Morgunblaðið - 07.01.1941, Page 6

Morgunblaðið - 07.01.1941, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1941. « atkvæðagreiðsla nauðsynleg — Málaferli gegn norskum em- bættismðnnum I uppsiglingu FA ómsmála,ráðherra Norð- ^ manna, Jonas Lie, hefir gefið út lög, sem mæla svo fyr- *r, að norskir lögfræðingar, prestar og læknar skuli ekki lengur vera bundnir þagnar- skyldu gagnvart skjólstæðing- nm sínum Fregn þessari fylgir sú skýr- ins, að verið sje að hefja vel skipulagða árás gegn embætt- ismönnum landsins og eink- um stjórnmálamönnum í Nor- egi, sem ekki hafa viljað við- tirkenna stjórn Quislings og manna hans. Hefir undanfarna daga verið farið um alt land til að leita uppi stjórnmála- menn og er talið að stórkost- leg málaferli á hendur and- stæðingum nasista sjeu í upp- siglingu. Afnám þagnarskyldu embætt ismanna í Noregi hefir vakið mikla gremju og umtal í Sví- Þjóð og hafa sænsk blöð tek:ð ákveðna afstöðu gegn þessum ráðstöfunum. Stöðugt berast fiegnir um vaxandi mótspyrnu Norðmanna gegn nazistum og nýjar þving- unarráðstafanir, sem Þjóðverj- ar gera gagnvart norsku þjóð- inni hafa jafnan gagnstæð á- hrif en þeim er ætlað að hafa. HANDTAKA RONALDS FANGEN FORDÆMD 1 SVÍÞJÓÐ. Morgonbladet sænska hefir snúið sjer til ýmsra málsmet- andi Svía og spurt þá um álit þeirra á fangelsun norska rit- höfundarins Ronalds Fangen. Allir þeir menn, sem blaðið hef ir spurt eru sammála um að láta vanþóknun sína í Ijós á handtöku Fangens. Morgonbladet segir sjálft í Titsjtórnargrein, að Fangen hafi ekki gert annað, en það sem hundruð þúsund Svía hugsi. Hann hafi aðeins látið í ljós skoðanir sínar, sem frjáls mað- ur. Hafi kosið rjettinn í stað órjettarins og heldur viljað koma fram hreint og beint með skoðanir sínar heldur en að láta undiroka sig. ; / Kaupgjaldsmálin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Atkvæðagreiðsla fer nú fram í sveinafjelagi hárgreiðslu- kvenna um það, hvort vinnu- stöðvun skuli vera á hár- greiðslustofunum. Þá er og yfirvofandi verk- fall á skipasmíðastöðvunum — Slippnum, skipasmíðastöð Magn úsar Guðmundssonar o. fl. Má jafnvel vænta þess, að það verk fall skelli yfir í dag. Þó er það ekki víst, því að •verið var í gærkvöldi að gera tilraun, að fá verkfallinu frestað. Allsherjar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU, fyrsta degi næsta mánaðar eftir að sú dýrtíðartala er birt“. 1 6. grein tillagnanna eru þessi nýmæli: ( „Nú eru tólf eða fleiri menn að vinnu á sama vinnustað í út- hverfum bæ.jarins hjá sama vinnu- veitanda og skal hann þá hafa þar skýli fyrir verkamenn til þess að drekka kaffi og matast í. I skýlinu skulu vera borð og bekk- ir og skal þess vel gætt að það sje ávalt hreint og þrifalegt. Bnn- fremur skulu í skýlinu vera upþ- hitunartæki“. í 8. grein er ákveðið að út- borgun vinnulauna skuli fara fram í vinnutímanum. í 10. grein er ákvæðið, sem áð- ur hefir verið minst á hjer í blað- inu, um það, að ef verkamaður slasast vegna vinnu, skal hanrt halda óskertu kaupi eigi skemur en 6 virka daga. Eftir óskum Dagsbrúnar. Samkvæmt tillögunum á samn- ingurinn að renna út 1. febrúar 1942, ef honum er sagt upp fyrir 1. nóvember 1941, annars fram- lengist hann um eitt ár. Voru þessi ákvæði sett samkvæmt ósk Dagsbrúnar. Yfirleitt voru allar þær breyt- ingar, sem gerðar voru frá fyrri samningi, gerðar samkvæmt ósk Dagsbrúnarnefndarinnar, en engin eftir óskum vinnuveitenda. Blekkingar kommúnista. Þetta var það, sem meiri hlut- inn á nýársdagsfundinum 'vildi ekki líta við. En það var líka af því, að þar voru bornar fram ým- iskonar f.jíirstæður er viltu mönn- um sýn. Nema kommúnistum. Þeir ætluðu sjer aldrei að samþykkja neinar samningatillögur. Þeir höfðu ákveðið að leitast við að komá vinnustöðvun á. Og þeim tókst það. M. a. með því að halda því fram: 1. Að Bretar hefðu samið um hærra kaup á Stokkseyri og Bjrr- arbakka en kaup það sem tillög- ur samninganefndar fólu í s.jer, og að þeir væru búnir að sam- þykk.ja taxta múraranna. En þetta reyndist að vera tilhæfulaust. 