Morgunblaðið - 07.01.1941, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. janúar 1941.
Loforð Roosevelts um stöðugt fleflri skflp, fleflri flugvfelar
og fleflrfl byssur tfll lýðræðisþfóðanna
„Við munum ekki láta ógnanir
einræðisherranna aftra okkur“
Þeir kunna að telja
hjálp okkar hernað-
araðgerðir — en hún
er það ekki
ROOSEVELT lýsti yfir því í gær, er hann setti
77. þing Bandaríkjanna, að Bandaríkin myndu
láta í tje, þjóðunum, sem veita ágengni ein-
ræðisþjóðanna, „skip, flugvjelar og byssur í stöðugt aukn-
um mæli, þetta er tilætlun okkar og loforð okkar“, sagði
forsetinn og um leið kváðu við fagnaðaróp um þingsalinn.
Roosevelt hjelt síðan áfram: „Við munum ekki láta
einræðisherrana hræða okkur út af þessari braut, þótt
þeir lýsi yfir því, að hjálp okkar til lýðræðisþjóðanna sje
hernaðaraðgerð. Þessi hjálp okkar er ekki hernaðarað-
gerð.
EINHLIÐA TÚLKUN
En það er einmitt þessari einhliða túlkun á alþjóðalögum
sem við viljum ekki hlíta. Þið getið verið vissir um, að þegar
einræðisþjóðirnar ætla að fara með hernað á hendur okkur, þá
munu þær ekki bíða eftjr því, að við fremjum einhverja hernað-
araðgerð. Þær voru ekki að bíða eftir að Norðmenn, Belgir eða
Hollendingar fremdu einhverjar hernaðaraðgerðir.
Um þöf lýðræðisþjóðanna fyrir hjálp Bandaríkjanna, sagði
Roosevelt:
„BILLIONIR VOPNA“
„Þær vantar ekki menn, heldur billionir vopna. Sá tími
kann nú að vera kominn, að þær hafa ekki reiðu fje, tii þess að
greiða með þessi vopn. Eigum við þá að segja við þær: ,,Þið
verðið að gefast upp vegna þess að þið eruð í bili ekki færir um
að greiða úttekt ykkar“. . ,
ÞAÐ SEM ÞEIR ÞURFA
Yið verðum að láta þær hafa það sem þær þurfa. Jeg á ekki
við, að við veitum þeim dollara-lán, sem endurgreiðist í doll-
urum. Jeg á við, að þær verða að geta haldið áfram að fá þau
hergögn, sem þær þurfa frá Bandaríkjunum, til þess að geta
haldið áfram að berjast gegn ofbeldinu.
Við Ameríkumenn skulum segja við þessar þjóðir: Við lát-
um okkur miklu skifta baráttu ykkar og munum tefla fram öll-
um kröftum okkar og auðlindum til þess að gefa ykkur styrk.
Innrás
Þjóðvcrja
í Bttígaríti
á morgtm?
Herflutningar Þjóð-
verja tíl Balkan-
landanna og Itaííú
Hugleiðingar um framtíð Balk-
anríkjanna eru nú á ný
forsíðuefni heimsblaðanna. Hafa
frjettir um herflutninga Þjóðverja
til Rúmeníu valdið þessum heila-
brotum blaða og frjettastofnana.
\ fregn frá New York segir, að
Þjóðverjar hafi þegar undirbúið
innrás í Búlg'aríu og eigi sú inn-
rás að, hef jast á morgun (8. jan.).
Aðrir frjettamenn þykjast vita, að
Búlgarár hafi ]>egar gefist upp
fvrir Þjóðverjum og ætli að láta
þá fá sömu fríðiudi og Rúmenar
hafa veit þeim.
Frjettaritari Reuters í Búlgaríu
skýrir frá því, að kommúnistar
;þar hafi nýlega breytt út flugrit
meðal almennings í Búlgaríu, þar
sem þeir skýra frá því, að Sovjet-
Rússlandi muni. aldrei leyfa, að
Þjóðverjar nái fótfestu í Búlgaríu.
Ffá RÚsstandi hafa ekki horist
’nein ummæli um ástandið á Balk-
'an, en það þykir allmerkilegt, að
allir séhdiherrar Rússa í höfuð
horgum Balkanríkjanna hafa ver-
ið kallaðii* heim til að gefa stjórn
simii skýrslur um ástandið á
Balkan.
Engar staðfestar frjettir hafa
borist um ferðalag Pliiloffs, utan-
ríkismálaráðherra Búlgaríu. Á
sunyindag var sagt, að hann hefð:
farið til Salzburg til að hitta þar
von Ribbentrop, en þær fregnir
voru bornar til baka í Berlín í
gær.
í London er sagt að Búlgarar
sjeu mjög á báðum áttum um
hvort þeir eigi að láta undan
kröfum þýsku stjórnarinnar. Þeit'
muni of vel ófarirnar í heims-
stvrjöldinni til a.8 óska eftir að
þær endurtaki sig.
