Morgunblaðið - 26.03.1941, Side 5
Miðvikudagur 26. mars 1941.
• )
piorgtitiMttðÍft
Útgef.: H.f. Árvakur, Beykjavlk.
Ritstjðrar:
Jön Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgjOarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Rltstjörn, auglýsingar oi afgreibsla:
Austurstræti 8. — Siml 1800.
Áskrirtargjald: kr. 8,50 á as&nuQi
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
1 lausasölu: 20 aura elntaklO,
25 aura meO Lesbök.
FRÆNDUJOÐIRNAR Á
Fregnirnar aí hafinu
-fSeii* tóku morðárásinni nieð
1* stillingu og kjarki“.
Þessi setning, úr fyrstu fregn-
inni, sem hingað barst af því, bver
urðu æfilok Reykjaborgarmanna,
befir hljómað fyrir eyrum þjóð-
arinnar undanfarna daga. Hú.i
mun öllum íslendingum minnis-
stæð.
Onnur skipshöfn er horfin og
skip hennar. Línuveiðarinn Pjet,-
ursey. Fregnir af æfilokum þeirra
manna hafa sennilega horfið með
þeim í djúpið. Bn menn óttast
úneitanlega, að svipaður hafi dauð-
dagi þeirra orðið og Reykjaborg-
armanna.
Árásin á Reykjaborg hefir ver-
ið gerð með ákaflega svipuðum
hætti og árásin á línuveiðarann
Fróða á dögunum. í bæði skiftin
• er ráðist á skipshöfnina fyrst og
fremst, hinir vopnlausu og varn-
arlausu menn drepnir, hver af
öðrum. Árásin á skipverja á
Reykjaborg hefir þó orðið þetta
harðari, að þar eru færri með lífi
þegar frá er horfið, og skipið svo
laskað eftir skothríðina, að það
. sekkur eftir klukkustund meö
hinar föllnu eða deyjandi hetjur.
Vafalaust mun mega telja það
hendingu eina, að línuveiðarinn
Fróði skuli hafa flotið og komist
til lands, eftir að sprengikúlur þær
hinar miklu hittu skipið hver af
annari. Er ekki nema líklegt, að
þeir menn, sem sigldu frá línu-
veiðaranum Fróða í dögum þ. 11.
mars, með þeim vígtólaútbúnaði,
er þeir höfðu svo óspart notað,
hafi álitið, að hið litla varnarlausa
skip, sem þeir höfðu valið sjer að
skotspæni, yrði ekki lengi ofan-
sjávar.
Þó íslensku þjóðinni berist dag-
lega miklar fregnir af styrjöld
þeirri, er nú geisar, hafa hinir
geigvænlegu atburðir síðustu daga,
■er snerta okkur íslendinga, varp-
að nýju ijósi yfir það, hvernig
annar hernaðaraðilinn rekur hern-
aðinn á liafinu. Við höfum álitið
það íslendingar, að þegar ber-
stjórnin ])ýska tilkynnir, að her-
skip hennar, flugmenn eða kafbát-
ar hafi ráðist á þá, sem um höf-
in fara „með góðum árangri“, þá
sje sú einkunnagjöf herforingj-
anna fyrir frammistöðu þýsku
hermannanna miðuð við það, að
tekist hafi að eyðileggja skipa-
kostinn.
En nú vitum við íslendingar, að
þegar þeir, sem vinna að því að
fækka skipunum á hafinu, snúa
sjer að íslensku skipunum. þá er
minna hirt um að granda skip-
unum. en fyrst og fremst lögð á-
hersla á að myrða vopnlausa sjó-
— mennina, sem aldrei hafa
hugsað sjer annað en lifa í friði
»og satt við allar þjóðir, mennina
sem varnarlausir taka morðárás-
nim ,,með stillingu og kjarki“.
Oft hefi je<? orðið undr-
andi á þeim kulda, sem
jeg; hefi orðið var hjá fleir-
um hjer í Reykjavík en við
hefði mátt búast, í garð
frændþjóða vorra á Norður-
löndum, þótt hinir sjeu að
vísu fleiri, sem hlýju bera
til þeirra og hafa innilegfa
samúð með þeim í hörmung:-
um þeirra.
