Morgunblaðið - 05.01.1941, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. janúar 1941
Astralska herliðið sagt vera
í Bardía: 8 þús. fangar teknir
Þjóðverjar ætla
að gefa Irska
sendlherranum
„skýr og ðkveð-
la“ svðr
U ulltrúi jjýska utanríkis-
málaráðuneytisins skýrði
amerískum blaðamönnum i Ber
lín frá því um miðjan dag í
gær, að írski sendiherrann hefði
þá enn ekki komið í utanríkis-
málaráðuneytið til þess að
leggja fram mótmæli gegn loft-
árásunum á írland, en mót-
mæli þessi höfðu verið boðuð í
fregnum frá London.
Fulltrúinn sagði, að ef svo
íæri, að írski sendiherrann
kæmi til að leggja fram ein-
hver mótmæli, þá myndi hann
fá „skýr og ákveðin“ svör. En
á þessu ^tigi hvað fulltrúinn
ekki ástæðu til að rifja upp
þetta mál frekar.
En í þýskum blöðum er því
haldið fram fullum fetum, að
engar þýskar loftárásir hafi
verið gerðar á írland undan-
farið. Er því haldið fram, að
annaðhvort hafi Bretar gert
loftárásina sem hjer um ræðir,
eða að engar loftárásir hafi
verið gerðar.
Obinber írsk
tilkynning
Iopinberri tilkynningu, sem
birt var í Dublin í gær, segir
að brot úr tveim segulmögnuðum
tundurduflum, sem varpað var nið
ur fyrir framan höfnina í Ennis-
skerry í vikunni, hafi verið an
þýskum uppruna.
Einnig er skýrt frá því, að
sprengjurnar, sem varpað var yf-
ir "Wexford-hjeraðinu, hafi verið
þýskar.
En það er áftur á móti borið
til baka, að nolckur loftárás hafi
verið gerð á Dublin.
7 af hverjam 10
Könnun, sem farið hefir fram
á almenningsálitinu 1 Banda
ríkjunum nú um áramótin, hefií'
leitt í ljós, að 68 af hverjum 100
Bandaríkjamönnum telja að það
sje hagsmunamál Bandaríkjanna
að Bretar vinni sigur.
7 af hverjum 10 eru fylgjandi
því, að hjálpin t.il Breta verði auk-
iu.
Ahlaupið á borgina
kom Itölum á óvart
Samvínna Hítlers
og Stalíns
24 klst. árái á borg-
ina af landl, sjó
og úr loffi
HERMÁLARÁÐHERRA Ástralíumanna, sem
nú er staddur í Kairo, var í gærkvöldi sagð-
ur hafa símað til ríkisstjórnarinnar í Syd-
ney, að ástralski hershöfðinginn, sem stjórnaði áhlaupinu
á Bardia, væri nú kominn inn í borgina og hefði tekið 8
þús. ítalska fanga.
I tilkynningu bresku herstjórnarinnar, sem birt var
fyr í gær, var skýrt frá því, að áströlsku hersveitirnar
hefðu brotist 3 km. inn í miðbik varnarlínu ítala hjá Bar-
dia á 14 km. breiðri víglínu. Samkvæmt þessari tilkynn-
ingu áttu Bretar aðeins 2—3 km. ófarna til sjálfrar borg-
arinnar.
í tilkynningu herstjórnarinnar var skýrt frá því, að hernaðarað-
gerðir hjeldu áfram með góðum árangri.
í fyrrakvöld hafði herstjórnin tilkynt að á fyrsta -degi
áhlaupsins hefðu 5 þús. fangar verið teknir, eða þriðji hlutinn
af setuliðinu í Bardia.
Aströlsku hersveitimar komu Itölum á óvart með því að hefja
áhlaup sitt að suð-vestan við borgina. En ítölsku fallbyssurnar böfðu
allar verið settar þannig upp, að þeim var miðað í aðra átt.
Á undan ástralska fótgöngulið-
inu fóru brynvarðar bifreiðar og
skriðdrekar slitu í sundur gadda-
vírsgirðingarnar, sem Italir höfðu
reist til vamar.
Það hefir verið opinberlega til-
kynt, að mannfall í liði Astralíu-
manna hafi verið iltölulega lítið.
