Morgunblaðið - 12.08.1941, Side 2

Morgunblaðið - 12.08.1941, Side 2
MORítUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. ágúst 1941. rjar tefla fram ógrynni á tveim vígstöðvum Innikróunarorusta um Odessa Rússar viðurkenna undamhald i Ukrainu IH ERST JÓRN ARTILKYNNIN GU Þjóðverja í gærkvöldi er lögð áhersla á sókn þýska hersins á Leningrad- og Ukrainu-vígstöðvunum. Segja þeir sóknina ganga þar eftir áætiun. Á Ukrainu-vígstöðvunum sje hinum flýjandi óvini veitt eftirför og sjeu fremstu vjelahersveitir Þjóðverja komnar austur til Nikolayev, sem er um 80 mílur austur af Odessa. Stendur borg þessi við Bug-fljótið og er skamt írá henni til Svartahafsstrandarinnar. Nefna Þjóðverjar orustur sínar á þessum slóðum innikróunarorustur og er auðsætt, að þeir stefna að því að umlykja Odessa. Eftir hina miklu gereyðingaorustu við Urnen, segja Þjóð- verjar að viðnámsþróttur Róssa á þessum stöðum sjé mjög lamaður. Á Leningrad vígstöðvunum og í Eistlandi segja Þjóðverjar sókn sína og ganga samkvæmt áætlun. Rússar segja hinsvegar að í Eístlandi berjist rússneski her- inn af meíra kappi og engin merki uppgjafar sje að sjá af baráttu hans. T.d. sje unnið dag og nótt i hergagnaverksmiðjum höfuðborgarinnar, Tallin. — Á miðvígstöðvunum við Smolensk greina Rússar ennþá frá hörð- um bardögum þýsks og rúss- nesks fótgönguliðs og ljett- vopnaðra hersveita. Rússar játa að þeir láti und- an síga á Ukrainu vígstöðvun- Um, en undanhaldið sje full- komlega skipulegt og kaupi Þjóðverjar framsókn sína um hverja mílu vegar dýru verði. Þó telja Rússar, að við Uman, þar sem Þjóðverjar lýstu fyrir tveim dögum endalokum „ger- eyðingarorustu", sje enn þá barist af kappi. Annars segja Rússar að Þjóð- Verjar tefli nú fram meiri her- afla á Ukrainu og Leningrad vígstöðvunum en nokkru sinni fyr. Nýjar hersveitir streymi stöðugt fram 1 skörð þeira, sem týnt hafi tölunni í hinum tryltu áhlaupum þar sem ekkert sje skeytt um mannfall. Lofthern- aður sje og að færast algleym- ing. Þjóðverjar leggi nú alt kapp á það p,ð ná árangri, er geti orð- ið áróðursmatur fyrir dr. Göbb- els,. sem farinn sje að finna til þess, að þýska þjóðin sje orðin langþreytt á að heyra um ger- eyðingu rússneska hersins en verði þó hinsvegar að sætta sig við þá staðreynd að þýski her- inn eigi öflugri mótspyrnu að mæta. Taka Odessa eigi að koma til uppbótar á það, að Þjóðverjar hafi orðið að fresta innreið sinni í Kiev, Leningrad og Moskvá. í London er látið í ljós, að ef til vill kunni svo að fara að Odessa falli fyrir þessari miklu sókn þýska hersins. Það er og álitið, að Kiev sje hætta búin, ef fregmrnar Um sigra Þjóðverja á orustusvæðinu suð- austur af borginu — á svæðinu milli Dniester og Dnieur reyníst sannar. Engin staðfestiug hefir ennþá fengist á því í Moskva, að Þjóð- verjar sjeu komnir með vjelaher- sveitir sínar til Nikolayev. En ef svo reyndist, væri Odessa í mik illi hættu, þar eð hringur væri þá sleginn 'um borgina. Líkur eru og til, að mikið rúss- neskt herlið væri þá innikróað, því vitað er, að Rússar höfðu mjög öflugan her til varnar í Ukrainu. Seint í gærkvöldi var frá því skýrt, að Rússar hefðu gert, mik- inn