Um liðssamdrátt Þjóðverja í
Suðaustur-Evrópu er það sagt, að
þeir hafi nú um 45 herfylki, eði
rúma hálfa miljón hermanna. í
•Rúmeníu. Hafi her þessi tekið sjer
stöðn á landamærum RússlandS' og
Rúmenín, oog lijá landamærum
Búlgaríu og Júgóslafíu.
Þrálátur orðrómur gengur enn
um liðssendingar Þjóðverja til
ftalíu.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Tvsr konur dsmdar
til daufia í París
Fyrir að dreifa
áróðursritum
Lundúnablaðið „Daily Express“
segir frá því að þýskur her-
rjettur í París hafi dæmt tvær
breskar konur til dauða.
Konum þessum var gefið að sök,
að þær he.fðu dreift áróðursriturn
meðal Frakka í Párís.
Komirnar heita Winifred HarJ
og Florenee Frickard.
Sendisveit Bandaríkjanna í Par-
ís hefir unnið að því að fá dóm
inum breytt og er talið sennilegt,
að honum verði ekki framfylgt.
Roosevelt lauk máli sínu með
því að segja, að Bandaríkja-
menn yrðu að vera við því bún-
ir, að færa fórnir. Hann kvaðst
vilja að vígbúnaðurinn yrði
greiddur að sem mestu leyti
með sköttum, en ekki með lán-
um.
En Bandaríkjamenn væru
fúsir til að færa þessar fórnir,
fyrir frelsið, málfrelsi og skoð-
anafrelsi, frelsi til þess að til-
biðja guð, hver eftir sínum
vilja, frelsi frá neyð og frelsi
frá ótta.
Styrkleiki okkar felst í því,
að við stefnum allir að einu
og hinu sama.
Roosevelt hafði hafið mál sitt,
eftir að hinni venjulegu athöfri,
sem fer fram þegar nýkjÖrnir for-
Þjúðverjar orðnir úþol
inmóðir gagnvart
ViGhy-stjórninni
Fregnir frá Vichy herma, að
enn sje mótstaðan gegn
Þjóðverjum allhörð hjá mörgum
ráðherrum Vichy-stjórnarinnar.
Er sagt að þýska st.jórnin sje
oi'ðin óþolinmóð og finnist sarnn
iugarnir við Vichy-stjórnina
ganga of seint.
Hefir heyrst, að Þjóðverjar hafi
hótað Vichy-stjórninni að taka
upp harðari afstöðu gagnvarc
Frakklandi ef bráðlega dragi
ekki sanian í samningunum milii
Þjóðverja og Frakka.
Martinique verður varin.
Landstjórinn á frönsku eynni
Martinique, við st.rendur Ameríku,
hefir skýrt frá því, að Vichy-
■stjórnin hafi gefið hopum fytir-
skipanir um að verja eyna með
yopnavaldi, ef nokkur erlend þjóð
geri tilraun til að gera þar inn-
íýs. Hefir landstjórinn lýst yfir
þA’í, að hann muni því verja evna
ef til innrásar erlends valds kæmi.
Frá því var skýrt í gær í
hernaðartilkynningu hresku
herstjórnarinnar x Kairo, að
Bretar hjeldu áfram sókn
sinni vestur frá Bardia og að
framvarðasveitir væru komn-
ar í námunda við Tobruk,
sem er um 90 km. fyrir vest-
an Bardia.
Bardia-borg er í rústum éftir
skothríð Breta á hana og er sagt,
að þar standi ekki eitt einasta
hus óskemt nemá bænahús mú-
haméðstrúarmanna, sem er við að-
algötn borgárinnar.
Mikið herfang.
Með falli borgarinnar fjell ó-
hemju míkið af hergögnum í hend-
UJ’ Bretum. Meðal herfangsins eru
um 50 skriðdrekar, fallbyssur og
loftvarnabyssur í hundraða tali,
herbílar, hermannaútbúnaður og
vistir. Á það er bent, að ítalir
hafi grafið mikið niður af birgð-
úm sínum, sem því falli óskemd-
ar í hendur Bretum.
Þótt Bardia s.je í rústum hefir
hún mikla hernaðárlega þýðingu
fyrir Breta. Þeir geta nú flutt
vistir til herliðs síns sjóleiðina,
því höfn er góð í Bardia.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Bardía falflin
30 þú§. fang-
ar teknir
Breskar framvarða-
sveítir komnar
að Tobruk
HAFNARBORGIN BARDIA í Libyu fjell í
hendur Bretum á sunnudaginn var, eftir
36 klukkustunda látlausa bardaga og 20
daga umsátur. Bretar haf a tekið, um 30 þúsund ítalska
fanga í borginni.
Með fálli Bardiá er’talið að afstýrt hafi verið með öllu hættunni
á að Italir gerðn innrás í Egyptaland, og er fall borgarinnar því
eínu þýðingarmesti siguriilti, sem Bretar hafa unnið í þessari styrjöld.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.