Morgunblaðið - 02.09.1941, Side 8
Þriðjudagur 2. sept. 1941^
HÚSGÖGNIN YÐAR
mundu gljáa ennþá betur, ef
þjer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagljáa.
VENUS-RÆSTIDUFT
Nauðsynlegt á hverju heimili,
drjúgt — fljótvirkt — ódýrt.
SKÓVINNUSTOFA
með vjelum óskast keypt nú
þegar. Uppl.v um hve margar
vjelar og verð sendist blaðinu
íyrir 6. sept. merkt: „Skó-
vinnustofa".
SKÓBURSTUNARVJEL
óskast nú þegar. Tilboð sendist
blaðinu fyrir fimtudagskvöld,
merkt: „Skóburstun".
HVÍTKÁL.
Góð hvítkálshöfuð fást í Gróðr-
arstöðinni.
FRANSKT SJAL
óskast. Sími 4226.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
eíma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
KAUPUM FLÖSKUR
Btórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Bækjum. Opið allan daginn.
SALTFISK
þurkaðan og pressaðan. fáið
þjer bestan hjá Harðfisksöl-
unni. Þverholt 11. Sími 3448.
CORRIE MAY
EFTIR GWEN
BRISTOW
Skáldsaga frá Stiðarríkjtan Ameríktt
47. dagur
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
að lita heima. — Litin<» selur
Hjðrtur Hjartarson, Bræðra-
torgarstíg 1. Sími 4266.
Hafnarfjörður:
KAUPUM FLÖSKUR
Kaupum heilflöskur, hálfflösk-
ur, whiskypela, soyuglös og
dropaglös. Sækjum. — Efna-
gerð Hafnarfjarðar. Hafnar
firði. Sími 9189.
GOTT HERBERGI
óskast, eða herbergi og eldhús.
Uppl. í síma 4396.
1^.2 HERBERGI
óskast handa tveimur náms-
mönnum, og fæði ef um semur.
Húsráðandi gæti fengið aðgang
að síma, sem þeir hafa. Uppl.
í Tóbakshúsinu, Austurstræti
17. Sími 3700.
HERBERGI ÓSKAST
^trax, eða 1. okt. Uppl. í síma
5885/
‘ HERBERGI
til leigu. Prúður maður kemur
aðeins til greina. Æskilegt að
hann geti lánað síma. Tilboð
merkt: „Villa“, sendist blað-
inu.
NOKKRIR MENN,
f em vinna í skrifstofu eða við
aðra hreinlega vinnu, geta feng-
ið fæði á Hávallagötu 13 (eystri
,dyr).
Hún gleymdi henni þó brátt
fyrir öðru mikilvægara.
★
Denis var í Vicksburg og faðir
hennar í Port Hudson. En þó
fljótsvirkin virtust óvinnandi, var
hún hrædd um þá báða. Hin
fyrsta æsandi eftirvænting fyrir
stríðinu var um garð gengin. Nú
var það orðið hræðilega ískyggi-
legt.
Daglega var búist við því, að
herinn frá New Orleans myndi
brjótast áfram upp með fljótinu
og Ann iifði í sífeldum ótta við
það, að vera vakin upp á næturna
við fallbyssugný. En tíminn leið
og óvinurinti bærði . ekki á sjer.
Fregnir bárust stöðugt um glæsi
lega sigra Suðurríkjahersins, og
þó tók stríðið engan enda.
I blöðunum var ekki hægt að
lesa um annað en stríðsfrjettir og
lista yfir nöfn fallinna hermanna.
Ann ofbauð mannfallið. Stríðið
virtist ekki annað en viðurstyggi-
legt grimdaræði. Blöðin fóru ekki
út í einstök atriði, en margt bar
fyrir augu og eyru, sem talaði'
sínu máli.
I bardögunum við Shiloh voru
skurðirnir fullir af blóði fyrsta
daginn, og daginn eftir festust
hestarnir í storknuðu blóðinu. Og
við Corinth duttu hinir særðu her-
meun um gaddavírsgirðingar og
hjengu þar fastir, sárþjáðir og
veinandi, uns dauðinn miskunnaði
sig yfir þá. Svona var stríðið.
horft á málverkið af Denis í ein-
kennisbúningnum. Hún hafði setið
fast við sinn keip að láta mála
það, áður en hann fór af stað.
Hún horfði á það og neri saman
höndum í örvæntingu. Hún var
hætt að biðja til guðs: „Góði guð,
láttu þá halda fljótsvirkjunum!“
Nú bað hún innilega og oft á dag:
„Góði guð, láttu hann lifa! Láttu
ekki svona hræðilegar skelfingar
hendi hann!“
En stríðið geysaði stöðugt og
hafði staðið yfir í nær tvö ár, áð-
ur en Denis fjekk leyfi til þese að
skreppa heim.
