Morgunblaðið - 27.02.1941, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 27. febrúar 1941
Duke Ellington, Count Baise, Atti Shaw, Jimmy
Lunceford, Louis Armstrong, Benny Goodmann,
London Piano Accordian Band, Ronald Frankau
(piano), George Formby (Ukulele), Dorothy La-
ntour, Bix Beiderbeck (piano swing), Joe Loss,
Colemann, Glenn Miller, Gracie Field (Sally),.
Jimmy Dorsy, Woody Herman, Earl Hénes (piano
swing), Ed Lang (Guitar), Lög úr Walt Disneys
film, Poul Robeson og Richard Tauber
o. fl. plötu-nýungar.
Hljóðfærahúsið.
Athygli fjelagsmanna skal vakin á því, að samkv.
fjelagslögum hafa þeir meðlimir ekki atkvæðisrjett
í kosningu til trúnaðarstarfa í fjelaginu, sem skulda
meira en 2 ársfjórðungsgjöld. Þeim fjelagsmönnum,
sem hafa hug á því að neyta atkvæðisrjettar síns á
aðalfundi fjelagsins, sem verður haldinn á næstunni,
er hjer með tilkynt, að gjaldkeri fjelagsins mun
veita fjelagsgjöldum móttöku í dag (fimtud.), föstu-
dag og laugardag á skrifstofu fjelagsins, Laugavegi
34, á tímanum 6—8 alla dagana.
Tilkynnin^
frá útflutnlngsnefnd
um hækkun á lágmarkskaupverði á ísvörðum fiski til
útflutnings.
Fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið, er það
skilyrði sett fyrir útflutningsleyfi á ísfiski, sem keyptur
er til útflutnings, að kaupverð hans sje ekki lægra en hjer
segir:
Þorskur, slægður kr. 0.50 pr.
Þorskur, slægður og hausaður — 0.62 —
Ýsa, slægð — 0.50 —
Ýsa, slægð og hausuð — 0.62 —
Rauðspetta 250 gr. og þar yfir — 1.50 —
Þykkvalúra (Lemon-sole) 250 gr.
og þar yfir — 1.50 —
Sandkoli 250 gr. og þar yfir — 0.50 —
Bannaður er útflutningur á kola, sem vegur undir
250 gr.
Framangreint lágmarksverð nær bæði til fiskkaupa
í íslensk og útlend skip.
Reykjavík, 27. febrúar 1941.
Fasteignaskattar - Oráttarvextir.
Fasteignagjöld til bæjarsjóðs Reykjavíkur
árið 1941, húsaskatt, lóðarskatt, vatnsskatt,
svo og lóðarleigu, er fjellu í gjalddaga 2. jan-
úar þ. á., verður að greiða til bæjargjaldkera
fyrir 3. mars. Að öðrum kosti falla DRÁTT-
ARVEXTIR á gjöldin.
BORG A RRIT ARINN.
Verkfall hárgreiðslu
§(úlkaia
Greinargerð varaform.
sveinafjelagsins
Síðan verkfall okkar hár-
greiðslustúlkna hófst 15. jan.
s.l., hafa samningatilraunir farið
fram aðeins tvisvar sínnum, en
það var 23. jan. og svo nú í fyrra-
<lag.
Vegna þeirra sögusagna, sem
mynast hafa í bænum um það, að
það sje vegna ósanngirni okkar
stúlknanna og Alþýðusambandsins
að ekki hafa tekist samningar,
þykir mjer rjett að segja sögu
þess eins og hún er frá byrjun.
★
Kaup það, sem við höfum sam-
kvæmt þeim samningi sem áður
gilti, var: Fyrir heilsdagsstúlkur
lágmarkskaup kr. 150.00 á mánuði.
Fyrir hálfsdagsstúlkur lágmarks-
kaup kr. 100.00 á mánuði.
Þær fyrnefndu þurftu að skila
fyrir þetta kaup 8 stunda vinnu
á dag, en þær síðarnefndu 5 klst.
Kröfur þar, sem við gerðum til
kaups, voru, að heilsdagsstíilkur
fengju kr. 200.(X) á mánuði, en
hálfsdagsstúlkur kr. 125.00. Vinnu-
tími skyldi vera sá sami og áður
var.
