Morgunblaðið - 07.01.1941, Síða 3

Morgunblaðið - 07.01.1941, Síða 3
Þriðjudagur 7. janúar 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Allsherjar atkvæðagreiðsla í Dagsbrún nauðsynleg Samþykt á fámennum æsinga- fundi má ekki stofna atvinnu fjölda manna í voða Kommúnistar dreifa ðróðursbrjefl meðal breskra bermanna Sainnifloatillðgurnar fela í sjer margskonar hlunnindi fyrir verkamenn MEÐ degi hverjum verður það fleiri og fleiri mönnum ljóst, að ekki er við það unandi, að samþykt, sem 1/5 af fjelagsmönnum Dagsbrúnar gerir á æsingafundi, eigi að stöðva atvinnu 3000 manna og stofna atvinnumöguleikum þeirra í bein- an voða. Verkamenn geta ekki þolað, að hinar stórfeldu kjarabætur, sem voru í samningsuppkastinu, verði að engu gerðar. Þeir mqga hvorugt eiga á hættu: Að missa á ný fulla dýrtíðaruppbót. Nje að vera sviftir Bretavinnunni. En þetta vilja kommúnistar. Það hefir sannast, að rökin fyrir samþyktinni á Dagsbrúnarfund- inum voru alveg úr lausu lofti gripin, að það, sem kommúnistar höfðu þar fram að færa, máli sínn til stuðnings, voru ósannindi og blekk- ingar. Aftur á móti hefir það ekki komið fram sem skyldi, hvaða tillög- ur það voru, sem samninganefnd fjelagsins og vinnuveitendur höfðu komið sjer saman um, en sem fundurinn hafnaði. Aukin hlunnindi. Tillögur þær, sem samninga- nefnd Dagsbrúnar hafði fengið vinnuveitendur til að fallast á, fela í sjer ýmiskonar aukin hlunn- indi bg kjarabætur fyrir verka- menn, ef að þeim er gengið. Var því eðlilegt að samninganefndin gerði sjer A'onir um, að þær yrðu samþyktar á fundinum. Væri það illa farið, ef samningalipurð vinnu veitenda, sem kom fram í samn- ingunum við Dagsbrún að þessu sinni, bæri engan árangur, eða yrði til þess að kommúnistum tæk- ist að espa verkamenn til þess að heimta þær breytingar sem ófram- kvæmanlegar eru, og yrði þetta þá til þess að vinnuveitendur yrði í framtíðinni tregari en ella til þess að sýna samningalipurð. Breytingar þær, sem fólust í til- lögunum að gera skyldi á fyrri samningi milli Dagsbrimar og Vinnuveitendafjelagsins, voru all- ar gerðar ^fyrir tilmæli og sam- kvæmt óskum Dagsbrúarmanna. í 3. grein samningsuppkastsins, sem Dagsbrúnarnefndin og vinnu- veitendur höfðu komið sjer saman um, er bætt við einum kaffitíma frá því sem áður var, kl. 6%—7, fyrir þá sem leyft er að vinna í næturvinnu. Auk þess eru ákvæð- in gerð skýrari en þau voru áður um kaupgjald í kaffitímum, ef í þeim er unnið. í kötlum og: kolahólfum. í 4. grein er tekið fram, að grunntaxti kaupsins sje óbreyttur í almennri vinnu. Undanfarið hef- ir það verið venja að greiða nokkru hærra kaup fyrir vinnu við ketilhreinsun og í kolaboxum skipa. f nýju tillögunum er á- kveðið lágmarkskaup fyrir slíka vinnu. Skal í dagvinnu vera kr. 2.50 á tímann og í eftirvinnu kr. 3.70 og í nætur- og helgidagavinnu skal grunntaxtinn vera kr. 4.65. Ejinfremur segir svo í samn- ingsuppkastinu: „Grúnntaxti kaupsins greiðist. með fullri dýrtíðaruppbót, sam- kvæmt aukningu dýrtíðarinnar frá 1. janúar 1940, og sje dýr- tíðarvísitala kauplagsnefndar lögð til grundvallar mánaðarlega frá FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Enskukensla í Háskólanum Enski sendikennarinn, dr. Cyr- il Jackson, sem fyrir skemstu er kominn hingað til lands, byrjar nú kenslu í háskól- anum, bæði fyrir stúdenta og al- meuning. Fyrir stúdenta er 'sjerstaklega kensla i engilsaxnesku á fimtu- dögum kl. 10—11, og hefst hún 9. janúar. Ennfremur kensla í enskri bókmentasögu, annan hvern mánudag kl. /l—3, er hefst 13. / januar. ' Fyrir stúdenta og þá aðra, er hafa svipaða kunnáttu í ensku, hefir dr. Jackson talæfingar í ensku á miðvikudögum og föstu- dögum kl. 6—7, og hefst sú kensla 8. janúar. Þeir, sem vilja taka þátt ííþessu námskeiði, gefi sig fram við háskólaritara. Loks flytur dr. Jackson fyrir- lestra fyrir almenning um enska menning á þriðjudögum kl. 8—9, og verður fyrsti fyrirlesturinn 4. febrúar. Orfar þá til óhlýðni við herstjórn og íhlutunar um íslensk mál Fjórir koiiiniúnislar leknir fasfir KOMMÚNISTAR hafa sent út áróðursbrjef og látið lauma því til hermanna, þar sem þeir m. a. bera svartasta níð á íslenska at- vinnurekendur, rægja verslunarstjettina fyrir að hún okri á hermönnunum, og biðja herjnennina að óhlýðnast fyrir- skipunum yfirmanna sinna, ef svo ber undir. Um klukkan 8 á sunnudagskvöldið gerðu breskir hermenn herlögreglunni aðvart um það, að tveir menn hefðu með höndum dreifingu fjölritaðra áróðursbrjefa, er þeir laumuðu til hermann- anna, þar sem þeir voru á gangi á götunum. Herlögreglan tók þessa menn höndum, þar sem þeir voru staðnir að þessu verki. Menn þessir eru Haraldur Bjarnason og Helgi Guðlaugsson. Þeir eru báðir kunnir kommúnistar. Var fyrst farið með þá á upplýsingastöð breska hersins á Laugaveg 67. En síðan voru þeir fluttir á lögreglustöðina og þar voru þeir í haldi og gættu þeirra tveir breskir lögreglu- þjónar. í gærmorgun tók breska upplýsingastöðin þá til yfirheyrslu. Voru þeir að því spurðir, hvaðan brjef þessi væru runnin, hver hefði beðið þá um að dreifa þeim. En þeir vörðust allra frjetta um það í gær, sögðu að einhverjir menn, sem þeir ekki þektu, hefðu hitt þá á götu og beðið þá um að dreifa brjefum þessu fyrir sig. Vitanlega getur enginn tekið mark á slíkum fyrirslætti. Séinna í gær tók breska lögreglan fasta tvo aðra kommún- ista, þá Edvard Sigurðsson og Eggert Þor-bjarnarson, grunaða um að vera eitthvað við þetta mál riðna. En ekki er blaðinu kunnugt um hvort þeir hafa verið yfir- heyrðir eða hvaða árangur sú yfirheyrsla kann að hafa borið. Islenska lögreglan hefir engin afskifti haft af þessu máli, enda engin kæra komin í hennar hendur út af því. Breska lögreglan lítur svo á, að hún hafi ekki enn náð í upphafsmennina a. m. k. ekki þann, sem samdi hið enska brjef. í því eru einar tvær setningar, sem eru þannig orðaðar, að þær geta ekki verið eftir Englending. I dag munu fara fram viðræður milli ríkisstjórnarinnar og bresku herstjómarinnar um það, hvernig rannsókn þessá máls skuli fara fram. Margt bendir til þess, að hún muni verða allvíð- tæk. Áróðursbrjefið hefir komist mjög víða um bæinn. Allan daginn í gær var breska lögreglan að fá eintök af því í hendur frá mismunandi stöðum í bænum. * Brjefið er birt á öðrum stað hjer í blaðinu. Þarf það engra skýringa við. Það dæmir sig sjálft og mennina sem að því standa. 0 » Aróðursbrjef kommúnista Hjer fer á eftir orðrjett þýðing á áróðursbrjefi því, sem kommúnistar dreifðu út á meðal breskra hermanna s. 1. sunnudagskvöld. BRESKIR HERMENN. Þrjú af aðalverklýðsfjelögttm íslands hafa gert verkfall. Fjelög þessi eru Iðja, fjelag verksmiðjufólks, múrarafjelagið og Dagsbrún, stærsta verklýðsfjelag okk- ar, á borð við enska sambandið Transport & General Workers, sem Mr. Bevin er fyrir . Yið höfnina, í verksmiðjunum og á bresku vinnustöðvnnum er verkfallið FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Kaupgjaldsniálin : Verkfall I ðllum brauðgerðarhús- um bæjarlns Fleflri werkföll yfflrwofandfl A. ist við nýtt verkfall. Voru það bakarasveinar, sem nú gerðu verkfall og hefir síðan legið niðri vinna í öllum brauð- gerðarhúsum bæjarins. Viðræður hafa átt sjor stað undanfarið milli samninga- nefnda sveina og meistara, en samkomulag náðist ekki. Ber hjer mikið á milli. Meistarar hafa boðið fulla dýrtíðarupp- bót á gömlu grunnlaunin. En sveinar vilja fá ýmsar breyt- ingar á eldri samningi, svo sem styttingu vinnudags,, lenging sumarleyfis, hækkun grunn- launa og kvaðir viðvíkjandi nýsveinum. Sveinar sátu á fundi mikinn hluta sunnudags og tóku þar samstundis ákvarðanir um til- boð meistara, en á þann veg, að öllum tilboðum var hafnað. Tókst því ekki að afstýra verk- falli. Var ekkert unnið í brauð- gerðarhúsunum í gær. Verkfall þetta nær til allra brauðgerðarhúsa bæjarins, þ. á m. Alþýðubrauðgerðarinnar. En eins og kunnugt er, eru það ýmsir ráðamenn Alþýðuflokks- ins og Alþýðusambandsins, sem eiga Alþýðubrauðgerðina. Allar líkur benda til þess, að sáttasemjari fái þessa deilu til meðferðar. AÐRAR DEILUR. Verkfall Iðju stendur við það sama. öll vinna í verksmiðjum liggur því niðri. Sáttasemjari hefir það mál, en ekki hefir hann enn lagt fram neina sátta- tillögu. Svo sem kunnugt er, var kaupgjaldsmál togaramanna hið fyrsta sem sáttasemjari fekk í hendur. Nú er þetta mál að komast í eindaga, þvt sam- kvæmt þeim skilningi, sem Sjó- mannafjelögin hafa lagt í frest þann, sem gefinn var, er frest- urinn útrunninn kl. 12 í kvöld og verkfall á togurum boðað frá þeim tíma. Útgerðarmenn munu hinsvegar telja, að þéssi frestur sje ekki löglegur. Sáttasemjari hefir hinsvegar ekki enn boðað aðilja þessar- ar deilu á sinn fund. Nokkrir togarar liggja nú í höfn.vegna verkfalls Dagsbrúnar og bæt- ast daglega fleiri skip í þann hóp. Samþykt var í bílstjórafje- laginu /„Hreyfli“ með 80:15 atkv. að hefja vinnustöðvun frá 15. þ. m., ef ekki hefir náðst samkomulag við leigubílastöðv- arnar fyrir þann tíma. Munu nú hefjast samningaumleitanir milli aðiljanna. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.