Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. febrúar 1941 ÚR DAGLEGA LÍFINU Kviksögumar, sein fæöast hjer í bænum, koma í bylgjum. Stórflóð var í Jx-irn hjer um daginn. Voru þær svo afkáralegar að furðu sætir, að nokk- ur skuli hafa getað, flutt þær í alvöru. 1 landi, þar sem frjettaflutningur er frjáls í blöðum, ættu slíkar kviksög- ur ekki að geta þróast, enda verða þær flestar skammlífar. + Oðru máli er að gegna í löndum eins og Daínmörku, þar sem allur fr.jettaflutningur blaðann er undir •ströngum heraga, ag blöðin fá ákveð- ín skamt frá hemaðaryfirvöldum af sönniun fregnum og lognum, sem þau mega birta. Þar sem almenningur getur ekki lengur treyst frjettaflutningi blaðanna á nokkum hátt, þar grípa menn til frásagnanna, sem ganga frá manni til manns. * Um þetta var talað í hinni nýju dönsku útvarpsstöð, sem byrjaði dag- legar útsendingar fyrir stuttu síðan. Úvarpsstarfsemi þessi er rekin í óleyfi þýsku hemaðaryfirvaldanna, og þá líka í óleyfi dönsku yfirvaldanna. Stöð þessi hefir undanfarið sent út frjett- ir kl. .SV2 ísl. tími á bylgjulengd 30,9. Þar er ýmislegt sagt um núveerandi ástand í Danmörku. Sagt var þar frá því, að samkvaamt nýjum lögum má dæma menn í þungar refsingar fyrir a'ð láta sjer um munn fara sögur, sem ein þýska innrásarhemum óvin- veittar. I fyrra mánuði þvinguðu þýsku yf- irvöldin Ríkisþingið til þess að sam- þykkja lög á einum degi, viðvíkjandi mjósnum og frjettaburði, með því a'ð sú hótun barst þinglieimi, að ef lögin yrðu ekki samþykt samstmidis, þá yrðu nokkrir danskir liðsforingjar skotnir, Að lögunum samþyktum v.ar látið í veðri vaka, að liðsforingjar þessir myndu sleppa með æfilangt fangelsi. En hvað þeiú höfðu gert af sjer, það vissi enginn — nema Þjóðverjar. ★ Þegar þýska njósnaflugvjelin kom Shjer yfir Reykjavík um daginn, birti þýska útvarpið frá herstjórninni, að f'Iugvjelar, í'Jeiri en ein, hefðu flogið alla leið hingað. Samkvæmt brjefi sem blaðið hefir nýlega fengið, gerðu Þjóðverjar meira úr þessu, en menn vissu hjer. Því sagt var að þeir hefðu varpað niður sprengjum í nágrenni höfuðstaðarins. Plugvjelin var ein, sem kunnugd er, og sprengjumar vom vjel- byssukúlumár við Ölfusárbrú. Þetta er í fyrsta sinn, sem við get- um sannprófað sannleiksgildi þýskra herstjórnartilkynninga, og þá er ná- kvæmnin þessi. Einkennileg tilviljun væri það, ef hjer væri „ein báran stök“. ★ I dönskum skopleik eða revýu, sem danska útvarpið sendi út nýlega, vora þessi orð lögð í munn eins leikand- ans: Jeg kom í gær inn á veitingahús, þar sem þjónninn, er afgreiddi mig stamaði mikið. Jeg spurði gestgjafann að því, hvort það væri ekki erfitt að hafa þjón sem stamaði svona mikið. Gíestgjafinn var 'ekki á þvi. Hann sagði að þetta væri til mikilla hags- bóta fyrir veitingahúsið því oftast nær er einhver verðhækkun skollin á, áður en þjónninn kemur því út úr sjer hvað gestimir eiga að borga, ★ „Vinkona" hefir sent blaðinu eftir- farandi stöku til birtingar, með svo hljóðandi skýringu: Tryggvi Einarsson, bóndi í Miðdal í Mosfellsssveit átti lengi bleikan hest er Sprettur hjet. Hann var gæðingur, svo að af bar, og þar eftir vitur. Sprettur er (nú) nýlega fallinn frá, 23. veitra að aldri. Hann hjelt fjöri sínu og þreki óskertu til hins síðasta, og virtist jafnvel yngjast með ári hverju. Ótal sögur mætti segja af greind Spretts og höfðingslund, og illa munu vinir hans kunna því, að hann liggi lengi „óbættur hjá garði“. Sprettur þegar spymti’ í völl, sprettur hver var unninn. Sprettur nú í sporin öll. Sprettur lífs er runninn. Flutningur til íslajnds Eeglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret- Bands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist Culliford & Clark Lid. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða er gefur frekari upplýsingar. Geir H. Zoega Símar 1964 og 4017, Minningarorð um Björgu Guðmundsdóttur ¥ dag verður jarðsungin ekkjan * Björg Giiðmundsdóttir, er and- aðist á heimili dóttur sinnar, Guð- rúnar Jónsdóttur, Hólatorgi 6 hjer í bænum, þann 19. þ. m. Björg var fædd í Svartanúpi í Skaftártungu þann 12. júní 1854. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Runólfsson, bóndi þar, ættað- ur úr Mýrdal, og kona hans Sig- ríður , Eyjólfsdóttur, ættuð úr Fljótshverfi. .Þegar Björg var 5 ára að aldri, dó faðir hennar. Um það leyti tóku við búinu hálfsyst- kini hennar, þau Runólfur Guð- mundsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Var Björg hjá þeim þar til hún var komin yfir þrí- tugsaldur. Flutti hún þá að næsta bæ, Búlandsseli, til Þorleifs bónda þar, Jónssonar frá Skagnesi í Mýr- dal og konu hans Þorbjargar Jóns- dóttur, Björnssonar á Búlandi. Mun Björg þá hafa verið heit- bundin Jóni syni þeirra hjóna og giftust þau árið 1888. Um það leyti' tóku þau við búinu og bjuggu þar í 6 ár. og vegnaði þeim þar fremur vel. Jörðin var slægjulítil og þeim mun hafa fundist að þau ekki gætr. rekið þar nógu stórt bú. A þessum árum sótti Jón um að mega byggja nýbýli á Síðuheið- um undir Leiðólfsfelli, þar sem Leiðólfur kappi að Á hafði annað bú sitt, enda eru þar í grend allmiklar slægjur tileyrandi Út- Síðujörðum. Eigendur landsins mótmæltu nýbýlinu og var leyfið ekki veitt. Árið 1894 fluttu þau hjón að Skál á Síðu. Er það stór jörð og ágætt sauðland, en litlar slægjur nema í nyrsta hluta landsins, ein- mitt þar sem Jón hafði hug á að stofna nýbýlið. Með miklum dugn- aði nytjaði hann þó slægjur þess- ar frá Skál, en erviðleikum var það bundið, þar sem sjö klukku- tímar gengu til þess að koma hey- lestinni af engjunum heim að bæn- um. — Ýmsum öðrum örðugleik- um urðu þau hjón að mæta fyrst eftir að þau komu að Skál og var það ekki síst bráðafárið í sauð- fje, sem gerði þeim þungar bú- syfjar, á meðan stofninn var lítill. Tókst þeim þó að yfirstíga þá örð- ugleika og bjuggu þar síðan sæmd- arbúi. Allmikil gestakoma var þá að Skál, því þá var þar alfaraleið skamt frá. Tóku þau gestum með alúð og rausn og ef húsbóndinn var ekki heima, taldi húsfreyjan ekki! eftir, að taka tíma frá störf- um, til að veita þeim viðtal. Björg misti mann sinn af afleið- ingum inflúensu í maí árið 1900. Jón var fæddur 12. júlí 1854. Hann var mesti merkismaður. Mjög vel greindur og bókhneigð ur. Engrar tilsagnar naut hann í æsku, nema í lestri og kristin- dómi, sem heimilið veitti honum, eins og þá var títt. Sjálfkrafa lærði hann að skrifa, á þann hátt, að hann fjekk sjer stafróf hjá síra Brandi Tómassyni, þá presti í Asum, til að fara eftir, og náði hann góðri rithönd. Einnig lærði hann reikning eftir bókum og varð ágætur reikningsmaður, enda var hann mjög hneigður fyrir hann og einnig eðlisfræði. Af lestri bóka varð hann vel fróður maður í ýmsum greinum. Jón komst fljótt í álit hjá hreppsbúum sínum (Kirkjubæjarhrepps), sem og sýndi sig í því að rjett strax eft- ir að