Morgunblaðið - 19.09.1941, Blaðsíða 2
2
MOROUNBLAÐIÐ
Fösíudagur 19. sept. 1941
Þjóðverjar sagðir reyna að
knýja fram úrslit fyrir vetur
Sókn norðan f rá M u rmansk
suður að Krím
Bardagar halda áfram með sama ákafa og áður
á þrem aðalvígstöðvunum í Rússlandi. í Lon-
don er litið svo á, að Þjóðverjar leggi .sig
nú alla fram til þess að ná úrslitaárangri áður en hjálp
Breta og Bandaríkjanna kemst til Rússlands og áður en
vetur gengur í garð.
í London voru horfurnar á vígstöðvunum í gærkveldi
álitnar þessar:
Mutmangh^vigsföðyafBag
Þjóðverjar halda áfram sókn sinni í áttina til Murmansk, til
þess að reyna að ná þessari borg og stöðva flutninga þangað frá
Bretlandi og Bandaríkjunum, áður en vetur gengur í garð. Enda
þótt Þjóðverjum hafi tekist að sækja þarna alllangt fram á einum
stað, þá er þó álitið í London, að líkurnar fyrir því sjeu sæmilega
góðar, að Rússum takist að verjast, þar til vetur hefst og hernað-
araðgerðir torveldast.
Leningrad og miðvitfstftðvagiiag
Þjóðverjar tilkyntu í gær mikinn árangur á Leningradvíg-
stöðvunum og skýrðu frá því til dæmis, um þenna árangur, að
aðeins eitt fótgönguliðsherfylki hefði eyðilagt þarna yfir 100
steinsteypt virki. Það er þó erfitt að átta sig á hvernig hernaðar-
aðstaðan hjá Leningrad raunverulega er og Rússar segja, að þeir
hafi gert árangurslausar gagnárásir.
' Engar nýjar fregnir hafa borist af sókn Þjóðverja að
Moskva-Leningrad-brautinni, fyrir sunnan Ilmen-vatn, en þó er
gefið í skyn í Moskva, að sigurtilkynningar Þjóðverja á þessum
vígstöðvum sjeu stórlega ýktar.
Engar fregnir bárust heldur í gær frá miðvígstöðvunum, þar
sem sagt hefir verið, að Timoschenko hefði nú skilyrði til að hefja
árás á Smolensk.
I gær var skýrt frá í Moskva miklum ósigri, sem Þjóðverjar
eru sagðir hafa beðið nýlega hjá Bryansk. Rússar segja, að í þess-
um ifardaga hafi tekið þátt skriðdrekahersveitir sjálfs skriðdreka-
hernaðar-sjerfræðingsins Guderians, og halda því fram, að Þjóð-
verjar hafi mist 20 þús. manns fallna og 500 skriðdreka.
Ukrafcnu-vigstögvarnar
Á suðurvígstöðvunum eru horfurnar óljósar, en þar tilkynna
Þjóðverjar mikla sigra. (I þýskum fregnum í gær var m. a. skýrt
frá því, að hersveitir hefðu umkringt öflugt rússneskt herlið fyrir
austan Kiev). 1 London er litið svo á, að Þjóðverjar kunni að hafa
sótt þarna alllangt fram og m. a. er talið ekki ósennilegt, að þeir
hafi rofið sambandið milli Krímskagans og meginlandsins.
Fregnir frá Ankara herma, að Þjóðverjar gerið ráð fyrir að
vera komnir suður í Kakasus innan sex vikna.
En þótt Þjóðverjum takist ekki að komast yfir meira en
Ukrainu fyrir vetur, þá ná þeir þar í mikið og frjósamt land.
Stjórnmálafrjettaritari „The Times“ lýsir í eftirfarandi grein
hjeraðinu milli Dniepr og Don-fljótsins, eða því hjeraði, sem þýski
herinn sækir nú fram í.
Milli Dnjepr og Don
Búlgarar að drag-
ast inn i stríðið
Búlgarska stjórnin sat 5 klst.
á ráðstefnu í gær.
Talið er að Búlgarar sjeu um
það bil að dragast inn í styrjöld-
ina.
