Morgunblaðið - 20.06.1941, Síða 5

Morgunblaðið - 20.06.1941, Síða 5
3?östudagur 20. júní 1941. cnpmMa&tó Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarm.). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreittsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutti innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura meö Lesbók. Samtal við fimtugan skipstjóra B > Orð og gerðir GÖMLU samherjarnir, Al- þýðublaðið og Tíminn skrifa mikið um yfirlýsingu, er Ólafur Thors gaf við 3. umræðu dýrtíðarfrumvarpsms í neðri deild, þess efnis, að honum hafi verið kunnugt um innihald frumvarpsins, eins og það var, er viðskiftamalaráðherrann lagði það fyrir þingið. Þykir blöðunum hart, að Morgunblað- ið skuli ekki hafa birt þessa yf- irlýsingu Ólafs. Þessu er því til að svara, að hjer er engin nýlunda á ferð- inni. Því var yfirlýst af við- skiftamálaráðherra, við 1. umr. málsins 1 Nd. 10. júní, að stjórn- in hafi ákveðið að leggja frum- varpið fyrir þingið, án þess þó ,að hún væri sammála um ein- : stök atriði þess. Frá þessu skýrði .Morguríblaðið strax næsta dag. Ágreiriingurinn innan stjórn- arinnar var um tekjuöílunar- Teiðirnar og þá fyrst og fremst um almenna skattinn. En þar :sem stjórriin gat ekki komið sjer santa® ákváð hún, að láta, þing- ið skera úr um þetta. Tíminn hefir ásakað Sjálf- stæðismenn fyrir það, að hafa Ilækkað almenna skattinn. — En .-''Mþýðublaðið hefir þakkað sínu lítla flokksbroti fyrir þessa endurbót á frumvarpi við- .skiftamálaráðherra. En heilindin bak við skrif blaðanna og flokkanna, sem að þeim standa sjest glegst á at- viki, er gerðist í efri deild. við 2. .umræðu málsins þar. Bernharð Stefánsson flutti '|>ar breytingartillögu við al- xnenna skattinn og lag‘ði til, að bann færðist í sama horf og hann var í frumvarpi viðskifta- málaráðherrans. Sagði Bern- harð, að sá skattur væri ,,lág- markskraf a“ Framsóknar- flokksins. Þessu hjelt og Svein- bjöm Högnason fram í Nd. En hvað skeður svo í efri deild ? Þegar breytingartillaga Bernharðs skyldi koma undir atkvæði, tók hann tillöguna aft- ur. En Alþýðuflokksmaðurinn, Erlendur Þorsteir.sson tók til- löguna upp, svo að hún kom til atkvæða. Hvað skeður þá, — AHir Framsóknarmenn, með tölu, snerust nú gegn iillegunni, isem átti að vera „lágmarks- krafa“ flokksins! Sýnir ekki þetta, ao öll skrif Tímans um ,,skemd“ á frum- varpi viðskiftamálaráðherrans, með lækkun almenna skattsins, eru gerð í blekkingarskyni? Vissulega. Og þetta sýnir einn- ig, að Alþýðuflokksmemr voru reiðubúnir að ganga inn á híia, nlmenna skattinn. Fmda er vit- að, að þeir vilja fvrst og fremst taka álögurnar í beinum skött- um. Um „landslagið“ í Faxaflóa og togaraveiðar í „gjám“ ,Menn þurfa vitanlega að gera alt eins og þeir geta“ p’yrir nokkrum árum. heyrði jeg; skrítnar sög- ur um æfikvöld þorsksins hjer við strendur landsins. Einhversstaðar xiti í Faxaflóa átti að vera lieilmikil gjá. Ofan í þessari gjá væri altaf fult af ríga þorski. Þeir lægju meðfram neð- ansjávarhamrabeltinu, og sneru hausnum í harmavegginn. Eins og kindur á jötu. Þetta væru alt fjörgamlir þorskar, og hinir stærstu sem til væru. Og flestir væru þeir orðnir svo gamlir, að þeir væru orðnir blindir á öðru auganu(!) Það merkilegasta við þessa sögu, sem mest líktist því, að hún væri úr íslandslýsingu Blefkens hins stórlýnga, fanst mjer vera þó það, að maðurinn, sem sagði mjer hana, hann trúði henni. Ilann Ijet það fylgja frásögn- inni, að einn slunginn togaraskip- stjóri hefði fundið þessa gjá. Og síðan ysi hann upp fiskinum all- an ársins hring, eins og honum sýndist, upp iir þessu elliheimili þorsksins í sjávardjúpinu. Síðar komst jeg að því, að þessi skipstjóri, er