Morgunblaðið - 23.04.1941, Side 3
MORGPNBLAÐIÐ
■ ' _i___L—l___;
3
Mijðvikudagur 23. apríl 1941.
Mesti ávinningur síð-
an stjórnarsamvinn-
an byrjaði
Ólafur Thors atvinnumálaráðh. gerir grein
fyrir ýmsum stjórnmálum á Varðarfundi
FUNDUR y,ar haidinn í landsmálafjelaginu
Verði í gærkvöldi. Frummælandi var þar Óiaf-
ur Thors atvinnumálaráðherra.
ílann flutti rúmiega klukkustundar erindi, og hóf máls á því
að gera grein fvrir frumvarpi því jí skattamálunum, sem samkomulag
hefir náðst um milli stjórnarflokkanna, en áður hefir verið gerð ítar-
Jeg grein fyrir þessu máli’. hjer í blaðinu.
Lokað fyrir
vatnið i 9 hús-
um ibænum
vegna óhóts-
vatnseyðslu
dþarfa vatnsrensli I
6? húsum I fyrrinött
Akveðið hefir verið að loka
fyrir vatnsæðar í níu hús-
um hjer í bænum í dag vegna
óhófs vatnseyðslu fólks í þess-
um húsum. Hefir verið gengið
úr skugga um, að vatn hefir ver-
ið látið renna í húsum þessum
að næturlagi að óþörfu.
Vatnsveitan hafði þrjá menn
í fyrrinótt til að athuga hvort
fólk ljeti renna vatn að óþörfu
yfir nóttina. Þó þessir menn
kæmust ekki yfir nema lítinn
hluta af bænum kom í ljós, að
í 62 húsum var vatn látið renna.
1 níu húsum sáu eftirlitsmenn-
irnir vatnið renna og á hinum
stöðunum hlustuðu þeir eftir
vatnsrensli oft um nóttina og
komust að raun um að vatn var
látið renna þar stöðugt.
Sumstaðar rann vatn beint á
gólf eða í vatnsrensli, á öðrum
stöðum var látið renna á fisk
eða kjöt og á nokkrum stöðum
á þvott, þó aldimt væri í hús-
inu og enginn maður sjáanleg-
ur.
Sumstaðar þar sem vatn rann
í fyrrinótt að óþörfu, hafði fólk-
ið verið aðvarað fyr í vtetur, þeg-
ar vatnsskorturinn var mestur.
Verður nú lokað fyrir
vatnið í 9 húsum í þrjá
daga, frá deginum í dag
og verður haldið áfram að
loka fyrir vatnið, þar sem
óhófseyðsla á sjer stað,
þar tií „tekið hefir verið
fyrir lekann“. Verður birt
opinberlega hvaða hús
þetta eru.
Hinir, sem Iátið hafa renna
að óþörfu, en ekki hafa fengið
áminningu, verða settir á „svart-
an lista“ og lokað hjá þeim næst
þegar þeir láta vatn renna til
ónýtis.
Eftirlitsmenn hjeldu áfram
að athuga í nótt hvar vatn er
látið renna að óþörfu og var
lögreglan í fylgd með eftirlits-
mönnunum. Verður eftirliti
þessu haldið áfram þar til kom-
ist hefir verið fyrir alla þá staði
þar sem vatn er látið renna til
ónýtis.
Ræðumaður rakti m. a. þá hlið
málsins, sem að útgerðinni veit,
mintist á. að vart hefir orðið nokk
nrs ágreinings iit af heimild Al-
þingis tíl áð rifta fyrii-heiti um
skattfrelsi til útgerðarinnar um
ákveðið árabil. En hann sagði,
að innan Sjálfstæðisflokksins
hlytu merin að vera á eirni rnáli
um það, að rjett væri að breyta
þeim lögum, þareð útgerðinni
liefði fallið meiri gróði í skaut ’ á
skömmum tíma, en áður hefðu ver-
ið dæmi til og nokkurn óraði fyr-
ir.
Þá lýsti ræðumaður þeim á-
kvæðum frumvarpsins, sem sneru
að skuldugum og ekki skuldugum
titgerðarf jelögum og benti á,' að
frani hefðu komið falsrök um það,
að hið nýja frumvarp væri sjer-
staklega hagkvæmt skuldugu fje-
lögunum. Nefndi hann dæmi þess,
hve mikið efnuð útgerðarfjelög
ættu eftir af gróða sínum að frá-
dregnum sköttum öllum, samkv.
hinu nýja frumvarpi, og hvernig
frumvarpið miðaði að því að
tryggia það þjóðþrifamál, að
skipaflotinn yrði endurnýjaður.