2. Að breska herst.jórnin mvndi ganga að hvaða kauptaxta sem væri heldur en að stöðva vinnu hjá sjer. Og að hermenn yrðn settir í vinnuna í stað ísl. verka- manna sögðu kommúnistar á fund- inum að kæmi ekki til mála. Á hinn bóginn er r.jett að benda á, að engin ástæða var fyrir samn- inganefnd eða stjórn Dagsbrúnar að eiga tal um kaupgjaldsmálið við bresku herstjórnina, því að all- ar líkur bentu til að hún myndi fallast á að greiða. sama kaup og vinnuveitendur höfðu fallist á. Ef taka átti upp ráð kommún- ista og skella á verkfalli, varð hinsvegar að tala við Breta meo sæmilegum fyrirvara. Þetta van- ræktu kommúnistar, vegna þess að þeim er ósárt um, þótt verkamenn missi af vinnu sinni. Tilgangur kommúnista með framkomu þeirra á nýársdags- fundinum var frá öndverðu alvég auðsær, enda hefir hann altaf komið betur í Ijós. Þeir stuðluðu að því að koma vinnustöðvun á, til þess með því að koma allri at- vinnu ísl. verkamanna hjá Bret- um í hættu. Kröfurnar, sem þeir fengu sam- þyktar á þessttm æsingafundi, mið- uðu ekki að því að verkamenn fengju hærra kaup í venjulegri daglaunavinnu, en þeir áður höfðu haft. Þeir vildu hækka grunn taxta tímakaupsins, en stytta vinnutímann að sama skapi, enda þótt aðrar þjóðir, sem innleitt hafa 8 stunda vinnudag, hafi kom- ist að raun um að slíkt er hið mesta óráð og hafi orðið að bverfa frá því. Þeir voru ekkí að hugsa um hag vérkamanna, heldur það eitt, að stofna til illinda, reyna að magna óvináttu gagnvart Bretum, svo þeim kynni með því að tak- ast að eyðileggja atvinftu fjölda margra manna um langa framtíð. Tilhæfulausar áróðursfregnir. Síðan á nýári hafa kommúnist- ar ósleitilega unnið að þessu á- formi sínu með ýmiskonar undir- róðri og litbreiðslu lygafregna, sem ætlaðar hafa verið t-il þess að villa mönnum sýn. Einn daginn var aðalsagan sú, að Ríkisskip og Eimskip væri að því komin að samþvkkja hinn aug- lýsta taxta æsingafundarins. Annan daginn breiddu þeir það út, að breskir sendimenn færu milli heimila verkamanna, til þess að biðja þá um að brjóta verk- fallið. T gær var aðal-flugufregn kommúnista sú, að meðal atvinnu- rekenda væru mjög skiftar skoð- anir um það hvort ganga ætti að æsingataxtanum eða ekki. Á fundi í Vinnuveitendafjelaginu átti það að hafa verið felt með einum tvegg.ja at.kvæða mun. Alt eru þetta tilhæfulaus ósann- indi. Ollu hefir þessu verið dreift út til þess að telja verkamönnum trú, um, að taxti æsingafundarins mvndi ná fram að ganga. Brjefið. Lokaþátturinn í þessari herferð kommúnistanna er þó dreifing uppreisnar- og rógbrjefsins út á meðal bresku hermannanna, á sunnudagskvöld. Er þar um svo einstætt og alvarlegt mál að ræða, að menn geta ekki í snöggu bili sjeð út yfir afleiðingar þess. Er frá því skýrt nánar á öðrum stað hjer í blaðinu. Að öllu þessu athuguðu er það greinilegt, að málið þarf að koma til atkvæðagreiðslu í Dagsbrún nú, þegar það er að fullu upplýst, það er sannað, að fullyrðingar komm- únista, á æsingafundinum eru uppspuni frá rótum, og tilgang- urinn með þeim enginn annar en að koma af stað illindum er geta orðið íslenskum verkalýð til stór- tjóns. Má jafnvel telja líklegt að mikill meirihluti þeirra manna, sem sóttu æsingafundinn í Iðnó á nýársdag, sjái nú, að það er verka mönnum.fyrir bestu að ganga að samningstillögum Dagsbrúnar- nefndarinnar og Vinnuveitenda- f jelagsins. Með því móti eru verkamönnum trygð þau kjör sem voru talin þau bestu fáanlegu, áður en samningar hófust. Með samkomulaginu við stjórn Vinnuveitendafjelagsins hafði samninganefnd Dagsbrúnar unnið sigur í málinu. Þann sigur mega kommúnistar ekki geta gert að ósigri. Krafa verkamanna, allra þeirra sem ekki eru fylgismenn komm- únista, hlýtur að vera sú, að efnt verði til allsherjaratkvæðagreiðslu um samningstillögurnar, og það sem fyrst. Með því geta þeir unnið tvö- faldan sigur, fengið þau k.jör, sem áður en samningar hófust þóttu hin bestu fáanlegu, og