Svona var þetta ljómandi æfin-
týri, sem byrjaði með því að blóm-
um var kastað fyrir fætur hinna
hugdjörfu hermanna, er fóru í
stríðið til bess að verja föður-
landið.
Stundum gat Ann setið tímum
saman fyrir neðan stigann og
V*
RÁÐSKONA ÓSKAST
á lítið heimili. Uppl. á Lindar-
götu 26, eftir kl. 7.
STÚLKA
eða eldri kona, óskast til Ijettra
innan húss starfa. Uppl. í
síma 2902.
GÖÐ STÚLKA
óskast, sem vildi vera húsmóð-
urinni til hjálpar og ánægju.
Uppl. í síma 3279. ,
OTTO B. ARNAR
iðggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
itræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
Ing og viðgerðir á útvarpstækj-
am og loftnetum,
5&fia2-fundi£
SKINNKRAGI
tapaðist á sunnudag milli Hofs-
valla- og Sólvallagötu. Skilist á
lögreglustöðina, annars sóttur.
BLÁTT BELTI
tapaðist frá Hringbraut 64, að
Skólavörðustíg 1. Finnandi geri
\insamlega aðvart í síma 3755.
Ann beið hans með titrandi eft-
irvæntingu. Hún hafði ekki fund-
ið það, fyr en hann var farinn,
hve mji^g hún tmni honum, og hve
hjónaband þeirra hafði í raun og
veru verið barnalegt. ^
Stríðið hafði gert það að verk-
um, að henni fanst hún einmana
og hjálparvana. Það hafði sýnt
henni svo ótal mörg sannindi, sem
hún hafði ekki verið viðbúin að
kynnast, og hún þráði vernd hjá
Denis.
Og nú var Denis að koma heim.
Hann myndi geta skýrt út fyr-
ir henni orsölr allra þessara skelf
inga. Þau myndu skilja hvort ann
að og bjónaband þeirra verða
traustari tengsl en nokkru sinni
áður.
★
En þegar Denis kom heim, hold-
grannur og alvörugefinn, uppgötv-
aði hún þegar í stað, að hann var
fús til þess að tala um alt — nema
stríðið. Sjer til mikillar undrun-
ar sá hún, að Denis grunaði ekki,
að hún hefði heyrt um allar skelf-
ingar stríðsins. Iíann hjelt, að hún
liti það enn í rómantískum Ijóma.
Að minsta kosti vildi hann halda
það. Hann hafði verið í Yieks-
burg, og Vicksburg var sjóðandi
víti blóðs og þjáninga. Meðan
hann var burtu frá þessu víti
vildi hann ekkert heyra eða sjá,
nema hina fögru sali' Ardeith-óð-
alsins, og hina friðsælu garða þess.
Og hana vildi hann sjá glaða og
káta, fagra og glæsilega konu, sem
gat hjálpað honum til þess að
gleyma stríðinu. Hann fylgdi
henni hvert sem hún fór. Það var
eins og það eitt að sjá hana hefði
sefandi áhrif á hann. Hann strauk
oft yfir fíngert og sljett hörund
hennar og hvíslaði næstum undr-
andi: — Ó. þú ert svo falleg —•
og hrein, Ann! En hann mintist
aldrei á alt það hryllilega, sem
hann íiafði sjeð, eða hve mjög
það hafði sært hann andlega.
Og Ann ákvað þá að spyrja
hann einslris nje segja honum
neitt, sem gæti sýnt, að hún var
líka særð. Hún mintist ekki einu
sinni á hina ýmsu smámuni, sem
söknuður var að fara á mis við á
heimilinu. Að sápustykkið kostaði
heilan dollar og tannburstarnir
tvo dollara stykkið. Að maður
þyrfti að ganga búð úr búð til
þess að fá helstu nauðsynjavörur,
í veikri von um, að tekist hefði að
koma einhverjum vörum inn í
landið, þrátt fyrir hafnbannið.
Hve sparlega yrði að fara með
ýmislegt smávegis eins og til dæm-
is saumnálar, og hnappa og ým
islegt fleira, sem varla var fáan-
legt.
Hún var eins og vonsvikið barn.
Hún hafð? búist við svo miklu, er
hann kæmi heim, en nú gat hún
ekki einu sinni spurt hann neins.
En hún kvartaði ekki.
Það var svo óumræðilega lítið,
sem hún gat gert fyrir hann til
þess að draga úr hörmungum
stríðsins. En hún gat haldið lif-
andi þeirri hugsjón um fegurð
og yndisþokka, 'sem hann þráði.
Og hún gerði sitt ítrasta til þess.
Síðasta fórnin, sem hún færði
meðan hann var heima, var að
halda dansleik honum til heiðurs
kvöldrð áður en hann fór aftur
til Yicksburg.
