Morgunblaðið - 05.10.1941, Síða 3
Sunnudagur 5. október 1941
MORGUN BLAÐIÐ
Merkileö fornmanns-
. . n__________
;f t'fcj i9d«j
gröf fundin
Fanst í kartöflugarði
í Kelduhverfi
Frásögn Kristjáns Eidjárns
FYRIR skömmu var bóndinn á Fjöllum í Keldu-
hverfi að grafa gryfju til þess að geyma í
kartöflur yfir veturinn. Hafði hann fengið
stað til þess í landi Grásíðu við Víkingavatn, þar sem hann
hefir kartöflugarð. Við gröftinn kom hann niður á merki-
lega forngröf frá heiðnum sið.
Morg’nnblaðið hefir hitt Kristján Eldjárn að máli um þetta efni,
en hann rannsakaði dysina fyrir fornminjavörð.
Per frásögif hans hjer á eftir:
Sunnudaginn 14. sept. 1941 var
Hjeðinn Ólafsson á Pjöllum að
vinliu í kartöflugarði sem bóndinn
á Pjöllum á í landi Grásíðn i
Kelduhverfi. Bærinn Grásíða er
einn af Yatnsbæjunum, er svo
nefnist hverfi það, sem stendur
sunnan við Yíkingavatn. Á Grá-
síðú er jarðvegur sendinn og þyk-
ir Vel til kartöfluræktar fallinn
og fá því bændur af öðrum bæj-
um rúm þar fyrir garða síná.
Hjeðinn á Pjöllum ætlaði sjer að
grafa kartöflur sínar í einu horlii
garðsins og tók að gera gryf juna.
Kom hann þá oían á spjótsodd,
sem hrökk í tvent um fjöður
miðja við rekuhögg. Upp frá faln-
um sá Hjeðinn svartá rönd í rnold-
inni, þar sem spjótskaftið hafði
verið. Við hliðina á spjótinu fann
hann fótleggi og ristarbein af
manni. Stöðvaði hann nú vinnuna
og hreyfði ekki beinin meira. Þór-
arinn Björnsson á Víkingavatni,
mentaskólakennari, gerði mjer að-
vart um fundinn en jeg aftttr
þjóðminjaverði, sem fól mjer að
rannsaka dysina.
★
Þriðjud. 23. sept. grófum við
Þ. Bj. dysina út. Nákvæmlega til
teþið, liggur hún um 50 m. suður
af suðvesturhorni gamla vallar-
garðsins á Grásíðu, s^m enn sjer á
köflum, en um 60—70 m. suður
frá nýbýlinu Vogar, sem bygt var
árið 1938 úr Grásíðulandi. Liggja
þar suður frá bænum kartöflu-
garðar margir í sandöldu, sem þar
er og er dysin þar sem hæst ber
eða austast á öldunni. Uppblástur
er þarna að verki og er uppblást-
ursferð sunnan í öldunni. Það
sýndi sig, að kartöflugröfin hafði
tekið af norðurenda grafarinnar,
en alt það, sem óbreytt var, var
grafið af í lögum. Bfst er þykt
foksandslag um 50, cm. og mun
það hafa fokið á síðan gröfin var
gerð, en er nú sem sagt að blása
burt. Undir þessu lagi kom leir-
bland og sáust. í því steinar nokkr
ir. Lágu þrír í röð frá norðri til
suðurs og einn stakur, 1,15 m.
vestar. Það sýndi sig, að stein-
arnir þrír mörkuðu austurbrún
grafarinnar og ■ staki steinninn
vestri brún. Hafa þeir verið lagðir
að leiðinu ofanjarðar á sínum
FBAMH. Á SJÖTTU SÍÐU,
Athafnaííf
í Eyftim
Mikið athafnalíf er í Vest-
mannaeyjum um þessar
mundir, sagði Jóhann Jósefsson
alþm. Morgunblaðinu í gær, en
hann er nýkominn úr Eyjum.
í smíðum eru nú í Eyjum 13
ioúðarhús og er þar óvenjumik-
11 eftirspurn eftir byggingar-
lóðum. Þá eru og nokkrir vjel-
bátar í smíðum og einnig eru
menn að kaupa báta.
Uppskera úr görðum er meiri
í Eyjum nú en nokkru sinni áð-
ur. Heyskapur var og sæmileg-
ur.
