Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. júní 1941. Mótatimbiir 1500 fet og annað tlxnbur í klæðningar beypt hæsta verði. Gísll Halldórsson H.f. Sími 4477. Ansturstrætl 14. Daglegar braðferðflr Reykjavik — Akureyri Afgreiðsla í Reykjavík á Skrifstofu Sameinaða. Símav 3025 og 4025. Farmiðar seldir til kl. 7 síðd. dagirm áður. Mesti farþegaflutningur 10 kg. (aukagreiðsla fyrir flutn- ing þar fram yfir). Koffort og hjólhestar ekki flutt. Til Slokkseyrar daglega kl. 10y2 árd. til kl. 7 síðd. Á laugardögum og sunnudögum aukaferðir kl. 2 austur og austan kl. 91/,- Steindór. SIGLINGAR. Vjer höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- etrandar Englands og íslands. Tilkynningar um vörur eendist Cnlliford & Clark Lni BRADLEYS CHAMBERS, L0ND0N STREET, FLEETW00D, eða Geir H. ZoSga. Símar 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLYSINGAR. Fyrflrlflsfliflf andfl: ÞVOTTASÓDI í 50 kg. sekkjum. MATARSALT í 50 kg. sekkjum. Eggert Krlsffátnsson & Co. b.f. BS JEF íslendingar vilja bál- stofu sem fyrst BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. Herra ritstj. Mjer þykir fyrir að þurfa að eiga orðastað við vin minn Sigurjón Pjetursson um bálstofu- málið; en það jná til, því að hann er í Morgunblaðinu 14. j). m., aklrei þessu vant, að revna til að spilla fyrir góðu máli, sem reyndar er árangurslaust, því að næg sönnun fyrir því, að ís- lendingar þurfa og vilja bálstofu, og það sem fyrst, er það, að mál- inu er nú komið svo langt, að það á vísan framgang, og enn nýr vottur um það er gjöf Eimskipa- fjelagsins, sem vel fór á; skiu þess munu hafa flutt flest líkin, sem send hafa verið utan til brenslu, vegna þess menningarleys- is, að engin bálstofa var hjer til. Einar H. Kvaran ritaði um þetta mál í Morgni 15. árg. bls. 119 og jeg skrifaði' grein í sama riti 21. árg. bls. 75, sem einnig var prentuð í Morgunblaðinu 27. júní 1940. Vísa jeg til þeirra greina. Sigurjón segir, að engin rök hafi verið færð fyrir því að lík- brensla sje til bóta fyrir sálina. Þar er þá jafnt á komið með greftrunina; hún er það ekki fremur. Líkaminn er ekki lengur bústaður og verkfæri sálarinnar. En það, sem aðallega vakir fyr- ir Sigurjóni, eru frjettir, sem hann hafi fengið frá látnum mönnum, að sálin líði miklar þjáningar við brensluna. En þar á móti er enn meiri vitneskja fengin úr sömu átt, að þessu sje öllu óhætt, og til vitnisburðar um það er það, að bestu miðlar og sálarrannsókna- menn í Englandi, sem þekkja öll þessi fræði og sambönd enn betur en við, láta flestir brenna lík sín, því að þar er auðvitað komið svo langt, að nógar eru bálstofur. En það mun jafnan svo, að þegar nýtt ryður sjer til rúms, þá eru ein- hverjir, sem lengi á eftir vilja ekki sleppa hinu gamla. Jeg skal hvorki lasta það nje lá; það jafnar sig með tímanum, þótt j>að geti tafið fyrir í bili. Hinn frægi stjörnufræðingur, Tycho Brahe, hjelt að sólin gengi kringum jörð- ina tugi ára eftir að Cópernicus hafði sannað, að það væri jörðin sem gengi kringum sólina. Nú er það útrætt mál, og af hálfu sál- arrannsóknamanna er líkbrenslan útrætt mál, þótt þeir telji rjett, að liún fari ekki fram fvr en 4—5 dögum eftir andlátið og er þá all- ur vari hafður á. Um menningar- og hollustuhlið málsins ræði jeg ekki, það hafa gert þeir sem til þess eru hæfast- ir, og allir vita hvað þeir leggja til. Þá vill Sigurjón slá á viðkvæma tilfinningastrengi móðurhjartans Og segir, að engin móðir vilji láta „kasta barninu sínu í eld“. Ef ein- hver vildi með álíka orðalagi ó- virða greftrunarsiðina, þá gæti hapn t. d. sagt, að „hola barninn í jörðina", og gröfin hefir í hug- um manna, þar á meðal skálda, ætíð þótt geigvænleg og hryllileg. En það er engu kastað í eld. Það fer fram útfararathöfn með lotningarfullri hluttekningu vanda manna og vina, engu síður virðu- leg