Morgunblaðið - 27.02.1941, Page 6
Fimtudagur 27. febrúar 1941
MORGUNBLAÐIÐ
LofthcrnaSurinn:
.Loftið yfir Dover
sundi hrannað
J flugvjelum*
Engir stóryiðburðu' gerðust í
gœr í lofthernaðinum. Þýsk-
ar flugvjelar voru víða á ‘sveimi
yfir suðaustur ströndum Englands,
en sprengjum var óvíða varpað
niður.
Breskar sprengjuflugvjelar varð
ar öflijgum; sveitum örustuflug-
Vjela fóru tíl árása á staði í Norð-
ur-Frakklaudi og var varpað nið-
ur sprengjum. Á Calais var gerð
iiörð árás.
Komust kvöldblöðin bresku svo
að orði, að „loftið yfir Dover-
isundi hefði um skeið vérið hrann-
uð af flugvjelum. sem rallar voru
hreskar“. «
í fyrrinótt vpru gerðar árásir
á iðnaðarborgir í Ruhrhjeraðinn
Skákþing
Reykjavíkur
Síðasta uinferð á Skákþingi
Reykvíkinga hefst, í kvöld
kl. 8 í Góðtemplarahúsinu uppi.
Flesta vinninga hafa Guðmund-
ur S, Guðmundsson, Einar Þor-
valdsson og Sturla Pjetursson.
Guðmundur teflir með svörtu
við Gttðmund Ágústsson, Sturla
við Hafstein, en Einar hefir lokið
sínum skákum. — Engir aðrir
koma til greina um fyrsta sætið.
Til eftirbreytni
Nýlega kom til mín kona og
afhenti mjer 100 krónur,
með þeimnmmælum, að þær væru
gjöf til vinnuheimilissjóðs Sam-
bands ísl. þerklasjúklinga., Nafu
konunnar fjekk jeg ekki að vita
og var tæpléga að jeg fengi ráð-
rúm tií að rjetta henni hönd mína
í þakkarskyni áður en hún hvarf
nt úr dyrunum. Nokkrum dögum
seinna kom síra Árni Sigurðsson
til min og færði mjer aðrar 100
krónur. Voru þær gjof frá annari
konu í sáma augnámiði. Heldur
ekki vildi sú kona láta nafns síns
getið.
Fyrir hönd miðstjórnar S. í. B.
S. færi jeg þessum ágætu konum
alúðar þákkir. Gjafir þeirra ern
til hinnar mestu fyrirmyndar.
Grunur minn er sá, að hvorug
þessara kvenha sj’eu ríkár og er
fórnarlund þeirra því að ineiri.
Sýnir þetta enn sem fyr að konur
eru jafnan skjótastar til að rjetta
fram hjálþándi hendur þegar um
• mannúðarmál er að ræða.
„ Hver kemur n æst, ?
Þeim, sem kynnu að vilja
styrkja þetta þarfa málefni með
peningagjöfum, skal á það bent,
að slíkuúi gjöfum veita móttöku,
auk undirritaðs, dr. theol. Eiríkur
úlbert.sson, Laugaveg 76; Kristinn
Stefánsson, Leifsgötu 22; Sígur-
Ieifur Vagnsson, Þórsgötu 13;
Gísli Guðmundsson, alþingismað-
nr; Oddur Ólafsson læknir á Víf-
ilsstöðum og Jón Rafnsson.
Andrjes Straumland.
„Sæbjöro“ sækir bát
með bilaða vjel
Björgunarskipið Sæbjörg hefir
nóg að gera við að aðstoða
fiskibáta, sem lent hafa í hrakn-
ingnm.
I gærmorgun fór Sæbjörg til
aðstoðar v.b. Stíganda frá Sand-
gerði, sem var með bilaða vjel á
Sandgerðismiðum.
f fyrradag kom SæbjÖrg hing-
að með vjelbátinn Rúnu í eftir-
dragi, eins og skýrt vár ’frá í
blaðinn í gær.