LÁTLAUS
SKOTHRÍÐ.
Áður eu áhlaupið hófst hafði
staðið látlaus skothríð á Bardia
af landi, sjó og úr lofti. í 24 klst.
hiifðu fallbyssur í landi látið stór-
skotum rigna yfir borgina, hresk
iierskij) höfðu skotið á hana af
sjó, og breskar sprengjuflugvjel-
ar höfðu varpað yfif hana þús-
undum kílógramma af sprengj-
um. Breskur flugmaður hefir
skýrt frá því, að þetta hafi ver-
ið mesta skothríðin, sem gerð hef-
ir verið frá því að hernaðarað
gerðirnar í Norður-Afríku hófust.
í tilkynningu ítölsku herstjórn-
arinnar í gær er skýrt frá áköf-
um orustum við Bardia, óg loft-
árásum ítalskra flugvjela á bresk
lierskip við strendur Libyu.
Arnljótur Guðmundsson lög-
fræðingur hefir verið ráðinn sem
fulltrúi á bæjarskrifstofunum.
Bæjarráð samþykti þessa stöðu-
veitingu á fundi sínum í fyrra-
dag. Einnig samþyktj bæjarráð, að
ráða Skúla Tómasson sem um-
sjónarmann með innheimtu fram-
færsluskulda. Kristinn Kristjáns-
son var skipaður aðstoðarmaður 1.
flokks, Ólafur Halldórsson bókari
og Jakobína Jósefsdóttir 1. flokks
kvenskrifari.
Athygli ÞjóB-
lerja beinist að
Balkanskaga
Ifregnum, sem borist hafa
frá Berlín til New York
segir, að höfuðathyglin í þýsku
höfuðborginni beinist pú jhð
hinu stjórnmálalega og hern-
aðarlega viðhor'fi á Balkan
skaga. Almenningur í Þýska-
landi virðist búast við tíðind-
um þaðan á næstunni.
Tilkynningin um að þýskt fluglið
sje komið til Ítalíu hefir orðið til þess
að örf'a þessa trú manna. Sögusagnir
ganga stöðugt um þa,ð, að meira her-
lið heldur en aðeins flugliðið, hafi vei’-
ið f'lutt frá Þýskalandi t.il Ítalíu, en
enga opinbera staðfestingu hefir tek-
ist að fá á þessum fregnum. Fregnir
ganga einnig um það, að Þ.jóöver jaj'
hafi liðsamdrátt á stöðum í suður- og
suðausturhluta Þýskalands, og að það-
an sje auðvelt að flytja. það, hvert sem
vera skal til vígstöðva á Balkanskaga.
Heimsókn búlgarska forsætisráð-
herrans til Vínarborgar hefir glætt á-
liugajm fyrir Balkanmálunum. Það er
þó ekki vitað hvort hann og Pliiloff'
Ribbentrop hafi ræðst við, en von
Ribbentrop hefir ekki verið í Berlín
undanfarna daga. En það er þó tal-
in fullnægjandi skýring á fjarveru
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
vor« tveggfa
ára gömtcí
T71 regnir hafa komist á loft
um sundrung milli Þjóð-
verja og Rússa. Fulltrúi utan-
ríkismálaráðuneytisins þýska
sagði í gær, að fregnir þessar
hefðu verið bygðar á ummæl-
um Stalins, sem birt voru í Eng-
landi og sem sögð voru höfð
eftir rússneska blaðinu Pravda.
1 ummælum þeim, sem vitnað
er í, talar Stalin um misklíð
milli Rússa og Þjóðverja. En
fulltrúi þýska utanríkismála-
ráðuneytisins upplýsti að um-
mæli þessi hefðu verið tekin úr
,,Pravda“ frá árinu 1938, er
sundrung var með Þjóðverjum
og Rússum. Þessi sundrung
hefði horfið með þýsk-russ-
neska vináttusáttmálanum.
Fulltrúinn sagði, að sambúð
Þjóðverja og Rússa væri góð
og trygg. Hann sagði, að þýski
viðskiftafulltrúinn Schnurre
stæði í samningum í Moskva,
og að þess væri að vænta, að
samningunum yrði brátt lokið
með góðum árangri.
