Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 2
2 MOR^tUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. júní 1941. Gagnráðslöfun Þjóðverja: Ræðismannaskrifstofum Bandaríkjanna í Þýska- landi lokað Sýrlandsvfg- stðBvarnar r Æ í & n Sambúðin við Bandarík- •vt* a; ..•' " ' ' ;i ^ ' • í‘‘ - • * i- £ in ört versnandi Flagtifregn- ír tím þýsk- rássneska árekstra .Taugastríð* gegn Rússum? Aukin aðsfoð við lýðræðisþjóðirnar' ÞAÐ VAR TILKYNT í Berlín í gær, að ræðis mannaskrifstofum Bandaríkjanna í Þýska- landi væri lokað frá 15. júlí n.k. Jaínframt var tilkynt, að ferðamannaskrifstofum Bandaríkjanna í Þýskalandi væri lokað. Er þetta gagnráðstöfun við þeirri ákvörðun Bandaríkja- fors.'ta að loka ræðismannaskrifstofum Þjóðverja hjá sjer. Sam- buð Þýskalands við Bandaríkin sýnist nú fara ört versnandi og stöðugt færast nær fullkomnum fjandskap. Oljósar flugufregnir, sem ó- víst er um uppruna á, gengu í gaer um það, að til á- rekstra hefði komið railli rúss- neskra og þýskra herflokka á suðaustur landamærum Þýska- lands. Vírðast fregnir þessar helst hafa komist á kreik við það, að í þýskum tilkynn.ngum í gær, er því mótmælt, að til nokkurra árekstra hafi komið í Moskva hefír aðeins veriö tilkynt að venjulegar hera-finoar fari fraih nálægt lar.da ^ærunum. tíafi því nokkuð herlið tekið sjer þar stöðu. I London er talað urn að Þjóð- verjar hafi nú hafið taugastríð gegn Rússum. Sje samninga- gqrðin við Tyrki einn iiður í því. En Tyrkir hafa nú einnig gert samning við Þjóðverja um eft- irlit á járnbrautinni frá Búlgar- íu til Evrópuhluta Tyrklands. Roosevelt 09 Haliíax lávarður heiðurdokt- orar f lögum „Heldur berjast eu láta frelsíð“ — Roosevelt Harward háskólinn, sem er einn frægasti háskóli Bandarík janna, hefir kjörið Halifax lávarð, sendih. Breta í Washington, heiðursdoktor í lögum. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU I þýskum fregnum gætir þess mjög að ákafur áróður er haf- inn í landinu gegn Roosevelt og samstarfsmönnum hans, sem styðja þá stefnu að Bandaríkin veiti Bretum og lýðræðisþjóðun- um sem mestan stuðning, eða fari jafnvel í styrjöldma með þeim. Stjórnmálamenn í Bandaríkj- unum verða æ berorðari um af- stöðu sína til Þýskalands og á- takanna milli þess og lýðræðis- þjóðanna. Er skemst að minn- ast ummæla forsetans sjálfs við það tækifæri, er Harward há- skóli og Oxford-háskóli skipt- ust á virðingaratlotum við þá Halifax lávarð og Roosevelt. I orðsendingu sem við það tækifæri var lesin frá forsetan- um kom fram sú skoðun hans, að Bandaríkjamönnum beri fremur að berjast, það er, taka sjálfir virkan þátt í styrj- öldinni, en eiga á hættu að ein- ræðisríkin sigri. Bandaríkjunum beri því að auka aðstoðina við lýræðis- þjóðirnar svo að um muni. Kyrsetning * þýskra og ít- alskra skipa, ásamt skipum her- teknu landanna í Bandaríkjun- um og frysting inneigna þessara þjóða í Bandaríkjafyrirtækjum hefir og mjög orðið til þess, að Þjóðverjar hafa hert áróður sinn með hverum degi gegn Bandaríkjunum. Sýnist sú skoðun nú vera orð- in mjög almenn í Bar.daríkjun- um. að til þess kunni að koma að til styrjaldar komi við Þýska land. Fylgi einangrunarstefnu- manna virðist fara þverrandi. í þýskum og ítölskum frégnum er bínsvegar um ]>að rætt. og aðal áherslan Iögð á það, hver afstaða Japana muni verða, ef Bandarík- in dragist' út í styrjöldina. Er það hiklaust fullyrt, að þeir muni ekki sitja hjá og fái Bandaríkin ærið að starfa á Kyrrahafi, þar sem svo voldugn herveldi sem Japan sje að mæta. í þessu sambamli má geta þess. að samningaumleitanir þær, sem undanfarið hafa farið fram milii Japana og nýle,ndna Hollendinga í Asíu, hafa farið út um þúfur. Er þar