Vörurnar á
hafnarbakkanum
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
svæðið við höfnina sje eitt saman-
hangandi geymslubúr, víðáttumik-
ið og eftirsóknarvert skotmark
fyrir árásartæki heimaðarþjóðar.
Þess þarf enginn að ganga dul-
inn, að verði einhverntíma gerðar
árásir á þennan bæ úr lofti, af
sjó, eða hvortteggja, þá verður
höfnin og umhverfi hennar fyrsta
skotmarkið, sem leitað verður að.
Ofan á það tjón, sem yrði í sum-
um af íbiiðahverfum bæjarins
bættist svo það, að mikill hluti af
vÖrubirgðum bæjarbúa og raúnar
landsmanna allra, eyddist af
eldi vegna þess, að ekki var hirt
um sem skyldi, að dreifa birgðim-
um á öruggari staði jafnóðum og
þær komu og tími vanst til.
Hvort sem hjer er um að kenna
kæruleysi viðtakenda nm að nálg-
ast vöruna, tregum samgöngum,
ónógu geymsluplássi eða töfnm á
að fá vöruna innleysta eða af-
henta, þá liggur í augum uppi,
að við svo búið má ekki standa
lengur. Afkoma landsmanna er
svo mjög komin nndir greiðum
aðflutnigni erlendrar vörn og
dreifingu hennar, að allir aðilar
verða að hjálpast að við að kippá
þessu í bétra hörf áðúr en það er
um seinan.
Friðrik V. Ólafsson.
Hernaðurinh
í Afríku
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
ar hafa að leynilegum leiðum feng
ið vopn í hendur.
í Eritreu hafa Bretar einnig
styrkt, aðstoðu sína og sótt lengr i
fram.
1 ítölskum blöðum er lítið rætt
um hernaðarhorfur í Afríku, en
þjóðin hvött til þess að standa
saman í blíðu sem stríðu.
Segir eitt breskt blað, að fas-
cistarnir sjái nú óðum þrengjast
„rúm Ítalíu í sól Afríku“. Gjaldi
þeir þar glópsku og græðgi Musso-
linis, sem viljað hafi vera með í
því uppgjöri þreska heimsveldis-
ins, sem hann taldi standa fyrir
dyrum, er hann kastaði Ítalíu út,
í styrjöldina við hlið Þýskalands.
Italir sjái nú ekki einungí-:
fram á hrun nýlenduveldis síns í
Afríku, heldur og missi óhemju
verðmæta í herbúnaði.
Þýskar
herdeildir
í Libyu?
Frá því var skýrt í fyrsta
skifti í Berlín í gœr, að
þýskt herlið væri komið til Li-
byu. Áður hafði Mussolini get-
ið þess í ræðu sinni á sunnu-
daginn, að þýsk herdeild væri
komin til vígstöðvanna í Norð-
ur-Afríku.
í tilkynningu þýsku her-
stjórnarinnar í gær er getið
um orústu milli þýskra og
breskra vjelahersveita hjá
Agedabia, 145 km. fyrir sunn-
an Benghazi.
I London er skýrt frá því,
að þar sje ekki kunnugt um
að nein átök hafi átt sjer stað
milli breskra og þýskra her-
sveit í Libyu. En hinsvegar er
það talið geta verið rjett, að
litlar þýskar herdeildir hafi
vérið fluttar til Libyu frá Sik-
iley, eða öðrum landjhlutum
í Ifalíu.
Tilkynning þýsku herstjórn-
arinnar í gær var á þessa leið:
Þýska herstfórnar-
ttlkynningin
Þýskur kafbátsforingi skýrir
frá því að sökt hafi verið vopn-
uðu bresku kaupskipi, sem var
hjer um bil 8 þúsund smálestir
að burðarmagni.
