Morgunblaðið - 05.01.1941, Side 3
Sunnudagur 5. janúar 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Samtal wflð Alexander
Jóliannesson prófessor
Fjöldi merkra
háskólafyrirlestra
Hvers vegna sinnir út-
varpið ekki þessu efni?
ERU nokkrar nýjungar í aðsigi í Háskólanum?
spurðum vjer háskólarektor í gær, dr. Alex-
ander Jóhannesson prófessor.
— Þar eru altaf nýjungar, svarar prófessor Alexander. Háskól-
inn er í stöðugri þróun. Þar er aldrei kyrstaða. Þjer vitið, að opin-
berir fyrirlestrar hafa verið óvenju margir í vetur og aðsókn að þeim
með mesta móti. Þessum fyrirlestrum verður haldið áfram.
— Hvaða fyrirlestra eigum við
von á á næstupni ?
Sunnudagafyrirlestrar
háskólakennara.
— Það eru fyrst sunnudagafyr-
irlestrar háskólakennara, sem hafa
verið mjög vinsælir. Þeir eru þrír
eftir. í þessum mánuði mun pró-
fessor dr. Magnús Jónsson flytja
fyrirlestur og er efnið: Prá upp-
tökum kristninnar. Fyrirlesturinn
verður fluttur 19. þ. m.
Ilinn 2. febrúar flytur prófessor
Ólafur Lárusson fyrirlestur um
hefnd; mun efnið verða tekið úr
fornsögum og fornri löggjöf.
Loks kemur Sigurður Nordal
prófessor 23. febrúar. Hann nefnir
sinn fyrirlestur: Gunnhildur
kongamóðir.
Allir þessir fyrirlestrar vei’ða
fluttir í hátíðarsal Háskólans, kh
2—3 á sunnudögum.
Úr sögu Dana —
Frönsk málaralist.
En auk þessara sunnudagafyrir-
lestra hefir þegar verið ákveðið
um marga opinbera háskólafyrir
lestra, segir prófessor Alexander
ennfremur.
Legationsráð Brun flytur í
þessum mánuði 3 fyrirlestra um
„Danmarks udenrigspolitik 1865—
1870“. Þessir fyrirlestrar verða
fluttir 21., 24. og 28. þ. m. og
verða á dönsku: Þeir verða flutt
ir í 1. kenslustofu Háskólans kl.
6—7 síðd.
Voillery, ræðismaður Prakka,
flytur einnig 3 fyrirlestra í febrú-
armánuði, 6., 13. og 20. febr, kl.
8—9 síðd. Efni fyrirlestranna
verður um málaralist í Frakklandi
frá 1800 til vorra daga. Skugga-
myndir verða einnig sýndar. Pyr-
irlestrarnir verða á frönsku.
Tónlist.
- Þá hefir verið ákveðið í sam-
vinnu við Tónlistarfjelagið, að
Hallgrímur Helgason tónskáld
flytji alls 8 fyrirlestra um tónlist.
Munu þeir hefjast bráðlega.
Efni fyrirlestranna verður:
1. Menningarlegt gildi tónræns
uppeldis.
2. Uppruni og eðli íslenskra
þjóðlaga, tóntegund þeirra og
hreimfall. Verða tveir fyrirlestr-
ar um þetta efni.
4. Upphaf fjölraddaðs söngs á
meginlandi Evrópu, með sjerstöku
tilliti til íslenska tvísöngsins.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
80.000 krónur
tll skálda 09
lislamanna
Úthlutun Menta-
málaráðs
lVyf" entamálaráð Islands út-
hlutaði á gamlársdag
þeim 80.000 krónum, sem
veittar eru á fjárlögum 1941 til
rithöfunda, listamanna og fræði
manna.
Kr. 3000.00 hlutu:
Ásgrímur Jónsson, Ásmund-
ur Sveinsson, Davíð Stefánsson,
Guðmundur Friðjónsöon, Guð-
mundur Hagalín, Gunnar Gunn
arsson, Jóhannes Kjarval. Jón
Stefánsson, Ríkarður Jónsson.
Kr. 2400.00 hlutu:
Guðmundur Kamban, Hall-
dór Kiljan Laxness, Jón Leifs,
Kristmann Guðmundsson,
Magnús Ásgeirsson.
Kr. 1800.00 hlutu:
Jakob Thorarensen, Jóhann-
es úr Kötlum, Magnús Stef-
ánsson, Tómas Guðmundsson,
Þórbergur Þórðarson, Þorkell
Jóhannesson.
Kr. 1600.00 hlaut:
Skúli Þórðarson.
Kr. 1200 00 hlutu:
Finnur Jónsson, Gunnlaugur
Blöndal, Steinn Dofri.
Kr. 1000.00 hlutu:
Elinborg Lárusdóttir, Guð-
brandur Jónsson, Guðmundur
Daníelsson, Hallgrímur Helga-
son, Indriði Þorkelsson, Jón
Magnússon, Kristín Sigfúsdótt-
ir, Kristján Albertson, Leifur
Ásgeirsson, Pjetur Á. Jónsson,
Sigurður Jónsson Árnar\Tatni,
Theodór Friðriksson, Unnur B.