Ótíð hin mesta hefir verið
undanfarið og gæftalaust. Úti
gerðarmenn og sjómenn í Eyj-
um eru mjög óánægðir með
það verð á ýsunni, sem áskilið
er í samningnum við Breta.
Telja, að til vandræða horfi, ef
ekki fæst leiðrjetting á þessu.
Nýr islenskur doktor
við Hafnarháskóla
Óli P Hjaltested
læknir
Nýja Bíó: Pramvegis verða að-
göngumiðar seldir á sunnudögum
frá kl. 11 f. h., að öllum sýning-
um. Aðra daga verða miðarnir
seldir eins og venjulega, frá kl. 1
e. h.
Fyrir nokkru barst fregn um
það »frá Danmörku, að
Kaupmannahafnarháskóli hefði
tekið gilda doktorsritgerð frá ís-
lenskum lækni, Óla P. Hjaltested.
í tilefni þessa leitaði blaðið
frjetta hjá hinum nýkjörna dokt-
or um ritgerð hans, efni hennar
og upphaf.
Doktorsritgerð mín, segir Óli
P. Hjaltested, heitir Diagnostisk
og prognostisk Betydning af
Tubercel bacilpaavisning i Ven-
trikelskyllvandet hos Voksne.
Rannsóknaraðferð sú, sem rit-
gerðin byggist á, felst í aðferð,
sem fyrst var upp tekin í Frakk-
landi, en fljótlega var tekið að
nota í Danmörku, einkum á Öre-
sundsspítalanum, þar sem hún
var endurbætt að mun. Aðferð
þessi er fólgin í að rannsaka
magainnihald breklasjúklinga,
sem ekki hefir fundist hjá berkla
smit með venjulegum aðferðum.
Og fjallar ritgerðin um gildi þess
arar aðferðar við sjúkdómsgrein
ingar og horfur um gang sjúk-
dómsins.
— Hvenær byrjuðuð þjer að
vinna að ritgerð yðar?
— Jeg sigldi til Hafnar haust-
ið 1934 og dvaldist þar við fram-
haldsnám á sjúkrahúsum til vors
ins 1939. Á þeim tíma vann jeg
að henni.
Þegar jég kom hingað heim
vorið 1939 hafði jeg viðað að
mjer efni í ritgerðina og skrifaði
hana síðan að mestu hjer heima.
Sendi jeg hana síðan til Hafn-
arháskóla í marsmánuði 1940 og
fjekk tilkynningu um það í sept-
ember sama ár, að háskólinn
hefði tekið hana gilda.
Vegna styrjaldarinrtar fjell há-
skólinn nokkru síðar, eða nánar
til tekið í apríl s.l., frá munnlegri
vörn hennar, en frjettir um það
bárust eigi hingað fyrr en þiú ný-
lega.
Dr. Óli P. Hjaltested læknir er
Reykvíkingur að ætt, 32 ára gam-
all. Hann lauk stúdentsprófi vor-
ið 1928, en embættisprófi í lækn-
isfræði hér við háskólann vorið
1934.
1 framhaldsnámi sínu hefir
hann kynt sjer lungnasjúk'dóma
FBAMH. Á SJÖTTU SlÐU
Mesta listsýning
sem hjer hefir
sjest
Opnuð í skálanum víð
Garðastræti í dag
Idag kl. 2 verður opnuð sýning myndlistardeildar
Bandalags íslenskra listamanna í sýningarskál-
anum við Garðastræti. Verður þar alveg ein-
stakt tækifæri fyrir bæjarbúa, til að fá yfirlit yfir íslenska
myndlistarstarfsemi, eins og hún er í dag, og kynnast
verkum einstakrg, listanjanna.
Skálinn er hin hentugustu salarkynni, sem listamenn hafa
nokkru sinni haft völ á hjer í Reykjavík til sýningar á verkum
sínum. Þar er vítt til veggja, og birta góð, svo listaverkin njóta
sín prýðilega.
Þarna verða á annað hundrað málverk og um 30 högg-
myndir.
Mlnningar-
athöfn sklpverja
i „Jarlinum"
Mmningarathöfn um skipverj-
ana á 1. v. „Jarlinn" fer
fram í Dómkirkjunni á morgun
(mánudag) og hefst hún kl. 2 e. h.