Ann lagði meira að sjer við
undirbúning undir þenna dans-
leik en hún hafði nokkurn tíma
gert áður. Alt átti að líta út eins
og ekkert hefði í skorist, og stríð-
ið væri stöðugt sama æfintýrið og
þau, Denis og hún, höfðu hugsað
sjer fyrst í stað.
Hún jós út peningum, keypti
hveiti, kaffi, vanillu, engifer,
súkkulaði og fleiri sjaldgæfar
vörur, sem kostuðu heilar hrúgur
af hinum nýju, gulu sambands-
seðlum. Hún þrábað kaupmenn-
iná, gerði sjer dælt við þá og
smjaðraði fyrir þeim til þess að
fá þá til þess að láta hana fá svo-
lítið af hinum dýrmætu vörum,
sem geymdar voru handa hernum.
Ef Denis vissi, hvernig vörurn-
ar eru fengnar, hugsaði hún oft
með sjer, myndi hann verða felmtr
aður og fyrirbjóða mjer að kaupa
þær. En hann vissi ekkert um
það. Og hann hafði ekki hugmynd
um, hvernig ástatt var í raun og
veru á heimilinu.
Hann mátti—aldrei fá vitneskju
um, að umboðssalinn hefði ein-
dregið neitað að láta af hendi
tunnu af hveiti, vegna þess að
hún átti að geymast handa sjúkra-
húsinu, og að hún hefði að lokum
lagt fram demantsarmbandið, sem
hann hafði gefið henni', er þeim
sinnaðist í fyrsta sinni, og hrept
tunnuna!
Hún hló dátt í öllum önnunum,
og Denis liló líka.
Hann sagði, að hún væi yndis-
lega falleg og alt, sem hún segði',
væri skynsamlegt. Hann kvaðst
tilbíðja hana.
Hann hafði aldrei sjcð hana
hafa jafn mikið fyrir nokkru sam-
kvæmi. Gat Bertha og Napoleonr
ekki annast undirbúninginn ?
En Ann svaraði, að það kæmi
ekki til mála. Þetta ætti að vera
alveg einstakt samkvæmi í sinni
röð, þar sem það væri kveðjusam-
sæti honum til heiðurs. Auk þess-
hefði hún vanið sig á að gera ým-
islegt sjálf, síðan Mrs. Maitland,.
ráðskonan, fór. Og síðan skundaði
hún leiðar sinnar til þess að leita-
uppi hinar ómeta-nlegu krásir, sem
áttu að sýna Denis, að hún vissh
ekki mikið, hvað stríðið væri.
★
Aðeins einu sinni brást henní
uppgerðarkætin. Það var þegar
tengdamóðir hennar álasaði henni
fyrir hina æðisgengnu eyðslusemi.
Þá svara*' h úu aöeins kuldalega:
— * Hefurðu ekki heyrt nýjasta
máltækið. „Nískur eins og sá^
sem sparar gulu seðlana“? En
Denis heyrðk það ekki, og hún
sagði' Mrs Larne ekki, að hún-
hefði' mútað umboðssalanum, veð-
sett úr og brjóstnælur fyrir hálf-
virði.
Það gat verið, að Denis myndi’
einhverntíma í framtíðinni spyrja
hana, hvar skartgripirnir hennar
væru. En hún reyndi að hrinda*
frá sjer tilhugsuninni um þann
möguleika, því að það var annar
möguleiki, sem hvað eftir annað
gægðist fram í hugskoti hennar,.
þó að hún reyndi að bægja hon-
um burt. Sá möguleiki, að Denis
kæmi kannske aldrei aftur frá
Vicksburg. 'sj
En þessa stundina mátti hún
ekki um það hugsa. Hún varð að-
eins að hugsa um það eitt, að gera
Denis dvölina heima sem ánægju-
legasta, svo að hann gleymdi stríð—
inu.
Ilún Ijet Berthu sauma handa?
sjer nýjan kjól úr sægrænu flau--
eli, sem hún hafði keypt af smygl-
ara á sextíu dollara meterinn.
Hún skreytti hann með knipling--
um af brúðarkjólnum sínum, og:
það var mikil fórn fyrir hana að
eyðileggja brúðarskartið. Það
hafði verið vandlega geymt í silki
brjefi' og hún hafði altaf hugsað\
sjer, að ef hún eignaðist dóttur,-,
skyldi hún bera það sem brúður.
Kjóllinn myndi altaf vera ljóm-
andi fallegur, hvað sem hann yrðU
gamall.
Framh.
Barnaleikföng
Bííar, Flugvjelar, Skriðdrekar, Mótorhjól, járnbrautirU
Sparibyssur, Berjadósir. Dúkkur, Andir, Svanir úr celloid^
Meccano, Blöðrur á 25 aura o. fl. nýkomið.
E Einarsson & Björnsson.
NÝKOMIÐ:
m
1
Sitrónur
360 stykki í kassa. ___
E^ert Krlstfánssoii & Co. h.f.
«