Morgunblaðið - 27.02.1941, Page 3
Fimtudagur 27. febrúar 1941
MORSUNBLAÖI0
Mikill bruni á Iíorðeyri:
Verslunarhús og frvstihús Borðeyri
brerina
Vasklegar eldvarnir
hefta frekari
útbreiðslu eldsins
STÓRBRUNI varð á Borðeyri aðfaranótt miðviku-
dags, er stóð fram á morgun. Þar brann eitt
elsta hús staðarins, er um skeið var íbúðarhús
sýsiumanns, en upphaflega var verslunarhús Brydesversl-
unar og versiunarhús kaupfjelagsins, ásamt frystihúsi
þess, en siáturhús sama f jelags og komvöruskemma björg-
uðust með naumindum, fyrir vasklega framgöngu manna,
er börðust við eldinn.
Blaðið átti í gær tal við Magnús Richarðsson símastjóra og sagð-
ist honum svo frá:
Myndin er tekin efsf á eyrinni. og sjest ausfureftir henni sunnanverðri. flæðarmálið til hægri.
Húsin, sem brunnu, sjást, á myndinni. há tvílyft hús með göflunum suður að flæðarmáli. og er ei'n
bygging framar á eyrinni. Norðuraf verslunarhúsi kaupfjelagsins sjest sláturhúsið. sém bjargaðist.
með því að rjúfa samband þess við verslnuarhúsið.
s
r 1
\
—- Kiukkan laust fyrir 4 á inið-
vikudagsnótt var jeg vakinn. Var
það bresknr hermaður, ,sem vakti
mig. Sagði hann mjer að kviknað
væri í varðstofu setuiiðsins þar á
staðnum, en hún var í hinu svo-
nefnda Sýslumannshúsi. Hefir varð
liðið breska haft það hús á leigu
í vetur.
Jeg ætlaði ekki að trúa þessu,
og rengdi manninn, en hljóp samt
út á nærfötunum og sá þá, að eld-
iir hafði brotist út í suðurenda
þessa húss. Jeg hleyp nú inn og
hringi í þau hús á Borðeyri, þar
sem sími er,, til að vekja fólk og
segja frá því, hvernig komið var.
Jeg hefi ekki verið meira en 5
mínútur að því, og að smeygja
mjer í föt. En er jeg kom út aft-
ur var Sýslumannshúsið orðið al-
elda, og kviknað í austurhliðinni
á verslunarhúsi ■ Verslunarfjelags
Hrútfirðinga.
Búðin, sem var í suðurenda
hússins, varð brátt alelda. En svo
■fljótt. hafði fólk .brugðið við, þó
um hánótt væri, að mikið bjarg-
aðist af smávörum úr búðinni og
eins úr geymslulofti, sem yfir biíð-
inni var. Tókst að fleygja. vörum
af búðarloftinu út um glugga.
Skamt hil var á milli þessara
húsa, sem hjer um getur. En næsta
hus í str^ndlepgjunm á sunnan-
verðri eyrinni, er íbúðarhús kauþ-
íjelagsstjórans, Pjeturs Sigfússón-
ar, og er um 30 metra bil þar á
milli husanna. Svo það hús var
ekki í mikilli hættu. En voru-
skemma stendur fjær ströndinpi,
var nær verslunarhúsinu. Var það'
hún í hættu, en það tókst að
bjarga því.
Vatnsleiðsla er engin að gagni
þarna, leiðsla úr brunni ofan við
þorpið. En vegna frosta og þur-
viðris er sá brunnur vatnslaus.
Var notaður sjór við slökkvistarf
Íð, enda er hann nærtækur þarna,
og borinn í fötum úr flæðarmál-
inu.
Við norðurenda verslunarhúss
kaupfjelagsins var frystihús, síðan
lcælihús, og enn lengst frá slátur-
hús. Það tókst að bjarga slátur-
húsinu með því að rjúfa kælihús-
ið og gera þar bil milli slátur-
hússins og eldsins.
llr frystihúsinu björguðust um
3(K) skrokkar, en um 2500 hafa
víst. brunnið þar.
Frost var mikið um nóttina, um
18° meðan bruninn stóð yfir.
Var hann úti, þ. e. a. s. hús fall-
in klukkan rúmlega 8 um morg-
uninn. Sýslumannshúsið brann á
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Fíá Búnaðarþingi
Afundi Búnaðarþiigs á
þriðjudag fór fram at-
kvæðagreiðsla um breytingar-
tillögur þær, sem fram höfðu
komið við tillögur milliþinga-
nefndar um breytinguna á
Jarðræktarlögunum. Að at-
kvæðagreiðslunni lokinni var
málinu vísað til 2. umræðu. —-
Mun hún fara fram eftir fáa
daga.
Samþykt var tillaga til þings
ályktunar um áburðarverk-
smiðju og önhur þingsályktun-
artillaga varðandi þingeysku
mæðiveikina. Ennfremur þings-
ályktunartillaga um fjárfram-
lög til sandgræðslu.
Á fundinum í gær fór fram
atkvæðagreiðsla um frumváirp
til laga um sandgræðslu og
heftingu sandfoks Var það
eamþykt og afgreitt frá Bún-
ðarþingi.
Frumvarp til laga um land-
nám ríkisiiis var einnig saih-
♦þykt og afgreitt frá Búnaðar-
þinginu.
Mestur fundartíminn fór þó
í að ræða um Frumvarp til
laga um stofnun vísindasjóðs,
og greindi fulltrúana nokkuð á
um það. Er það um, að hinar
væntanlegu tekjur af sterku
| öli verði notaðar til að gera
hagnýtar vísindalegar tilraunir
'á sviði landbúnaðarins.
