Morgunblaðið - 27.02.1941, Page 7
6
Sveinn Björnsson
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
eondiherra. fyrsta boðbera til itm-
beimsins, um sjálfstæði landsins.
I þau 20 ár, sem hann hefir
gegnt þessu embætti, hefir hann
orðið að starfa sem einskona-r alls-
herjar sendiherra þjóðarinnar, orð-
ið að ferðast land úr landi til þess
að reka erindi íslendinga. Hvar
sem hann hefir farið, og við hvaða
mál sem hann hefir unnið. hefir
einatt gætt sömtt gætni hans og
varfærni, samfara þeirri festu,
sem góðir samningamenn þurfa að
hafa.
Má svó að orði komast, að mik-
ill hluti af sögu íslands, á þessum
árurn,, hafi farið um hendur hans,
meira og minna alt, sem lýtur að
opinberum viðskiftum þjóðarinnar
út á við. Geta menn gert sjer það
í hugarlund hve mikils virði það
hefir verið fyrir framtíðarviðskifti
vor, að í þessari stöðu hefir verið
maðnr. sem öll þjóðin hefir borið
traust til. og sem í stóru og smáu
heíir fullnægt þeim kröfum er
menningarþjóðir álfunnar gera til
sendiherra.
í öllu þessu annríki, og við öll
hin margháttuðu skyldustörf, sem
viðskif támál og stjórnmál hafa
lagt honum á herðar, hefir Sveinn
Björnsson aldrei gleymt því, að
vera árvakur kynnir þjóðar sinn-
ar. Hefir það kynningarstarf hans
óefað borið meiri ávexti en nokk-
urn grunar. Og enn hefir hann
heldur aldrei vikið frá því, sem
Íslendingar meta mikjls, og það er
að gera sjer aldrei neinn manna-
Fasteignin nr, 39
við Strandgótu
I Hafnarfirði
er til sölu.
Tilboð sendist
Ólafi Þorgrímssyni,
hrm.
Austurstræti 14 í Reykajvik
fyrir 2. mars n.k. Rjettur á-
skilinn til að taka hvaða til-
boði, sem er, eða hafna öllum.
!iHliHlllllil!ili!llii!l!lilliiilll!lll!!]llilllllllinililliinililliiti|
| Röskur og ábyggilegur |
mun. Slíkt er honum álveg fjarri
skapi •— eða öllu heldur óhugs-
andi. Þegar menn leita til hans
þá er honum það nóg að þeir sjeu
íslendingar, þeir eru honum allir
jafnkærir.
★
Eu í sendiherrastarfinu hefir
kona hans verið honum mikil stoð
sem alúðleg, gestrisin húsmóðiv
gagnvart þeim fjölda íslertdinga,
sem notið hafa vináttu og um-
önnunar á hinu höfðinglega heim-
ili þeirra hjóna.
Og þegar Sveinn Björnsson,
sein sendiherra íslands hefir kom-
ið heim við og við á nndanförn-
um árum, annaðhvort í embættis-
erindum, ellegar til þess að fá
sjer frí tímakorn á sumrin, þá
hefir hann ávalt borið með sjer
hingað. úr starfi sínn ytra, það
andrúmsloft, þar sem nábúakrit
urinn og flokkarígurinn eigá ekki
heima. Víðsýni hans og hlutlaus
íhugun, á mönnum og málefnum,
sem skapaði lionum það álit, að
»
hann varð vor fyrsti sendiherra,
hefir með aldrinum orðið ennþá
ákveðnari þáttur í lund hans og’.
dagfari,
Þessir eiginleikar hans hafa
ankið vinsældir hans og styrkt
hið almenna traust þjóðarinnar á
rjettsýni hans og sanngirni. Og í
viðkynningu við hann hafa menn
fundið, að í sáttfýsi og sanngirni
þróast hest þau frækorn í fari
þjóðarinnar, sem heillavænlegust
eru fyrir, framtíðargróðnr hennar,
jafnt á hinu andlega, sem á hinu
efnalega sviði. V. St.