usla í finskum og þýskum hersveitum á Murmansk-vígstöðv- unum. Beittu Rússar þar fyrir sig flugliðinu, sem barðist, þar af mikilli hreysti. Þá var og skýrt á loftárás Rússa á Berlín í fyrrinót.t. Margar rússneskar flugvjelar tóku þátt í árásarleiðangrinum og komu allar heim aftur nema ein. Varpað var niður þúsunduin íkveikjusprengja og tundur- sprengja. og urðu miklar spreng- ingar. Engar þýskar tlug- vjelar yfir Englandi Itilkynningu breska flugmála ráðuneytisins í gærkvöldi er sagt, aS engar þýskar flug- vjelar hafi veriS yfir Bretlandi s.L sólarhring. Upp á síðkastið hefir svipuð tilkynning stundum heyrst. — Stundum hefir hinsvegar ver- ið frá því skýrt, að einstaka þýskar flugvjelar hafi komið til árása. Er af þessu auðsætt að mjög hefir dregið úr loftsókn Þjóðverja á Bretland. Örlagarik ákvörðun væntanleg I Vichy Vichystjómm sat á fundi megin hluta dagsins í gær. Eru getur leiddar aS því, að kröfur Þjóðverja um ítök í Af- ríku nýlendum Frakka muni hafa verið til umræðu og ef til vill kröfur um franska flotann. Petain skipaði forsæti á fund- inum. Auk þess hefir hann átt viðræður við ýmsa franska stjórnmálamenn. Af þeim örðugleikum, sem stjórnin sýnist eiga í um niður- stöðu umræðna sinna, þykir það auðsætt að um mjög örlagarík- ar ákvarðanir sje að ræða, — í London er talið að hinir þýsk- lunduðu ráðherrar í stjórn Pe- tains, sjeu þess fýsandi að geng- ið sje að öllum kröfum Þjóð- verja. Orðrómur hefir komist á kreik um að Bonnet stæði í trún- aðarsambandi við Þjóðverja og að þeir vildu nú efla áhrif hans til þess að ljetta sjer róðurinn gegn Petain, sem talinn er halda nokkuð í hemilinn á Darlan, sem í öllu er sagður vilja þókn- ast Þjóðve'rjum. í Vichy var það látið í veðri vaka í gær, að opinber tilkynn- ing yrði gefin út seint um kvöld- ið um viðræður stjórnarinnar. Eri engin slík tilkynning kom þó. Kanadamenn by^Síja skip raeðju, sem f lotamálaráðh. | *■ Kanada, Mr. McDonald flutti í gær, ræddi hann skipa- hyggingar Kanadamanna og þá aðstoð sem Bretar ættu í vændum frá Kanada í orust- unni um Atlantshafið. Þegar að stríðið braust út, sagði ráðhertann, átti Kanada aðeins 13 skip í sjóher sínum. Nú er floti vor 245 skip. Og í skipabyggingaverksmiðjum Kanada er unnið með feyki hraða. Á næstu árum mun verða bygður flutningaskipa- floti sem nemur 1 miljón smá- lesti. Verða þau aðallega af 2 stærðum, 3 þúsund smálesta og 10 þúsund smálesta. Sum þess- ara skipa verða tilbúin á þessu ári, mörg árið 1942 og árið 1943 verður flutningadkipaflotinn aukinn risaskrefum. Er nú þegar unnið bæði dag og nótt í skipasmíðastöðvum Kanada. |iuunnninimiiu)immHifflnimnmiinuniaiiaiiniiinmniimiimiiimnimumiuiimHHiiiiiiHinimiuiNUUiHUiuuuittuiii I Japanar stefna út \ I í nýja styrjöld j [ við Kyrrahaf [ | Singapore iykillinn að öryggi | | Bretaveldis í Asiu ( I — Menzles I si i iimimniimmfflmiimnmHutitiimic iffliimuiifflfflfflnimimiimiffliimim VIÐHORFIN í Austur-Asíu máhinum benda enn- þá til þess, að til störtíðinda kunni að draga jþar eystra í náinni framtíð. í Japan fer fram gífurlegur þernaðarviðbúnaður. Er nú áformað að allur iðnaður Japana og hverskonar fram- leiðsla