Morgunblaðið - 08.01.1941, Page 7
I
Miðvikudagur 8. jan. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
•:rivv j
Veítmg prests-
embættana
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
fjögra dálka blaðagrein og Ijet
Tímann birta í viðtalsformi. Er
svo Tíminn borinn út um bæinn
svo að segja samtímis veitinga-
brjefinu, til biskups.
Það er bersýnilegt af gfein
ráðherrans í Tímanum, að hann
er sjer þess meðvitandi, að
veiting síra Jakobs Jónssonar
er gerræði. Með henni er brotin
viðurkend regla við veitingu
prestsembætta og traðkað á öli-
um reglum lýðræðisins.
Afsakanir ráðherrans, sem
fram koma í grein hans, eru
líka einskisvirði. Það hefir
aldrei verið dregið í efa, að
ráðherrann hefði vald til að
fremja slíkt gerræði, en í þessu
eina er hans afsökun fólgin. En
þótt ráðherra hafi lögum sam-
kvæmt haft vald til að skipa
hvern af umsækjendum, er hon
um sýndist, þar sem kosningin
var-„ólögmæt*', er hitt augljóst
mál, að einhverjar alveg sjer-
stakar ástæður urðu að vera til
staðar til þess að ráðherra
mætti við veitingu embættanna
traðka þeirri ófrávíkjanlegu
venju, sem gilt hefir og hirða
ekkert um vilja safnaðanna.
En hjer voru engar slíkar
ástæður fyrir hendi, sem gerði
það nauðsynlegt, að þannig
væri farið að. Þvert á móti. Alt
bendir til þess, að málefnum
kirkjunnar hjer í bænum sje
einmitt gert mikið ógagn með
þessari veitingu. Síra Jakob
Jónsson er sjálfsagt góður og
gegn maður, og má enginn
skilja andmælin gegn veitingu
hans svo, að þau beinist gegn
honum persónulega. Síra Jón
Auðuns er einnig góður og gegn
maður, enda hefir kirkjumála-
ráðherrann ekkert fram að færa
gegn honum. En síra Jón hafði
einmitt hjer þá ■ sjerstöðu, að í
þjóðkirkjusöfnuðinum hjer í
Reykjavík er fjölmennur hópur
manna, sem fylgdi mjög ákveð-
ið og eindregið kenningum
hans. Þessi fjölmenni söfnuður
hefir nú verið löðrungaður, en
það getuf ekki verið heillavæn-
legt fyrir framtíðarstarfsemi
Jjjóðkirkjunnar.
★
Úti 1 heimi eru nú átök upp
á líf og dauða um tvær lífs-
stefnur: Annarsvegar er ein-
ræðis- og ofbeldisstefnan, sem
vill drotna yfir öllu mannkyni.
Hinsvegar er frelsis- og lýðræð-
isstefnan, sem viðurkennir and-
lega og veraldlega tilveru
allra manna og jafnrjetti
þeirra.
Hinir svokölluðu leiðtogar ís-
lensku þjóðarinnar láta ekkert
tækifæri ónotað til þess að lýsa
yfir því, að þeir fylgi frelsinu
og lýðræðinu. En hvernig fara
þessir herrar að, þegar það er
lagt á vald þeirra, að velja
á milli þessara tveggja stefna?
Yeiting annars prestsetnbættis-
ins í Hallgrímssókn sýnir aðfar-
irnar. Yfirdrotnunar-stefnan er
valiri. Það er ekki nýtt, að
Framsóknarflokkurinn velji
þessa stefnu. Og það er heldur
ekki nýtt að Alþýðuflokkurinn
leggi blessun sína yfir hana.
Þorsteinn Einarsson
skipaður íþrútta-
fulltrúi
Loksins í gær ákvað forsætis-
ráðherra að gefa út tilkynn-
ingu um að hann væri búinn að
skipa mann í embætti íþróttafull-
trúa. Fyrir valinu varð Þorsteinn
Einarsson, íþróttakennari í Vest-
mannaeyjum.