og helg heldur en við greftr- un. Jeg hygg, ef borið er saman, að geðfeldara sje’ að eiga jarð- nesltar leifar barnsins geymdar í hreinlegri, fallegri líkbrenslu- krukku, heldur en að hugsa til jiess í moldinni eftir nokkra mán- uði eða missiri. En barnið er sjálft hvorki í gröfinni' nje krukkunni, heldur í þeim stað, sem Jesús sagði — og hvorugur okkar Sigur- jóns rengir — að heyri börnunum til. Og það er vafalaust dýrasta huggun móðurhjartans, svo dýr, að hún veit, að það er betur geymt en hjá henni sjálfri, þótt hún verði að bera sorg sína, sem allir skilja. Jeg hefi margt fleira um málið að segja, en held, að það skiljist flest ósagt af öllu því mikla, sem um það hefir verið skrifað, og læt því staðar numið. Kristinn Daníelsson. Mjólkín og verðtíppbót- arsjóðarínn í-v ingsályktunartillaga Pjeturs Ottesen um verðuppbót á mjólk og mjólkurafurðir var til umræðu í sameinuðu þingi 16. þ. m. Tillögu jiessarar hefir áður verið getið hjer í blaðinu. Með tillögunni var ríkisstjórninni fal- ið að hlutast til um það, að seld mjólk og mjólkurafurðir á s.l. ári gætu notið uppbótar af fje úr verðuppbótarsjóði þeim, sem til fjell við afúrðasölusamning ríkis- stjórnarinnar við Breta á árinn 1940. Um sjóð þenna sagði Pjetur Ottesen,, að til hans væri stofnað í þeim tilgangi að honum yrði varið til J)ess að jafna ósamræmi, sem fram kæmi á árinu á verði framleiðsluvara landsins og rekja mætti til afleiðinga • stríðsins. Það væri |)ess vegna augljóst mál, að mjólk og mjólkurafurði ’ ættu að falla undir þessi verð- jöfnunarákvæði og hluti af sjóðn- um að gan'ga til verðuppbótar á j)essar vörur. / Sagði Pjetur, að nefnd sú, sem hefði með höndum úthlutun á fje úr Jiessum sjóði til verðjöfnunar, væri nú að rannsaka j)etta mál og leita að grundvelli undir verð- jöfnunina. Lengra væri starfi hennar ekki komið. Sagði hann, að sjer hefði verið tjáð, að enn sem komið væri hefði ekki verið rætt í nefndinni um mjólk eði mjólkurafurðir í sambandi við FKAMH. Á SJÖTTU SlÐU Slysið í Vík í Mýrdal. Oraumleiðsla Það hvarflar minn hugur til Víknr svo hryggur, um vorbjarta nótt, mjer finst sem að fólkið þar sofi, mig furðar hve alt er svo rótt. Jeg hlusta, þá heyri jeg stunur frá hjörtum, með syrgjandi óm, á kinnunum grátperlur glitra, það grætur sinn örlagadóm. Jeg sje þarna í J)orpinu smáa þunga og nístandi hrygð. Þ\ú dauðinn með þraut hefir þjakað þessari fámennu bvgð. , Á sólbjörtum æskunnar árum með orku, og vonhýra brá, á burtu var svift hennar sonum og syrgjandi ástvinum frá. Jeg horfi á hvítklæddar verur við hvílurúm konu og manns. Eru ])að englar, sem vaka frá eilífðar ríkinu lians, er takmörk og tímamót setur tilveru jörðunni á ? Eða’ eru J)að ástvinir þeirra upprisnir dauðanum frá? Jeg heyri J»ær hljóðlega mæla við hvern, sem að grætur á be5: „Ouð leyst hefir vininn þinn látna, hann lifir og hrærist með J)jer. Af sjónarhól sælunnar landa við sjáum hvað gerist á jörð, því ljósið gúðs himneska lýsir á landi, um víkur og fjörð“. Svo lögðu þær líknandi hendur á litverpa syrgjenda kinn, sem ljósgeislar liðu svo burtu þá leið, sem að komu þær inn. Voru Jiað vinirnir horfnu, sem veittu J)eim sorgmæddu frið? Eða guðs almættis verur, í andstréymi er færa oss lið? Þá heyrðist mjer hvíslað í eyra með hreinum og Jiýðlegum blæ: „Það er eins og hugur þinn heldur J>eir horfnu, sem druknuðij»í sæ“. Svo dvínaði draundeiðslu sjónh*. sú dýrðarstund endaði fljótt. En munið, að vinirnir vaka og vernda ’ ykkur dag hvern og nótt. Ágúst Jónsson, Njálsgötu 42 B. ★ Aths. Erindi ])essi áttu að koma um jarðarför sjómannanna, en af sjerstökum ástæðúm gátu þan ekki komið fyr. Bið viðkomendur afsaka. Höf. Leirskáiar (gular), 10 stærðir, sjer- staklega fallegar. Einnig föt með lnki. úr föstum leir, nýkomið til BIERIHG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.