Sikorski fer
til Rússlands
Saenfsrðari um sigur
en nokkru sinni áður
C ikorski, forsætisráðherra
^ Pólverja, ávarpaði í gær
pólsku hermennina í Rússlandi
cg tilkynti þeim, að hann ætlaði
að heimsækja þá innan skams.
Sikorski sagði, að vetur gengi
nú í garð og Þjóðverjar yrðu þá
að berjast við skilyrði, sem þeir
eiga ekki að venjast. Þjóðverj-
ar hefðu neyðst til að senda
etöðugt aukinn liðsauka til víg-
stöðvanna, og þjálfun sú, sem
hið nýja lið fengi, færi stöðugt
minkandi.
Þrátt fyrir árangur þann, sem
Þjóðverjar hafa náð (sagði
Sikorski), þá mun þeim ekki
takast að ná marki sínu, enda
þótt þýska herstjórnin reyni
að láta það heita svo, að sigr
ar hennar hefðu úrslitaþýðingu.
Sikorski kvaðst sannfærðari
um lokasigur bandamanna, en
nokkru sinni áður.
Mennirnir, sem
stjórnuðu Frakk-
landi fyrir ári
The Times“ birti nýlega
fregnir af frönsku stjórn
málamönnunum og leiðtogun-
um, sem fyrir rúmu ári voru á
allra vörum, en sem nú bíða
dóms í stofufangelsum í Vichy í
Frakklandi.
Gamelin hershöfðingi (segir
frjettaritari „Times) er há-guð-
rækinn og ver mestum hluta
dagsins á bæn.
Reynaud er andlega hress og
hraustur og hefir mikinn áhuga
á líkamsment.
Daladier er orðinn mjög mag-
ur og er sjúkur maður.
Leon Blum eyðir mestum
hluta dagsins við ritstörf, og
fer langar gönguferðir.
Dnjeprfljótið skiftir í stór-
um dráttum þeim hluta
Ukrainu — þriðja hlutanum —
sem að mestu er landbúnaðar-
hjerað og öðrum hlutum lands-
ins — tveim þriðju — sem að
mestu eru iðnaðarhjerað, þótt
þar sjeu einnig auðugir korn-
akrar, og sykurrófu akrar. Vest-
an við fljótið er sigðin; austan
við það eru hamarinn og sigðin
fljettuð saman.
Rússar hafa mist Krivoi Rog,
járngrýtissvæðið, sem var þegar
á keisaratímanum mikilvægt.
manganesenámanna og skipa-
smíðastöðvarnar í Kherson og
Nikolaieff. Verksmiðjunum í
Odessa er hætta búin. En það
sem Þjóðverjum hefir fyrst og
fremst áunnist, er að þeir hafa
nú á valdi sínu svörtu moldina í
LTkrainu, að vísu hefir uppsker-
FRAMH. Á SJÖUNDU gÍÐU
Þýska hersfjórnar-
tilkynnftngin
Súkn I Ukrainu:
Mikill árangur við
Leningrad
Þýska herstjórnin tilkynnir:
Ukrainu halda árásarhernaðar-
aðgerðir viðstöðulaust áfram í
austur frá Dnjepr.
I bardögunum um varnarvirki
Leningradborgar hefði náðst mikill
árangur. Deiidir iir aðeins einu fót
gönguliðsherfylki tóku með á-
hlaupi 119 steinsteypt virki.
Á hafinu við Krím, við eyjuna
Ösel, við mynni Wolchow og í
Hvítahaf' sökti flugherinn þrem
flutningaskipum, samtals 3 þús.
brutto-smálestum og hæfði auk
þess 16 skip önnur svo alvar-
lega, að óhætt er að gera ráð
fyrir, að mikill hluti’ þessa skips-
rúms hafi farist. Auk þess hæfðu
flugvjelarnar tundurspilli, tvo kaf
báta og 4 hraðbáta Sovjetríkjanna
og eyðilÖgðu þá.
Stríðið gegn
Englandi
Hraðbátar gerðu árás á skipa-
flota sem varinn var af tundur-
spillum og varðbátum úti fyrir
ströndum Englands, og söktu,
þrátt fyrir sterkar varnir, 4 kaup-
skipum, samtals 25 þús. smál. Eftir
árangursríka bardaga við breska
tundurspilla komu allir bátarnir
heilu og höldnu heirn.