Ánnar þýskur kafbátur sökti
bresku varðskipi. Nokkrir menn
af áhöfn breska skipsins voru
teknir til fanga.
Á svæðinu í suð-austur frá
Englandi sökti þýskur tundur-
skeytavjelbátur breskum tund-
urspilli.
Á Libyuströndinni í suð-aust-
ur frá Agedabia sló í bardaga
milli þýskrar og breskrar vjela
hersveitar snemma morguns í
fyrradag. Fjöldi breskra bif-
reiða þ. á. m. nokkrar bryn-
varðar bifreiðar voru eyðilagð-
ar. Fangar voru teknir. Þýski
herinn beið ekkert tjón.
Síðdegis sama dag kveiktu
þýskar sprengjuflugvjelar í 2
stórum kaupskipum í höfn í
Cyrenaicaströndinni. — Einnig
fjellu sprengjur á hafnarmann-
virki.
Þýskar orustuflugvjelar
skutu niður breska flugvjel af
Hurricanegerðinni yfir Malta-
eyju.
I gærkvöldi rjeðúst litlar
þýskar flugvjeladeildir með
góðum árangri á hernaðarlega
mikilvæga staði og .Jhafnir í
Hull, Harwick og Great Yar-
mouth. Aðrar árásir voru gerð-
ar á flugvelli í A.ustur-Englandi
og á hergagnaverksmiðjur í
Ipswick og Norwick.
Bretar gerðu árangurslausa
árás á Ermarsundsströndina og
skutu þýskar orustuflugvjelar
niður 3 bréskar flugvjelar.
Breskar flugvjelar «Ieptu
tundursprengjum og íkveikju-
sprengjum af handa hófi, á
nokkrum stöðum í Vestur-
Þýskalandi, í gærkvöldi. Tjón
varð aðeins lítilvægt. Eldarnir
voru slöktir strax.
,Goodriehtt-vfelareimar
1” — 8”.
REIMLÁSAR.
VEBZLUN O. ELLINGSEN H.F.
Skrifstofupláss
í Miðbænum, heil hæð, 7 herbergi, til leigu 14. maí. Tilboð
merkt „Hamar“ sendist Morgunblaðinu fyrir laugardags-
kvöld. Áskilinn rjettur til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
Tryggingarstofnun
ríkisins filkynnir:
Að gefnu tilefni skal vakin athygli slysatrygðra manna
á því, að þeim er nauðsýnlegt að vera í fullum rjettindum
hjá sjúkrasamlagi sínu, ef þeir vilja öðlast rjett til greiðslu
sjúkrahjálpar, er slys ber að höndum.
Hvað lögskráða sjómenn snertir, greiða útgerðarmenn
iðgjöld þeirra meðan þeir eru lögskráðir, en nauðsynlegt
er þeim einnig að vera í fullum rjettindum þegar lögskrán-
ing f er f ram. .
Xryggin^arsfoffuun riklsios
S JÚKRÁTRY GGIN G ADEILD.
Utsvðr fastra starfsmanna
árið 1940, sem greiða ber af kaupi þeirra skv. lög-
um nr. 23, 12. febrúar 1940, eru nú öll FALLIN I
GJALDDAGA. Síðasta 1/7 hlutann ber að greiða
af launum starfsmannanna fyrir febrúar.
Þeir kaupgreiðendur, sem hafa ekki skilað bæj-
argjaldkera innheimtum útsvörum frá starfs-
mönnum sínum, eru beðnir að gera skil N Ú
ÞEG AR.
BORGARRITARINN.
Flutningur til íslands
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret-
lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega
hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar er
að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Culliford & Clark L«d.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
er gefur frekari upplýsingar.
Geir H. Zoega
Símar 1964 og 4017,
Fyrirliggfandi
Þvotfaiódi í 50 kg. pokum.
Eggerf RrisliánKNon & Co. h.í.
Sími 1400.