Þvúnæst lýsti ræðumaður lækk-
un skattstigans gagnvart almenn-
ingi, hækkun persónufrádráttar
og þeim ákvæðúm frumvarpsins
að miða skattskyldar tekjur við
vísitölu, þannig að meðan vísital-
an er há, þá eru skattskyldu tekj-
urnar færðar niður í hlutfalli við
það, svo að t. d. þegar vísitalan
er 150. þá verða 9000 kr. skatt-
skyldar tekjur færðar niður í kr.
6000.
Nefndi hann nokkur dæmi til
samanburðar á gamla skattstig-
anum og þeim, sem frv. ákveður,
þar sem t. d. að fjölskyldumaður,
sem hafði 5000 kr. tekjur og
greiddi kr. 62 í skatt, greiddi eft-
ir frumvarpinu kr. 8, en einhleyp-
ur maður með 9000 króna tekjur,
er greiddi kr. 1100 í skatt á eftir
frv. að greiða kr. 329, o. s. frv.
Ræðumaður lauk máli sínu um
skattafrumvarpið á þá leið, að
liann hikaði ekki við að halda því
fram, að þegar frumvarp þetta
væri borið saman við þau skatta-
lög, sem hjer væru nú, þá væri
hjer svo stórt spor stigið í þá átt,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði
PRAMH. Á SJÖUNDU SlÐU.
Til ágóða fyrir sumardvöl
barna:
Sarnadagsblaðið
setdist 15000
nintðkum t gær
SA.LA Barnadagsblaðsins í gær
__ gekk með afbrigðum vel.
Seldust um 50(K> eintök af blað-
inu fyrir samt.als kr. 4363.50.
Það er vel að bæjarbúar sýna
svona góðan skilning á söfnun-
inni fyrir sveitadvöl barnanna.
Skemtanirnar í gær voru einn-
ig vel sóttar. í Sundhöllinni var
yfirfult og skemtu menn sjer
hið besta.
í DA6 kemur ..Sólskin“ út og
. hvernig sem veðrið annars verð-
ur er trevst á það, að bæjarbúar
bregðist vel við og- kaupi bók-
ina. Hún kostar kr. 2.00.
10 UNGAR stúlkur munu einnig
í dag ganga til þeirra manna,
sem þegar hefir verið skrifað til
og farið fram á frjáls framlög.
Þær gefa kvittanir fyrir því,
sem menn kunna að gefa.
Á MORGUN er svo aðalsöfnunar-
dagurinn. Meðal skemtana er,
að leikið verður leikritið „Á út-
leið“. Hefst sala aðgöngumiða í
Iðnó í dag kl. 4—7.
Útsvörin á ísafirði
Utsvarsskrá Isafjarðar var
lögð fram í gær.
Alls var niðurjafnað um 593
þúsund krónum. Gjaldendur
eru 831.
Hæstu gjaldendur eru: Val-
ur, 105 þúsund krónur. Kaup-
fjelagið, 34 þúsund kr. Sam-
vinnufjelagið 25 þúsund kr.
Hlutafjelagið Huginn 19 þús-
und. Jóhann Eyfirðingur, 12
þúsund kr. H.f. Shell 11900 kr.
Olíuverslun íislands 10700 kr,
Uhúsfjelag Isafjarðar 9 þúsund
krónuv.
Auknar loftvarnaráðstafanir:
61 hverfisstjórar hafa
lokið námskeiði og
taka tii starfa ^
ÞÝÐINGARMIKIÐ SPOR hefir verið stigið til
að tryggja öryggi bæjarbúa, ef til loftárása
skyldi koma. En það er, að skipaðir hafa ver-
ið 61 loftvarnahverfisstjórar, sem eiga að aðstoða almenn-
ing við að búa sig sem best undir alvarlega atburði.
Ef vel er á haldið, ætti þetta, ásamt fleiru, sem loftvarna-
nefnd hefir á döfinni, að vera til mikilla bóta, en til þess að svo
verði, þarf almenningur að sína skilning á því, sem verið er að
gera.
Færeyskir skipstjðrar
hafa fengið vjelbyssur
sjer til varnar
Páll Jónsson útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum kom inn á
skrifstofu blaðsins í gær og ræddi
m. a. um vertíðina í Eyjum.
Páll er nýkoniinn hingað til
bæjarins, en hann þarf sem kunn-
ugt er, altaf að koma hingað
nokkrum sinnum á ári, til þess
að rifja upp hvernig Reykjavík
er, og hans mörgu kunningjar
þurfa að rifja það upp, hvernig
hann er.