því ef til vill ýmsra veðra von. Mikil loftárás á Bremen Samkvæmt tilkynningu breska flugmmálaráðuneytisins gerði breski flugherinn harðar árásir á borgir í Norðvestur-Þýskalandi og NÓrður-Frakklandi í fyrrinótt Nákvæmar fregnir höfðu ekki borist um árangur þeirra, en af frásögnum fluginanna var svo að sjá, sem mikið tjóu heí'ði orðið. Aðalárásin beindist. að þessu sinni að Bremen. Voru þar gerðar árásir á liafnarmamivirki, skipa- kvíar og vöruskemmur. Töldu flugmennirnir sig hafa sjeð mikla elda koma upp. I þýskum fregnum er viðurkent, að árásirnar hafi verið ailharðar og að nokkuð tjón hafi orðið á íhiiðum óbreyttra borgara. Enn- fremur að nokkrir þeirra hafi látið lífið. Tjón a hernaðarmanii- virkjum hafi hinsvegar orðið hverfandi lítið. Eáar þýskar .f'Jugvjelar komu til árása á Bretland þessa nótt. Nokkuð virðist nú í bili hafa dregið úr bardögunum í Libyu. Breska herstjórnin í Ivairo segir í gær frá sprengjuárásum hreskra flugvjela á þýskar stöðvar. Bretar hafa ráðist á Damaskus A rla morguns í gær hófu hersveitir Breta og Banda- manna þeirra árás á Damaskus. Frakkar höfðu haft að engu orðsendingu, sem y ‘ Srhershöfð- ingja Breta í Sýrlandi, Sir Hen- ry Maitland Wilson, hafði sent herstjórn þeirra, þar sem hann gaf borginni ákveðinn frest til þess að gefast upp orustulaust. Frestur þessi var útrui.ninn kl. 5 í gærmorgun og hófu þá Bandamenn árás sína. Segir í tilkynníngu herstjórnarinnar í Kairo að teknir hafi verið nokkrir þýðing^rmiklir staðir sunnan við borgina. I þýskum fregnum segir, að harðir bar- dagar standi nú þarna yfir og veiti Frakkar Öflugt viðnám. Þá er tilkynt í Kairo að Kun- etra hafi verið tekin og gangi framsóknin í Sýrlandí yfirleitt eftir áætlun. Viðurkenn- ing Þjóðverja Djóðverjar hafa nú VÍðurkenT, að það hafi verið þýskar flugvjelar, er gerðu loftárás á Dublin, höfuðborg Irlands, fyrir skömmu. En loftárás þessi olli miklu tjóni 'og sárri gremju í Ir- landi, því stefna stjórnarinnar í íijandi hefir verið að gæta ítr- asta hlutleysis. Sókn Breta í Abyssiníu miðar stöðugl áfram. Við Gondar krepp- ir stöðugt að ítölum og í Suður- Abyssiníu sækja hersveitir Suð- ur-Afríkumanna fram. Haínbanniö sverfur að meginlandsþjóðunum — segir Mr. Wickard Mr. Wickard, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna hefir haldið ræðu, þar sem hann gerir að umtalsefni afstöðu ítala til styrjaldarinnar og ástandið í her- teknu löndunum. „ftalska þjóðin átti ekki að flana út í styrjöld“, sagði hann. ..Mtíginþorri þjóðarinnar sá, að á- kvarðanir nm bað voru meira teknar af kappi en forsjá“. Kvað ráðherrann það nú vera sannað mál, að styrjöldin væri far- in að bitna nijög harkalega á al- mehningi á Italíu. Matvælaskort- ur væri mjög farinn að*gera vart við sig. Erfitt væri nm að útvega hernum nauðsynlegan útbúnað til fæðis og klæðis og flutningar all- ir frá landinu væru mikluin vand- kvæðUm bundnir vegna ófara og máttleySis ítalska flotans. í Hollandi og Belgíu væri á- standið að verða mjög alvarlegt og færi versnandi. Hinar herteknu þjóðir lifðu við mjög þröngan kost, þar sem vitaö væri, að verulegur hluti fram- leiðslu þeirra gengi beint til þess að fæða hið erlenda hernámslið og væri jafnvel tekin og flutt til Þýskalands. Ráðherrann taldi ; hafnbannið mjög þýðingarmikinn þátt í bar- áttunni við Þýskaland. Á því mætti þessvegna ekki slaka. Rudolf Hess í öruggri gæslu Mr. Butler, aðstoðar utan- ríkismálaráðherra Breta lýsti yfir því í gær, að ekkert hefði frekar gerst í rnáli Rud- olfs Hess, staðgengils Hitlers, er nýlega flaug til Rretlands. Hess væri í öruggri gæslu og væri farið með hann sem stríðs- fanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.