Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 5
f»riðjudagur 4. febr. 1941. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgóarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiósla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuöi innanlands, kr. 4,00 utanlands. f lausasölu: 20 aura eintakið, 25 aura með Lesbók. Jarðirnar Fvlgismenn 17. greinar Jarð- ræktarlaganna eru að gefast upp. Sennilega hefir híð nýja fasteignamat átt sinn þátt í því. I fyrirmælunum um það, hvernig matið skyldi fram- kvæmt var að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að tilgreint yrði „fylgifje" hverrar jarðar, hve mikið það væri orðið, þessi eign sem enginn veit hver á, sem samkv. hinu vitleysislega laga- ákvæði, átti að renna út úr höndum sjálfseignabænda og annara jarðeigenda, ef á jörð- inni væru gerðar endurbætur, sem styrktar eru úr ríkissjóði. Þegar til fasteignamatsins kom, þá varð ýmsum mönnum það skiljanlegra en áður, að : sjálfseignarbændum og öðrum jarðeigendum er það harla ó- geðfelt, að vera orðnir að hlut- höfum í sinrii eigin jarðeign, er : sitja í óskiftu búi við hina ó- ; $ýr<i5e.gu eígendur fylgifjárins, Er líklegt, að mörgum þeirra hafi þá skilist að alt þetta fylgi- fjárbrask, og sú aðferð ríkis- valdsins að taka það með ann- ari hendinni að nokkru leyti Æ,ftur, sem látið er af hendi rakna í jarðabótastyrknum er íékki.annað en seiling sósíalism- . ans áð Iþvl marki, að gera jarð- , ir íslenskra bænda að ríkiseign. Best færi á því, og happa- ;‘sælast yrði það fyrir bændur llandsins, að 17. grein Jarð- . ræktarlaganna hyrfi svo ger- samlega úr sögunni, að hún : skildi ekki eftir neinar minjar .1 löggjöf landsins. ★ Milliþinganefnd Búnaðar- þingsins, sem fjallað hefir um þetta mál, og sem leggur það til, að nema á brott þetta laga- ákvæði, hefir ekki fallist á það, að láta ekkert ,,koma í staðinn“. En það væri Sjálf- stæðisflokknum vafalaust kær- . ast. Til samkomulags hefir full- trúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, Þorsteinn Þorsteins- son sýslumaður, fallist á, að settur yrði skattur á söluverð jarða, sem seldar eru 25 % yf- Ir fasteignamati. Er eftir að vita, hvernig Búnaðarþing og síðar Alþingi tekur því máli. En nefndarfulltrúi Sjálfstæðis- manna lítur vitanlega svo á, að mikið sje fyrir það gefandi, að losna við 17. greinina og fylgi- fjárbraskið. Fyrsta afleiðing þess verður '|)á sú, að þessi þokukendi eign- arhluti jarðanna, sem hálft í ^ hvoru er ríkisins, kemur í hendur rjettra eigenda kvaða- laust, og íslenskir jarðabóta- rnenn, sem ríkisstyrks njóta, fá | mftur fult eignarhald á jörðum, siínum. Furöuleg grein um ísland í ame- rísku tímariti Bysð á frásögn kanad- iskra hermanna í janúar-hefti ameríska tímaritsins „Time", sem nýtur mikils álits, bæði í Ameríku og víðar, birtist eftirfarandi grein, sem telja má með því kjánalegasta, sem birst hefir um ísland erlendis, og er þó Greinin fer hjer á eftir í Island hefir ekki átt upp á há- borðið hjá landfræðingum sögufræðingmh og öðrum menta- mönnum. Ilingað til hefir landið naumast verið skoðað nema sem þjóðsaga. Ónafngreint 10. aldar breskt skáld kallaði það „forað‘‘. Hakluyt sagði; „Það tekur því ekki að tala um fsland, að harð- fikinum undanskildum* ‘. ★ Shakespeare hafði það álit á ís- lendingum, að þeir væru „óþrifa- hundar með spert eyru“. Fjelagshyggjuskáldið Hugh Wystan Auden, sem kom til ís- lands 1936 og 1937, ritaði: „Þar er laglegt landslag, en lítið um land- búnaðarvjelar* ‘, í síðustu vikxi bárust greinileg- ar fregnir frá hinni eyðilegu norð- lægu eyju, sem er eins og önd í lögun. Hehnild; 16 óskáldlegir Kanada- hermenn, sem eftir að hafa kval- ist á íslandi, voru úrskurðaðir í E-deild — óhæfir til herþjónustu (aðallega vegna ígerðar í maga) og sendir heim til Kanada um Bretlandseyjar. Dvölin á fslandi, sögðu her- mennirnir, var ekki þægileg. Þeg- ar breski herinn liertók ísland, um það leyt.i sem nazistar liernámu Noreg, voru móttökurnar