Einkum hefir þó þessa kala
gætt síðan Norðurlöndin voru her-
numin og* lögð í helfjötra einræð-
isins. Það er eins og vissum mönn-
um sje nautn að því að tala illa
um þessar litlu, varnarlausu þjóð-
ir, eingöngu vegna þess, að þær
eru varnarlausar. Setningar eins
og t. d. „Þær eiga ekki skilið að
heita sjálfstæðar þjóðir, fyrst þær
geta ekki varið sig“, og „Hvað
eru þær að gera með her, sem
ekki getur varið landið“, liefi jeg
heyrt, Þannig hefir hin nazistiska
siðfræði seitlað inn. Þótt þessi
hugsunarháttur sje ekki mjög al-
gengur hjer, er hann til og hjá
fleirum en flesta grunar, og eitr-
ar út frá sjer. Það er harla ein-
kennilegt að heyra Islendinga,
þegna varnarlausasta ríkis álfunn-
ar, tala þannig. Vjer eigum þá lít-
inn rjett á sjálfstæði, ef þessi sið-
fræði á að leggjast til grnndvall-
ar fyrir lífsrjetti og sjálfstæði
þjóða.
Þótt einkennilegt sje, hefir
nokkurs kala gætt í frjettaflutn-
ingi sumra blaða hjer, sem komið
hefir fram í því, að þau hafa birt
og gert mikið úr frjettum, sem
hefir verið komið á kreik sýnilega
í þeim tilgangi að vekja fjand-
skap og beiskju milli Norðurlanda
þjóðanna. I vor var sagt, að
Svíar leyfðu Þjóðverjum herflutn-
ínga yfir Svíþjóð meðan þeir voru-
að hertaka Noreg, og fyrir
skemstu var það sagt, og gert
mikið úr, að Þjóðverjar flyttu
norska verkamenn undir heraga
yfir Svíþjóð til Þýskalands með
samþykki sænskra yfirvalda. Þá
hefir því verið haldið fram, að
sænsk blöð mættu ekkert segja
nema það sem Þjóðverjum líkaði,
ef út af væri brugðið væru bliið-
in bönnuð og ritstjórar reknir.
Alt hefir þetta revnst rangt, En
tilgangurinn með þessum frjettum
er auðsær.
Norræn
samvinna.
„Jæja, þá er norræn samvinna
þó áreiðanlega búin að vera“,
sögðu andstæðingar liinnar nor-
rænu samvinnu með drýgindalegri
ánægju, þegar Þjóðverjar voru
búnir að liertaka Danmörkiv,
leggja undir sig Noreg eftir óg-
urleg manndráp og eyðileggingu,
og Rússar búnir að kúga Finna
til uppgjafar eftir hina frækilegu
vörn þeirra. Það var gleði í rómn-
um, gleði lítilmagnans yfir því,
að annar lítilmagni, sem var dá-
lítið stærri og sterkari, hafði nú
verið Jagður að velli af ofurefl-
inu, en jafnframt aðdáun á hinu
mikla afli og hinu takmarkalausa
tillitsleysi sigurvegarans. .Tafn-
framt kom fram gremja í garð
Svía, sem sloppið höfðu við hina
ægilegu eyðileggingu, en sátu hjá
NORÐURLONDUM
Eftir Guðlaug Rósinkranz
og gátu ekki að gert. Ilvað höfðu Þátttakendur í þessum Norður-
landamótum skiptu þúsundum ár
hvert. Tugir þúsunda ferðuðust á
milli Norðurlandanna sem ferða-
menn á hverju sumri í sumarleyf-
um. Háskólarnir skiptust á pró-
fessorum, stúdentar og aðrir
námsmenn stunduðu nám við þann
skóla í hverju landinu, er þeir
töldu sjer hentast, og nutu gagn-
kvæmra rjettinda. Aðeins hjeðan
frá íslandi stunduðu um 200 stú-
dentar og aðrir námsmenn nám
við skóla á Norðurlöndum, þegar
stríðið skall á. Flestir þessara
námsmanna nutu jafnrjettis við
heimamenn og margir höfðu ríf-
lega stvrki. Þá hafa siglinga- og
skáttalög Norðurlandaþjóða verið
samrýmd, vegabrjef afnumin og
margt fleira gert til þess að auð-
velda samskipti þessara þjóða,
★
Þá er ótalið það, sem þessar
frændþjóðir vorar hafa gert til
þessar litlu, friðsömu menningar-
þjóðir brotið af sjer í augum
þeirra manna, sem þannig Iiugs-
uðu og töluðu? Þær voru of litlar
og máttarvana og trúðu á rjett-
læti og drenglund. Að ásaka Norð-
urlandaþjóðirnar fyrir þetta er á-
líka sanngjarnt og að ásaka al-
saklausan drenghnokka fyrir það,
ef frægur hnefaleikakappi berði
hann að ósekju í götuna. Það er
undarlegt, að svona hugsunarhátt-
ur skuli geta átt sjer stað hjá
þjóð, sem líf sitt og* frelsi á undir
því, að friður og rjettlæti ríki í
heiminum.
