Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. febrúar 1941 Samningum Breta og Tyrkja ISRr**tfsC'- -~£- ^ vy ^3"í:~* -vr.vr.rm- .v v • vr .* r— ——r— lokið „með góðum árangri" Sendiherra Breta í Moskva flýgur til Ankara Sfarfsmaður breska sendiráðsins í Sofia .hverfur !5 íS3íS2i? 66 EFTIR AÐ Mr. Anthony Eden, utanríkismálaráö- herra Breta og Sir John Dill, yfirmaður breska herforingjaráðsins, höfðu setið á ráðstefnum með tyrkneskum stjórnmálaleiðtogum og hershöfðingjum í allan gærdag, skýrði fulltrúi Edens blaðamönnum frá því, að samningarnir hefðu gengið að óskum. Hann sagði, að samningum væri nú í raun og veru lokið, og að her- málafulltrúar myndu úr þessu geta gengið frá smáatrið- unum. Það hefir vakið mikla athygli, að Sir Stafford Cripps, sendiherra Breta í Moskva, er nú á leiðinni til Ankara, tii þess að ræða við Mr. Eden. Sir Stafford kom til Istambul með flugvjel í gærkvöldi og hjelt þegar í stað áfram til Ankara. Sir Stafford mun ræða við Eden árdegis í dag. í fyrrakvöld ræddi Mr. Eden m. a. við sendiherra Rússa í Ankara. Hann ræddi einnig við senidherra Grikkia og sendi- herra Búlgara. Snemma í gærmorgun hófust síðan viði’æður Edens við Saydem, forsætisráðherra Tyrkja, að viðstöddum utanríkismála- ráðherranum, Sarajoglu. Stóðu viðræðurnar í tvær klukkustund- ir, fram að hádegi, og hófust síðan aftur, eftir að hádegisverður hafði verið snæddur. Stóðu viðræðurnar fram eftir öllum degi. Samtímis ræddi Sir John Dill við yfirmann tyrkneska her- foringjaráðsins, Chakmack. I gærkvöidi gengu Eden og Sir John á fund Inenus, Tyrklands- forseta. Tyrknesk blöð hafa fagnaó Eden og Sir John svo vel, að frábært þykir. f gær fluttu blöðin langar greinar um sam- vinnu Breta og Tyrkja, sem þau sögðu vera ákveðnari heldur en nokkru sinni áður. En samtímis heldur sambúð Breta og Búlgara áfram að versna. Sendiherra Breta í Sofia skýrði frá því í gær. að einn af starfs- mönnum ha-ns, vegabrjefafulltrú- inn í sendiráðinu væri horfinn. Sendiherrann skvrði frá því, að ekki hefði tekist. að hafa uppi á manninum, þrátt fyrir að búlg- örsku stjóminni hefði verið gerð full grein fyrir því, hve alvarlegum augum breska stjórnin liti á þetta hvarf. Búlgarska. stjórnin1 og búlgörsk yfirvöld neita að gefa nokkrar upplýsingar um þetta mál. „BRESKA LEYNI- ÞJÓNUSTAN". Frjettastofufregnir herma, að vegabrjefafulltrúinn hafi horfið úr járnbrautarlest, er hann var á leiðinni til strandar, þar sem hanu ætlaði að stíga um borð í tyrk- neskan togara. Hvarf þetta vekur ekki síst at- hygli vegna fregna, sem bárust frá Berlín í gær um að 50 breskir njósnarar. starfsmenn bresku lcyniþjónustunnar hefðu verið handteknir í Búlgaríu undanfarna daga. í þýskum fregríum er því haldið fram. að Bretar sjeu að reyna að stofna til ófriðar á Balkanskaga. Yeðurskilyrði fara nú óðum batnandi á Balkanskaga. í gær var tilkynt í Bukarest, að umferð gæti nú hafist aftúr á Dóná, á þeim kafla hennar, sem er innan landa- mæra Rúmeníu. Vináttusamn- ingur Ungverja og Júgóslafa Um hádegið í gær var undír- skrifaður í Bukarest vináttu samningur milli TJngverja og Jú- góslafa. Samninginn undirrituðu Markovic. utanríkismálaráðherra Júgóslafa, sem verið hefir í heim- sókn í Budapest undanfarna daga, og Bardossy, utanríkismála ráðherra Ungverja, að viðstöddum Teleki, forsætisráðherra Ungverja. í sambandi við þenna samning er mikið rætt um afstöðu Júgó- slafa og vekur samningurinn nokkrar grunsemdir, vegna þess að Ungverjar eru aðilar að þrí- veldasáttmálanum (Þjóðverja, ft- ala og Japana). Frcgn kl. 2 í nóft: Stjórnmálasam- bandi Breta og Búlgara verOur slitið Sendiherra Breta í Búlg- aríu, G. W. Rendell, sagði við blaðamenn í Sofia í gærkvöldi, að ekki væri langt þangað til að Bretar slitu stjórnmálasambandi við Búlgara. Mussolini sendir reikning til Francos Skaldin 7500 mílj. lírtir IRómaborg var í gær birt skýrsla tun hjálp þá, sem ít- alir veittu Spánverjum í spönsku borgarastyrjöldinni. Mintist