Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. júlí 1941. íslensk grös til manneldis SUMARSKOR Alveg er það merkilegt, livernig menn hjer á landi hafa van- ist af því að nota ýmsar algengar nytjajnrtir sjer til matar, er mik- ið vorn notaðar hjer á árum áður. í 60 ára gömlu tímariti Bók- mentaf jelágsins er greinarkbrn um íslensk matvæli. Er grein þessi prentuð eftir handriti úr handrita- safni Hannesar biskups Finnsson- ar, en álitið að hún sje eftir Bjarna Pálsson landlækni. Þar segir svo um hvannir og hvanna- rætur: Allir Vita hversu hvannir eru heilnæmar fyrir brjóst og magá. Og suðaustur á Islandi er mikill fiskur sparaður með hvönnum. Er }>ar vani að neita þeirra með át- mat, sem þar kallast viðskýra. I Landevjum eru ATíða góð hvannalóð, sem mæit er, að þar hafi viðhaldist frá fornmannatíð, og sem bændur vildu ekki skifta arðinum af, fyrir 2 vættir fiska. Þá er hvannarótin í miklum mætum, og er hún mikið brúkuð til matar, og er þó oft langt að sótt, er hún til búdrýginda lögð að jöfnu við harðfisk, en með rjettu haldin stórum heilnæmari. Er hún svo grafin upp, að sem minst slitni, var og haust, ev síðan grafin niður í skemmu eða köldu úthýsi, ausið moldu yfir og þakin torfi. Gjalda skal varhuga við, að ekki komist vatn í gröfina. Upp verður að taka hana áður en hiti kemur í jörð, því að annars remmist hún. Þó má gera við því með því að kljúfa hana eftir endi- löngu og láta hana' liggja í helm- ingum til næsta dags. Líka ber minna á remmunni sje rótin etiu með sölvum. Mig hefir oft furðað ó því, að Norðlendingar, sem eiga oins hægt með að afla hennar eins og Sunnlendingar, skuli svo lítið nota hvannarót til matar. Kemur það af því, að þar skortir barns- vanann til ])ess. Suðaustanlands var allajafna venja, þ(?gar farið vai' á grasafjall, að láta einnig hvannarætur ofan í grasapokana. Mætti taka livannarætur á marga hesta í Beljandatungum og hjá öðrum lækjum og tungmn ,i Kúluheiði, sem og að austan, hin- um megin Blöndu. Skyldu menn hafa sjer minnisfast, hversu hol’l hvín er og jafnframt nærandi. Jeg hefi þekt ,einn bónda, sem lifði með konu og 4 börnum eitt hall-! * aerisvorið á hvannarótum úr garði sínum, með mjög litlvv af mjólk. Vallar- og veggjasúrur eru góð- ar í súpur og grauta, einnig í salat með linsoðnum eggjvvm. Hofsúrati eða lambasúran (c: svi, sem hefur skarð framan í blöðunum). er nær- felt sömu verkunar og skarfakál og góð til að láta sarnan við skyr. Hún er góð við skvrbjúg og tann- verk. Til þess að grautvir úr jurt vim, sem hafa blöð, verði mátu lega þvkkur, skal fylla pottinn eða ketilinn, sem soðið er í, svo að kvvfur sje upp af, þó að stutt sje á með hendinni. Smæra eða vallarsmári er mikið notaður sunnanlands. Hún er tekin á haustin, fergð niður í hreinum ílátum.og etin á vetrum savnan við söl og hvannarót, einn- ig seydd í nvjólk og drukkin að kveldi dags til þess að gefa væran svefn. Vessi hennar kreistur í heit augu og bruna græðir hvort- tveggja. Að síðustu skal minnast á fífil- rótarlauf, sem kemur upp með fyrstu matjurtagrösum á sumrin. Þau eru ein sú hollasta fæða handa magaveikum. Skal saxa þau og sjóða vel í misu eða vatnsbland- aðri mjólk. Snvekkurinn er ísnarp- ur. Þau eiga við vatnsbjúg, skyr- bjúg, tannholdsveiki og sinakrepp- um, sem sk-yrbjúgnum fylgja. Þeg- ar þessi veikindi gengu eftir jarð- eldinn 1873, ráðlagði Thordal stift- amtvnaður að nota fífilblaðagraut mest matar, og batnaði flestum að fárra daga eða vikna fresti, betur en af skarfkáli, sem allir geta sannað, er notuðu þennan graut eftir ráðuvn mínum. Hefir notkun þess og síðan haldist við, þó lvelst hjá þeim efnaðri í salati. Hreinsun á gólfteppi Ef litirnir í gólfteppinu yðar ervi orðnir óskýrir, ])á revnið að hreinsa það á eftirfarandi hábt: Stráið fyrst grófvv salti á teppið. Látið það vera á dálitla stund, og burstið.