Kröfur okkar sendum við til
meistara 2. nóv. s.l., en svar feng-
um við loks 9. des. með tilboði um
að alt skyldi óbreytt frá því sem
í gamla samningnum var, og dýr-
tíðaruppbót skyldi verða eftir
þeim reglum sem gilt hefðu, þ. e.
dýrtíðina áttum við að fá bætta
að 3/4 hlutum. Af okkar hálfu
var þessu boði neitað.
Þegar sýnt þótti að ekki ætluðu
að takast samningar án vinnu-
stöðvunar var sú ákvörðun tekin,
að láta fara fram allsherjarat-
Fvæðagreiðslu «m heimild fyrir
stjórn fjelagsins til þess að ákveða
vinnustöðvun ef samningar hefðu
ekki tekist fyrir 15. jan. Vinnu-
stöðvunarheimildin var samþykt
svo að segja mótatkvæðalaust.
Einu sinni 'áður en til vinnu-
stöðvunar kæmi fóru fram samn-
ingatilraunir og mætti Jón Sig-
urðsson framkvæmastjóri Alþýðu-
sambandsins þá hjá Eggert Claes-
sen og meisturum fyrir ' okkar
hönd. Það sem þá var boðið fram
af hálfu meistara var, að alt skyldi
óbreytt frá því sem áður var að
öðru leyti en því að full dýrtíð-
aruppbót skyldi fást. Þessu var
einnig neitað af okkar hálfu.
Kvöldið áðúr en vinnustöðvunin
skyldi hefjast, hjeldum við stúlk-
urnar fund og fundur var einnig
hjá nokkrum meisturum um sama
leyti. Á fundi hjá okkur’var Jón
Sigurðsson, en Claessen hjá hinum.
Á fund til okkar kom símleiðis
það tilboð frá meisturum, að þær
væru reiðubúnar til að semja upp
á það, að sveinar fengju 40% af
andvirði þeirrar vinnu sem við-
komandi sveinn afgreiddi, og var
tilboð þetta borið undir atkvæði
á fundi hjá okkur og var sam-
þykt með atkvæði hverrar einustu
stúlku, sem á fundinum var, að
hafna því.
Meisturum var þetta tilkynt, og
kom þá það svar frá þeim, að þær
hefðu ekkert við okkur að ræða,
nema við fjellum frá öllum kröf-
um um grunnkaupshækkun. Var
)á borið undir atkvæði á fundinc
um hvort fjelagið vildi falla frá
kröfunum nm grunnkaupshækkun,
og var það felt með öllum atkvæð-
um, en hinsvegar um það rætt, að
sjálfsagt væri að víkja í einhverju
frá þeim kröfuin, sem upphaflega
voru gerðar, ef ske kynni að meist-
arar vildu koma eitthvað á móti,
en því fór fjarri að þær fengjust
til þess, eins og að framan greinir.
★
Vinnustöðvun var óumflýjanleg
og kom til framkvæmda á hádegi
þ. 15. janúar s.l.
Um framkvæmd vinnustöðvun-
arinnar og þá baráttu sem við
háðum í sambandi þar við er bæj-
arbúum kunnugt af þeim blaða-
deilum er við höfum átt í, hr.
Eggert Claessen og jeg, svo óþarft
er að rifja það )ipp, og kem jeg
þá að því, að fundur var haldinn
í fjelagi okkar þann 20. þ. m., og
var þar samþykt að senda meist-
urum tilboð er fæli í sjer lækkun
á kröfunum, vegna þess að sýnt
þótti að deilan mundi ekki leyst
nema að fyrsta sporið til sam-
komulags yrði stigið af okkur. Það
sem við sendum til meistara í
gegnum sáttasemjara, hafði að
innihalda eftirfarandi tilslakanir:
1. Að kaupgjald sveinanna skyldi
vera:
a. Heilsdagsvinna, lágmarkfe-
kaup nýsveina, fyrstu 12
mánuði að loknu námi, kr.
175.00 á mánuði. Eftir það
teljist sveinar fullgildir og
fái í lágmarkskaup kr. 200 -
00 á mánuði.
b. Hálfsdagsvinna, lágmarks-
kaup nýsveina kr. 110.00 á
mánuði. Lágmarkskaup full-
gildra sveina kr. 125.00 á
mánuði.
2. Að kaffihlje skyldi vera sem
áður var, þ. e. hæfilegt kaffi-
hlje tvisvar á dag.