Bjarklind, Þorkell Þorkelsson,
dr.
Kr. 800.00 hlutu:
Björn Guðfinnsson, Eiríkur
Albertsson, Hesti, Guðmundur
Böðvarsson, Guðni Jónsson,
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
ÚTGERÐIN 1940
1 Whisky-
flaska —
3 stolnir
bílar
rír unglingar drukku sam-
an eina flösku af whisky
í fyrrakvöld. Þeir stálu þrem-
ur bílum og stórskemdu tvo
þeirra, en óku þeim þriðja á
ljósastaur. Enginn þeirra hefir
bílstjórarjettindi. Þeir eru á
aldrinum 17, 18 og 20 ára.
Klukkan um 10 í fyrrakvöld
var leigubifreiðinni R. 902
stolið, þar sém hún stóð fyrir
utan Bifreiðastöðina Geysir.
Skömmu síðar fanst bíllinn í
hitaveituskurði lengst inn á
Hverfisgötu. Bíllinn var stór-
skemdur. Hafði honum verið
ekið utan í húsið Hverfisgata
100 B.
Nokkru seinna sama kvöld
var leigubifreiðinni R. 454 frá
B. S. R. stolið á Lækjartorgi.
Bifreiðin fanst síðar um kvöld-
ið hjá Vatnsendaveginum, fyr-
ir utan bæinn. Hafði henni
verið ekið út af veginum og
sat hún þar föst. Stýrisútbún-
aður og ,,gear“-kassi var úr
lagi, talsvert skemt.
Klukkan 2 s.l. nótt var þriðju
bifreiðinni stolið í Templara-
sundi. Var það R. 1221, eign
Steindórs. Þessari bifreið hafði
verið ekið aftur á bak og á
ljósastaur. Skemdist bæði bif-
reiðin og ljósastaurinn. Henni
var síðan ekið á sama stað sem
hún var á áður.
Rannsóknarlögreglan hafði
strax í gær upp á piltum þeim,
sem valdir voru að þessum
þjófnuðum og spellvirkjum. —
Það voru þrír unglingar. Höfðu
þeir drukkið saman eina
flösku af Whisky áður en þeir
lögðu í herferðina.
Tvent má læra af þessum at-
vikum og ættu hlutaðeigendur
að láta sjer að kenningu verða:
I fyrsta lagi: Það er ó-
siður að kenna unglingum
að stýra bíl fyr en þeir
hafa aldur til að taka bíl-
stjórapróf, en það er al-
gengt að bílstjórar og bíla-
eigendur leyfi unglingum
að ,,taka í bíl“ hjá sjer.
í öðru lagi: Bílstjórar
ættu aldrei að ganga frá
bílum sínum án þess að
loka vjelinni og hafa lykil-
inn með sjer. Hver ein-
asta bifreið er þannig út-
búin að auðvelt er að loka
vjelinni fyrir óviðkomandi.
Sje það gert er engin
hætta á að bílnum verði
stolið.
Bæjarráð samþykti á fundi sín-
um í fyrradag, að leggja til að
bifreiðum verði bannað að nema
staðar í Ingólfsstræti, milli Banka-
strætis og Hverfisgötu, nema á
meðan afgreiðsla fer fram.
Eftir Richard Thors
RICHARD THORS framkvæmdastjóri hefir nú
um þessi áramót, sem á undanförnum árum,
samið stuttort yfirlit fyrir blaðið yfir rekst-
ur útgerðarinnar árið sem leið, og er frásögn hans svo-
hljóðandi:
Árið 1940 verður að telja fimta aflarýra árið fyrir þorskveiðar,
nú í röð, enda þótt fiskimiðin hafi verið að mestu leyti friðuð fyrir
veiðum erlendra skipa. Á þetta sjerstaklega við um vetrarvertíðina
fyrir Suður- og Vesturlandi, svo og haustvertíðina við Faxaflóa.
Hagnýting .aflans var að all-
verulegu leyti með öðrum hætti
en tíðkast hefir áður, og var kapp
kostað að flytja út alt sem unt
var alstaðar frá á landinu af
ferskum fiski ísvörðum. Togara-
flotinn, allur að heita má óskift-
ur, hefir flutt allan sinn afla ís-
varinn til Stóra-Bretlands, alt ár
ið, að undanskildum fáum togur-
um, sem stunduðu síldveiðar um
tveggja mánaða tíma, og eins hafa
öll stærri línuveiðaskip verið á
siglingum með ísvarinn fisk alt
árið, nema þau sem þátt tóku í
síldveiðunum. Ýmist hafa skipin
aflað sjálf eða sumpart stundað
veiðar og keypt til viðbótar, þeg-
ar með hefir þurft, eða þau hafa
eingöngu keypt nýjan fisk af
heimabátum og siglt með hann ís
varinn til Stóra-Bretlands.
