Morgunblaðið - 23.09.1941, Blaðsíða 2
2
j£-
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðiudagur 23. sept. 1941,
Þjóðverjar sækja austur frá Kiev
Bætt aðstaða Rússa á Leningrad
og Smolensk vígstöðvunum
Georg Grikkjakonungur hyltur
af hermönnum sínum
Bresk-rússnesk-þýsk loft-
orusta yfir Odessa
Herstjórnartilkynningar beggja hernaðaraðilja
um ástandið á Kiev-vígstöðvunum í gær,
voru fáorðar. Rússar hafa nú dregið lið sitt
burtu úr borginni, sem er ein rjúkandi rúst eftir hinar
grimmilegu orustur, sem um hana hafa verið háðar.
Lýstu Rússar brottför sinni úr borginni þannig, að
meginherinn hafi þegar fyrir nokkru fengið skipun um
að yfirgefa borgina til þess að komast hjá innikróun, en
bakvarðarliðið hefði fengið það hlutverk að verja borgina
götu fyrir götu.
Þegar þaS svo einnig varð að láta undan síga voru vei’k-
smiðjur borgarinnar sprengdar í loft upp, voru sprengjur lagð-
ar á vegina austur frá henni og brúin yfir Dniepr spi’engd í loftl
upp. En Rússar segjast hafa komið meginher sínum undan, en
manntjón Þjóðverja hafi verið gífurlegt.
Þjóðverjar tilkyntu að sókn þeirra austur af Kiev
haldi áfram og beinist sóknin sú til Kharkov, sem er ein
mikilvaegasta iðnaðarmiðstöð Austur-jUkrainu. Rússar
segjast veita öfluga mótspyrnu á þessum slóðum og bar-
áttukjarkur hers Buddjennys sje ólamaður þótt Kiev sje
fallin og þótt mikill hnekkir sje að því.
Þjóðverjar eru fáorðir um
sókn sína til Asowhafs, en áður
höfðu þeir tilkynt að Krímskagi
væri nú nær einangraður. Er
auðsætt að sókn Þjóðverja á
þessum slóðum beinist að því
í senn að loka aðflutningaleið-
inni um Iran til Rússlands og
eins til hins að komast að hin-
um miklu olíulindum í Káka-
sus. En um þá leið beina Banda-
ríkjamenn nú mjög hjálp sinni
til Rússa. Var því lýst yfir í
Bandaríkjunum í gær að möi’g
hundruð flugvjelar og skrið-
drekar væru á leiðinni til Rauða
hafs áleiðis til Rússlands.
Af fregnum frá Ukrainuvíg-
stöðvunum sýnist sem Þjóðverj-
um hafi ekki tekist að innikróa
heri Buddjennis. En sú hætta
vofir yfir þeim að hersveitum
Þjóðverja við Poltava takist að
komast að baki þeim og koma í
veg fyrir undanhald þeirra. En
við það versnuðu varnarmögu-
leikar Kharkov mjög.
LOFTORUSTA
YFIR ODESSA
Við Odessa hefir engin breyt-
jng orðið Rússum í óhag. Segj-
ast þeir jafnvel hafa bætt að-
stöðu sína þar. Kom til mikillar
loftorustu yfir borginni og tóku
þátt í henni mörg húndruð flug
vjelar. Tók mikill fjöldi breskra
flugvjela þátt í henni. Virðist
svo sem Bretar sjeu komnir með
allmikinn flugher til hjálpar
Rússum á austurvígstöðvunum
og berjast breskir flugmenn
með þeim.
Er þetta fyrsta stóra loftor-
ustan, sem fregnir berast af að
breskir flugmenn taki þátt í
austur þar.
VIÐ SMOLENSK
— Á Smolensk-vígstöðvunum
FUAMH Á SJÖTJNDU ifi)U
Gæta áfrara
heimshafanna
LÍ ’Qska flotamálaráðimeytið
^ birti í gær tilkynningu um,
að þrjú stærstu orustuskip Breta,
senx Þjóðvei’jar segðust hafa stór-
laskað eða sökt, Rodney, Malaja
og Resolution gegndu nú þjón-
ustu í Atlantshafi, eftir að hafa
haft skamma viðdvöl í Banda-
ríkjahöfn.
Snorra Sturlusonar
minst í Berlln
-----/•
íslenska útvarpinu frá Ber-
lín í gær, var 700 ára dán-
arafmælis Snorra Sturlusonar
minst all-rækilega.
Voru rakin æfiati’iði Snorra,
greint frá helstu verkum hans
og mjög lofsamlega komist að
orði um vísindastörf hans. — Þá
var skýrt frá því, að íslending-
ar þeir, sem nú dvelja í Berlín,
kæmu saman til samsætis í til-
efni þessa afmælis.
Lauk útvarpinu með því, að
lesnir voru kaflar úr kvæði
Matthíasar Jochumssonar, um
víg Snorra.
ÍTÖLSKU SKIPI SÖKT.
Fyrir strondum Tunis gerðu
breskar flugvjelar árás á ít-
alskt skip. Kom upp mikill eldur
í skipinu og eftir skamma stund
var það sokkið.
Skip þetta var hlaðið hergögn-
um.