Bruninn
i Borðnyri
FRAMH. AF ÞRJÐJU 8ÍÐB
mjög skömmum tíma. Sunnan kul
var meðan á brunanum stóð, en
með morgninum snerist golan í
norður eða norðaustur. Hefði sú
vindátt verið um nóttina, er hætt
við, að fleiri hiís hefðu brunnið.
Engin al varleg meiðsli nrðu við
eldsvoða þennan, en nokkrir af
þeim, sem unnn við björgnnar og
slökkvistarf. fengn smá brnna-
skeinur.
í þorpinu eru um 50 íbúar auk
varðliðsins hreska. Varðliðið
bjargaði litlu úr Sýslumannshús-
inn. Hermennirnir hafa í vetur
.haft annað hús til íbúðar,
auk Sýslumannshússins. Er það
samkomuhús þorpsins.
Ekkert er vitað með vissu um
upptök eldsins. Það var eldamað-
ur hermannanna, sem fyrst varð
eldsins var. En getgátur voru nppi
um það, að kviknað hefði út frá
reykpípu úr eldhússkýli, sem her-
menn höfðu gert sjer vestanundir
Sýslumannshúsinu.
Húsin sem brunnu voru vá-
trygð og eins vörur. En líklegt að
vátrygging sje heldur lág.
B. S. í.
Simsr 1640, þrjár ttnor.
(iöðir bflar. Pljót afrreiQsla
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 27. febrúar Í94Í
••••••»••••• oooooðoðoooe
Dagbók
I. O. O. F. 5 = 1222278«/2 = 9.1
Næturlæknir er í nótt Eyþór
Gunnarsson. Laugaveg 98. Sími
2111.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki og Ingólfs Apóteki.
Næturakstur: Bifreiðastöð ís-
lands. Sími 1540.
Franski ræðismaðurinn heldur
annan fyrirlestur sinn fyrir al-
menning um „franska myndlist
frá 1800 til vorra daga“ í Há-
skólanum í kvöld, fimtudag kl. 5
(en ekki ki. 8 eins og fyr hafði
verið ákveðið). Þessi fyrirlestur
fjallar um „realismann“ og „iin-
pressionismann“. Að honum lokn-
um verða sýndar skuggamyndir.
Óperettan Nitouche verður sýnd
í kvöld og annað kvöld og hefst
sala aðgöngumiða að þeirri sýn-
ingn kl. 4. — Aðgöngumiðar að
sýningunni í kvöld verða. seldir
eftir kl. 1 í dag.
Æfifjelagi í. S. í. hefir gerst
Þóroddur E. Jónsson stórkaupm.,
NÝKOMIÐ
IILLARTAU
í kjóla og kápur, margir fallegir Iitir.
ULLARBOLIR handa börnum og unglingum.
KVENSOKKAR fallegir og góðir.
TAFT, einlitt og röndótt, verð frá 3.75 pr. meter.
SOKKABANDATEYGJA, BENDLAR, BLÚNDUR,
ULLARGARN og ýmisiegt fleira.
Versl. SNÓT. Vest. 17
og eru þá æfifjelagar 111 að tölu.
Fimtíu ára afmælishátíð Versl-
unarmannafjelags Reykjavíkur
verður haldin í tveim stærstu sam-
komuhúsum bæjarins á mánudag-
inn kemnr. Aðsókn er þegar afar
mikil, eti þó mun eitthvað af mið-
um óselt að hátíðinni í Oddfellow-
húsinu og verða þeir afbentir í
skrifstofu fjelagsins í dag. Versl-
unum og skrifstofum verður iok-
að til kl. 1 á þriðjudag vegna há-
tíðarinnar,
Færeyska skipið Johanne. Ekk-
ert hefir enn spurst til færeysku
skútunnar Johanne, sem fór frá
Færeyjum 11. þ. m. áleiðis til
Hornafjarðar. lí'er að verða lítil
von um að skipið sje ofansjávar.