3. Að síðasta virkan dag fyrir
aðfangadag verði opið til kl.
23.00.
4. Að stúlkum verði greitt kaup
í veikindatilfellum alt að 4 vik-
um í stað 8 vikna, sem upp-
haflega voru gerðar kröfur til.
Tilboð þetta var sent 21. þ. m.,
og vorum við kallaðar til fundar
við sáttasemjara í fyrradag ásamt
meisturum, og var þar fyrir okkur
lagt af þeirra hálfu úrslitatilboð
það sem hjer fer á eftir:
Kaupgjald sveina skal vera -.
Heilsdagsstúlkur fyrsta ár að
loknu námi kr. 150.00 á mánuði.
Annað ár að loknu námi 165.00 á
mánuði. Þriðja ár að foknu námí
180.00 á mánuði. F.jórða ár að
loknu námi kr. 200.00 á mánuði.
Hálfsdagsstúlkur fyrst.a ár að
loknu námi kr. 100.00 á mánuði.
Annað ár að loknu námi 110.00 á
mánuði. Þriðja ár að loknu námi
120.00 á mánuði. Fjórða ár að
loknu námi kr. 133.00 á mánuði.
Ennfremur komi ný grein í samn
inginn svohl jóðandi:
Sveinum skal heimilt að ráða
sig fyrir kaup er sje hluti and-
virðis þeirrar viunu sem viðkom-
andi sveinn afgreiðir, enda sje sá
hluti ekki lægri en 40%. En sje
um slíkt fyrirkoníulag að ræða,
njóta sveinar ekki dýrtíðaruppbót-
ar eða annara hlunninda.
Um kaupstigann er það a&
segja, að ekki mun þekkjast hjá
nokkru sveinafjelagi að kaupgjald
sje nema aðeins tvískift, þ. e. líti&
eitt lægra fyrsta ár að loknu námL
og svo fult kaup iir því.
Enda ætti það að sýnast óþarft,
þar sem 3 ár tekur að læra þessa
iðn og ættu stúlkurnar að vera að
öllu Jtiúnar eftir fjögra ára starf
að ná þeirri æfingu, sem þær
koma til með, að fá.
Sú nýja grein, sem meistarar
vilja koma í samninginn um heim
iid fyrir sveina til að ráða sig fyr-
ir prósentur, er grímuklædd tií-
raun til að koma prósentukjörum-
á, því eftir fyrri framkomu meist-
ara í deilunni höfum við stúlk-
urnar fylstu ástæðu til að ætla,
að ef heimild þessi væri til, myndu
eigendur hárgreiðslustofanna a&
deilunni lokinni segja hverri ein-
stakri stúlku, að hún geti að vísu
fengið vinnu, en þá aðeins me&
prósentukjörum. Það þarf ekki a&
taka það fram, að þessu tilbo&»
meistaranna var einrómá hafnað
af okkur, sem í samninganefnd
erum, en að sjálfsögðu mun af
hinum nýkjörna formanni fje-
lags okkar verða kallað saman til
fundar til þess þar að ræða þetta.
tilboð. En jeg er þess fullviss, a&
meginþorri stúlknanna vill heldur
standa áfram í verkfalli en ganga
að þeim afarkostum, sem í úrslita-
tilboði meistaranna felast.
★
Hjer hefir saga þessarar bar-
áttu okkar stúlknanna verið sÖgð
afdráttarlaust eins og hún er, alt
það látið koma fram, sem milli
fjelaganna hefir farið, og þori
jeg óhrædd að láta það undir dóm
almennings, hvorar hafi betri eða
rjettari málstað, við eða meistar-
ar.
Vænti jeg þess, að hver einasta
stúlka, sem í fjelaginu er, sýni
það mikinn stjettarlegan þroska,
að standa einhuga um þær sam-
þyktir, sem kunna að verða gerð-
ar í fjelagi okkar, því ef svo
verður, er jeg sannfærð um að
við munum fá kjör okkar allvern-
lega. bætt.
Reykjavík 27. febrúar 1941.
Sveina Vigfúsdóttir.
oooooooooooooooooo
! Píanó 1
II. fl., sem nýtt. til sölu. — V
Sömul. annað af eldri, vand- X
aðri gerð, lítið notað. Uppl. 0
í símum 4964, 2802 eða 3702. ^
OOOOOOOOOOOOOOOOOC
I