Bandarfkja-
skipi á leið til
Islands sðkt
Sú fregn barst seint í gær-
kvöldi frá London, að
7000 tonna skipi í þjónustu
Bandaríkjastjórnar hefði ver-
ið sökt á leiðimú til íslands
í lok síðustu viku.
Hjet skip þetta Ping Star
og sigldi undir fána Panama.
Petain hvetur
Frakka til fylgis
við sig
Petain marskálkur flutti ræðu
í gær og ávarpaði frönsku
þjóðina.
Hann hvatti Frakka til fylgi-'
spektar við sig. Hann kvað sig
hafa verið kjörinn til þess að tak-
ast það vandasama hlutverk á
hendur að hafa forystu þjóðar-
innar á hinum mestxx niðurlæging-
artímum.
Hann kvað frönsku þjóðina
skvlduga til fylgis við sig og var-
aði við áreitni við hið þýska her-
lið í landinu.
Petain líkti lífi ffönsku þjóð
arinnar nú við erfiða göngu upp
fjallshlíð. En hún yrði að ná
tindinum.
í Bandaríkjablöðum er þessi'
ræða Petains talin flutt í þeim
tilgangi að sefa ólgu þá, sem
auðsjáanlega ríki nú meðal
frönsku þjóðarinnar. Andar frem-
ur kalt í blöðunum í garð ræð-
unnar.
Fregnir um nýjar handtöku?
bárust frá hinum hernumda hluta
Frakklands í gær. í París höfðu
200 verkamenn gert verlcfall og
voru þeir teknir hönduixi, sakaðir
um kommúnistiskan undirróður.
„Stalin, Voroshiloff,
Buddjenny og Timo-
cheoko" á leið til
Rússlands!
Maisky, sendiherra Rússa í j
London og frú hans heim-
sóttu í gær skriðdrekaverksmiðju
eina í Miðlöndum.
Eru þarna framleiddir skrið-
drekar fyxúr i’ússneska herinn.
Var skýrt frá því, að sendiherr-
ann hefði horft á skriðdrekana aka
frá verksmiðjunxxm áleiðis til út-
skipunar til Rxxsslands.
Voru nokkrum skriðdrekanna
gefin nöfn og hjetu þeir m. a.
þessum nöfnum: Stalin, Voroshi-
loff, Timosehenko, Buddjenny o.
s. frv.
Maisky flutti við þetta tæki-
færi' ræðu og kvaðst nx. a. full-
vissa hreska verkamenn um það,
að þessir skriðdrekar yrðu ekki
látnir rvðga af notkunarleysi, er
þeir kæmu austur á sljettur Rúss-
lands. Þeir hefðu þar mikilvægu
hlutverki að sinna í baráttunní
fvrir frelsi Rússlands, frelsi allr-
ar Evrópu.
I boði hjá
Churchill
Mr. Wixiston Churchill snæddi
í gær miðdegisverð með 5
ungum Frökkum, sem lagt höfðu
líf sitt í þá hættu að flýja yfir
Ermarsund í tveimur smákænum.
Voru þeir 125 klst. ieiðiuni og
lireptu hina mestxx vosbixð.
Hvggjast þeir ganga í lið með
de Ganlle.
Fáar þýskar flugvjelar voru
yfir Bretlandi í gær. Sprengjunx
var varpað niður á stað á norð-
vesturströndinni og vai’ð lítið tjóxi
að.
Landflótta pjóðtiöíð-
ingjum I London
fjölgar
Georg Grikkjakon-
ungur kom þangað
í gær
Igær var skýrt frá því í Lqn-t
don að Georg Grikkjakon-
ungur væri kominn þangað.
Hefir þannig einn landflótta
þjóðhöfðingi bættst við þá, sem
áður höfðu tekið sjer þar ból-
festu.
Við komu konungs til London
Ijet forsgetisráðherra grísku
stjórnarinnar svo um mælt: —
Vjer erum stoltir yfir því, að
koma til London. Ekki vegna
þess, að hún er höfuðborg Bret-
lands, heldur vegna hins, að
hún er höfuðborg og höfuðvígi
frelsisins í heiminum. Vjex1 mun-
um að lokum vinna sigur undir
merki frelsisins, sagði forsætis-
xáðherrann.
Þegar Grikkland fjell Þjóð-
verjum í hendur flýði Geovg
konungur til Egiptalands og síð-
an ferðaðist hann til Suður-Af-
ríku.
Við komu konungs til London
voi’u honum veittar hinar við-
hafnarmestu móttökur.
Konungshjónin fóru til móts
við hann ásamt forsætisráðh-
Breta, Winston Churchill og
Antony Eden og fögnuðu hon-
um og fylgdarliði hans. Gríski
krónprinsinn var einnig með í
förinni.
Garðar Gíslason stórkaupmaður
hefir opnað skrifstofu í New York
og éetlar hann að ánnast viðskifti
fyrir fslendinga. Skrifstofa hans
er í 52 Wall Street, New York.
Hjúskapur. Nýiega voru gefiu
saman í hjónaband af síra Árna
Sigurðssyni ungfrú Inga Arn-
grímsdóttir og Haraldur S. Sig-
urðssou. Heimili þeirra er á
Grandaveg 39.