hreinsað af sjer kommúnistana, sem altar og alstaðar koma fram til ills eins. Eldur í skúr við ValhöU Um kl. 11 á sunnudags- morgun kom upp eldur í skúr, sem breska setuliðið hafði látið reisa við Valhöll á Þingvöllum. Skúr þenna notuðu Bretar fyrir eldþús og var bygður við nýju steinbygginguna, sem var reist s. I. sumar. Hermennirnir voru að kveikja upp eld í skúrn um, en við það myndaðist gas og komst eldurinn í það og varð brátt mikið bál. Fyrir snarræði tókst þó að varna því, að eldurinn kæmist í aðalbygginguna, og var henni bjargað með því að rifið var niður hornið á norðurálmu út- byggingarinnar. Ágætt veður var, blæja logn og blíða. og var því hægara að eiga við eldinn. Ef stormur hefði verið, er hætt við að öll hús hefðu brunnið. • Öngþveiti í Rúmeníu FRAMH. AF ANNARI Sfi)U. Frá Rúmeníu berast stöðugt, fregnir um óeirðir og óánægju Rúmena. Skemdarverk eru stöðugt framin víðsvegar í landinu. Mjög er þar farið að bera á vöruskorti og dýrtíð er ógurleg ; landinu. Hefir verðlag nauðsynja ferfaldast síðan þýski herinn kom í landið. Ríkisstjórninni hefir ennþá tek- ist að halda nokkurnveginn uppi reglu í landinu, en talið að ekk- ert megi út af bera til að alt kom- ist í uppnám. Amerískir frjettaritarar segja að fullkomið öngþveiti ríki í land- Fall Bardfa FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hinn mikli fjöldi fanga, sem Bretar hafa tekið, veldur að því íeyti erfiðleikum, að það þarf að fæða þá, en örðugleikar eru á að- drætti vista. Talið er þó að svo miklar vistir sjeu í Bardia, að hægt sje að fæða fangana á þeirra eigin mat, fyrst um sinn. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til að flytja fangana á brott frá Bardia. Til þeirra flutninga eru að mestu notaðir herteknii ítalsk- ir hermanpabílar og eru ítalskir bílstjórai- látnir aka þeim undir eftirliti breskra hermanna. 80 þúsund fangar. Samanlögð tala þeirra fanga, sem Bretar hafa tekið síðan þeir hófn sókn sína í vestursandauðn- inni, er nú komin upp í um 80 þúsund. Er það talið vera % hluti alls þess liers, sem Graziani mar- skálkur hafði yfir að ráða í Libyu til innrásarinnar fyrirhuguðu í Egyptaland. Það voru hermenn frá Ástralíu, sem báru hita og þunga dagsins af töku Bardia-borgar og voru í broddi fylkingar inn í borgina. í fregn frá London er skýrt frá því, að mannfall í liÖi Ástralíu- manna, sem voru miklu liðfæri en þeir ítalir, sem þeir tóku til fanga, hafi aðeins numið um 400 manns. Fall Bardia hefir vakið óhemju athygli um allan heim. í Ítalíu hefir almenningi ekki verið birt frjettin um fall borgarinnar enn- þá. Þýðing Bardia. Ansaldo ritstjóri gat þess í' út- varpi frá Rómaborg á sunnudag, að vel gæti svo farið, að Bardia, fjelli í hendur Bretum, og taldi hann það hinn mesta skaða fyrir ítali ef svo færi. Þýðing Bardia-borgar hefir oft verið rædd bæði í ítölskum og þýskum blöðum, sem hafa ekki farið dult með það, að ef Bardia fjelli í hendur Bretum, þá hefðu þeir „hlið Libyu“ á valdi sínu. Albanía. Frá bardögunum í Albaníu hafa borist litlar frjettir aðrar en þær, að Grikkir segjast stöðugt sækja á. — í útvarpi frá Aþenu í fyrra- dag var þess getið, að innan ör- fárra daga myndi hernaðaraðstaða ftala í Albaníu vera orðin miklu verri en hún er nú og því hin al- varlegasta fyrir ítali. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leikritið „Iíái Þór“ í Iðnó í kvöld kl. 8. Revýan „Forðum í Flosaporti“ verður sýnd í Iðnó annað kvöld kl.^81/2. 1 Álfabrennan, sem Knattspyi'nu- fjelag Reykjavíkur og Glímufje- lagið Ármann ætluðu að halda 4 sunnudaginn, gat ekki orðið þá vegna þess að veður var óhag- stætt. En brennan verður haldin á íþróttavellinum jafn skjótt og yeður leyfir.. Gjafir til húsmæðraskóla í Reyk.javík: IIið ísl. kvenfjelag 200 kr. Frú Elísabet Kristjánsd. Foss 50 kr. Mart. Einarsson stórkpm. 200 kr. H.f. Djúpavík 1000 kr. H.f. Alliance 2000 kr., sem hjer með kvittast fyrir með þakklæti. . Vigdís Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.