Morgunblaðið - 01.05.1941, Blaðsíða 2
2
14 O E G U N K L A Ð I Ð
Fimtui
aí 1941.
Herferðin i Grikklandi „aðeins hlufi af baráttunni
um yfirráðin I MiQ|arflarhafiM
Bretar komu undan 45 þús
af 60 þús. manna her
Allur Atlants-
hafsfloti Banda-
rlkjanna á sftir
lltssvæðinu
Samkomulag milli Breta og
Grikkja um
MR. CHURCHILL upplýsti í breska þinginu
í gær, að fram til þess tíma, er ekki varð
lengur komist hjá brottflutningi breska
herliðsins frá Grikklandi, hefði verið búið að flytja þangað
60 þús. manna lið, þar af eitt herfylki Ástralíumanna og
annað herfylki Nýsjálendinga. „Að minsta kosti 3/4 hlut-
ar af þessu liði, eða 45 þús. manns, hafa nú verið fluttir
burtu frá Grikklandi aftur“, sagði Churchill.
Churchill var spurður að því, hvort skilja bæri orð
hans á þá leið, að þessi 45 þús. manns hefðu komist til
bækistöðva sinna, og svaraði hann þá: „Jeg held að svo
sje“.
Hann var einnig spurður að því, hvort 45 þús. væri hámarkið,
sem hægt myndi vera að koma burtu frá Grikklandi. Churchill
svaraði með því að benda á, að hann hefði sagt ,,að minsta kosti
45 þús. manns“."
Loks var Churchill spurður um hergögnin og svaraði hann
þá, að ,,að sjálfsögðu hefði ekki verið hægt að flytja þungaher-
gögn í burtu“.
FIMM ÞÚSUND FANGAR
Þjóðverjar hafa ekki haldið fram, að þeir hafi tekið nema
5 þús. breska fanga í Grikklandi. I tilkynningu þýsku her
stjórnarinnar í gær var skýrt frá því, að þýsku hersveit-
irnar á Pelopenneskaga væru nú komnar til suðurstrandar
skagans og hefðu þar með getað stöðvað frekari brott-
flutning breska herliðsins.
„Fram til þessa hafa 5 þús. breskir fangar verið teknir, þar
af einn hershöfðingi“, segir í tilkynningunni, ,,en auk þess magr-
ir serbneskir hermenn, þ. á m. 4 hershöfðingjar og 300 aðrir liðs-
foringjar“.
Þrátt fyrir ,að þýska herstjórnin hafi tilkynt í gær, að brott-
flutningur breska herliðsins í Grikklandi hefði ve'rið stöðvaður,
var því haldið fram í Kairo í gær, ,,að brottflutningurinn hjeldi
áfram með góðum árangri“.
HLUTI AF MIÐJARÐARHAFSSTRÍÐINU
í Berlín var sú skoðun látin í ljós í gærkvöldi, að grísku her-
ferðinni væri nú að verða lokið, en henni myndi þó ekki verða lok-
ið fyr en Þjóðverjar hefðu lagt undir sig alt Grikkland.
En sjerstök áhersla var lögð á það í Berlín, að herferðin í
Grikklandi væri ekki nema hluti af baráttunni um yfirráðin á
Miðjarðarhafi.
Breska verslunarmálaráðuneytið tilkynti í gær, að Grikkland
teldist nú meðal þeirra landa, sem hernumið væri af óvinaher, og
því myndu bresk lög varðandi slík lönd ganga í gildi, þ. á m. hafn-
bannslögin. _________
brottfiutninginn
12 þús. manna
þýskt herlið til
Finnlands
„Á leið til Norður-
Noregs“
Pravda, aðalmálgagn komm
únistaflokksins í Moskva
skýrði frá því í gær, að 4 þýsk
flutningaskip væru komin til
Ábá í Finnlandi með 12 þús.
þýska hermenn, búna hvers-
konar hergögnum. Hermenn-
irnir hjeldu áfram frá Ábá til
Tammerfors (aðaliðnaðarborg-
ar Finnlands), segir Pravda.
Hin opinbera finska frjetta-
stofa, gefur þá skýringu á ferða
lagi þýsku hermannanna, að
þeir sjeu á leiðinni til Norður-
Noregs og fari um Finnland,
samkvæmt samningi þeim, sem
þýska stjórnin og finska stjórn-
in gerðu um herflutninga þessa
til Norður-Noregs í fyrrahaust.
