja, meðan jeg fer í gegnum þessi brjef?“ Hann fleygði brjefinu til Elea- nor, og hún opnaði það. Eins og Kester sagði, voru brjef Alice ekki sjerlega skemtileg. Henni leið vel, sagði hún, og manninum henn- ar leið vel. Og þegar Alice sagði, að móðir sín hefði haft stórt spila- boð nýlega, gekk Eleanor út fri því sem vísu, að foreldrum Kest- ers liði líka vel. Hún var að setja brjefið í umslagið aftur, þegar Kester alt í einu rak upp hljóð og stökk á fætur. Eleanor leit á hann og varð svo hissa, að hún'misti brjefið. Kester stóð með brjefið frá bankanum í New Orleans í hend- inni og starði á það, eins og það væri eitrað. „Kester!“, hrópaði Eleanor. „Hvað gengur að þjer?“ Góð stund leið, áður en Keter svaraði. Síðan sagði hann í dauf- legum en undrandi róm: „Bankinn hótar að taka Ar- deith“. ★ Eleanor heyrði einkennilegt hljóð í hálsi sínum, en hún var svo undrandi, að hún kom ekki upp nokkru orði. Hana svimaði líka, og það var eins og öll skiln- ingarvit hennar væru lömuð. Hún hafði þó svo mikla rænu að reyna að sitja grafkyr, svo að hún gerði ekki einhverja vitleysu, er hún myndi iðrast eftir, þegar hún kæmi til sjálfrar sín aftur. En hxín sá alt í einu alt Ardeith-óðal fvrir sjer, eikurnar, pálmana, hús- ið, bómullarekrumar, negrana og kofana, sem þeir bjuggix í. Hún sá fyrir sjer Kester og Iitlu telp- una þeirra, sem átti að koma nið- ur stígann, sveipuð brúðarslörinu. Og þó undarlegt megi virðast, sá hún líka fyrir hugskotssjónum sín- um merkið eftir skeifuna í þrep- inu, dæklina í kaffikönnunni og litla silfurhnífinn hans Kesters, sem var með áletruðu nafni hans, vegna þess að honum hætti við að týna því, sem hann átti. Loksins — hún vissi ekki, hve lengi hún hafði setið svona og einblínt á Kester — kom hann, laut niður að henni og kysti hana á ennið. Hún hevrði, að hann sagði; „Fyrirgefðu, ástin mín. Jeg hefði ekki átt að Iirella þig með þessu. Jeg fer til New Orleans og fæ endurnýjun á láninu“. Eleanor strauk ennið. Henni varð alt í einu undarlega innan- NÝBÓK: HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan og þurk- aðan saltfisk. Sími 3448. KALDHREINSAÐ þorsaklýsi. Sent um allan bæ. Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. DR. EINAR ÓL. SVEINSSON: Sturlungaöld Drög um íslenska menningu áfþrettánclu öld. Verð kr. 6.50 heft, kr. 8.50 í bandi og kr. 12.75 í skinnbandi. (Nokkur tölusett eint. á betri pappír í skinnbandi kr. 20.00) AÐALÚTSALA: Bókðverslun Sigfdsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. brjósts, eins og ókunnugur maður hefið kyst hana. Húu var ekki enn búin að jafna sig. „Endurnýjun?“, sagði hún. „Hvernig getur þú fengið það?“ Hann ytpi öxlum. Hún reyndi að beina athygli sinni að honum og sá nú, að hann var aftur orð- inn eins og hami átti að sjer, hinn áhyggjulausi, aðlaðandi ungi mað- ur, sem ávalt fjekk vilja sínum framgengt. ★ „Jeg get altaf fengið endurnýj- un, elskan mín“, sagði hann í sannfærandi róm. Þetta er bara formsatriði, að þeir skrifa svona. Vertu óhrædd þess vegna“. Og hann hjelt áfram í glaðlegum og sefandi róm: „Kæra Eleanor, ein- blíndu ekki svona á mig! Mjer leiðist, að jeg skyldi gera þjer bylt við. Vissir þú ekki, að jeg er altaf skuldum vafinn? Að jeg er óþekkur strákur, sem South-East- ern Exchange bankinn dekrar alt- »af við. Það er mín eina gáfa, að geta fengið peninga lánaða hjá hverjum sem vera skal“. Þegar hann sá hinn nndrandi, sársauka- fulla svip á andliti hennar, bætti hann við; „Þektirðu mig ekki, þegar þiú giftist mjer, elskan mín?“ Og Eleanor svaraði í hörkuleg- um kuldaróm, sem fjell eins og ís á sjálfstraust hans: „Nei!“ Kester svaraði ekki, en hörfaði aftur á bak. Eleanor fanst þetta augnablik eins og oddhvast sverð, er skar í gegnum líf hennar og; skildi að fortíð og framtíð. Hún horfði á Kester og sá hann með þeirri skarpskygní, er mikill sárs- auki getur skapað. Það var eins og hún sæi hann í fyrsta sinn, Kester Larne, sem hafði fengið alt rjett npp í hendurnar og aldrei þurft að lireyfa fingri til þess að gera sig verðugan þeirra gjafa,,. sem honum hlotnuðust. Kester,. sem hafði hlotið þá blessun að öðlast heiðarlegt nafn, mikinn arf og persónulega hæfileika, en aldrei dottið í hng að gera neitt til þess að varðveita alt það, sem hann hafði eignast á svo auð- veldan hátt. Peningar voru þá líklega það eina —- kannske líka það þýðingarmesta í lífi hans------ sem hann gat ekki undirokað með yndisþokka sínum, og því neitaði hann hreinlega að liafa nokkur afskifti af þeim. Hann vildi ekki viðurkenna, að peningakröfur væru óhjákvæmilegar. En eftir þeim lífsskoðunum, sem Eleanor hafði lært, var svona hugsunar- háttur ófyrirgefanlegur. Hún mintist: þess, er faðir henn- ar hafði sagt í tjaldinu við stífl- una í miskunnarlausum róm: ,,.Jeg er ekki að tala um það, sem hann hefir gert, heldur hitt, hvers kon— ar maður hann er“. Hún stóð hægt á fætur, stirð, eins og hún hefði setið marga klukkutíma í sömu stellingn. Kester horfði á hana bæði rnóðg- aður og hissa. „Jeg skil þetta ekki“, sagðÞ Eleanor. „Hvaðan höfum við feng- ið peningana, sen^ við höfuni eytt?“ „Jeg hefi einmitt verið að velta því fyrir mjer“, svaraði hann og- yptL öxlum. „Hve mikið skuldar þú?“ „Það hefi jeg ekki hugmyncÞ um“, svaraði Kester. „Talaðu ekki svona við mig, eins og jeg væri óviti!“, hróþaði hún. „Hvaðan hafa peningarnir- komið ?“ Framhald'. Fyrirliggfandi: RÚÐUGLER 24 ounz. Eggeri Kristjánsson & Co. h.f. Sími 1400. Kaupi og sel allikonai' verQbi)e! og fasleignir. Hl viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftirr tamkomulagi. — Sfmar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.