+
Þá skulum vjer athuga nokkuð,
hvern möguleika hin norræna
samvinna hafði til þess að koma
í veg.fyrir það ofbeldi, sem fram-
ið var við Norðurlöndin.
Hin norræna samvinna er
samstarf fámennra menningar-
þjóða, sem engri þjóð hafa sýnt á-
reitni eða ágengnirí nokkru, þær
trevstu þeirri hefðbundnu rjett-
lætistilfinningu, að þeir, sem
gættu fylsta rjettlætis, nytu líka
rjettlætis, og að þær fengju því
að lifa í friði og starfa óáreittar
að sínum eigin málum. Þessvegna
var hin norræna samvinna fyrst
og* fremst menningarlegs eðlis.
Skipulagt starf til eflingar
norrænni samvinnu á sjer heldur
ekki langa sögu. Það er fyrst aó
heimsstyrjöldinni lokinni, 1918,
sem þetta samstarf hefst. Það er
því aðeins um tuttugu ára gainalt.
Aðallega hefir þessari starfsemi
verið haldið uppi af tiltölulega
fámennum fjelagsskap, Norrænu
fjelögunum, sem að vísu hafa not-
ið nokkurs stuðnings ríkisstjórn-
anna síðustu árin og haft marga
af forystumönnum Norðurlanda-
þjóðanna á sviði menningár og
stjórnmála innan sinna vjebanda.
En tiltölulegafáir hafa tekið virk-
an þátt í þessari starfsemi. Þá
hafa fjelög ýmsra stjetta haft
með s.jer fjelagsskap, sem náð hef-
ir til allra Norðurlandanna, eins
og t. d. rithöfundar, læknar, lög-
fræðingar, lcennarar o. fl.
★
I hverju var þá þessi norræna
samvinna fólgin? Tilgangurinn var
fyrst og fremst að skapa gagn-
kvæma kynningu og vináttu milii
þjóðanna og við þann tilgang var
starfsemin miðuð. Mót og nám-
skeið ýmsra starfshópa og stjetta
voru haldin, þar sem þátttakend-
urnir kyntust landi og þjóð, eft-
ir því sem við var komið, og því
starfi eða starfsaðferðum, er hver
óskaði helst að kynnast eða taldi
sig hafa mest gagn af. Þjóðir
jiessar vildu miðla hver annari
af þeirri þekkingu og reynslu, sem
hver um sig hafði aflað sjer, og
það var gert nleð slíkum sam-
fundum, styrk til námsdvalar,
sameiginlegri útgáfu bóka o. fl.
En aldrei hefi jeg heyrt hneyksl-
ast á því, þótt öðrum sje boðinn
matur og sögð við þá vingjarnleg
orð yfir borðum. En það er alveg
ófyrirgefanlegt, ef Norðurlanda-
búar, sem koma saman til þess að
ræða áhugamál sín eða í vinar-
heimsókn, gera slíkt. Það hefir
yfirleitt ekki verið talinn löstur
á manni hjer á íslandi að taka
vel á móti gestum sínum.
★
Nei, það hafa ekki skort háðs-
glósur og slagorð til þess að
vinna gegn og sverta hið norræna
samstarf og gera lítið úr því. Níi
hafa þessir menn fengið ósk sína
uppfylta. Norræn samvinna hefir
stöðvast í bili fyrir aðgerðir Þjóð-
verja og Rússa, og nú er hún líka
fordæmd og sagt að hún hafi ver-
ið einskis virði óg ekkert annað
en skálaræður. En hvernig getnr
nokkur maður með snefil af sann-
girni krafist þess, að samvinna
|>ess að halda okkar gömlu menu-1 þessara fimm smáþjóða liafi, eftir
ingu, bókmentunum, á lofti, með
merkilegum vísindalegum útgáf-
um; starf, sem okkar fámennu
þjóð hefði til þessa verið um megn
að leysa af hendi.