frá hendi hinna innfæddu alt annað en hjartanlegar. íslendingar voru svo gramir út í Breta, að her- mennirnir urðu að fara saman þrír í hóp, vel vopnaðir og á verði gegn hnífstungum og byssuskot- um. Þegar hermennirnir keyptu sjer egg, urðu þeir að greiða $ 1.20 (8 kr.) fyrir tyfltina, en auk þess varð að hafa gætur á kaupmönn- um, því þeir áttu til að láta að- eins 10 egg í pokann. Matur var af skornum skamti á íslandi. Það var kindakjöt í hverja máltíð, kindakjötsmauk, soðið, brasað, steikt. Veður var slæmt og hermennirnir bjuggu í tjöldum, sem þeir nefndu í háði „Cozy Apts“, „Queen Mary Arms“ o. s. frv. ★ Mestum áhyggjum olli þó her- mönnunum hin þrjóska kven- þjóð á íslandi. Hjer um bil ein- asta orðið, seni þeir lærðu á ís- lensku, var orðið stúlka. Þeir voru vanir að ganga á götum og kalla „Hí, stúlka“ á allar ljóshærðu stúlkurnar. En þeir fengu ekkert svar. Ef þeír fóru í eitthvert af þrem danshúsum Reykjavíkur gengu stúlkurnar inn á að dansa mörgu misjöfnu saman að jafna. heild: við þá; en vildu ekki leyfa þeim að fylgja sjer heim. Ef einhver stúlka var svo óvarkár að láta sjá sig með Englending, var rakað af henni hárið eins og Maríu í „For Whom the Bell Tolls“. Hermönnunum var ekki leyft að koma inn á íslensk heimili. Reykja- vík, sem stærði sig af þessum lög- um og reglu, hefir 65 lögreglu- þjóna til að gæta þess að lögúm sje hlýtt. íslensltir verkamenn heimtuðu há vinnulaun af innrásarhernum. Allar þessar óvinsældir, sögðu hermennirnir, stöfuðu af þýskum áróðri, sem með þrautsegju hafði verið breiddur út; og íslendingum var kent að ísland og Þýskaland væru bræðraþjóðir. ★ Fyrir þreniúf árum sagði skáld- ið Auden frá því, að hann hefði sjeð bróður Hermanns Görings í Reykjavílt og heyrt að von væri bráðlega á trúarofstækismanninum Alfred Rosenberg. Bretar fundu víða velli, þar sem búið var að hreinsa burt alt grjót, augsýnilega í þeim tilgangi að nota velli þessa sem flugvelli. Þó hernám íslands þyki lítils virði, virðist sem það geti haft þýðingu sem varúðarráðstöfun". Fjðlmenn árshátíð Sjálfstæðisfjelaganna í Hafnarfírði Um 250 manns tóku þátt í árs- hátíð Sjálfstæðisfjelaganna í Hafnarfirði, sem haldin var í Góðtemplarahúsinu síðastliðinn laugardag. Samkoma þessi fór hið prýðileg- asta fram. Ræður fluttu Bjarni .Snæbjörnsson, þingmaður Hafn- firðinga, Árni Jónsson frá Mttla, Þorleifur Jónsson, Hermann Guð- mundsson, Gunnar Thoroddsen og Jóhann G. Möller. En ank þess var til skemtunar bæði tvísöngur og gamanvlsnasöngur. Gunnar Thoroddsen ljek undir tvísöng þeirra Árna frá Múla og Pjeturs Á. .Jónssonar, en Brynjólfur Jó- hanness'on söng gamanvísur með undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Síðan var dansað fram eftir nóttu. Eyjólfur Kristjánsson stjórnaði hófinu. laniiiiimminiwnniuiHniinnnmiiiuiniimmmHRimmmnmimininiiinntnnmntnniimmmimimtnnnmnBMnp | Nýárshugleið- | f ingar Jóns I á Brúsastöðum iimiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. lestir ern sammála um, að ískyggilegt sje útlitið þegar hið nýja ár heilsar, hó velgengni sje á flestum sviðum; hættan er oft mest þegar vel gengur. Aldrei hefir reynt meira á manndpm þjóðarinnar en nú, mik- ið er í liúfi að hún reynist þeim vanda vaxin, sem liin nýju og ó- væntu viðhorf færa henni í ýmsum myndum. Margir verða á gullinu gintir. Það er oft misnotað það vald, sem það gefur yfir mönnum og málefn- um. Þroska einstaklinga og þjóða má mikið marka af því, hvernig á þessum málum er haldið; hver einstaklingur á helgidóm, sem ekki má seljast. fyrir fje. Því mið- ur ber oft út af því, en með því dragast einstaklingarnir niður á við sem spillir og missa sjónar á tilgangi lífsins. í því liggur nú hættan jafnvel meiri en nokkru sinni fyr, að hið besta spillist. Sjálfsag't er það gott að þjóðin •græði fje, þó það sje óeðlilegt og einhver sársauki fylgir þeim gróða, þegar vitað pr a§ ftðrir ]íða | sárristu ney§ og allskonar þreng- ingar. Á þéssiuh tímum vill heimtu- frekja og að setja