Sjera Bjarni' Jónsson vígslu-
hiskup flytur minningarræðuna.
Athöfninni verður útvarpað.
Kveðjusamsæti
á Þórshöfn
Af Þórshöfn er blaðinu
skrifað:
O unnudaginn 21. þ. m. var Egg
ert Binarssyni hjeraðslækni
á Þórshöfn og fjölskyldu hans
haldið fjölment kveðjusamsæti í
samkomuhúsi staðarins. En lækn-
irinn er nú á förum úr hjeraðinu,
þar sem hann hefir verið skipað-
nr hjeraðslæknir í Borgarnesi.
Þrátt fyrir yfirstandandi fjall-
göngnr og aðrar haustannir var
samsæti þetta afar fjölment, komu
menn að úr öllum þremur hrepp-
um umdæmisins, til að kveðja hinn
vinsæla lækni sinn. Samsætinu
stjórnaði' Jón Björnsson kaupmað-
ur af mikilli rausn. Pjölda marg-
ir menn hjeldu ræður, þar á meðal
oddvitar allra hreppanna og sókn-
arpresturinn að Sauðanesi.
Eitt virtist það aðallega, sern
auðkendi samsæti þetta, en það
var söknuður og hrygð hjeraðs-
búa yfir því að hinn ágæti og
vinsæli læknir skyfdi nú vera að
flytja burf frá þeim.
Eggert Einarsson og fjölskylda,
við viljum öll taka undir orð ræðú
mannsins Jóns Guðmundssonar,
þar sem hann mælti til ykkar
þessum látlausn og innihaldsríku
orðum: „Verið þið hlessnð og sæi,
gifta og gæfa fylgi ykkur“.
í málarar sýna þarna
myndir sjnar, og fjórir myndhöggv
arar.
Tilhögun skálans hefir mikið
verið breytt frá því garðyrkjusýn-
ingin var þar. Settir hafa verið
þar upp miliveggir, sent hólfa hann
að nokkru leyti' í sundur. Eru
málverkin bæði á milliveggjum
þessum og útveggjum skálans. En
höggmyndir settar upp á stalla
miðsvæðis.
Þegar inn í skálann kemur, er
til annarar handar sýningardeild
Gunnlaugs Blöndal og Snorra Ar-
inbjarnar, en til hinnar frú Krist-
ínar Jónsdóttur. En í miðjum skál-
anum beint gegnt innganginum,
eru höggmyndir Ásmundar Sveins-
sonar, Marteins Gjtðmundssonar og
Ríkarðs Jónssonar.
Gunnlaugur sýnir þarna myndir
af skipum, síldarstúlkum, laúds-
lagi, o. fl. xog myndir Snorra eru
flestar frá sjávarsíðunni. Frú
Kristín sýnir þarna nokkrar f jalla-
og kyrralífsmyndir sínar.
Fyrir miðjum skálanum á millí-
vegg, sem blasir við er inn kem-
ur, eru þr.jár stórar myndir eftir
Kjarval, en hann er heiðursgestur
sýningarinnar.
Meðfram langvegg til hægri, ern
málverk Jóhanns Briem og Jóns
Þorleifssonar. Eru margar myndir
Jóhanns teknar úr ýmsum atburð-
um daglega lífsins. Jón Þorleifsson
sýnir landslags- og kyrralífsmynd-
ir.
Á vestur langvegg eru myndir
Þorvaldar Skúlasonar og Gunn-
laugs Schevings, myndir Þorvald-
ar glæstar í lit og „kompósition“,
eins og áður, myndir Gunnlaugs
sumar gríðarstórar, af heyvinnu-
fólki í tnnhverfi íslenskrar nátt-
úru.
í miðjurn skálanum, á milli-
veggjum, eru rnyndir nokkurra
gesta, sent eigi hafa . áður tekið
þátt í sýningum myndlistardeildar
Bandalagsins. Þar eru m. a. mvnd-
ir eftir Baldvin Björnsson gull-
srnið og Magnús Jónsson prófessor
á öðrum veggnum. En gegnt þeim
eru hiuir ungu málarar, Jón Gnð-
mundsson og Benedikt Guðmunds-
son.
í insta hluta skálans eru á milli-
FBAMH. Á BJÖTTU SlÐU