Morgunblaðið - 08.01.1941, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.01.1941, Qupperneq 6
« MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1941 Allshertar alkrœðagreiðslan i Dagsbrún VERKAMANNAFJELAGIÐ DAGSBRÚN Atkvæðaseðill. Verkamannafjelagið Dagsbrún samþykkir fyrir sitt leyti samningsuppkast það, er samninganefnd fjelagsins lagði fyrir fjtelagsfund 1. janiiar 1941 og stjórn Vinnuveitendafjelags ís- lands hafði fallist á fyrir sitt leyti. X Já Nei Stjórn fjelagsins vekur athygli fjelagsmanna á eftirfarandi úr brjefi sáttasemjara ríkisins: „Jeg skal taka það fram, að jeg hefi eftir föngum athugað þetta mál alt og kynt mjer samningsfrumvarp það, sem samn- inganefndin hafði fallist á, og jeg verð að játa það hreinlega, að jeg get ekki borið fram tillögu frá mjer, sem felur í sjer betri kosti en samninganefndin hafði fengið framgengt“. Athugið! Þeir, sem samþykkja tillögiina, setji X fyrir framan „Já“. Þeir, sem fella tillöguna, setji X fyrir framan ,,Kei“. ★ Þannig lítur atkvæðaseðillinn út, þegar þeir verkamenn hafa greitt atkvæði, er samþykkja samningsfrumvarpið. Verkamenn! Fjölmennið á kjörstaðinn í dag og setjið X fyrir framan J Á ! Brjef sáttasemjara Brjefið, sem sáttasemj- ari ríkisins, dr. Björn Þórð- arson, sendi stjórn verka- mannaf jelagsins Dags- brún fer hjer á eftir. Stjórn Verkamanna- fjelagsiös Dagsbrún. Þar sem verkfall það, er hafið var af hálfu fjelags yðar 2. þ. m. stendur enn, og jég get á hverri stundu búist við, að krafist verði af minni hálfu einhverra aðgerða í kaupdeilu þessari, vil jeg nú skýra yður frá viðhorfi mínu til málsins. Á milli samninganefndar Dags- brúnar og Vinnuveitendafjelags íslands hafði á gamlársdag náðst samkomulag um kaup og kjör verkamanna. Samninganefnd Dags brúnar hafði ekki umboð til að undirrita • bindandi samning og varð því að bera samningsfrum- varpið undir fjelagið til samþykt ar eða synjunar. Frumvarpið var borið undir fúnd fjelagsmanna á nýálfsdag og urðu úrslitin á fundi þessum þau, að 446 fundarmanna höfuúðu frumvarpinu, en 101 sam- þyktu það. Þessa afstöðu fundar- manna til samningsfrumvarpsins virðist þjer, heiðraða stjórn, hafa talið fullnaðarafgreiðslu af hendi fjelagsins á frnmvarpinu, enda samþykti fundurinn kauptaxta í stað frumvarpsins. 1 Dagsbrún kváðu nú vera úm 2200 fúíÍgildSr atkvæðisbærir fje- lagar. Samkvæmt því, er það inn- an við fjórðung fjelagsmanna, sem tóku afstöðu til þes.sa mikil- vægá máls. Hvað valdið hefir þessari frámunalegu ljele^u þátt- töku í atkvæðagreiðslunni vitið þjer betur en jeg og skal því eng- um getum að því leitt, en á það skal bent, að atkvæðagreiðsla í Dagsbrún, sem sýna á vilja meg- inþorra fjelagsmanna, verður að fara fram með örðum hætti en í íámennum fjelögum. Hin framfarna atkvæðagreiðsla sannar nú ekki, hver er vilji meiri hluta fjelagsmanna, en eins og málum er komið ætti að ganga úr skugga um það, hver hann er. Því ríkari ástæða er til að vita vissu sína í þessu efni, þar sem því er sterklega haldið fram, að úrslit atkvæðagreiðslunnar á ný- ársdag hafi orðið þau, sem raun varð á, eingöngu vegna þess, að það hafi verið haft fyrir satt á fundinum, að hinn útlendi vinnu- veitandi, sem hjer starfar nú, mundi halda áfram vinnu með innlendUm mannafla, þótt innlend- ir vinnuveitendur sættu sig ekki við þá kosti, sem fundurinn á- kvað. Nú er raunin ólygnust um þetta atriði. Þjer eruð, heiðraða stjórn, for- ystan fyrir verkfallinu. Af ástæð- um þeim, er greindar voru, sje jeg ekki betur en sú skylda hvíli á yður að gera að minsta kosti til- raun til að sýna, svo ekki verði um það deilt, hvort verkfallinu skuli haldið áfram. .Jeg skal taka það fram, að jeg hefi eftir föng- um athugað þetta mál alt og kynt mjer samningsfrumvarp það, sem samninganefndin hafði fallist á, og jeg verð að játa það hreinlega, áð jeg get ekki borið fram tillögu frá mjer, sem felur í sjer betri kosti en samninganefndin hafði fengið framgengt. Þessvegna vil jeg hjer með beina því til yðar og skora á yður að hefjast þegar í stað handa um að láta fara fram allsherjar at kvæðagreiðslu Dagsbrúnarmanna um áðurnefnt samningsfrumvarp óbreytt eins og það liggur fyrir. Virðingarfylst. Björn Þórðarson. Lygaframleiðsla kommúnista FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Dreifðu þeir út áróðursmiðum, þar sem sáttasemjari var svívirt- ur fyrir að hann skyldi hafa orðið upphafsmaður að því, að atkvæða- greiðslunni var komið á. í sambandi við áróður þenna fullyrtu kommúnistar enn, enda gáfu það í skyn á dreifimiða sín- um, að verkamenn myndu tafar- laust