fram háar kröf- ur eiga sjer lítil takmörk. Þó glæsileg sýnist fjáröflun þjóðarinn ar, þá er þess aldrei meiri þörf en nú, að einstaklingai-nir hvar sem er í þjóðfjelaginu hafi það hugfast að stilla kröfum sínum í hóf. Þess auðveldara verður að græða sárin, sem hið skapandi á- stand hlýtur að leiða af sjer. Lít- um til næstu nágranna, hvað verða þeir að þola. Enginn getur sagt, hvað bíður okkar næstu daga. Það lætur margt betur í eyr um þjóðarinnar - en að spara, en þess er að líkum aldrei meiri þörf en nú, og aldrei meiri þörf en nú að geta lifað af eigin fram- leiðslu. Daglega minka möguleikarnir að geta siglt um höfin; enginn getur sagt um, hvað sú eyðilegg- ingar og spillingar öld getur náð langt, eða hvenær hún nær há- marki sínu, eða hvernig hún end- ar. Aldrei hefir verið meiri mann- ekla en nú í sveitum landsins. Er áframhald verður á því, þá er fyr- irsjáanlegt, að e i nyrkjubúskapur verður almennari en nokkru sinni fyr og framleiðslan dregst saman. Aldrei hefir verið hættara en nú á snöggum og óvæntum breyt- ingum, sem geta haft hinar alvar- legustu afleiðingar. Að litlu gagni gæti komið þó við ættum svo og svo margar miljónir (af ímynduð- um peningum) úti í löndum, ef björg er hvergi að fá, en lands- fólkið búið að láta gullið villa sjer sýn. Nú sem stendur mun stór hluti af orku þjóðarinnar vera í þjón- ustu erlendrar þjóðar; þess stærri lillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllt sem sá hópur verður, þess ótrygg- ari getur framtíðin örðið, því það sem skapar verðmætin eru gæði landsins og hennar vinnuafl (manna og vjela). Það er fátt, eða ekkert sem skapar þjóðinni tryggara öryggi en að landbúnaðurinn geti fram- leitt sem allra mest af neysluvör- um þjóðarinnar; við höfum sjer- staka aðstöðu, þar sem við biium á eylandi langt frá öðrum lönd- um og flutningar geta stoppað af óyfirstíganlegum og ófyrirsjáan- legum örðugleikum. Nú munu marigr spyrja: Hvern- ig stendur á því, að laixlbúnað- urinn þolir ekki samkepni við aðra, atvinnu, með því verði sem er á landbúnaðarafurðum f Þar kemur margt til greina. í fyrsta lagi er afrakstur landbúnaðarins hjer hjá okkur seintekinn, kostar mikla vinnu, en sjávaraflinn er fljótteknari. En það leiðir aftur af sjer eyðsluhneigð og heimtu- frekju, þegar þetta fólk á svo að fara að vinna að landbúnaðar- vinnu; stenst bóndinn ekki kröf- prnar pg <ipna§ yerr^ þg,§ §piittar ut frá sjer, og telja bóndann nuri- ará, sem engu tímir. — Ef hús- bændurnir geta ekki gengið á undan, og unnið hin óumflýjan- legu skyldustörf á heimilinu, þá eru þau oft neydd til að hætta, og bætast oft í hópinn á mölina, sem heimta atvinnuleysistyrk, ef ekki er nóg til að bíta og brenna, sem verður óbeint til að íþyngja fram- leiðslunni, sem ásamt embættis- mannabákninu er að vaxa þjóð- inni yfir höfuð, sem fæðir af sjer nýja skatta. Það sjest kannske ef ein lítil steinvala berst fyrir hjól- ið, þannig að það hætti að snúast. Á þessum tímum getur alþjóð- arheill þrafist þess, að nú verði gripið til þess ráðs að koma á þegnskylduvinnu, til að vinna að I a ndbún aðar störf um til sjós og sveita. Aftur gæti komið til mála að landbúnaðarafurðir væru seldar með skaplegu verði, ef það sýndi sig að framleiðslan þyldi það. Að- alatriðið er að framleiðslan drag- ist ekki saman. Landbúnaðurinn er fasta staða þjóðfjelagsins, landsfólkið getur dregið fram líf- ið á honum ef annað bregst. Það þarf að gera alt til þess að það fjármagn, sem talið er að þjóðin hafi nú yfir að ráða í ó- vanalega ríkum mæli, geti orðið starfandi í landinu sjálfu í vjel- um og öðrum tækjum; þó þau tæki sjeu óvanalega dýr nú, dug- ar ekki að láta það aftra fram- kvæmdum, því fjeð, sem talað er um, getur verið ótrygt, og að þessi tæki geti orðið sem flestra ein- staklinga eign, þess minni hætta er á allskonar vinnustöðvunum, sem er eitt mesta þjóðarböl. Jafnhliða því ætti að vera hægt aS ljetta vaxtabyrðum fram- FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.