átt var við í liinni Blefkenkvnjuðu sögu, væri Sigurð- ur Sigurðsson bæjarfulltrúi og skipstjóíi á togaranum Geir. En jafnframt vissi jeg, að Sigurður átti engan þátt í sögusögn þessari. En hann: hefir orðið að láta sjer það lynda, eins og aðrir menn, sem skara fram úr öðrum á einhverju sviði, að utan um þá og starf þeirra, mvndast kynjasögnr. ★ En sannleíkurinn um Sigurð og sjómensku hans er sá, að hann, eins og menn komast að orði. þekkir fiskimið í Faraflóa eins og vasa sína. Síðan hefi jeg kynst Sigurði og stundum talað við hann mn ýmis- legt er að sjómensku og fiskiveið- um lýtur, að svo miklu leyti sem sjómaður getur talað við lancl- krahba eins og mig, sem naum- ast veit hvað á að snúa aftur eða fram á bát. Nokkra hugmynd fekk jeg þó um starf hans hjer um daginn er jeg heimsótti hann, og hann sýndi mjer ýmislegt og sagði mjer flein um fiskveiðarnar hjerna í Flóan- um. í dagstofunni á hinm vistlega heimili hans við Túngötu gevmir hann uppi í háum skáp ýmislegt er hánn hefir hirt af því, sem hann hefir fengið í vörpuna á, veið- mn sínum. Sýndi hann mjer kór- alla og kynjadýr og gróður af hafsbotninum. En þar var líka lítið glas með hvítum, grófum skeljasandi ,eða skeljamylsnu. — Svona er botnlagið úti í hin- um svokölluðu „Eemmm“ hjerna í Fl.óanum, sagði Sigurður. •Teg fann strax að það myndi geta haft mikla þýðingu fyrir tog- aramenn að vita skil á því, hvern- ig saudurinn væri á miðunum. Og mjer þótti þetta hera vott um ná- kvæmni í starfi, að hirða af hon- um sýnishorn og geyma þau í stássstofunni sinn. Og þá fór jeg að spyrja Sigurð um' fiskimiðin í Faxaflóa, og hvar „Remiurnar“ væru o. s. frv. En ekki býst jeg við að lýsing mín af þeim geti orðið neinum fiskimönnum til leið- beiningar. — Rennurnar eru gjár í hraun- inu, sem er hjerna úti í flóanum, og liggja þær í sömu stefnu og ríkjandi gjástefna er hjer á Suð- vesturlandinu. Höft og „hólmar“ eru á milli þeirra. En í botni þeirra er þessi sandur. Jeg gerí mjer í hugarlund, að þær sjeu í rauninni hálffullar af þessum sandi, og fyllist smátt og smátt. En vegna ]iess að ekkert berst í þær af „jarðefnum“ er ekki annað sem fyllir þær, en kalkið eða steinefnin úr dauður sjávar- dýrum. — Ilve mikill munur er á sjáv- ardýpinu í gjánum og á hrauninu umhverfis, eða hve djúpar eru sjálfar gjárnar? — Á hrauninu er dýpið 7—12 faðmar, en í gjánum um 25 faðm- ar. Hraunið er skift í tvent, Vest- urhraun kallað og Suðurhraun og eru hinar svokölluðu Rennur á milli þeirra. — ITve breiðar eru þessar gjár? — Þær eru nm 200 faðma, þar sem þær eru breiðastar, og svo alt í það að vera það mjóar, að aðeins er hægt að draga trollið í gegnum ]iær. En í gjánum er fiskisælt. Það er gamalkunnugt. Jeg þvkist. vita að orsökin til þess sje beinlínis sú, að meðfram „gjárbökkunum" er mikið um æti. Einkum sandsíli. Þar sem er sand- síli þar er þorskur. Meðan þorsk- urinn hefir sandsílið, verður hanu tæplega upprættur hjer í flóanum. Yandinn við að toga í gjánum, er að þræða meðfram gjáröndun- um. Einu sinni hefi jeg á þessurn slóðum fengið 550 körfur í einu ,,hali“. Það eru um 18 tonn. Það er góð veiði á 3 kortjerum. — Hvernig farið þið að finna þessar gjár og þræða eftir þeim? — Það kemur með æfmgunni. Fyrst verður maður að renna nokkuð blint í sjóinn. En svo er að fikra sig áfrám með miðunum. Það er gott um fjallamið hjer í Flóaiium. Því maður getur svo víða miðað saman fjöll, sem eru mismunandi langt í burtu. Svo ná- kvæmum miðunum er hægt að fylgjá, að maður geti ekki snúið skipinu við með hinni kröppustu beygju, eins og maður gerir inni á höfn, án þess að sjá mun á fjallamiðunum. Sigurður Sigurðsson. Fyrst þegar jeg jeg byrjaði að fiska á þessum