Frjettastofan vekur athygli á
því, að Tammerfors sje á þeirri
leið, sem samið var um að þýsku
herflutningamir til iNorður-
Noregs skyldu’ íara fram um.
Frjettastofan segir, að
,,Pravda“ hafi ýkt mjög um
herstyrk þannf sem blaðið segir
að nýlega hafi komið til Ábá;
herstyrkur þessi hafi ekki verið
nema örlítið bröt af þeirri tölu,
sem Pravda nefnir .
HVER ER
TILGANGURINN?
Ba,nn það, sem Mikoyjan fulltrúi
utanríkisverslunariiMiar í Sov-
jet-stjórninni birti í fvrradag, við flutn
ingum yfir Rússland á bverskonar skot-
færum, vjelum til framleiðslu á skot-
fæfrum, ipprengiefnum, eitur-efmun,
flugvjelahlutum o. fl. hefir vakið
nokkra at.hygli.
I London hafa komið fram einkum
tvær skoðanir iu:n tilgang Rússa með
þessu banni:
Önnur er sú, að í því felist nokkurs-
konar sáttaboð til Þjóðverja, með því
að bannið snerti aðallega flutninga á
ýmiskonar vörum, sem Tyrkir hafa
pantað í Svíþjóð, og einnig flutninga
á hergögnum til Kína.
Hin skoðunin er sú, að bannið eigi
fyrst og fremst að hindra flutninga á
hergögnum milli Þvskalands og Jap-
ans, en slíkir flutningar yfir Rússland,
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
í breska þinginu í gaer fór Mr.
Churchill mjög. lofsamlegum órð
um um frammmistöðu alríkishers-
ins í Grikklandi. Churehill sagði,
að Bretar hefðu ekki getað teflt
fram nema tiltölulega litlu flug-
liði, til að verja undanhaldið til
strandar. Þarna hefði í fyrsta:
skifti mistekist að evða hernaðar-
legum aga með látlausum loftárás-
um.
Churchill sagði, að bresku aft-
ursveitiruar, sem vörðu undan-
haldið, hafi hafl á móti sjer 3
brvnjaðar hersveitir óvinanna, aúlc
þess allar vjelahersveitir, sem Þjóð
verjar gátu teflt fram. Bresku her-
sveitirnar hefðu stundum getað
stöðvað sókn 5 sinnum iiflugri
þýskra hersveita í tvo daga í senn.
Churchill sagði, að manntjón
Breta í bardögunum við Olympos-
fjall, Grevesa og Laugaskarð hefði
verið 3000 manns, fallnir og særð-
ir. Hann sagði, að manntjón þetta
væri lítið samanborið við hið
mikla tjón Þjóðverja.
Að lokum sagði Churchill, að nánari
upplýsingar kynnu að liggja fyrir,
þegar umræðurnar fara fram í þing-
inu í næstu viku. En hann kvaðst þó
með upplýsingum þe.ssum hafa sagt
nóg til að eyða ýktum fregnum Þjóð-
verj.a, og til að leiða í ljós, að Bretar
hefðu ýmislegt til að* vern þakklátir
fyrir.
í’agnaðaróp kváðu við hvað eftir
annaö undir ræðu Churehills.
Eftir ræðu Churchills upplýsti Eden
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
Breskur kaf-
bátur i 9 klst.
I óvinahðfn
Slapp í burtu
með ítalskan
gisl um borð
Breska flotamálaráðuneytið birti.
í gærkvöldi tilkynningu um
tilraun bresks kafbáts, „Regents“,
til að bjarga breska sendiherran-
um, Sir Ronald Campbell, og
starfsliði hans frá Júgóslafíu, eft-
ir að Júgóslafar höfðu gefist upp.
I tilkynningunni er skýrt frá
því að kafbáturinn ,,Regent“ hafi
í dögun þess 26. apríl komið til
borgarinnar Cattaro (Kotor) við
Adriahafsströnd Júgóslafíu, en
kafbátsstjórinn hefði brátt komist
að raun um að borgin og alt
hjeraðið umhverfis var þá á valdi
ítala. Kafbátsstjórinn hafi þó ó-
trauður siglt inn í höfnina og
sent breskan iiðsforingja á fund
yfirflotaforingja ítala í borginni.