Færeyinganefndin
í boði bæjarráðs
Bejarráð bauð í gær við-
kiftanefnd Færeyinga, sem
hjer er stödd upp að Reykjum
í Mosfellssveit og síðan í ár-
degisveislu að Hótel Borg. Að
Reykjum fóru þeir með gest-
unum Valgeir Björnsson bæj-
arverkfræðingur, K. Langvad
verkfræðingur, Gunnl. Briem
stjórnarráðsfulltrúi, Jón Guð-
mundsson endurskoðandi og
Stefán Þorvarðarson.
Bæjarráð tók á móti gestun-
um að Hótel Borg.
Er sest var að borðum að
Hótel Borg bauð Bjarni Bene-
diktsson borgarstjóri gestina
velkomna með nokkrum hlý-
legum orðum. Meðan á borð-
haldinu stóð tóku nokkrir til
máls. Djuurhus, sýslumað.ur
hann er formaður nefndarinnar
þakkaði góðar viðtökur, er þeir
Færeyingar hafa hjer fengið
og mintist nokkrum orðum á
það hvernig þeim leist á
Reykjavik, er þeir, sem ókunn-
ugir voru, töldu ekki eins stór-
an bæ eða með því nýtisku sniði
sem raun er á.
Dam kennarí, hann er full-
trúi sósíalista í nefndinni,
flutti rséðu á íslehsku. Talaði
hann m. a. um það, hve mikil
uppörfun og mikill stýi‘,kur
Færeyingum hefði verið og
gæti í framtíðinni orðið af ís-
lenskum bókmentum, og hve
mikla áherslu Færeyingar
leggja nú á málverndun og
bókaútgáfu. Þá talaði Jensen
ekipstjóri, fulltrúi Fólkaflokks-
ins. Hann mælti á færeysku,
bg tálaði hægt, svo þeir, sém
óvanir eru að heyra þá tungu,
gætu skilið hann. Tókst það
vel. Hann mintist meðal annars
á skyldleika þjóðanna, Færey-
inga og íslendinga, kynni og
^viðskifti þeirra í milli fyr og
[síðar, og hve vel færi á því,
að þjóðimar ræktu frændsemi
gína.
‘ FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiitiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiimiiiimmiiiiimiiiiiiiimMttiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiiiim
Vörurnar á hafnarbakkanum
| Nauðsynlegt að \
[ dreifa birgðunum [
[ á öruggari staði I
iiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimniiifii!
SÍÐAN MÖNNUM fór að verða Ijóst, að til
þess gæti komið, að Reykjavík yrði fyrir
árásum úr lofti eða af sjó, hefir margt verið
rætt og yitað um þær varúðarráðstafanir, sem sjálfsagt
og auðið væri að gera til varnar slysum og líftjóni borg-
aranna af völdum slíkra árása. Þykir mjer líklegt, að fyrir
tilverknað Loftvamanefndar og annara, sem um þessi
mál hafa fjallað, megi þessari hlið málsins heita komið í
viðunandi horf.
Nú er það ósk allra og von, að aldrei komi til slíkra árása á
þennan hæ, en fari nú samt, sem áður svo, þá er önnur hlið þessa
máls, sem ekki virðist hafa verið athuguð sem skýldi', og getur þó
verið voði á ferðum, ef ekki er gert við í tíma.
Rauði Kross-
inn fekk hjer
kr. 8.300
Formaður Rauða Krossins,
Gunnlaugur Einarsson lækn-
j ir, var ánægðúr með f jársöfnunina
| í gær. Hann sagði í gærkvöldi, að
| hjer í Reykjavík hefðu safnast
8300 krónur. Er það mun meira
en i fyrra. Og þó var svo kalt.
eins og hann komst að orði, að
menn gátu varla tekið af sjer vetl-
ingana meðan þeir voru úti und-
ir bern lofti, án þess að eiga á
hættu að kala. *
— Hve víða fór fram söfnun
annarsstaðar en í Reykjavík?
— Á 39 stöðum víðsvegar um
; land. Jeg hefi ekki frjett af því,
hvernig söfnunin hefir gengið ut-
an Reykjavíkur. Nema á Akur-
eyri, þar gekk hún vel, þrátt fyr-
ir vont veður.
Það er öllum vitanlegt, að mikili
hluti af neysluvörum landsmanna
er fluttur inn frá útlöndum, og
síðan ófriðurinn hófst, hefir mest
af þessnm vörum verið .lagt á land
í Reykjavíb, ýmist til afhendingar
hjer, eða til mnhleðslu á hafnir
úti um land. Yörum þessum er
hlaðið í geymsluhús og skemmur
við höfnina, og er nú þannig á-
statt og héfir verið lengi, að öll
hiis eru yfirfull af vörum, hverju
nafni söm ' nefnast. Ekki • er það
þó alt, heldur hefir dýrmætitin vör-
um,.ætum og óætum, verið hlaðið -
vegna rúmíeysis f húsum inni — í
port og auð Svæði við þöfnina.
Aub þess liggja skipin oft livert
utan á öðru við hafnarbakkana,
hlaðin vörum, sem beðið er með
eftir plássi við bryggju og í landi,
að afferma og koma í hús. Mest
eru þetta nauðsynjar lándsmanna
sjálfra, sem kostað hefir of fjár,
erfiði og hættur að ná til lands-
ins. Inni á milli vöruskemmanna og
-hlaðanna standa svo geymslskálar
setuliðsins, svo að segja má, áð
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU