Morgunblaðið - 18.03.1941, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.03.1941, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 18. mars 1941. HESSI AN BINDIGARN — SAUMGARN — MERKIBLEK GOTUPOKAR fyrirliggjandi. Sími 3642. HEILDVERSL. L. ANDERSEN. Hafnarhúsinu. Far, veröld, þinn veg (Barbara) Verulega gúð bók | og skemtileg. Ákaflega spennandi Flutoingur til íslands Reglnletrar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret- land.' til fieykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega hagkvsem flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar et að ræða. Tilkynningar um vörur sendist Culliford & Clark Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, i eða Geir H. Zoega er gefur frekari upplýsingar. Símar 1964 og 4017, Enskt I i unntóbak. Smásöluverð má eigi vera hærra en hjer segir: WILLS’ BOGIE TWIST í 1 lbs. blikkdósum (hvítum) kr. 20.40 dósin. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera Z% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala rikisins. Glcrvörur MIKIÐ ÚRVAL NÝKOMIÐ. K. Einarsson & Björnsson FYR IRLIGGJANDI Kokosmjöl — Matarlím Tomat ketchup — Borðsalt Cacao — Te, 2 oz. og 4 oz. pk. Síróp, 1 Lbs. og 2 Lbs. dósir. EjJiíerl Krlvffánsson & €o. h.f. MORGUNBLAÐIÐ Dreifibrjefsmálið dsmt I Hæstarjetti Refsing fjögurra ijett nokkuö Aðalatriði undirrjettar- dómsins staðfest HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í máli hinna 10 kommúnista, sem voru ákærðir í dreifibrjefsmálinu svonefnda. Niðurstaða Hæstarjettar var þessi: Refsing Eggerts Þorbjarnarsonar og Hallgríms Hallgríms- sonar var lækkuð í 15 mán. fangelsi úr 18 mán. samkv. undir- rjettardómnum. Eðvarð Sigurðsson og Ásgeir Pjetursson halda sínum borgaralegu rjettindum. Að öðru leyti var undirrjettar- dómurinn staðfestur. I forsendum dóms Hæsta- rjettar segir svo: „Þegar bresbur her steig á lancl á íslandi þann 10. maí síðastliðiö ár, var lýst yfir því, af hálfu bresba ríbisins, flð ebbí mundi verða hlutast til um stjórn landsins af hálfu Breta um fram það, sem nauðsyn bæri til vegna hernámsins. Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu var það ljóst, að hætta ó afsbift- um erlends valds af íslensbum mál- efnum jóbst mjög vegna hemámsins. Og var af þeim söhum þá þegar og oft síðar af opinberri hálfu brýnt fyr- ir íslenshum þegnum að gæta allrar varúðar í umgengni við hemámsliðið, svo að Islendingar veittu engin efni tii frebari íhlutunar þess um íslensb mál. Tahmarbið með útgáfu dreifibrjefsins og útbýtingu þess meðal bresbra her- manna var það að afstýra, því, að her- mennirnir ynnu þau verb í þarfir her- liðsins, er íslensbir verbamenn höfðu áður innt af hendi. Til þess að ná þessu marhmiði er í dreifibréfinu sborað á breshu hermennina að neita allir sem einn (refuse in a body) að hlýða sbip- unum yfirmanna sinna um frambvæmd elíbra verha. Upphafsmenn dreifi- hrjefsins gáfu það út fjölritað og nafn laust og reyndu að dylja eftir mætti, hvar það var vélritað og fjölritaS og nieð hvaSa, tæbjum, og bveðast hinir áhærðu Eggert Halldór og Hallgrímur Baldi, sem lengi þrættu fyrir verkn- að sinn, hafa gert það til þess að tor- velda rannsókn á uppruna hrjefsins, með því aö þeir hafi taliS, að „setuliðá stjórnin mundi taka miðann illa upp og mundi reyna aS komast fyrir, hverj- ir væru höfundair hans og jafnvel beita fangelsunum í sambandi við það, einsj og raun varð á“. Þeim hefir því verið Ijóst, jeins og hverjum manni hlaut að vera, að verknaður þeirra gæti leitt til þess, aS bresku heryfirvöldin tækju fastan ótiltekinn fjölda manna, þar á meðal saklausa menn, meðan verið væri að rannsaba málið. Einnig hlaut þeim að vera ljóst, að skapast gæti aga- leysi í hemum, ef einhverjir hermann- anna yrðu við áskorun þeirra um ó- hlýðni við yfirmenn sína. En agalaus her í landinu stofnar bæSi einkahags- munum og opinberum í brýna