Niðurstaðan hefði orðið sú, að
ítalskur herforingjaráðsforingi
hafi verið séndur mn borð í kaf-
bátinn sem gisl á meðan breski
liðsforinginn fór að leita að Sir
Ronald Campbéli og starfsliði
hans.
Þarna lá kafbáturinn í höfn-
inni í 9 klst., með stóran hvítan
fána við hún, og óvinaliðsafla á
alla vegu. En þá gerðu tvær ít-
aiskar flugvjelar steypiárás á kaf-
bátinn og fjellu sprengjum og
vjelbyssukúlur nálægt bátnum og
særðu þrjá menn um borð, þ. á.
m. kafbátsstjórann.
Kafbátsstjórinn leit nú svo á
(þannig heldur tilkynning flota-
málaráðuneytisins áfram, að tími
væri til kominn að halda burtu,
ef svo skyldi fara að fleiri árásir
yrðu gerðar á bátinn. Hann fór
því í kaf með kafbátinn og sigldi
honum út úr höfninni í kafi.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
HAILE SELASSIE
KEMUR AFTUR
EFTIR 5 ÁR
að er búist við, að Haile
Selassie, konungur kon-
unganna, haldi innreið sína í
Addis Abeba á morgun (föstu-
dag) 2. maí, en þá eru rjett 5
-• liðin frá því að hann varð að
flýja höfuðborg sína fyrir ítöl-
um.
Japanar „aðvara"
I gær voru birtar athuga-
semdir bæði í Þýskalandi og
Japan við hið aukna eftirlits-
svæði Bandaríkjanna í Atlants-
hafi. Nýjustu fregnirnar í sam-
bandi við þetta eftirlitssvæði
eru þær, skv. upplýsingum
Knox flotamálaráðherra, að
allur Atlantshafsfloti Banda-
ríkjanna heldur nú uppi eftirliti
á svæðinu.
Meðal stjórnmálamanna í
Þýskalandi var í gærkvöldi lát-
in í ljós sú skoðun, að ameríski
Atlantshafsflotinn ætt iað reka
njósnir fyrir breska flotann, og
Atlantshafsflotinn ætti að reka
slíkar njósnir, og að taka raun-
verulega þátt í sjóorustum.
í sambandi við þá yfirlýsingu
Roosevelts, að amerísk herskip
muni hiklaust fara inn á ófrið-
arsvæði ef það telst nauðsyn-
legt, vegna öryggis vesturálfu
heims, er látin í ljós sú skoðun í
Berlín, að Þjóðverjar geti látið
sjer í Ijettu rúmi liggja hvað
Bandaríkin geri í þessu efni.
Stefna Þjóðverja hafi Verið
skýrt mörkuð í ræðu Hitlers, er
hann sagði að hvert það skip,
sem kemur í skotfæri við þýsk
tundurskeytarör innan hins yf-
irlýsta ófriðarsvæðis, muni
verða skotið í kaf, án tillits til
þjóðernis.
Japönsk stjórnarvöld ljetu í
ljós þá skoðun í gær, að líta yrði
á hið aukna eftirlitssvæði Banda
ríkjánna sem viðjeitni til árás-
ar. Fulltrúi japönsku stjórnar-
innar sagði í gær, að ,,að svo
stöddu væri þó ekki ástæða til
þess fyrir Japana, að hefja eft-
irlitsferðir um Kyrrahaf, en þeir
myndu fylgjast nákvæmlgea
með þi'óuninni á Atlantshafi á
næstunni“.
Hvert þessi þróun stefnir
verður m. a. sjeð af atkvæða-
greiðslu í utanríkismálanefnd
öldungadeildarinnar í gær, en
nefndin feldi með 13 atkv. gegn
10 að mæla með frumvarpi sem
lagt hafði verið fram í þinginu
um að banna Roosevelt að láta
herskip fylgja skipaflotum,
nema leita til þess áður sjer-
staks levfis þingsins.
Kjörorð Rússa
Mðal helsta kjöroröa Rússa i sam-
bandi við 1. maí hátíðahöldin
i dag eru (skv. fregn frá Stokkhóhui):
F.fling rauða hersins, en einnig er lögð
mikil áhersla á „friðar- og hlutleysis-
stefnu sovjetríkjamna".
„Pravda’ lagði í gær höfuðáherslu á
hið „alþjóðlega sjereinkenni sovjet-
anna“. Blaðiö talaði um að kommún-
isminn myndi leggja undir sig allan
heiminnn.