Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. júlí 194U Rússar neita að ábyrgjast öryggi spítalaskipa Rússar neita að ábyrgjast ö^yggi þýskra spitala- skipa í Eystrasalti og í Norður- íshafinu. Þetta var tilkynt í Moskva í gær, skömmu eftir að! í»jóðverjar höfðu tilkynt, að Jjeir ætluðu að láta spítalaskip vera í ferðum á þessum slóðum. Molotoff utanrík5smálaráð- herra Rússa sagði í gær, að Rúss ar gætu ekki ábyrgst öryggi skipanna, vegna þess að þeir treystu því ekki, að þau yrðu notuð í samræmi við ákvæði Haag-sáttmálans, heldur yrðu þau notuð í hernaðaraugnamiði. —..........■» ♦ ---- Samkomulagið í Sýrlandi PRAMH. AP ANNARI SÍÐU. ir hönd Breta og Verdiae hers- höfðingi fyrir hönd Frakka. Bretar bvrjuðu þegar í gær, að ieggja úndir sig hernaðar- lega mikilvæi^a staði í Sýrlandi. Fregnir frá Kairo í gærkveldi hermdu, að breskir hermenn hefðu haldið inn í Beirut í gær- d^g, "fj : i RÆÐA CHURCHILLS IVÍr. Churchill .sagði í breska þinginu í gær frá hinum ,,góðu tíðin|dum“, að stríðinu í Sýrlandi Værii lokið. Hann sagði, að samn ingar hefðu farið fram í vin- semd. Churchill ljet í ljós á- nægju sína yfir því, að sambúð Breta og Vichy-stjórnarinnar, eins og hún var orðin, skyldi.ekki hafa versnað á meðan á stríð- inu stóð, er barist var á báðar hliðar með fullum aga og dugn aði. Kváð hann þetta sanna hinn rótgróna skilning frönsku þjóð iarinnar á þýi, sem í húfi er í þessari styrjöld. Bretar ætluðu sjálfum sjer ekki nein hlúhnindi í Sýrlandi. Þeir hefðu barist í Sýrlandi í því eina aúgnamiði, að sigra Hitler. | Bretar hefðu nú fengið Sýrlend - ingum aftur fullkomið sjálfstæði og fullveldi og losað þá undan þrældómi þýsk-franska vopnahljes sáttmálans, og undari vjelbrögðum og íhlutun Þjóðverja. Ilinir sogulegu hagsmunir Frakka í Sýrlandi yrðu varðveitt- ir og rjettindi þeirra yrðu sett ofar rjettindum annara þjóða. En þess yrði gætt að skerða ekki rjettindi Sýrlendinga sjálfra. Mr. Churchill fór lofsemlegum nmmælum um Wavell, og Maitland Wilson hershöfðingja, sem stjórn- aði herferðinni í Libyu. Hann sagði, að hermennirnir, sem tekið hefðu þátt í bardögun- um hjá Solluxn og á Krít, hefðu lagt, fram sinn skerf til þess að ná þeim árangri. sem nú hefði náðst í Austurlöndum. Horfurnar í Nílardalnum hefðn — í bili — a. m. k. batnað fyrir Breta, meir heldur en nokkur ljet sig dreyma um fyrir nokkrum mánuðum. Bretar segja skipatjón banda manna 7 milj. sntálestir T3 reska flotamálaráðuneytið hef- ir tilkynt, að framvegis muni verða skýrt frá skipatjóni banda- manna endrum og eins eftir hent- ugleikum, en ekki reglulega, eða mánaðarlega, eins og gert hefir verið nú um nokkurt skeið. Er þessi breyting gerð, til þess aö óvinunum sjeu ekki gefriar neinar upplýsingar, sem hann getur ekki fengið með öðru móti. Síðustu reglubundnu mánaðar- tölurnar voru birtar í gær, fyrir jiínímánuð. Nam skipatjónið þann mánuð 79 skipum,‘samtals 329 þxis. smálestir. Er vakin athygli á því, áð þetta sje 25 skipnm færrá, en sökt var í maí, og smálestatalan er 161 þxis. smálest lægri gn Lmaí. Frá því að stríðið hófst hefir verið sökt rnnilega 7 milj. smá lestum. • í tilkynningu flotamálaráðu- neytisins segir, að áætlað skipa- tjón öxulríkjanna frá stríðsbyrjun sje 3.4 milj. smál. (skip, sem t^kin hafa verið herfángi, eða; sökt).. Japanar stefna suður 171 regn frá Tokio í gærkvöldi *- hermdi, að Rússar hefðu lagt tundurduflum úti fyrir Aust- ur-Asíu-ströndum sínum. Fulltrxii japönsku stjórnarinnar færðist undan að láta í ljós afstöðu Jap- ana til þessarar ráðstöfunar Rússa, að öðru leyti en því, að hann sagði að tundurdufl þessi