hættu. Þá var og mikil hætta á íhlutun her- yfirvaldanna um íslensk málefni og ó- þægilegum takmörkunum þeirra á at- hafnafrelsi almennings, einkanlega ef ekki hefði náðst til upphafsmanna dreifibrjefsins. Yerbnaður hinna á-, kærðu Eggerts Halldórs og Hallgríms Balda varSar því við 88. gr. hinna al- mennu hegningariaga nr. 19 frá 1940, og þykir refsjng þeirra hvors um sig hæfilega ákveðin 15 mánaSa fangelsi auk rjettinda sviptingar svo sem í hjeraðsdómi segir. Þá hafa hinir ákærðu Eðvarð Ivrist- inn og Ásgeir, sem vissu um efni brjefsins og áttu þann þátt í dreifingu þess, sem lýst er í hjeraSsdóminum, bakað sjer með því refsingu sam- kvæmt nefndri 88. gr. hegningarlag- anna, og er refsing þeirra hæfilega á- kveðin í hjeraðsdómi, en ekki er næg astæða til þess aS svipta þá, rjettind- um samkvænlt 68. gr. sömu laga. MeS skírskotun til forsendna hjer- aðsdómsins má staðfesta ákvæði hans um refsingu hinna ákærðu Einars Baldvins og Sigfúsar Annesar, svo og ákvæði hans um sýknu hinna ákærSu Haralds, Helga, Guðbrands og Guð- mundar. Ákvæði hjeraðsdómsins um frádrátt gæsluvarShaldstíma og greiðslu sakar- kostnaSar í hjeraði staðfestist'. Sækjandi málsins í Hæsta- rjetti var Sigurgeir Sigurjóns- on cand. jur., en verjendur Pjetur Magnússon hrm. (Egg- erts og Ásgeirs) og Egill Sigur- geirsson cand. jur. hinna átta. Viðskiftaskráin 1941 er komin úf. Fæst i bókaverslunum. Vfelritunarstúlku, með góðri enskukunnáttu, vantar nú þegar, hálfan eða allan daginn. Tilboð, ásamt mynd, meðmælum og upplýs- ingum um aldur, sendist blaðinu, merkt „1234“. Fimtugur: Dr. Arni Helgason, Chícago Hinn 16. mars varð dr. Árni Helgason verksmiðjueigandi í Chicago fimtngur. Hann er einn þeirra mörgu fs- lendinga í Vesturheimi, sem hafa brotið sjer braut með reglusemi, dugnaði og þrautseigju. Árni er fæddur og upphalínu í Hafnar- firði. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Sigurðsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Setbergi, sem enn er búandi í Hafnarfirði. Árni stundaði nám um tíma við Flensborgarskólann, en nam síðan skósmíði hjá Oddi ívarssyni, seni nú er póstmeistari í Hafnarfirði, og fjekk sveinsbrjef í þeirri iðn. Árið 1912 fór Árni til Vestur- heims og f jekst þar við ýms störí, þar til hann byrjaði nám í versl- unarfræði. Hann sýndi slíkan dugnað við námið, að honum var veitt leyfi til háskólanáms. Þar lagði hann stund á rafmagnsverk- fræði og lauk prófi í þeirri grein. Frá þeim tíma hefir Árni unnið stöðugt við rafvjelaframleiðslu,. fyrst hjá dr. Hirti Þórðarsyni í Chicago. En árið 1928 stofnaði hann raftækjaverksmiðjuna „Chiea go Tronsformer Corporation“, á- samt þrem amerískum verkfræð- ingum. Þetta fyrirtæki hefir stöð- ugt vaxið, þrátt fyrir kreppuna og harðvítuga samkepni, svo nú starfa þar alt að eitt þúsund manns. Árni Helgason hefir frá upphafi verið framkvæmdastjóri þessa fjelags. f fyrra varð Árni fyrir þeim mikla heiðri að vera kjörinn heið- ursdoktor í vísindum við háskóla einn í Norður-Dakota. Vesturrfslendingar eru, eins og kunnugt er, með afbrigðnm þjóð- ræknir og má hiklaiist telja Áma Ilelgason framarlega í þeirra hópi. Hann er ósár á tíma, fyrirhöfn og kostnað, e£ hann álítur það geta orðið fslandi eða íslending- um til gagns og sóma. Árni er kvæntur ágætiskonunni Kristínu Johanson, ættaðri úr Skagafirði. Þrátt fyrir, að frú Kristín er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, tat- ar hún íslensku mætavel og er með afbrigðum ræktarsöm við alt, sem íslenskt er eins og margar bestu konur meðal Vestur-íslend- inga. Ileimili þeirra er ávalt opið hinum mörgu íslendingum, semt leggja leið sína um Chicago, og er þeim veitt þar af hinni mestu rausn og prýði Jeg veit að jeg er einn af mörg- um, sem minnast þessara hjóna með hlýjum hug og óska að þeirra niegi lengi njóta. Ófeigur J. Ófeigsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.