Umsækjendur um embættið voru
alls 9.
Fjárhagsáætlunin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
þeim, sem bæjarbúar verða að
bera.
Af þessari lausn málsins mun
það leiða, að útsvör á bæjarbú-
um alment þurfi ekki að hækka
vegna verðlagsupþbótar þeirr-
ar, sem menn hafa fengið á ár-
inn. En vegna mjög bættrar af-
komu fjölmargra gjaldenda
annara en útgerðarmanna mun
vafalaust mega lækka útsvars-
stigann frá því sem hann hef-
ir verið undanfarin ár.
Eins og fyr segir, hefir bæj-
arstjórn ekki vald til þess að
skipa þessum málum eftir sinni
vild. En þar sem hjer er um
mjög hagkvæma lausn að ræða,
ætti hún að ná fram að ganga.
Herstjórnartilkynning
Þjóðverja
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
unarflugferðir og rjeðust þýskar flug-
vjelar á hernaðarlega mikilvægar
stöðvar í Suður- og Mið-Englandi.
Þrátt fyrir óhagstætt veður voru árás-
imar að nokkru leyti gerðar af flug-
vjelum, sem flugu mjög lágt. Á flug-
velli einuni voru margar breskar
sprengjuflugvjelar laskaðar á jörð-
unni. Þýskar sprengjuflugvjelar rjeð-
ust einnig úr lítilli hæð á jámbrautar-
stöðvar, og var varpað á þær sprengj-
um og skotið á þær af vjélbyssum.
Margar sprengjur hæfðu kemiska
verksmiðju og einnig skotfæraverk-
smiðju.
Þýskar flugvjelar gerðu ítrekaðar
árásir á London. 7 loftbelgir voru
skotni miður í björtu báli yfir borg-
inni.
Langdrægar þýskar fallbyssur
skutu á óvinaskip sem nálgaðist
frönsku ströndina og néyddn þ»í til
að snúa við.
Breskar flugvjelar flugu heldur ekki
í nótt yfir Þýskaland. Einnar þýskrar
flugvjelar er saknað úr flugleiðöngr-
unum í gær.
Dagbók
•ooooooooooo
OOOOOOOOOOOO
: □ Edda 59411105. — Jólatrje.
Aðgöngumiðar sækist í dag til
'S.\ M.\
Næturlæknir er í nótt Theodór
Skúlason, Vesturvallagötu 6. Sími
3374.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.
Næturakstur annast næstu nótt
Bæjarbílastöðin. Sími 1395.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband Sigríðnr Guð-
mundsdóttir frá Kolviðarnesi og
Sveinn Magnússon fyrv. verslimar-
maður. Heimili þeirra er á Loka-
stíg 23.
Hjónaefni'. Á gamlárskvöld op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú Una
Kjartansdóttir, Sjafnargötu 4, og
Jón R. Kjartansson verslunarm.,
Urðarstíg 4.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína á Akranesi
Sigúrborg Þorleifsdóttir og Magn-
ús Jóhannesson.
Hafnarstjórn hefir samþykt að
leigja Skipaútgerð ríkisins 300
ferm. lóð til vörugeymslú milli
Tryggvagötu og Geirsgötu fyrir
vestan hús S. í. S.
Skagfirðingafjelagið efnir til
skemtikvölds í Oddfellowhúsinu í
kvöld kl. 8y2- Ræður, söngur og
dans.
Aðgöngumiðar þeir, sem óseldir
eru að árshátíð Heimdallar, verða
seldir á afgreiðslu Morgunblaðs-
ins frá kl. 5—7 í dag.
Ungbarnavernd Líknar, Templ-
arastitidi 3: Bólusetning gegn
barnaveiki fer fram á börnum á
mánudögum og fimtudögum klukk
an 5—6.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur; Lög úr óper-
um.
20.00 Pr.jettir.
20.30 Kvöldvaka: Alfreð And-
rjesson — Friðfinnur Guðjóns-
son — Pjetur Jónsson söngvari.