fá atvinnu hjá Bretum og aukna kauphækkun og kjarabæt- ur, ef þeir neituðu að ganga að samningatillögum Dagsbrúnar- stjórnarinnar. Enginn athugull verkamaður sinti slíkri fjarstæðu. Fleiri rúsínur voru í lygagraut kommúnista í gærkvöldi. Ein er sú, að á fundi í mál- f undaf j elagi S j álf stæðisverka - manna, Óðni, á sunnudaginn var, hefðu flestallir fundarmenn verið því fráhverfir að ganga að samn- ingatillögunum. En sannleikurinn er sá, að fundarmenn voru alveg eindregnir með samkomulaginu við vinnuveitendur og fullkomlega andvígir öllu athæfi kommúnista í þessu máli sem öðru. Þá sögðu kommúnistar í gær, að á fundi í Alþýðuflokknum á sunnu daginn átti Stefán Jóh. Stefáns- son að hafa staðið að heita mátti einn með samkomulaginu. En fundarmenn þar voru einhuga gegn sundrungarstarfsemi komm- únista og samkomulaginu fvlgj- andi. Og enn breiddu kommúnistar það út í gær, að fylgismenn Hjeð- ins Valdimarssonar hefðu orðið honum fráhverfir í þessu mál'. En þeir hafa haldið sjerstakan fund um verkfallið og voru einir tveir menn þar, sem voru ekki al- veg andvígir skaðræðisathæfi kommúnista. Sá fundur var ann- ars allur með því að ganga að samningatillögunum. En ósannindaframleiðsla komm- únista þessa dagana er svo ör, að enginn annar því að bera allar lygar þeirra til baka, Enda ætti að nægja að benda mönnum á, að engu orði þeirra er trúandi. • Síðasta uppfinning þeirra í gær var sú, að breska herstjórnin hefði handtekið þá Eðvarð Sigurðsson og Eggert Þorbjarnarson til þess eins að þeir gætu ekki gengið lausir með atkvæðagreiðslan fór fram í Dagsbrún(!) Undir eins og atkvæðagreiðslunni er lokið ættu þeir að verða látnir lausir. Eins og allir vita er hjer um gersamlega óskyld mál að ræða, innanfjelagsatkvæðagreiðslu í Dagsbrún og aðgerðir h inna bresku hernaðarvfirvalda gegn mönnum, sem hvetja til óhlýðni níeðal setuliðsins. Hvort þessir tveir kommúnistar verða lengur eða skemur í haldi fer eftir af- skiftum þeirra af dreifibrjefsmál- inu, og engu öðru. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun kl. 5 í Kaup- þingssalnum. 12 mál eru á dag- skrá: Þar á meðal er kosning borg- arstjóra. Kosningar í nefndir. 1. umræða um fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1941 o. fl. Kaapgfaldsmálin Horíor á að bakara- deilaa muni leysast Verkfall bakarasveina hjelt áfram í gær. Var því ekkert unnið í brauðgerðarhús- um bæjarins í allan gærdag. Samninganefndir meistara og sveina sátu lengi á fundum í gær og langt fram á nótt. Voru einhverjar horfur á, að samkomulag myndi nást í nótt. Verkfall sjómanna á togur- um hófst frá kl. 12 s. 1. nótt. Sáttasemjari hefir það mál í sínum höndum. Sveinafjelag hárgreiðslu- kvenna samþykti með 21:4 at- kvæðum að hefja verkfall frá 15. þ. m., ef samkomulag hefir ekki náðst fyrir þann tíma. Starfsmenn skipasmíðastöðv- anna hófu verkfall í gær, eins og boðað hafði verið. I Iðju stendur alt við það sama. Verkamannafjelagið ,.Þrótt- ur“ á Siglufirði hóf verkfall í gær. Nær það til Sildarverk- smiðja ríkisins. Dreifibrjefs- málið Kommúnislarnir ffórlr verjast en» allra frjetta ¥ gær voru þeir fjórir kommún- A istar, sem breska herstjórn- in hefir handtekið, vegna dreifi- brjefsins á sunnudagskvöldið, yf- irheyrðir. Það eru þeir Eggert Þorbjarnarson, Eðvarð Sigurðsson, Haraldur Bjarnason og Helgi G-uð- laugsson. En ekki höfðu þeir, að því er blaðið frjetti í gærkvöldi, gefið mikilsvarðandi upplýsingar í þessu máli um raunverulega upphafs- menn brjefsins. En búist er við nánari fregnum af framburði þeirra í dag. Eru miklar líkur til þess, að þeir viti allir meira um þetta mál, en þeir vilja kannast við, að því er breska eftirlitsþjónustan skýrði blaðinu frá í gær. Skólanefnd Austurbæjarskólans mælir með því að Jóhann Tryggva son verði ráðinn fastur kennari við skólann. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS. Aðalfunöur Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimskipafjelags íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi fjelagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1941 og hefst kl. 1 e. h. * DAGSKRÁ: 1. Stjóm fjelagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhögun- inni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekst- ursreikninga til 31. desember 1940 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda. svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu fjelagsins í Reykjavík. Reykjavík, 6. janúar 1941. STJÓRNIN. Vil kaupa vörubíl í góðu standi. Signrber$|nr Pálssnn, Sívni 5756.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.