Musso lini á þessa hjálp í ræðu sinni á sunnudaginn, en í skýrslunni, sem birt var í gær, eru reikningarnir lagðir á borðið sundurliðaðir. Samtalw er hjálpin sögð hafa kostað ftali 7500 miljarað líra. Er gert ráð fyrir að Spánverjar end- urgreiði þessa skuld með jöfuum afborgunum á 24 árum. í skýrslunni er gerð grein fyr- ir, hve mikið af hergögnum var sent til Spúnar, hve mikið af flug vjélum, kafbátum o. fl, Markmiðið með því að birta þessa skýrslu nú virðist vera .tvenskonar; í fyrsta lagi að rifja upp fyrir Spánverjum í hve mik illi þakkarskuld þeir standa við ítali. En í öðru lagi er á það bent í skýrslnnni, að ítalir hafi í raun og veru verið að eyða kröftum sínum undanfarin ár, alt frá því að styrjöldin í Abyssiníu hófst, en á meðan hefðu óvinir þeirra ver- ið að undirbúa styrjöld gegn þeim í Evrópu. Horfurnar fi Austur-Asfin „Nei“ Peiaðns án (iliits til af- leiðinganna japanar ógna með ofbeldisráðstöfunum JAPANAR láta nú ófriðlega í garð Indo-Kína. Japönsk blöð sögðu í gær, að Indo-Kína yrði að vera búin að fallast á síðari málamiðlunartillög- ur Japana (í deilum Indo-Kína og Thailands) fyrir föstu- dagskvöld, eða að öðrum kosti neyddist japanska stjórn- in til að grípa til ofbeldisráðstafana. Til frekari áherslu hefir japönskum þegnum í Indo-Kína verið lagt svo fyrir, að flytja burtu þaðan, „til þess að japanska stjórnin geti haft óbundnar hendu'r til að, gera þær ráðstafanir í Indo-Kína, sem hún kann að telja nauðsynlegar“.: Japönsku blöðin láta í veðri vaka, að það sje óhjákvæmilegt, ,að Indo-Kína láti af hendi við Thailendinga það landssvæði, sem af- markað er með málamiðlunartillögum Japana. Blöðin segja, að Japanar get.i ekki fallist á að málamiðlunartillögunrim verði breytt í neinu atriði. 9 skipum, 58 þús. smálestir. sðkt ( segja Þjóðverjar ) Ópeírettan Nitouche verður sýnd í kvöld og hefst. sala aðgöngu miða kl. I í dag. V aukatilkynningu, sem þýska * herstjórnin birti í gær, var skýrt frá því, að þýskar langferðaflugvjelar hefðu í fyrradag sökt 9 skipum, sam- tals 58 þúsund smál. 500 mílur vestur af Irlandi. Skipin sigldu í skipaflota og voru á leiðinni vestan frá Ameríku hlaðin vörum til Englajids. Þýska herstjórnin segir, að auk þessara 9 skipa, sem vitað sje með vissu að sökt hafi ver- ið, sje álitið líklegt, að þrjú önnur skip í skipaflotanum hafi sokkið, og ennfremur er skýrt frá því, að 4 skip hafi laskast. Franska ráðuneytið í Vic.hy kemur sainan í dag* til þess að ræða horfurnar í Austur-Asíu. Darlan aðmíráll ætlaði að fara til Parísar í dag, en hefir frestað ferð sinni. til þess að geta setið á ráðuneytisfundinum. Með tilliti til þessa fundar í dag þykja fregnir, sem bárust í gær- kvö'ldi um að Vic.hy-stjóruin hefði þegar svarað málamiðlunartillög- um Japana, all-ótrúlegar. En fregnir jiessai’ hermdu, að Vichy- stjórnin hefði svarað málamiðlun- artillögunum með gagntillögum, í gærkvöldi var haft eftir ein- um af fulltrúum stjórnarinnar í Vichy, að franska stjórnin hefði jiegar g'engið eins langt í tilslök- unaráttina og unt væri. Stjórnin væri staðráðin í því, að hvika ekki frá þesstim hámarkstilslökunum, án tillits til, hváða afleiðingar það hefir. Fulltrúinn vakti athygli á því, að franská stjórnin hefði í ölluro atriðum staðið við vopnahljesskil- málana. og hún hefði Graziani hefir ekki verið tekinn fastur 1? regnir hafa verið birtar vest- anhafs um að Graziane mar- skálkur, yfirhershöfðingi ítala í Libyu hafi sagt af sjer og að Mussolini hafi látið taka hann fastan. í gær voru þessar fregnir born ar opinberlega til baka í Róma- borg. og sagt að þær væru „upp- spimi frá rót)im“. Barist á ðllum víg- stnðvum i Albaniu Veður fer nú batnandi í Al baníu. Harðar orustur stóðu í gær vestast á vígstöðvunum, út við ströndina, og segjast Grikkir hafa hrundið áhlaupi ftala þar En fregnir, sem horist hafa til Bandaríkjanna herma, að orustur sjeu byrjaðar aftur á öllum víg- stöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.