Við Færeyjar söktu þýskar flug
vjelar, sem voru á vopnuðu könn-
unarflugi yfir hafinu, stóru kaup-
fari í steypiárás.
Orustuflugvjelar vörpuðu í nótt
sprengjum á hafnarmannvirki í
Suð-austur-Efiglandi. í tilraunum,
sem breski' fíugherinn gerði í gær,
til þess að fljúga inn yfir her-
numdu svæðin við Ermarsund.
misti flugherinn 18 flugvjelar, þar
af 15 í loftbardögum. Þriggja
þýskra flugvjela er saknað.
Fáeinar breskar sprengjuflug-
vjelar gerðu í nótt truflana-árásir
á Suð-vestur-Þýskaland.
Mótmæiaorðsending
Japana til Rússa
T apanska stjórnin sefir sent rúss
** neskti stjórninni harðorða orð
sendingu út af rekduflum frá
Vladivostock og Koreu, sem sögð
eru hafa grandað japönsku skipi
og laskað annað skip, og orðið
mörgnm japönskum sjómönnum
að bana.
Japanska stjórnin krefst þess að
ráðstafanir verði gerðar til þess
að hindra að rekdufl þessi stofni
lífi japanskra sjómanna í voða.
Bandarfkin
byrjuð „skot-
styrjöld"
The Times birti í gær for-
ustugrein undir fyrir-
sögninni:
SKOTSTYRJÖLD.
Floti Bandaríkjanna (segir í
greininni), hefir nú formlega
byrjað „skotstyrjöld“ gegn sjó-
ránum öxulsríkjanna á varnar-
svæði Ameríku, enda þótt eng-
ar fregnir hafi borist ennþá um
að fyrstu skotunum hafi verið
hleypt af.
Þessi nýja stefna hefir hlotið
ágætar undirtektir í Bandaríkj-
unum, þótt þær sjeu auðvitað
ekki einróma. Einangrunarsinn-
ar harma það auðvitað, að
stefna þessi hefir verið upp tek-
in, en megin hluti almennings-
álitsins, sem stutt hefir forset-
ann fram til þessa, stendur jafn
chaggaður og áður, eftir þessa
róttæku ráðstöfun.
Til þessa hafa öxulríkin ver-
ið fáorð um þetta. Frá Musso-
lini hefir komið máttlaust vein
cg enginn vafi er á því, að frá
'Hitler munu koma mikil láta-
læti um siðferðislega hneyksl-
un.
Að sjálfsögðu hefir það verið
hugleitt í Washington, að hinar
nýju skuldbindingar í Atlants-
hafinu kunni frá hinni hliðinm,
Kyrrahafi, að verða gripnar,sem
tækifæri, en hólmgönguáskor-
andinn bíður með augsýnilegri
ró, eftir því, að í ljós komi, hvort
annarhvor eða báðir gangi á
hólminn.
Eins og gefur að skilja, hafa
menn mikið hugleitt hvers eðl-
is verndin muni verða, sem veitt
verður skipum, sem flytja láns-
og leiguvörur. Ákvörðun um
þetta hefir sennilega þegár
verið tekin og atburðirnir hljóta
scnn að leiða í ljós hver hún er,
þótt engin ástæða sje til þess
íyrir flotamálaráðuneytið í
IVashington, að gera óvinina að
trúnaðarmönnum sínum.
Ýmsir athyglisverðir mögu-
leikar koma fram í sambandi
við það, ef amerísk skip og
vernd þeirra verður send á leið
til þeirra hafna í nýlendum
ckkar, sem ekki eru talin „tekn-
iskt“ á ófriðarsvæðunum, sem
ákveðin eru með hlutleysislög-
unum.
Varðgæslan á höfunum verð/
ur í höndum maeríska og
breska flotans, sem hafa munu
með sjer stöðuga samvinnu og
sem eru upp frá þessu í bar-
áttufjelagi.
Ný hjálp
Bandarikjanna
Fregnir frá Washington í gær-
kvöidi bermdu, að ráðstafan.
ir hefðu verið gerðar til þess. að
amerísk skip tækju upp siglingar
á ýmsum leiðum, þar sem bresk
FRAMH. Á SJÖUNDU «fi)U