Þannig hafa öll íslensku veiði-
skipin, sem til þess hafa verið
nothæf, siglt með ísvarinn fisk,
en auk þess hefir e. s. Hekla ver-
ið útbúin fyrir siglingar með laus
an ísvarinn fisk, og hefir hún
siglt alls fimm ferðir til Hull. En
auk íslensku skipanna hafa út-
lend skip verið leigð til þessa
sem einnig í ríkum mæli hafa
fengið heimild til kaupa á nýjum
fiski fyrir milligöngu Islendinga,
sjerstaklega fyrir Austur- og
Norðurlandi, og siglt með hann
til Stóra-Bretlands. Er leitt til
þess að vita, að íslendingar skuli
ekki hafa kosið heldur að leigja
Færeyingana ‘ og taka áhættuna1
af sölunni, sem'hingað til myndi
hafa fært þeim álitlegan hagnað.
Engu skal þó spáð um, hvernig
þau viðskifti verða hjeðan í frá,
og engin eggjaður á að hefja á-
hætturekstur, en ekki sýnist það
óheilbrigt fyrir útgerðarmenn að
greiða eðlilega leigu fyrir hentug
skip til skamms tíma í senn, og
senda afla sinn á erlendan mark-
að. Skal ekki farið frekar út í
þær sakir hjer.
Heyrst hafa raddir um að
minni skipin hafi sótt siglingarn
ar til útlanda full djarflega, og
víst er um það, að mikið lán hef-
ir fylgt íslenskum skipum á þess-
um hættutímum, þar sem engin
óhöpp, svo að teljandi sje, hafa
komið fyrir, að undanskildu hinu
sorglega Braga-slysi, sem þó staf
aði af ásiglingu, og nú nýverið
loftárásin á Arinbjörn hersi, sem
þó olli ekki manntjóni, en meiðsl-
um á fimm skipverjum.
Vonandi fylgir sama gifta ís-
lenskum sjómönnum í siglingum
þessum á þessu ári, en óhug nokk
urn hefir slegið í sjófarendur út
af fregnum, sem nýlega hafa bor
ist um rekdufl nálægt fiskimið-
unum.
AFRAKSTURINN
Afrakstur framangreinds at
vinnureksturs hefir verið
mjög sæmilegur fyrir alla að-
standendur enn sem komið er, en
eins og að líkum lætur hefir at-
vinna við fiskverkun í landi þorr
ið að miklum mun.
Frá ófriðarbyrjun hafa veiði-
skip og flutningaskip farið með
ísvarin fisk til Stóra-Bretlands
tæpar 900 ferðir, og fiskurinn
verið seldur fyrir 75 til 80 milj.
króna brúttó, en frá því dregst
auðvitað allur erlendur kostnað-
ur, svo sem veiðarfæri, vistir, ið-
gjöld fyrir sjó- og stríðstrygg-
ingar o. fl. Atvinnuvegur þessi
er oss hinn þýðingarmesti eins og
nú standa sakir, og væri það al-
varlegur hnekkir allri afkomu
landsmanna, ef siglingar með ís-
varinn fisk torvelduðust, eða úr
þeim drægi að verulegu leyti.
SALTFISKFRAMLEIÐSLA
Saltfiskframleiðsla hefir þó
orðið nokkur í landinu,
og hefir alls verið saltað um 16000
smál., miðað við þurkaðan fisk,
en 1939 voru söltuð 37.500 tonn
og 37.000 tonn árið 1938. Fisk-
birgðir l./l. ’40 voru 10,680 smál.
og hafa því verið rúmar 26.000
smál. til útflutnings á liðna árinu.
Helstu markaðslöndin hafa verið
Ítalía, Spánn, Portúgal og Eng-
land, en til Mið- og Suður-Amer-
íku hafa verið fluttar um 3000
smál., sem er talsvert minna en
árið áður. Birgðir eru um 3400
smál., en sem nær allar seldar.
Saltfisksverðið hefir verið smá
hækkandi, og hefir Sölusamband
ið greitt nú síðast fyrir saltfisk
55 aura pr. kg. og pressufisk 68
aura, verkaðan Labrador kr.
130.00 skpd., stórfisk kr. 150,00
til kr. 170,00 skpd
Frosinn fiskur, aðallega flök,
hefir verið fluttur út meir en
nokkru sinni fyr, eða alls um 7500
smál., að verðmæti um kr. 11
miljónir, og hefir hann alllur ver
ið seldur til Englands.
Atvinnugrein þessi er mjög
mikilsvárðandi, og væri óskandi
að hún ykist, og að ófriðará-
standið greiddi götu nýs fiskjar
tilhafðan á þennan hátt, því sje
þess gætt, að nota aðeins nýjan
fisk til frystingar, er hæpið að
fundin verði önnur leið betri til
þess að tryggja Ineytendum í
fjarlægð, að þeir fái fiskinn svo
að segja nýjan upp úr sjónum.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.