Þá var fyrir tilstilli Norrænu
fjelaganna hafinn undirbúningur
að auknum f járhagslegum viðskipt
um,. og nefnd, skipuð sjerfræðing-
um eftir tilnefningu ríkisstjórna
allra landanna, hafði gert víðtæk-
ar og merkilegar rannsóknir á
viðskiftum Norðurlandanna og
gefið út um það merkilegt rit.
Vjer íslendingar megum heldur
ekki gleyma því, að 1/3 hluti af
öllum útflutningi vorum fór til
Norðurlandanna fyrir stríð og þar
fengum við frjálsan gjaldeyri og
)aðan fengum við meira_ en 1/3
af öllum okkar innfluttu vörum.
Samskifti við þessar þjóðir er
okkur því eðlileg, bæði menning-
arlega og fjárhagslega.
. En þetta þykir þeim, er líta
frændþjóðir okkar á Norðurlönd-
um liornaugá sökum smæðar
þeirra, lítilsvirði og einskis nýtt
á borð við það, að íslenskum fót-
boltaflokki er boðið til Þýska-
lands, nokkrum stúdentum til Ox-
ford eða einn og einn stúdent fær
námsstyrk í Ameríku. - Það er
auðvitað gott og blessað og á-
nægjulegt, að þessar voldugu
þjóðir skuli líta í náð til vor. En
þar fyrir er óþarft að meta. lít-t
vináttu þeirra þjóða, er mest
fyrir oss geya, næst oss standa,
og vjer getum helst talið jafn-
íngja vora, og einu þjóðirnar, sem
líta á okkur sem jafningja.
Eitt af því, sem fundið hefir
verið hinni norrænu samvinnu til
foráttu, er að þessar frændþjóðir
hafa fylgt hinum æfa gamla nor-
ræna sið að sýna gestum sínum
gestrisni og bjóða til máltíða með
sjer. Það er talað með mikilli fyr-
irlitningu um veislur og skálaræð-
ur í sambandi við norræna fundi
aðeins 20 ára samstarf nokkurra
menningarfjelaga, verið orðin svo
öflug, að hún bilaði ekki fyrir á-
tökum tveggja mestu stórvelda
heimsins, Sovjetrússlands og
Þýskalands. Ennþá betur hljótum
vjer að sannfærast um, hve ó-
rýmilegt er að dæma Norðnr-
landaþjóðirnar svo hart, þegar
vjer athugum, hvernig gamalt og
gróið menningar- og bernaðar-
bandalag stórvelda eins og t. d.
Englands og Frakklands gjörsam-
lega bilar í fyrstu átökunum, ein-
mitt þegar báðum reið mest á.
Svo er sagt við okkur, sem unn.-
ið höfum fyrir norræna samvinnu:
Nú skuluð þið leggja árar í bát,
norræn samvinua verður aldrei
meir. Það væri harla vesalmann- ^
íegt að gefast tafarlaust upp og*
yfirgefa hugsjónir sínar strax er
verulega á móti blæs. Það væru þá
ekki margar hugsjónirnar, sem
ættust, ef þannig væri að jafnaðí
farið að. Nei, 20 ár eru sem bet-
ur fer ekki langur tími í lífi
ojóða. Á svo skömmum tíma verð-
ur ekki afráðið um, hverjir mögu-
leikar eru á um samskifti þessara
frændþjóða eða annara á ókömn-
um öldum. Fái Norðurlöndin aft-
ur frelsi sitt, sem megin hluti Is-
lendinga vafalaust vonar, verður
áreiðanlega hafist handa um nor-
ræna samvinnu og það á mikín
víðtækara grundvelli en hingað
til.
★
Við finnum .það best nú, síðan
öll sambönd okkar við Norður-
löndin lokuðust, hvers virði það
er fyrir okkur að hafa samskifti
við frændþjóðir okkar á Norður-
löndum. Mörgum mun finnast að
hringurinn hafi þrengst óþægilega
mikið síðan, að minsta kosti á
hinu andlega sviði. Og því finn-
um við það best nú, hve eðlileg
og nauðsynleg hin norræna sam-
vinna er okkur.