Árni Jónsson frá Múla kynnir.
AUOAÐ hvflwt
með gleraugum frá
THIELE
Delicioos
Epli.
vuin
Laugaveg 1. Fjolnisveg 2.
Jélagleði
Mentaskólans
1041
verður haldin í Oddfeilowhúsinu í dag, mið-
vikudaginn 8. janúar klukkan 10 e. h.
Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow frá kl. 4 til
7 e. h. í dag.
Tllkynnftng tftl ijómanna.
. 'Ct :/' j p'•!
Meðlimir Sjóinannafjelags Reykjavíkur, Hafúarfjárðar og Pat-
r'eksfjarðar mega ekki láta lögskrá sig 4 togara, eða fara út á veiðar
eftir ki. 24 þann 7. þ. m.. fyr en samkomulag hefir náðst í kaup-
deilunni. ,
F. h. Sjómannafjelags Reykjavíkur:
Sigurjón Á. Ólafsson, Sig. Ólafsson. Ólafur Friðriksson.
Sveinn Sveinsson. . ,
F. h. Sjómannafjelags Hafnarfjarðar:
Þórarinn Guðmundsson. Pálmi Jónsson. Jóngeir D. Eyrbekk.
F. h. Sjómannafjelags Patreksfjarðar:
Davíð Davíðsson.
Bólusitning gegn barnaveiki.
Að tilhlutan heilbrigðisstjórnarinnar verðiir börinmi í Reyk.ja- I
vík framvegis gefinn kostur já úkéypis bólusetningú gegn bafna- I
veiki og fer bólusetningin fram 4 mánudögum og flmtudögtnaákl.1 1
í húsnæði ungbarnaverndár Líknar, Templarasundi 3. f
Auk þeirra barna, sem aldrei hafa verið bólusett, er og tatið aiski-
legt að endurbólusetja þau börn, smn voru bólnsett árið 1935 og voru •
þá innan skólaaldurs.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (Líkn).
LtTLA •ILSTOBH
Jarðarför okkar kæru móður, tengdamóður og ömmu,
MARÍU JÓNSDÓTTUR,
fer fram föstudaginn 10. þ. mán. frá Hafnarfjarðarkirkju.
Hefst með bæn að heimili hennar, Lækjargötu 10 í Hafnar-
firði, kl. iy2.
Ágústa, Þorbjörn Klemensson og börn.
Jarðarför okkar hjartkæra sonar og bróður,
ÞORSTEINS GUÐLAUGS GUÐJÓNSSONAR,
frá Hellusandi, sem andaðist 1. janúar, fer fram fimtudaginn
9. janúar og hefst með bæn í líkhúsi Landspítalans kl. 1.
Jarðað verður frá Þjóðkirkjujnni.
Dagbjört Þorsteinsdóttir. Kristjana Guðjónsdóttir.
Maðurinn minn,
WILHELM JAKOBSSON cand. phil.,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimtudaginn 9. janúar
kl. 2.30 e. h.
Ólöf Jakobsson.
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmú,
HERDÍSAR NIKULÁSARDÓTTUR,
fer fram frá heimili hennar í Keflavík fimtudaginn 9. janúar.
Húskveðja hefst kl. 10.30 f. h. jarðsett sama dag í Höfnum.
Aðstandendur.
Jarðarför föður okkar og tengdaföður,
JÓNS ÓLAFSSON AR,
fer fram frá Fríkirkjunni þann 9. þ. m. og hefst með bæn frá
heimili hans, Bergþórugötu 16 A, kl 1 e. h.
Athöfninni verður útvarpað.
Eydís Jónsdóttir. Jón Tómasson.
Ástríður Jónsdóttir. Sigurður Kjartansson.
Anna Jónsdóttir. Gunnar Jónasson.
Helga og Gunnar Rocksén. Guðjón Jónsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður, tengdamóður, og ömmu okkar.
GUÐRÚNAR KORTSDÓTTUR.
Ágústa Hannesdóttir, Valdimar Jónssön og dætur.