hann kom að Skál, gerðu þeir hann að oddvita og sýslu- nefndarmanni sínum og gegndi hann þeim störfum til dánardæg- urs. — Jón var fríður maður, gjörfulegur á velli, háttprúður í allri framgöngu og drengur hinn besti, enda hvers manns hugljúfi er honum kyntist. Sambúð þeirra hjóna var hin ástsælasta. Jón var talinn ágætur verkmaður að hverju sem hann gekk. Voru þau hjón vel samhent í því að vel færi búskapurinn, en þó mun húsfreyj- an hafa verið enn meiri driffjöður í honum. Hún var mesti forkur til verka, bæði úti og inni og myndarleg í verkum sínum og allri framgöngu. Ekki naut Björg neinnar bók- legrar fræðslu í æskn, nema í lestri og kristindómi, en eftir að kún kom að Búlandsseli, lærði hún að skrifa hjá ástvini sínum. Hún var vel greind konli, en gaf sig minna að bóklegum fræðum, vegna áhugans á búverkunum. Þegar Jón dó voru 5 börn í ómegð, hið elsta 10 ára. Virtist því fremur erfitt framundan, en Björg var ekki á því að gefast upp, enda hafð.i reynslu fyrir því að henni gekk vel að halda vanda- laust fólk og lagði því ótrauð á- fram á sömu braut og rak bú- skapinn með dugnaði, fyrst 9 ár eftir lát mannsins, í Skál, en flutti þá að Skaftárdal og bjó þar nokkur ár, uns uppeldissonur hennar, Guðmundur Þorleifsson, tók við búsforráðum. Börn þeirra hjóna eru fjögur á lífi: Guðriin, sem um langan tíma hefir verið og er enn kennari við Landakotsskóla; Þorleifur, giftur og búsettur í Vestmannaeyjum; Sigríður, gift uppeldissyni Bjarg- ar, Guðmundi Þorleifssyni, sjá áð- ur, nú búsett í Reykjavík, og Þorbjörg, kona dugnaðarbóndans Kristjáns Pálssonar í Skaftárdal á Síðu. Tvo drengi mistu, þau unga, Guðmund viku gamlan og Jón, llí ára, mesta efnispilt. Auk þess ólu þau hjón upp, að nokkru, þrjú vandalaus börn: Sig- urð Sigurðsson frá Ljótarstöðum, nú dáinn; fyrnefndan Guðmumí Þorleifsson, og Marín konu Björns hreppstjóra í Holti á Síðu. — Þeim sem þetta ritar er kunnugt urn það, að uppeldisbörn þessi hafa minst þeirra hjóna eins og börit geta best minst einkaforeldra sinna. Eftir að Guðmundur Þorleifsson og dóttir Bjargar tóku við bús- forráðum, var Björg hjá þeim, fvrst í Skaftárdal og síðar í Hjör- leifshöfða, er þau fluttu þangað. Ekki mun Björg hafa, lagt niður störfin, þó hún slepti búsforráð- um. — Frá Iljörleifshöfða flutti Björg til Revkjavíkur árið 1922 og dvaldi það sem eftir var æv- innar hjá Guðrúnu dóttur sinnl, kennara. Hafði hún þá hægara fyrir og var við góða heilsu, þar ti! fyrir 7 árum að hún veiktist af æðakölkun og síðustu 6 árin var hún alblind og mun blindan hafa fallið henni þyngst. Var hún rúm- föst þenna tíma og varð að þjóna henni sem ungbarni.Mátti hún ekki af dóttur sinni sjá, enda hefir hi'm hjúltrað henni með afbrigðum vel. Bar Björg þessa löngu og dimmtt legu með þolinmæði. Trú hennar mun hafa gefið henni styrkleika tll þess. Ilún var ávalt mjög trúnð kona. Hjelt uppi húslestrum > lieimahúsum; gekk í kirkju á meðan hún gat, eftir að hiin kom til Reykjavíkur; hlýddi á útvarps- messur í legunni og ljet auk þess lesa yfir sjer guðsorð. Óhætt mun að segja að hún hafi haft Krist að leiðarljósi. Björg hjelt sálarkröftum til síð- ustu stundar. Fylgdist með út- varpsfrjettum og jafnvel stjóm- málum. Björg tilnefndi sjálf prestinn, sem skyldi tala yfir henni og einn- ig sálmana, sem syngja skyldi vI8 jarðarförina. 28. febrúar 1941. Björn Runólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.