slóðum, festi jeg kanske vörpuna í botni 5—6 sinn- um á dag. En á þessu lærði jeg smátt og smátt hvar ójöfnurnar væru, hvar væru „rennurnar“ og hvað væríl að varast. — En hvernig farið þjer þá að, þegar ekki er fjallasýn, og engin mið er hægt að taka? •— Það er vitaskuld erfiðara. En með kunnleikanum kemst mað- ur langt. T. d. ef maður siglir út frá, Reykjavík í dímmvíðri, þá, er hægt að hitta á einhvern stað sem maður ætlar sjer, með því að taka tíniann og Stefnuna frá Reykjavík. Þegar maður hyrjar að toga þá finst fljótt hvernig botninn er, hvort hann er mjúk- ur eða harður. Þegar rnaður finn- ur hrannbrúnina, verður að reyna að fvlgja henni og hafa svo á til- finningumri hvar maður er. En hafi maður staðbundið sig á einhverjum stað, þegar dimt er í veðri, þá er lengi liægt að halda áfram út frá. þeini stað. En þetta er oft þreytandi og þá notar mað- ur baujur sjer til hægðarauka. Stundum þarf maður að standa með kíkirinn allan daginn. Og hálfa leiðina til Englands legst maður aldrei til svefns, svo ekki sje þetta sarna í liuga manns. Það fylgir manni jafnt i svefni sem vökn. — Það hlýtur að hafa tekið langan tíma, að fá svoua náinn kunnleika á botninum. — Jeg er húinn að fiska hjer í Flóanum í 14 ár. Byrjaði að leggja stund á þetta vegna. þess að jeg var oft á ísfiski á þeim tíma árs, sem helst var hvergj fisk að fá, nema hjer. — Það væri mikils virði fvrir ungan skipstjóra að fá fyrirhafn- arlaust þenna kunnleika. — Þetta er svoleiðis lagað, að þó einliverjum sje sagt frá þessn, þá kemur það ekki að gagni. Menn ruglast í því, þangað til þeir læra það af reynslunni. — Hafið þjer aldrei skrifaíí neitt af þessum fróðleik upp yður til minnis? — Nei, jeg hefi þetta bara svona á bak við eyrað. ★ — Er ekki oft heldur tilbreyt- ingarlítið líf á togaraveiðum? — Ekki finst mjer það, segis* Sigurður, og brosir við. En rnikiS fjörgar fuglinn upp tilveruna. Alt- af er krökt af fugli' utau um skip- ið, og myndi okkur þykja tóm- legt, ef liann hyrfi. Fuglinn þekk- ir skipin, og veit, að þar sem togararnir eru, þar er ætisvon. Þeir safnast að spúgötunum a borðstokknum, þar sem slóginu er fleygt út. Og síðau við fórum a5 hafa lýsisbræðslu um borð þykir þeim ágætt að fá heitan mat einu sinni á dag, þegar grútnum er fleygt úthyrðis. Þeir lepja hann upp með áfergju. — Bendir fuglinn ykkur ekki á fisk stundum? — Jú, það nui segja, að með okkur sje góð samvinna. Hann bendir okkur oft á hvar fisktrr er í sjó, og nýtur svo góðs af þegar við förum að veiða. Því þar sem fugl er, þar er venjulega líka eitthvert æti fyrir fisk. — Getið þið alls ekki togað uppi á hrauninu? — Jú, þar er hægt að hitta á sæmilega sljettan botn. En þar er ekki eins fiskisælt. Hraunið hjer í flóanum er móhelluhraun, o«y eins er hraunið á Selvogsbanka. En út af Reykjanesi er hruna- hraun. ★ Síðan snerist tal okkar að sjó- mensku alment. Hefir Sigurðnr verið 36 ár á sjó, bvrjaði 14 ára gamall, og’ á fimtugsafmæli í dag. —- Sjaldan á æfinni hefir mjer liðið verr, en fyrstu nóttina, sem jeg var á sjónum. Sjóveikur va.' jeg og allavega illa haldinn. En jeg hafði sjálfur beðið um að fá að fara. Og því var að halda því striki. Og brátt fann jeg að þarna- lá mín leið. — Og nú eruð þjer húnir a'5 vera nærri hálfa æfina skipstjóri. — Já, og hefi ekki annað i lniga en halda áfram. Finn ekki til neinnar þreytu ennþá. — Menn eru stundum að spyrja mig, hvort jeg sje ekki orðinn þreyttnr á þessu. En mjer virðist menn geta alveg eins orðið þreyttir á að standa í húð eða sitja á skrif- stofn. Oft er jeg að huga um, hvernig á því getur staðið, segir hann síð- an, að sumir menn eru svo hepn- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.