væru Japönum ekki til neinnar ánægju. í Reutersfregn segir, að í Bret- landi og Bandaríkjunum sje því veitt- athygli, að Japanar láti ó- friðlega, en þó er ekki gert ráð fyrir að þeir ætli að ráðast á austurher Rússa. Er álitið, að markmið þeirra sje enn sem fyr. að færa út yfir yfirráð sín suður á bóginn. Er talið, að þeir vilji ná á sitt vald hafnarborgunum í Indo-Kína, til þess að skapa sjer aðstöðu til árása á varnarlínu Breta og Bandaríkjanna í Snðurhöfum, en varnarlína þessi styðst við bæki- stöðvar á Filippinaeyjunum, Borneo og Málakkaskaga. Rússar og Pólverjar Mr. Churchill upplýsti í breska þinginu í gær, að með að- stoð Mr. Edens hefði verið hægt að koma samkomulagsumleitumxm Rússa og Pólverja vel áleiðis. Þó væri eftir að ráða fram úr nokkr- um atriðum, en bann kvaðst treysta því, að Sikorskv, for.sætis- ráðherra Pólverja, tækist með stjórnmálahæfileikum sínurn að ráða þeim til lykta. Ttmdtirdtifl Tílkynníng Breta Breska flotamálaráðuneytið fer þess á leit við yður að þjer birtið þetta í blaði yðar: amkvæmt alþjóðalögum er þannig gengið frá öllum breskum tundurduflum, að um leið og þan losna xxr festum stafar engin hætta af þeim. Þó er þetta ekki einhlj'tt og gæti brugðist í einu tilfelli af hundrað, samt hef- ir þó ekkert íslenskt skip farist á bresku tundurdufli. Það vildi til fyrir skömmu, að færeyskt skip rakst á rekandi dufl, án þess að duflið springí. Merkiskona á Ak- eyri látin Nýlátin er á Kristneshæli frú Eva Pálsdóttir. Var hún dóttir Páls Bergssonar frá Hrísey, en gift Jóhanni Kröyer á Akur- eýri. | Frú Eva var hin mesta mynd- arkona, prýðilega greind og ágæ.i lega að sjer gerð um marga hluti. Bardagarnir í Rússiandi PRAMH. AF ANNARI SÖ)U Rússar segja aftur á móti, að þýsku framvarðasveitirnar á þess- um vígstöðvum sjeu í örðugri að- stöðu. RÚMENÍU- VÍGSTÖÐVARNAR Sýðst á vígstöðvunum, hjá Dni- estr, segjast Rússar hafa gert gagnárás á þýskt fótgönguliðsber- fylki og 2 þýsk-rxxmensk stórskota- liðsherfylki. Þýska fótgönguliðs- herfylkið og annað stórskotaliðs- herfylkið var gjörsigrað og Rúss- ar segjast hafa tekið 56 bryn- vagna, 80 bifreiðar með skotfær- um iog 1000 hesta. Þjóðverjar segjast hafa skotið' niður eða eyðilagt á jörðunni í gær 232 rússneskar flngvjelar. Er flugvjelatjón Rússa þar með oi-ðið 7182 flugvjelar. Engar fregnir bárust frá Finn- landi í gær, aðrar en þær, að Finnar segjast hafa skotið niður 5 rússneskar flugvjelar. Pjetursborg í stað Leningrad ¥ þýskum fregnum er Leningrad * nxi ekki lengur nefnd því nafni, heldur er borgin ávalt köli- uð gamla nafninu, Pjetursborg. PGGERTGLAES8EK 8krif»tofa: OMfrflowfcfoáH Minningarorð um Karl Björnson Fæddur 22. febr. 1908. Dáinn 6. júlí 1941. arl var sonur þeirra frú Þóru og Guðmundar Björnsonar, fyx*v. sýslumanns í Borgarnesi, fæddur á Patreks- firði 22. febr. 1908. Hann var ungur settur til menta, en varð að hætta námi, vegna veikinda. Hann starfaði lengi í skrifstofu föður síns, en flutti fyrir nokkr um árum frá Borgarnesi og vann síðari árin við verslunarstörf. Hann kvæntist 26. des. 1936. ágætri konu, Halldóru Beinteins dóttur frá Draghálsi. Karl and aðist 6. júlí síðastl. Banamein hans var lungnabólga. Jeg þykist vita, að vinum Karls Björnsonar, sem lesa hjer í blaðinu í dag örfá minningar- orð um hann, þætti best hlíða að hjer yrði aðeins sagt það eitt um hann, sem ánægjulegt væri að minnast að leiðarlokum. Það gæti jeg sannarlega gert, og jeg veit að svo miklir voru kostir bíanö, að í dag munu f jölmargir vinir háris minnast þess eins, sem gott var og ástúðlegt í fari hans, en jeg verð að játa, þótt það kunni