Rússar bera
einnig til baka
Iopinberri tilkynningu sem
Tassfrjettastofan birti í gær,
segir að frjettastofunni hafi
verið heimilað að lýsa yfir því,
að ummæli, sem birt hafa verið
erlendis og sem sögð væru
höfð eftir Stalin, sem einhvers-
konar nýársboðskapur frá hon-
um, væru fölsuð.
Ágreiningurinn
I Vichy
Það var viðurkent í Berlín
í gær að ágreiningur væri
á milli „áhrifamikilla stjórn-
arklíku“ í Vidcy og manna,
sem vildu taka upp samvinmi
við Þjóðverja á grundvelli
þeirra tillagna sem Laval hefði
gert.
Fulltrúi þýska utanríkismála-
ráðuneytisins sagði að þýska
stjórnin ætlaði að sjá hverju
fram vindur, áður en hún tek-
ur ákvörðun um nýjar ráðstaf-
Ægílegar
loftárásír
á Bremen
og Brístol
Bretar gerðu loftárás á
Bremen í fyrrakvöld,
þrðija kvöldið í röð og segja,
að þegar bresku flugvjelarnar
hjeldu burtu, hafi iðnaðar-
hverfi borgarinnar verið í einu
eldhafi.
Bresku flugmennirnir töldu
18 rauða elda en köstuðu ekki
tölu á hina mörgu „hvítu“ elda
í borginni. Þjóðverjar ein-
beindu árásum sínum að Bristol
íí fyrrinótt. I breskum fregnum
er skýrt frá því, að hlutfallið
milli tundursprengja og eld-
sprengja sem varpað var yfir
borgina, hafi verið jafnara en
1 fyrri árásum á Bristol.
Tjónið í borginni var mikið,
í einni götu fór fólk úr loft-
varnabyrgjum sínum til þess
að gera óskaðlegar eldsprengj-
ur sem rigndi niður yfir húsin
þar.
Tilkynning þýsku herstjórn-
arinnar í gær var á þessa leið:
Þrátt fyrir slæm veðurskilyrði fór
þýski flugherinn könnunarflugferöir í
dagsbirtu í gær. f suð-austur Englaudi
var varpað sprengjum á flugvöll, með
góðum árangri.
í g&rkvöldi gerðu öflugar þýskar
sprengjuf lugv j elasveitir loftárás á
Bristol. Margar sprengjur af öllum
stærðum ollu sprengingum og
kveiktu mikla elda, sem sáust greini-
Jega úr mikilli fjarlægð. Sprengjuá-
rásir voru einnig gerðar á aðra mik-
ilvæga staði í Suður-Englandi.
Breskar flugvjelar flugu yfir Norð-
ur-Þýskaland í gærkvöldi og vörpuðu
sprengjum á fjórum stöðum. Eld-
sprengjum var varpað aðallega á í-
búðarhverfi, og kveiktu þær marga
elda. En aðeins lítilvægt tjón hlaust á
stöðum, sem hafa hernaöarlega eða
iönaðarlega þýðingu. Tvær breskar
flugvjelar voru skotnar niður. Einn-
ar þýskrar flugvjelar er saknaö.
Tjðnið af 18 daga
leifturstrfði i Belgíu
Tölur, sem birtar voru í
London í gær og sem
bygðar eru á skýrslum útgefn-
um í Brússel, leiða í ljós næsta
ótrúlegt tjón, sem varð í
Belgíu í lefiturstríðinu í maí
síðastliðnum.
Samkvæmt þessum tölum
voru á 18 dögum, á meðan leift
urstríðið stóð yfir, 34 þús. hús
löskuð eða eyðilögð. En auk
þess varð minniháttar tjón á
116 þús. húsum.
Margar hinna minni borga í
Belgíu eru að meira eða minna
leyti í rústum, einkum borgir
eins og Tournai, Louvain,
Ostend o. fl.
f styrjöldinni varð tjón á 6
þús. mílum þjóðvega og eru
mörg hjeruð þess vegna enn
að nokkru leyti einangruð.
Um 100 járnbrautarstöðvar
voru eyðilagðar.
Hjer við bætist, að 1455 brýr
og neðanjarðargöng voru eyði-
lögð.
an-ir.