En það er hægur vandinn. Því
síðustn 20 árin hefir ,,Púlli“ ekk-
ert breyst. að sjeð verði.
Hami segir netaveiði nú vera
að enda. Hefir saltleysi lítið kom-
ið að sök í Eyjum, m. a. vegna
þess, hve stutt stöðvun varð á fisk-
flutningum þaðan til Englands.
Hann segir, að færeysku skipin,
sem þangað hafa sótt fisk, hafi
stöðvast vikutíma.
Færeyskir skipstjórar hafa sagt
honum, að þeir hafi meiri geig af
flugvjelum en kafbátnm, og því
hafi þeir fengið vjelbyssur á skút-
urnar. En með þeim er hægt að
bægja flugvjelum frá að fljúga
mjög lágt yfir skipin.
Skipstjórarnir hafa fengið þessi
vopn til afnota á sína ábyrgð, og
hefir skipshöfnum verið kent. að
fara með þan um leið og þau hafa
verið afhent.
Bresk nefnd sem-
ur um fiskkaup
Um síðustu helgi kom hing-
að nefnd manna frá Lond-
on til þess að semja við ríkis-
stjórnina um kaup á fiski.
Formaður nefndarinnar, Mr.
Lousado að nafni, er’starfsmað-
ur hafnbannsráðuneytsins. Rit-
ari nefndarinnar er Mr. Fraser,
en meðstarfsmenn eru þeir Mr.
Owen Helyer og Mr. Geo. Cop-
land, sem báðir eru kunnir hjer
á landi.
Ríkisstiórnin hefir falið við-
skiftanefndinni að taka upp
samninga við sendinefnd þessa.
Byrjuðu samningafundir á
mánudag.
Blaðamaður frá Morgunbl.
átti í gær tal við Svein Einars-
son verkfræðing, en hann er
sem kunnugt er ráðunautur loft-
varnanefndar. Sveinn sagði svo
um hlutverk hverfisstjóranna:
1) Þeir eiga nú á meðan alt
er rólegt, að skipuleggja loft-
varnirnar hver í sínu hverfi. —
Þeir fara í þessum tilgangi í öll
hús í sínu hverfi, tala við fólk-
ið, sem þar býr og kynna sjer
hvað gert hefir verið til öryggis
og leiðbeina þeim, sem enn hafa
ekki gert neitt til öryggis í hús-
um sínum. Til dæmis munu þeir
leiðbeina fólki um helstu varn-
arráðstafanir ef eldsvoða ber
að höndum, kenna mönnum að
gera eldsprengjur óskaðlegar.
2) Ef til loftárása kemur, er
hlutverk hverfisstjóranna einn-
ig að leiðbeina fólki og að-
stoða. Hver hverfisstjóri verður
á ákveðnum stað með aðstoðar-
mönnum sínum og getur fólk,
sem þarf á hjálp að halda,
jafnan snúið sjer til þessarar
miðstöðva. Gæti þetta komið
sjer vel t. d. ef símasamband
rofnaði, en mjög mikil hætta er
á slíku, ef alvarleg loftárás
er gerð.
Hverfisstjórarnír hafa und-
anfarið verið á námskeiði og
hafa þeir þar lært störf sín. —
Þeim hefir verið kent hvað þeir
eiga að gera ef til skipulegrar
loftárásar kemur á bæinn. Þeir
vita um hvar loftvamabyrgi
eru, hvar hjálpar er að leita o.
s. frv. Þeim hefir verið kent að
þekkja helstu tegundir
sprengja og hvernig þær virka.
Þeir eiga að vita hvaða útbún-
aður þarf að vera í loftvarna-
byrgjum, hvernig best er að
byrgja glugga og hvaða efni er
hentugast til þess. Þeim hefir
verið skýrt ítarlega frá með-
ferð eldsprengja og hvemig
best er að slökkva eld.
Skipaður verður varamaður
fyrir hvern hverfisstjóra og
einnig tveir menn aðrir, sem
verða sendiboðar hverfisstjóra.
Varahverfisstjórar sækja sams-
lconar námskeið og aðalhverfis-
stjórarnir og hefst það undir
eins og búið er að skipa menn-
ina, það mun verða á næstunni.
I stöður hverfisstjóra hefir
verið reynt að velja ábyggilega
menn, sem hægt er að reiða sig
á og sem að jafnaði dvelja !
bænum. Munu þeir þegar vera
hyrjaðir á starfi sínu.