Til skýlanna á Söndunum. Er-
indreka Slysavarnafjelagsins, .Tóni
Bergsveinssyni barst. í gær 100
krónu gjöf frá ónafngreindum
manni, með þeim ummælum, að
peningarnir ættu að ganga til
strandmannaskýlanna fyrirhug-
uðu á Söndunum. Verður tekið á
móti gjöfum í þessum tilgangi
framvegis á skrifstofu Slvsavarna-
fjelagsins.
Magnús G. Jónsson lic. es. I.
byrjar aftur kenslu sína í frönsku
fyrir stúdenta föstudaginn 28. þ.
m. kl. 5 e. h. í 3. kenslustofu.
Framvegis verður kensla í frönsku
á þriðjudögum og föstudögum frá
kl. 5—6 e. h.
Útvarpið í dag:
15.30—-16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfrjettir.
21.50 Frjettir.
20.30 Erindi: Ræktun í kauptún-
um og sjávarþorpum (Jens
Hólmgeirsson).
21.00 Minnisverð tíðindi (Axel
Thorsteinsson)..
21.20 Utvarpshljómsveitin; Lög úr
óperunni „Madame Butterfly",
eftir Puccini.
21.40 „Sjeð og heyrt“.
21.50 Frjettir.
Færeyínganefndín
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÉÐU.
Valtýr Stefánsson mælti
nokkur orð og mintist m. a. á
erfiðleika smáþjóðanna í heim-
inum. eins og nú horfir við,
og hve mikil ánægja það væri
Islendingum. ef við á þessum
þrengingartínlum gætum orð-
ið Færeyingum að einhverju
liði.
> > ‘S- - '
* ‘ » — v
Móðir min
BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
verður jarðsungin frá dómkirkjunni föstudaginn 28. febrúar.
Athöfnin hefst kl. 1 e. h. með bæn á heimili hinnar látnu, Hóla
torgi 6. Jarðsett verður í Fossvogi.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
F. h. vandamanna
Guðrún Jónsdóttir
Jarðarför möður míns
SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR
frá Hlíð, fer fram frá heimili mínu, Norðuxbraut 25, Hafnar-
firði föstudaginn 28. þ. m. kl. 1% e- b-
Engiljón Sigurjónsson.
Það tilkynnist að jarðarför mannsins míns og föðnr okkar
GUÐBRANDAR TÓMASSONAR,
Skálmholti, fer fram laugardaginn 1. mars og hefst með hús-
kveðju kl. 10 f. hád. á heimili hans.
Jarðað verður áð Ólafsvöllnm á Skeiðum kl. 2 e- hád.
Hólmfríður Hjartardóttir og börn.
Hjartans þakklæti vottnm við öllum þeim, sem á einn eða
atinan hátt hafa sýnt okkur ógleymanlega samúð við andlát
og jarðarför mannsins míns og föður okkar
THEODÓRS HELGA JÓNASSONAR.
Sjerstaklega viljnm við þakka herra Jóni Erlendssyni hjá
H.f. Eimskipafjelagi íslands og samverkamönnum hins látna,
og Sveini Egilssyni og starfsmönnum þar fynr höfðinglega
framkomu og samúð. Biðjum við góðan guð að launa þeim
og öllum öðrum, þegar mest á liggur.
Ingveldur Valdimarsdóttir.
Ólafur Theodórsson. Guðni Theodórsson.
Langaveg 11.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og jarðarför móður minnar
SESSEIJU JÓNSDÓTTUR.
Stefán Gnnnarsson.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu vináttu
og samúð 1 veikindum og við andlát og jarðarför
SAMÚELS GUÐMUNDSSONAR,
Akranesi.
Guðmunda Guðmundsdóttir. Gróa Guðmundsdóttir.
Guðmundur Samúelssón. Sigríður Guðmundsdóttir.