að hljóma undarlega, að það voru ekki kostir Ka*ds einir, sem ollu því að mjer þótti eínna vænst íim hann af fjelög- um rnínum •— það voru ef til 'vill gallar hans, engu síður en kostir, sem valda því að minn- ingin um hann verður mjer alt- af ógleymanlega kær — það var Karl, eins og hann Var í raun og sannleika — eða yjett- ara sagt, lausnin á gátunni Karl Björnsson, sem mjer þótti vænt um. Karl var, eii)s og mörgum mun kunnugt, af ágætu bergi brotinn, góðrar ættar og alinn upp á heimili góðra foreldra. Hann fjekk óvenjulega miklar gáfur í vöggugjöf, varð ágæt- lega mentaður og fjölhæfur maður. Hann var listhneigður, víðsýnn og frjálsmannlegur i skoðunum og framgöngu, ó- venjulega hjálpsamur og góð- ur drengur í hverri raun. Hann var næmur fyrir áhrifum og skynjaði sársauka og raun sam ferðamanna sinna betur en títt er um menn, sem ekkert skort- ir í uppvextinum. Hann tók per sónulega afstöðu til nplanna og barðist fyrir skoðunum sínum með sannfæringarhita hugsjóna mannsins eða ískaldri ró og rök vísi stærðfræðingsins. — Hann var skemtilegur, orðheppinn, kíminn, úrræðagóður og prýðu- legur f jelagi. Karl var þannig um marga hluti miklu betur gerður en títt er jafnvel um þá, sem gnæfa yfir fjöldann. En nú — þegar hann er dá- intti? Dó hann þá e]kki, þótt ungur væri, ríkur og mikils met inn? Nei — Karl átti bara eins og gengur, til hnífs og skeiðar og varð aðeins venjulegur versl unarrhaður, sem rak sæmilega sitt litla fyrirtæki. -— Það er einmitt þetta, sem varð mjer Karl Björnson. lengi ráðgáta — að hann — þessi stórgáfaði og fjölhæfi maður — skyldi ekki verða miK ill brautryðjandi og afburða- maður. Það varð einhverntíma, þeg- ar við ræddum um skólanám hans, sem mjer varð ljóst áð veikindin, sem Karl átti alla æfi við að stríða, höfðu ekki einungis breytt fyrirætlunum hans Um stundarsakir, heldur markað varanleg örlagarík spor í æfibraut hans — mikl,u dýpri en imenn gerðu sjer alment ljóst. Þau höfðu deyft eggjarnar á voijxnunum, sem hann þurfti að herjast með og vanið hann á að sæita sig við veruleikann með þeim breytingum, s,em dag- dráumarnir og óskirnar gerðu til iað milda vonbrigði hans. Þegar heilbrigðar óskir gáf- aðs og fjölhæfs manns, sem er studdur af kynfylgju athafna- riátúrar ættar erU vængsfýfðar, vegna illra örlaga, þá er leiðin opin inn í heim hins óraunhæfa og1 sú ferð er jafnan farin á kostnað þeirra afkasta, sem efn.i •vnnars gætu staðið tii að ná. Það vár þessi lausn á gátunni sóm lauk upp fyrir mjer skiln- ingnum á, að í augnabliki hinn- ar líðandi stundar brann ljós hans skærast — þar voru draum ar hans og veruleiki í senn og einmítt það brendi fullvissuna um nvaun^o^ti hans, gáfur og drengskap í: vitund okkar, sem vorum vinir hans og f jelagar. Það var þessvegna, sem okk- ur, vini Karls, varðaði minna en aðra, hvort hann vav ríkur eða fátækur, virtur eða vanmet inn, því að við vissum svo oft að hann var ríkastur okkar allra að mannkostum og drenglunrt og hann átti mest af þeim auð- æfum, sem geymd eru í fjár- sjóði hjartans við leiðarlok og- hvorki mölur nje ryð fær grand að þeim auðæfum, sem skapar okkur vinum hans fullvissuna um að hann væri góður dreng- ur. — S. M. Til Strandarkirkju. Ónefnd kona í Ve. 5 kr. Dúna 3 kr. G. Á. 10 kr. Áheit 10 kr. Lexa 5 kr. Frá Há- teig 7 kr. Þ. A. 2 kr. St. M. 116 kr. A. II. 5 kr. S. G. 5 kr. Gamalt á- heit 5 kr. II. S. 15 kr. A. K. 10 kr. N . N. 25 kr G. G. 25 kr. N. N. ] kr. J. G. 10 kr. Guðrxin 3 kr. K. í. K. (gamalt og nýtt) 25 kr. 17. 3 kr. E. 20 kr. Sjómaður 10 kr G. D. G. 100 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.