það síðan af. Bviið til heitt sápvvvatn og'látið dálítið salmíak vit í og strjúk^ð nveð mjúkri ullar- tuskvv yfir tegpið. Það er að lokum hreinsað tvisvar sinnum úr volgu vatni og látið þorna. Gætið þess, að ganga ekki á teppinu, fyrr en það er orðið þurt. Sflunið - - — — — að gott er að ná joð- blettum vvr með brennisteinssúru natróni óða salmiakspiritus og vatni. -------að ef nýtt ger er látió v heitt vatn, flýtvir það ofan á, en fellur til botnsý ef það er ganvalt. --------grasblettum má ná vír nveð sítrónvvsafa. ----- — að „pokabragð" getur orðið að kaffinu ef kaffipokinn er ekki notaður daglega, þó að hann hafi verið látinn þorna. Fyr- ir notkun er þá best að sjóða hann í gömlu kaffi eða kaffikorg og vatni, fyrir riotkun. Efni: 1 hnota af hvítu bómullargarni vvr. 8, 2 hnotur af rauðu bómullar- garni nr. 8. 2 prjónar nr. 2. 1 stranvmanál með oddi. Sólinn er úr leðri. (Fyrirmyndin er nr. 38). Tvöfalt perluprjón: 1. prjónn: 1 st., 1 br. 2. prjónn: Alveg eins. Sljett of- an á sljettu og brugð- ið ofan brugðnu. 3. prjónn: Sjett þar, sem brugð- ið er og öfugt. 4. prjónn: Alveg eins. Aðferð: Sólinn er prjónaður úr hvíta garninu. Fitjið upp 8 lykkjur og prjónið tvöfalt perln- prjón. Avvkið 1 lykkju báðum megin; fyrst á þriðja prjóni, síðao á öðrunv hverjum prjóni, þangað til 16 lvkkjur eru á prjóninum. Þegar sólinn er 25 cm. á breidd, takið vvr 1 lykkju báðum megin á öðrunv hverjum prjóni, þangað til 10 lykkjur* eru eftir. Fellið af. — Ristin — er prjónuð úr rauða garninu. Fitjið upp 18 lykkjur og prjónið garðaprjón. Aukið 1 lykkju við báðum megin á þriðja prjóni og svðan á sama hátt á öðrunv hverjum prjóni. Þegar 22 lykkjur eru á þrjóninnm, prjónið tvöfalt preluprjón og aukið út, þangað til lykkjurnar eru orðnar 34. Þegar ristin er 10 cm. er prjón- að garðaprjón. 9. prjónn (í garðaprjóni) er svona: prjónið 14 Jykkjur, bregð- ið upp á og takið 2 lykk.jur sam- an, prjónið 3 lykkjur og bregðið aftur upp á og takið 2 lykkjur saman. Ljúkið prjóninum þannig og fellið af laust. — Hællinn — er prjónaður úr rauða garninu. Fitjið upp 60 lykkjur og prjónið 3 fyrstu og 3 síðvvstu sljett, hinar lykkjurnar eru pr. nveð tvöföldu perlupr. Prjón- ið 4 prjóna og takið síðan 1 lykkju vvr, er þjer hafið prjónað 3 þær fyrstu, og áður en þjer prjónið 3 þær síðustu. Þannig er tekið úr á öðrum hverjum prjóni, þang- að til eftir ervv 40 lykkjur á prjón- inunv. Þegar hællinn er 10 cnv. langur er prjónað sljett prjón. Á 9. prjóni (í garðaprjóni) er brvvgðið upp á og teknar síðan 2 lykkjur saman er þ.jer hafið prjón- að fyrstu 3 lykkjurnar og áður en þjer prjónið síðustu 3. Síðarv 4 prjóvva garðaprjón og fellið af. I.—III. Sóli,- rist og hæll. B. Leð- ursólinn er stunginn við — og best er að hafa einnig lítinn „hæl- sóla“, en þó er það ekki nauð- synlegt. — Snvvra — er búin til vir 3 hvítmvv og 3 rauðum bómullar- spottunv. Hver ])eirra er 1 mtr. r». lengd. Bindið (spottána saman og látið hvítiv spottana öðrum megia og þá ravvðu hinum megin. Helst þurfa að vera tveir við að snúa. Þegar þjer lvafið snúið vel, takið þjer í hnútinn v miðjunni, þá myndast snvvran af sjálfu sjer. Þessi stykki ervv lögð á milli votra dagblaða, þangað til þau eru vel sljett. Þá eru þau þurkuð. Sól- inn er lagður yfir leðursólann, hiu stykkin síðan savvmuð við. Því næst er snúran dregin í gegnum götin á hæl og rist og síðan bundin að framan. Sally Salminen og unnusti hennar | Finska skáldkonan,1-Sally Salminen, ásamt unnusta sínum, Dvihrhopp, sem er danskur listmálari. Sally Salminen er sem kunnugt er mjög vinsæll rithöfundur, hefir m. a. skrifað skáidsögúna „Katrín", sem lesin var í útvarpinu fyrir nokkru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.