verði skipulögð í þágu hernaðarins. Japönsk hlöð tala ura, að hið mikla hlutverk, sem Japan hafi tekist á hendur leggi þjóðinni þungar skyldur á herðar, en sem henni sje Ijúft að uppfylla, því að framtíð hennar sjálfrar og allrar Austur-Asíu sje nú „undir framtakssemi Japana komin“, eins og blaðið Niehi Nichi í Tokio kemst að orði. Jafnhliða umræðum í þessum dúr ráðast blöðin ákaft á Breta, En tim leið og Japanir færast stöðugt í aukana treysta samveld- isþjóðir Breta stöðugt varnir sín- ar og svara Japönum fullum hálsi. Ástralska, stjórnin sat á fund- um fram á nótt í fyrradag og all- an daginn í gær voru stöðugir fúndir. Sátu æðstu yfirmenn land- hers, flughers og flota Ástralíu- manna þessar ráðstefnur og tóku þar þátt í umræðum. Er talið, að stjórnin hafi með þessu verið að treysta sainbandið milli hinna pólitísku forvstu og fulltrúa land- varnanna Mr. Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær, að Ástralíu- menn stæðu þess albúnir að berj- ast fyrir örvggi lands síns og Bretaveldis. „En lykillinu að Ör- vggi voru er Singapore, hin mikla flotastöð Bretaveldis“. Her Ástralíumanna nemur nú fiOO |)úsuiid manna, sagði Mr. Menzies. Þar af eru 200 þús. full lijálfaðar heimsveldis hersveitir, sem munu berjast þar sem þeirra er þörf. í fregnum frá Bankok er skýrt frá því, að stjórnin í Thailand hafi í engu hvikað frá stefnu sinni og hafi því enn á ný verið lýst yfir, að þjóðin myndi svara árás á landamæri sín með öllum hugs- anlegum varnarráðstöfunum. Hef- ir stjórnin í Thailand sent her sveitir til landamæra Indo-Kína. t Singapore var því lýst yfir í gærdag, að Bretar og Bandaríkja menn ljetu ekkert koma, sjer á ó- vart í þessum málum og allar ráð- stafanir væru miðaðar við það, að vera viðbúinn hverju sem að hönd um hæri. í Singapore er engin dul dreg- in á það. að afstaða Bandavíkj- anna hafi úrslitaþýðingu. ef til átaka komi á Kyrrahafi. En stefna Bandaríkjanna virðist vera full mörkuð. í ræðu, sem Cordeil Hull, utan- ríkismálaráðherra Bandar^kjanna flutti í gær, gerði hann að um- talsefni þá tálvon, sem suniir lítt framsýnir stjórnmálamenn ælu í brjósti um að Bandaríkin Ijetu bugast fyrir hótunum og semdu við Japana á þeim grundvelli, sem þeir nú þegar hefðu valið s.jer. En ef vjer gerðum það, sagði Hull, brytum vjer þvert. ofan í yfirlýsta tefnu vora síðastliðin 2 ár. Þióðhátíð Vest- • mannaeyja Vestmannaeyjum í gær: jóðhátíðin hepnaðist ekki sem skyldi, þareð fresta varð öllum hátíðahöldunum fyrri daginn, til sunnudagsins. Inni í Herjólfsdal stóð vindur- inn beint upp í dalinn og var það hvast, að ekki þótti gerlegt að halda áfram með hátíðahöld- in. Var því aðeins dansleikuh 1 samkomuhúsinu um kvöldið. Seinni daginn (sunnud.) var veður hið besta, sjerstaklega var fagurt veður um kvöldið. Öll hátíðahöldin fóru því þann dag fram í dalnum. Var þar margt til skemtunar; allskonar íþróttir, ' söngur (blandaður kór), lúðrablástur, ræðuhöld, flugeldar og brenna. Um kvöld- ið var dansað á tveimur pöliuin þar til lýsti af degi. Um 400 manns var gestkomandi 1 bæn- um. Fór margt af því í dag með e.s. Þór. Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.